Morgunblaðið - 15.08.1997, Side 20
20 FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Tveir úr áhöfn geimstöðvarinnar Mír lenda í Kasakstan
Reuter
VASSILÍ Tsiblyev, yfirmaður áhafnar geimstöðvarinnar Mír, veifar til jarðarbúa á meðan félagi hans Alexander Lazútkín styður við
höfuð sér eftir lendingu jieirra í óbyggðum Kasakstans í gær.
Sex mánaða erfið dvöl
úti í geimnum að baki
Dzhezkazgan í Kasakstan. Reuter.
Arafat
segir Isra-
ela skorta
friðarvilja
Viðbragða Banda-
ríkjanna beðið
Ramallah, Jerúsalem. Reuter.
YASSER Arafat, leiðtogi Palestínu-
manna, sagði í gær, að því miður
væru stjórnvöld í Israel ekki reiðu-
búin til að vinna
að friði í Mið-
austurlöndum.
Er viðbragða
Bandaríkja-
stjómar beðið
með eftirvænt-
ingu en sendi-
maður hennar,
Dennis Ross,
sneri heim á mið-
vikudag eftir að
hafa rætt við fulltrúa Israela og
Palestínumanna.
Arafat sagði á fundi í gær í Ra-
mallah með ísraelskum friðarsinn-
um og vinstrisinnuðum þingmönn-
um, að ísraelsstjóm kærði sig því
miður ekki um að vinna að friði í
Miðausturlöndum. Sagði hann, að
refsiaðgerðirnar gegn Palestínu-
mönnum væm famar að hafa alvar-
legar afleiðingar enda hefði Net-
anyahu, forsætisráðherra Israels,
talið það betri kost að berjast gegn
Palestínumönnum en hryðjuverka-
mönnum.
Stjómvöld í ísrael segjast ekki
munu aflétta banni við ferðum Pal-
estínumanna til ísraels fyrr en Ara-
fat hefur gengið á milli bols og
höfuðs á hryðjuverkamönnum og
hún hefur bannað, að fé, sem Palest-
ínumenn eiga útistandandi í ísrael,
verði greitt þeim.
Beðið eftir
Bandaríkj astj órn
Talsmaður Arafats sagði í gær,
að nú ættu Bandaríkjamenn leikinn
en Madeleine Albright, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, hefur boðað
komu sína til Miðausturlanda síðar
5 mánuðinum hafi ísraelum og Pa-
lestínumönnum orðið eitthvað
ágengt í viðræðum sínum um örygg-
ismál. Lltlar vonir virðast þó vera
bundnar við, að henni takist að koma
friðarsamningunum af stað aftur.
TVEIR rússneskir geimfarar sneru
heim til jarðar í gær, eftir mjög erf-
iða hálfs árs langa dvöl í geimstöð-
inni Mír. Geimfararnir, Vassilí
Tsiblíjev og Alexander Lazútkín,
svifu niður frá geimstöðinni í Soyuz-
fari og lentu heilu á höldnu í hijós-
trugri víðáttu Kasakstan-steppunn-
ar um klukkan 12:20 að íslenzkum
tíma.
Tvímenningarnir, sem hafa mátt
reyna margt á undanförnum mánuð-
um, brostu breitt er þeir skriðu út
úr málmhylkinu sem flutti þá í gegn
um gufuhvolfíð. Tsiblíjev, sem virtist
betur á sig kominn, sagði viðstödd-
um að hann væri „feginn að vera
kominn aftur til jarðar“.
Strax að lokinni lendingunni voru
geimfaramir drifnir í læknisskoðun.
Menn höfðu haft nokkrar áhyggjur
af heilsufari Tsiblíjevs; hann hafði
átt við hjartsláttarvandamál að stríða
um borð í geimstöðinni. Að læknis-
skoðuninni lokinni vottuðu læknarnir
að Tsiblíjev væri við góða heilsu.
Að því loknu var flogið með tví-
menningana í þyrlu til bæjarins
Dzhezkazgan, þar sem þeir undir-
gengust frekari rannsóknir, gáfu
eiginhandaráritanir og heilsuðu
heimamönnum. Styðja þurfti geim-
farana, þar sem sex mánaða dvöl í
þyngdarleysi hefur sín áhrif á líkam-
legan mátt og jafnvægisskyn.
