Morgunblaðið - 15.08.1997, Síða 2

Morgunblaðið - 15.08.1997, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Einbýlishús skemmdist mikið í eldi Eldtungnr stóðu út um gluggana EINBÝLISHÚS við Jórusel í Reykjavík skemmdist mikið í eldi í gærmorgun. Húsið var mannlaust þegar eldurinn kom upp en á aðal- hæð og í risi hússins bjó þriggja manna fjölskylda og stúlka bjó í leiguíbúð í kjallara. Að sögn Friðriks Þorsteinssonar, aðalvarðstjóra hjá slökkviliðinu í Reykjavík, var tilkynnt um eldinn skömmu fyrir klukkan hálfellefu. Sjónarvottar sáu mikinn eld og reyk í húsinu og sögðu að reyk- sprenging hefði orðið skömmu áður en slökkvilið kom á staðinn. Þá stóðu eldtungur út um kvistglugga, sem snýr í vestur, glugga á norður- gafli og upp um glugga á mæni, sem höfðu sprungið í reykspreng- ingunni. Erfitt að komast að eldi í þaki Friðrik segir að það hafi gert það að verkum að ekki urðu telj- andi skemmdir á aðalhæðinni, reykurinn, eldurinn og hitinn hafi komist út um gluggana. íbúðin í kjallaranum er óskemmd. Slökkvilið fékk nær strax stað- festingu á að enginn væri í húsinu og gat því ráðist á eldinn sem var slökktur á um hálfri klukkustund. Friðrik segir að nóg hafi verið af vatni og slökkvistarf hafi gengið vel. Slökkviliðsmenn hafi fljótt náð tökum á eldinum en talsverð vinna hafi verið að slökkva í bröttu þak- inu, sem var kirfilega einangrað, auk þess sem milliloft var að hluta í húsinu og seinlegt að komast að því. Húsið er steinsteypt en risið timburklætt og skilrúm þar úr timbri. Hús í nágrenninu voru ekki í hættu. Allt tiltækt lið beggja slökkvi- stöðvanna í Reykjavík var á staðn- um auk þess sem ein vakt var köll- uð út til aðstoðar. Slökkvistarfí lauk um eittleytið en tveir menn voru hafðir á vakt fram eftir degi. Morgunblaðið/Július MIKILL eldur var í rishæð hússins þegar slökkvilið kom á vettvang i gær. Risið er mikið skemmt, neðri hæð skemmdist lítið og íbúð i kjallara er óskemmd. Viðræður Ólafs Jóhanns Ólafssonar við stjórnendur Apple-tölvurisans Myndi ekki einblína á að taka við forstj órastarfinu ÓLAFUR Jóhann Ólafsson segir að allt geti gerst í framhaldi af viðræð- um hans og Steves Jobs í fyrra- kvöld í tengslum við fyrirhugaða ráðningu nýs aðalforstjóra tölvuris- ans Apple Computer Inc. Ólafur sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að hann teldi ekki eðli- legt að hann greindi frá því hvað hefði farið á milli hans og Jobs á fundi þeirra í fyrrakvöld nema hvað þeir hefðu rætt um böm sín. Hann sagði að framhald yrði á viðræðum þeirra og ýmislegt gæti gerst, en til greina kæmi að hann kæmi að endurreisn fyrirtækisins með ein- hverjum öðrum hætti en að veita því forstöðu. „Það er margt sem kemur til greina og ég myndi ekkert endilega einblína á það að ég taki við for- stjórastarfinu," sagði Ólafur. „Ég hef sóst eftir því um nokk- urt skeið að finna ákveðið jafnvægi í mínu lífi þannig að ég geti sinnt ýmsu því sem ég hef áhuga á og mér fínnst nauðsynlegt til þess að mér líði bærilega. Mér finnst ég hafa fundið þetta jafnvægi undan- farið ár, bæði við skriftir og við- skiptastúss, auk þess sem ég vil gjarnan sinna fjölskyldu minni.“ Apple ekki á barmi glötunar Ólafur sagði að Apple-fyrirtækið væri stórmerkilegt að mörgu leyti og fólk hugsaði og talaði um fá fyrirtæki af jafn mikilli ástríðu. Stofnendur þess hefðu verið frum- kvöðlar í einkatölvubyltingunni en markmið þeirra hefði verið að gera tölvur að almenningseign. Þá mætti nefna að Windows-stýrikerfið frá Microsoft væri byggt á Apple Mac- hintosh-kerfinu. Allt til 1995 hefði fyrirtækið verið í reglulegum vexti, en þá velti það 11,3 milljörðum Bandaríkjadala. Síðan hefði hins vegar allt verið niður á við í rekstr- inum. Það væri hins vegar alls ekki svo að