Morgunblaðið - 15.08.1997, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 15.08.1997, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ MYNDBÖIMD/KVIKMYIMDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP Hollywood, auglýs- ingar og alnetið ÖLVUNIRÐIR með kvikmyndadellu hrella nú kvikmynda- fyrirtæki í Hollywood með því að þefa uppi tilrauna- sýningar og birta síðan álit sitt á myndunum á alnetinu löngu áður en þær fara í almenna dreifingu. Yfirmönnum í Hollywood er sérstaklega illa við Texasbúann Harry Know- les sem er iðinn við að safna að sér alla vegana upplýsing- um um kvikmyndir og birta þær á www.aint-it-cool- news.com síðu sinni. Hafa þeir gengið það langt að dreifa myndum af Knowles til þess að koma í veg fyrir að hann komist inn á tilrauna- og for- sýningar. Knowles lætur þetta ekki á sig fá og heldur áfram að fjalla um uppáhalds við- fangsefni sitt, kvikmyndir. A dögunum frétti Knowles af tilraunasýningu á mynd Ja- mes Camerons, „Titanic“, sem átti að fara fram einhvers stað- ar í Minneapolis. Hann sendi frá sér stutta tilkynningu á alnetinu og bað fólk að láta sig vita hvar og hvenær sýningin færi fram og reyna að komast á hana ef það gæti. Knowles barst á þriðja hundruð svara en af þeim voru 31 með réttan stað og stund. Atján manns sendu Knowles síðan álit sitt á myndinni og hann birti þijú á BLAÐAUKI AÐ LÆRA MEIRA Fraxnboð á námi og tómstundaiðju af ýmsu tagi er margvíslegt ogfervaxandi og sífelltfleiri sjá nauðsyn þess að aukamenntun sína bæði til gagns og gamans. í blaðaukanum Að læra mcira verður m.a. liugað að íjölbreyttum möguleikum þeirra sem vilja bæta meimt- un sína, stimda starfstengt nám cða læra eitthvað alveg nýtt og eignast nýja kunn- ingja run leið. Fyrrverandi nemendur skýra írá reynslu sinnl og kexmarar og ráðgjafar segja írá því sem í boði er. Meðal efhis: • Gíldi sí- og endurmenntunar • Tungumálanám • Stjómun, samskipti og fjármál • Tölvunám • Mátur og vínmenning • Listir og bókmenntir • íþróttir og dans • Afþreying • Viðtöl o.fl. Skilaírestiir augbýsingapantana er til M. 12.00 mánudaginn 18. ágt'ist . Allar nánari upplýsingar veita starfsmenn auglýsingadeildar í síma 569 1111 eða í bréfasíma 569 1110. | - kjarni málsins! ÞEIR sem hafa séð „Titanic“ eru hrifnir af leik Leonardo DiCaprios og Kate Winslet. vefsíðu sinni sem gáfu, að hans mati, besta mynd af viðbrögð- um áhorfenda. Aðdáendur Ca- merons geta glaðst yfir því að viðbrögðin við þriggja og hálfs tíma langri stórlysamyndinni voru nokkuð jákvæð og var þá leik Leonardo DiCaprios og Kate Winslet sérstaklega hrós- að. Framleiðendur „Titanic“ voru þó ekki ánægðir með einkaframtak Knowles og sögðu óréttlát að fjalla um kvikmyndina þegar hún væri enn í vinnslu, en tilraunsýn- ingarnar eru haldnar til að geta breytt myndum sam- kvæmt at- hugasemdum áhorfenda. Sem dæmi má nefna að í upprunalegri útgáfu af „The Saint“ var persónan sem Elizabeth Shue leikur drepin en áhorfendur á tilraunasýn- ingum voru óánægðir með fráfall hennar þannig að í endanlegu útgáfunni lifir hún af. Yfirmenn kvikmyndaver- anna eru aðallega óánægðir með umfjöllun á alnetinu af því að þeir geta á engan hátt haft áhrif á hvað þar er sagt um myndir þeirra. Hollywood- menn vilja nefnilega móta al- menningsálit og stjórna öllum kynningum og auglýsingum fyrir myndir sínar. Markaðs- stjóri Warner Bros., Chris Pula, kvartaði nýverið í Vari- ety og sagði: „Nú geta allir sem eiga tölvu tekið að sér hlutverk dagblaðs.“ Warner- menn eru sérstaklega argir vegna þess að umfjöllun á netinu um „Batinan & Robin“ var frá upphafi á frekar nei- kvæðum nótum og dómar um myndina hafa ekki aukið að- sókn. Ef umfjöllun hjá netnotendum er jákvæð eru kvikmyndaverin samt fljót að nota það myndum sínum til framdráttar. í auglýs- ingu fyrir Warner Bros. mynd- ina „Contact" er t.d. vitnað í jákvæðar athugasemdir net- notenda um myndina. Pula vill líka nota netið í auglýsinga- skyni fyrir myndir fyrirtækis- ins. I síðasta mánuði skipulagði hann beina útsendingu á alnet- inu frá tökum á „The Post- man“ þar sem hægt var að sjá Kevin Costner að störfum. A netinu úir líka og grúir af kynn- ingarsíðum fyrir væntan- legar Holly- wood-kvik- myndir. Sony var sérstak- lega útsmogið við kynning- una á „Men in Black“. Mörg- um mánuðum áður en myndin var frumsýnd var komin aðdáendaklúbbssíða fyrir myndina á netið, auk þess sem síður um ýmislegt efni tengt „MIB“ voru búnar til. Lengst af var ekki hægt að sjá að þessar síður voru runnar undan rifjum Sony-manna. Þrátt fyrir þessar tilraunir kvikmyndaveranna til þess að stjórna kvikmyndaumfjöllun- inni á netinu geta þeir ekki stöðvað einkaframtak manna eins og Knowles og Matt Drudge (www.drudgerep- ort.com). Sá síðarnefndi blæs á kvartanir kvikmyndafram- leiðenda. Að hans mati geta þeir ekki stöðvað umfjöllun á netinu um myndir áður en þær eru frumsýndar á meðan þeir nota almenning sem tilrauna- dýr til þess að meta sölumögu- leika mynda sinna. SKOPMYND af ógnvaldi Holly- wood, Harry Knowles, tölvueig- anda með bíódellu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.