Júrí Glaskov, næstæðsti yfirmað-
ur þjálfunarstöðvar geimfaranna,
tjáði fréttamönnum að hann væri
ánægður með ásigkomulag geimfar-
anna. Aðspurður um öll þau alvar-
legu vandamál, sem upp hafa komið
í Mír á þeim tíma sem geimfararnir
tveir dvöldu þar, sagði hann að þeir
yrðu spurðir nánar út í það síðar.
Yfirheyrslur framundan
Viktor Blagov, aðstoðarleiðang-
ursstjóri í stjórnstöð Mír, dró hins
vegar enga dul á það að Tsiblíjev,
sem var yfirmaður áhafnarinnar um
borð í geimstöðinni, mætti búast við
því að þurfa að svara erfiðum spurn-
ingum í tengslum við árekstur Mír
við birgðafar 25. júní sl., sem olli
skemmdum á geimstöðinni sem ekki
hefur enn tekizt að gera við.
í síðustu viku gaf Boris Jeltsín
Rússlandsforseti í skyn að ástæður
óhappsins afdrifaríka mætti að lík-
indum rekja til mannlegra mistaka.
En í gær sendi hann geimförunum
tveim þakkarskeyti, þar sem hann
lofar „þol, hugrekki og hetjuskap,
sem þeir sýndu í leiðangrinum".
Arafat
Þjóðveijar deila harkalega um nýjar réttritunarreglur þýzkrar tungu
Akvörðun í hendur
stj órnlagadómstóls
FÁTT er um meira deilt þessa dagana í Þýzka-
landi en nýjar reglur um réttritun þýzkrar
tungu, sem ákveðnar voru í fyrra og eiga að
ganga í gildi í skólum og opinberum stofnun-
um þýzkumælandi landa 1. ágúst 1998. Bind-
andi á þó nýja réttritunin ekki að verða á öllu
þýzka málsvæðinu fyrr en árið 2005.
Menntamálaráðherrar þýzku sambands-
landanna sextán samþykktu nýju reglurnar
ásamt fulltrúum menntamálayfirvalda Austur-
ríkis, Sviss og þeirra Austur-Evrópulanda, þar
sem enn Iifa þýzkumælandi minnihlutahópar.
Þessi samþykkt átti sér langa forsögu, þar
sem umræða um endurskoðun þýzku réttritun-
arreglnanna hófst fáum árum eftir síðari
heimsstyijöld. Þær reglur sem gilt hafa hing-
að til hafa verið óbreyttar að grunni til í níu
áratugi.
En nú er babb komið í bátinn. Þótt nýju
reglurnar hafi formlega enn ekki verið inn-
leiddar í öllu Þýzkalandi hafa menntamálayfir-
völd í nokkrum sambandslöndum þegar gefið
út reglugerðir um þær og þar af leiðandi hafa
barnaskólar á þessum svæðum þegar hafízt
handa við að kenna börnum nýju stafsetning-
arreglurnar. Þessu hafa margir foreldrar ekki
viljað una. Dómstólar í fímm sambandslöndum
hafa nú fjallað um kærur, sem foreldrar hafa
lagt inn vegna óánægju með að þessum nýju
reglum skuli vera haldið að börnum þeirra.
Meginröksemdin lögfræðilega sem tínd er til
fyrir því að óheimilt sé að kenna nýju reglurn-
ar í skólum eins sambandslands áður en þær
eru orðnar bindandi fyrir alla er sú, að breyt-
ingin á reglunum snúist ekki einvörðungu um
þær reglur sem kenndar eru í stafsetningar-
tímum og notaðar eru á opinberum skjölum,
heldur sé verið að breyta rithætti alls ritaðs
máls.
Nýjasti úrskurðurinn í slíku kærumáli féll
í fyrradag, þegar æðri stjórnsýsludómstóll
(Oberverwaltungsgericht) Slésvíkur-Holtseta-
lands, vísaði frá kæru foreldra nokkurra frá
Liibeck.