fyrirtækið væri á barmi glöt- unar, og t.d. væru 64% heimasíðna á alnetinu smíðuð með Apple-tölv- um, helmingur menntunarmarkað- arins væri með Apple-tölvur og einnig rúmlega helmingur markað- arins í prentiðnaði og hönnun. „Það er mörgu um að kenna að reksturinn hefur farið niður á við, en eins og vanalega þegar illa fer fyrir fyrirtækjum er það stjórnunin sem veldur. Fyrirtækið hefur verið illa rekið síðastliðin ár og það virð- ist hafa gleymt rótum sínum og þeim hugsjónum sem leiddu til þess að það var stofnað. Síðustu vikur hefur það gerst að Steve Jobs, sem stofnaði þetta fyrirtæki ásamt fé- laga sínum, hefur komið þarna inn á nýjan leik, en honum var í raun- inni bolað út úr fyrirtækinu árið 1985. Þetta er því eins og faðir sem hefur komið barni á legg en skilið við það þegar það er komið á skóla- aldur. Núna, þegar barnið er komið á unglingsaldur og er komið í ein- hveija vitleysu, kemur hann aftur til að reyna að ala það sæmilega upp og koma því á rétta braut. Hann hefur hins vegar lýst því yfir að hann muni ekki vilja stjórna þessu fyrirtæki en ég tel að hann sé best til þess fallinn. Hann er byijaður að endurnýja stjórn fyrir- tækisins og hefur samið við Micro- soft um bandalag þessara gömlu fjandfyrirtækja og hann er í mikilli sveiflu að reyna að koma fyrirtæk- inu á réttan kjöl. Ég held að flestir vilji að þetta fyrirtæki komist á réttan kjöl og það gangi vel, en það eru fá vörumerki sem eru jafn sterk í heiminum og Apple. Að mínum dómi eru áætlanir Steves Jobs og áform nákvæmlega þau sem fyrir- tækið þarf á að halda, og hann hefur bæði vit og þor til að hrinda þeim í framkvæmd," sagði Ólafur. Niðurstaðna ekki að vænta á næstunni Hann sagði að ekki væri niður- staðna að vænta í viðræðum sínum og Steves Jobs á næstunni þar sem hlutir af þessu tagi tækju sinn tíma. „Ég ætla að njóta helgarinnar hér í New York og njóta þess að vera á íslandi með fjölskyldu minni í næstu viku. Allt svona tekur ein- hvern tíma ef eitthvað úr því verð- ur,“ sagði Ólafur. Drengurinn sem lést LITLI drengurinn sem lést eftir að hafa fallið af reiðhjóli í Heiðmörk sl. þriðjudag hét Svavar Árnason til heimilis að Jörfabakka 30 í Reykja- vík. Hann hefði orðið sex ára í sept- ember. Svavar var sonur Hildar Sig- urðardóttur og Árna Sigurðssonar og hann átti fjóra bræður, þar af einn tvíburabróður. ------» ♦ ♦------ A slysadeild eftir árekstra ÞRÍR menn voru fluttir á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur eftir árekst- ur tveggja bifreiða á Bústaðabrú á sjötta tímanum í gær. Að sögn vakt- hafandi læknis voru mennirnir ekki álvarlega slasaðir. Þá voru tveir ökumenn fluttir á Sjúkrahús Reykjavíkur eftir árekst- ur tveggja bifreiða á mótum Flóka- götu og Lönguhlíðar um fjögurleytið í gær. Þeir slösuðust ekki mikið, að sögn læknis á vakt. MEÐ blaðinu í dag fylgir fjögurra síðna auglýsingablað frá Þróunarfé- lagi Reykjavíkur. Morgunblaðið/Líney Kælitankar dregnir til Þórshafnar Þórshöfn. Morgunblaðið. NÝIR hráefnistankar fyrir uppsjávarfisk til manneldis verða fljótlega teknir í notkun í loðnu- verksmiðju Hraðfrystistöðvarinnar á Þórshöfn. Þetta eru þrír tankar, smíðaðir í Vélsmiðjunni Stáli á Seyðisfirði og taka samtals um 600 rúm- metra af hráefni. Með tilkomu þessara tanka verður hægt að kæla hráefnið strax og er það mikil hagræðing í vinnslu, að sögn Rafns Jóns- sonar verksmiðjustjóra. Hráefninu er dælt í tankana beint úr bátunum og er síðan dælt áfram beint inn í vinnslusal, þegar hentar. Kæling held- ur hráefni fersku svo töf á vinnslu kemur ekki niður á gæðum. Tankamir vom hífðir upp á bryggjuna á Þórshöfn í vikunni en þeir voru dregnir á sjó frá Seyðisfirði. - > \ I t 1 1 t I I I i I 1i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.