Áður höfðu dómstólar á lægra dómstigi
(Landesverwaltungsgericht)í Hessen og
Neðra-Saxlandi fallizt á samsvarandi um-
kvartanir foreldra. Þar með hafa dómstólarnir
komið í veg fyrir að kennt verði eftir nýju
reglunum í viðkomandi sambandslöndum.
Dómstólar í Þyringjalandi og Rheinland-Pfalz
höfðu hins vegar vísað hliðstæðum kærum frá
og þannig „gefið grænt ljós“ á að nýju reglurn-
ar séu kenndar strax í skólum þessara sam-
bandslanda.
En með því að dómstóll á æðra dómstigi
hefur nú vísað kæru af þessu tagi frá, eins
og gerðist í Slésvík-Holtsetalandi í fyrradag,
geta viðkomandi foreldrar, sem lögðu inn
kæruna, snúið sér til æðsta dómstóls Þýzka-
lands, stjórnlagadómstóls sambandsríkisins
(.Bundesverfassungsgericht) í Karlsruhe, og
falið honum að skera úr um hvort með nýju
reglunum sé verið að skerða grundvallarrétt-
indi þeirra, sem tryggð eru í stjórnarskránni.
Varðar meira en „skólaþýzku“
Að mati stjórnsýsludómstólsins í Slésvík er
ekki um skerðingu á neinum grundvallarrétt-
indum að ræða, þar sem „réttritun á þýzka
málsvæðinu byggist ekki á löggjöf, heldur á
málfræðilegum og þar með ekki lagalegum
reglum". En dómstóllinn féllst þrátt fyrir það
á, að nýju stafsetningarreglurnar varði ekki
aðeins „skólaþýzku“, heldur rithátt þýzkrar
tungu yfirleitt á öllu þýzka málsvæðinu.
Þetta atriði er mikilvægt, því það stangast
á við meginröksemd þá, sem menntamálaráð-
herrar sambandslandanna hafa teflt fram í
deilunni, en hún er sú að breyting stafsetning-
arreglnanna sé ekki „veigamikil“ breyting á
þýzku tungunni, þar sem nýju reglurnar séu
einungis fyrir skólana og opinber skjöl. Þess
vegna falli ákvörðunarvaldið yfir slíkri breyt-
ingu fyllilega undir valdsvið ráðherranna, en
varði ekki löggjafarþingin.
Dómstólarnir í Hessen, Neðra-Saxlandi og
Rheinland-Pfalz, sem fjallað höfðu hver um
sig um málið, komust að þeirri niðurstöðu að
heppilegast væri að nýjar stafsetningarreglur
hlytu lagalegan grundvöll, en það myndi hafa
í för með sér að öll þing sambandslandanna
16 auk Sambandsþingsins í Bonn og þjóðþinga
Austurríkis og Sviss yrðu að samþykkja breyt-
inguna. Með tilliti til þess, að skoðanakannan-
ir í Þýzkalandi benda eindregið til að meiri-
hluti almennings sé andsnúinn breytingunum,
eins og samið var um þær í fyrra (Bild-Zeit-
ung segir 92,5% Þjóðveija andvíga), má gera
ráð fyrir að fáir þingmenn treysti sér til að
taka afstöðu sem gengi þvert á meirihluta-
vilja kjósenda.
Frestun fram í hið óendanlega?
Hvenær vænta má niðurstöðu í þessari sér-
stæðu deilu er óljóst. „Stjórlagadómstóllinn
mun leggja sig fram um að ná niðurstöðu
fljótt," sagði talsmaður dómstólsins, Uta
Förster. Að mati sérfróðra má gera ráð fyrir
að dómstóllinn nái niðurstöðu fyrir lok þessa
árs.
En hvað ef niðurstaðan verður sú, að nýju
reglurnar verði dregnar til baka, að ekkert
verði úr öllu saman? Eitt er ljóst, að kostnaður-
inn af því yrði mikill. Öll skóla- og orðabóka-
forlögin, sem hafa prentað bækur í stórum
upplögum með nýju stafsetningunni, munu
fara fram á skaðabætur. Hin þýzkumælandi
ríkin, sem samþykkt höfðu breytingarnar
munu gera það einnig. Afleiðingin gæti orðið
sú, að endurskoðun þýzkrar réttritunar frest-
ist um ófyrirsjáanlegan tíma.