Morgunblaðið - 15.08.1997, Side 33

Morgunblaðið - 15.08.1997, Side 33
u , I ) 1 I I 1 J I I I I I I I morgunBLáðíð' INGÓLFUR MAGNÚS INGOLFSSON + Ingólfur Magn- ús Ingólfsson fæddist 15. október 1936. Hann andað- ist í sjúkrahúsi Reykjavíkur hinn 7. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Jóhanna Frið- riksdóttir frá Látr- um í Aðalvík f. 10.2. 1914, og Ingólfur Magnússon frá Keflavík, f. 12.9. 1907 látinn. Ingólf- ur var elstur átta systkina. Samfeðra: Gréta Ingólfsdóttir. Sam- mæðra: Mikkalína Pálmadóttir, Matthías Pálmason, Guðmund- ur Pálmason, Jóna Sigurlína Pálmadóttir, Elísabet María Pálmadóttir og Sigurveig Pálmadóttir. Ingólfur ólst upp í Æðey til 10 ára aldurs, fluttist síðan til Flateyrar með fjölskyldu sinni. Þar kynntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni, Ingibjörgu Ott- ósdóttur, frá Svalvogum í Dýra- firði, f. 3.9. 1939. Fluttust þau til Reykjavíkur 1956 og eignuð- ust þau fimm börn: 1) Jóhann Jónas, f. 15.2 1957. 2) Magneu, f. 21.8. 1961, sambýlismað- ur Guðjón Antoníus- son, börn: Linda Karen og Eva Mar- en Guðmundsdætur og Bjartur Guðjóns- son. 3) Hrönn, f. 22.4.1964, sambýlis- maður Stefán Eirík- ur Stefánsson, börn: Atli Rafn og Andrea. 4) Halldór Ásgrimur, f. 30.12. 1968, _ sambýliskona Elín Ása Þorsteins- dóttir, börn: Stefán Þór og íris Thelma. 5) Ásgeir, f. 26.7. 1973. Áriö 1972 fluttust þau á Sel- Ijarnarnes og hafa búið þar síð- an. Ungur að aldri hóf Ingólfur starf sem bílstjóri. Keyrði hann sinn eigin mjólkurbíl á Flateyri, olíubíl frá Skeljungi, rútubíla hjá Guðmundi Jónassyni, og starfaði sem leigubílstjóri. Einn- ig starfaði hann í fimm ár sem formaður Stéttarfélagsins Frama. Útför Ingólfs fer fram frá Seltjamarneskirkju I dag og hefst athöfnin klukkan 15. Til föður míns, tengdaföður og afa, Ingólfs Magnúsar Ingólfssonar. í bók spámannsins í þýðingu Gunnars Dal er sagt að sorgin sé gríma gleðinnar og við vegum salt milli sorgar og gieði. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá huga þinn og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ Ástkær faðir, tengdafaðir og afí okkar, Ingólfur Magnús Ingólfsson, andaðist 7. ágúst eftir sjö mánaða veikindi. Elsku pabbi. Mig langar að þakka þér fyrir yndislegu stundimar sem við áttum saman og hve gaman það var að hlusta á þig, bæði þegar þú spilaðir fyrir mig og sagðir mér sögur. í mínum huga vissir þú allt, þú vannst okkur yfirleitt í öllum leikjum. Þú varst svo vel að þér á öllum sviðum og áhugi þinn á landi og þjóð var óþijótandi gleðiefni fyrir okkur hin sem nutum góðs af vitneskju þinni. Frásagnargáfa þín var einstök og þú varst alltaf hrókur alls fagnaðar. Ég man hve gaman mér þótti og hve vel mér leið þegar ég var lítil og sat fyrir framan þig þegar þú spilaðir á harmonikkuna og ég rað- aði fingrunum á milli fellinganna á belgnum. Einnig er mér minnisstæð ein jólagjöfin þegar ég ákvað að gefa þér harmonikkuplötu. Mikið atriði þótti mér að plötuumslagið væri fallegt. Leitaði ég lengi vel að fallegu plötuumslagi. Plata með Gretti Björnssyni varð fyrir valinu. Þú varst svo glaður yfir gjöfínni, að ég man enn þann dag í dag undr- unarsvipinn á andliti þínu þegar þú sást plötuna. Ekki hafði ég hugmynd um að ég hafði valið mynd af harm- onikkunni þinni sem Grettir hélt á í fanginu. Svo veiktist þú snögglega á þessu ári og var það mér mikið áfall, en alltaf trúði ég því að þú færir ekki frá okkur strax. Að liðnum öllum þessum þrautum, þessum þrotlausu erfíðleikum, þessum endurteknu vonbrigðum, þessum hverfulu gleði- stundum, spyr ég þrátt fyrir allt þegar því er skyndilega lokið: Hvers vegna ekki einn dag enn, aðeins einn dag, elsku pabbi minn? Tengdaföður míns, vinar og fé- laga undanfarin átta ár er sárt sakn- að. Vikulega á sumrin lékum við saman golf og hafði Ingólfur oft á orði að „hvergi annars staðar í heim- inum vildi hann vera en akkúrat héma“. Ingólfur gaf mikið af sér. Á góðum stundum var hann hrókur alls fagnaðar og var harmonikkan þá ætíð skammt undan. Þær gleði- stundir eru ófáar sem við höfum átt saman og er hans sárt saknað af mér og minni fjölskyldu. Elsku afí okkar, við þökkum þér fyrir yndislegar samverustundir þau fáu ár sem við fengum að njóta þín. Sagt er að þeim mun dýpra sem sorgin grefur sig í hjarta manns, þeim mun meiri gleði getur það rúm- að. Þeirri visku og þeim kærleik sem við höfum öll notið frá þér munum við njóta um aldur og ævi. Hrönn Ingólfsdóttir, Stefán Eiríkur Stefánsson, Atli Rafn Stefánsson og Andrea Stefánsdóttir. Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast, þau bera mesta birtu, en brenna líka hraðast. Og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur, er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið loga skæra, sem skamma stund oss gladdi, það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum, nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (F.G.Þ.) Þegar sólin baðaði allt með geisl- um sínum, barst okkur sú harmaf- rétt að Ingi bróðir væri búinn að kveðja, ljósið hans var slökknað. Við fínnum greinilega til smæðar okkar þegar elskulegur bróðir okkar í blóma lífsins er svo snögglega hrif- inn í burtu frá eiginkonu, börnum, barnabörnum og aldraðri móður. Hvers vegna? Okkur mannanna börnum gengur stundum svo illa að átta okkur á vilja og tilgangi almætt- isins, það kemur einu sinni enn í ljós að við ráðum engu. Elsku bróðir, þú sem varst svo glaður og ánægður hjá okkur í júní, þegar við fórum öll saman út í Æðey, þar sem þú lékst þér áður sem bam, þig langaði svo til að sjá kollurnar og ungana, við rifjuðum upp hvernig lífið var þá í eyjunni þinni fögru því þar var allt þér svo kært. Elsku mamma, Inga, börnin ykk- ar og barnabörn, guð gefi ykkur styrk í sorginni, við eigum góðar og ljúfar minningar sem við getum ylj- að okkur við í framtíðinni því við verðum að lifa áfram, þar til við hittumst öll á ný. Elsku Ingi okkar, nú em tónar harmónikkunar þinnar hljóðnaðir, það er sárt til þess að hugsa að eiga ekki eftir að heyra þá hljóma er við MINIMINGAR komum í heimsókn, við hlustuðum á harmónikkuna þína þanda í falleg- um vals eða sönglagi þar sem við sungum svo oft öli saman og skemmtum okkur svo hjartanlega eftir hljóðfallinu, nú heyrum við ekki lengur glaðan hiátur þinn við frásagnir skemmtilegra atburða úr lífínu. Við viljum öll þakka þér fyrir þær stundir og biðja góðan guð að vera með þér og vefja þig örmum sínum, gefa þér ljós er iýsir þér fram á veginn. Við munum ylja okkur við góðar minningar um yndislegan bróður og kveðjum þig með þökk fyrir allt með þessum ijóðlínum: Minning hans í hugum vina ljómar, hún er eins og þýðir mildir ómar. Saknendum í sorg hún veitir yl, sælukenndar hjörtun finna til. Klökk í huga kveðjum vér þig, bróðir. Á kveðjustund gerast flestir hljóðir. Tilfinningar tala meira þá en tungur vorar megna’ að skýra frá. Vertu sæll! Og far í Drottins friði. Fagna vinir þér á nýju sviði. Það er fagurt, þar er gleði’ á brá. Þar er gott að lifa drottni hjá. (Böðvar Bjarnason). Mikkalína, Matthías, Guðmundur, Jóna Elísabet og Sigurveig. Elsku pabbi, við viljum þakka þér fyrir allar þær góðu og yndislegu stundir sem þú gafst okkur. Okkur er sérstaklega minnisstætt þegar þú spilaðir á harmonikkuna og þá hvað þú spilaðir af mikilli innlifun. Einnig hve gaman þú hafðir af þín- um áhugamálum sem voru mörg hver þau sömu og okkar bræðr- anna, áttum við margar yndislegar stundir saman hvort sem var við taflborðið, að spila á spil, fara í veiðitúra eða við þitt síðasta áhuga- mál, golfíð. Þú hafðir alltaf mikinn áhuga á öllu sem þú tókst þér fyrir hendur og það sem þú stundaðir hvert skipti átti hug þinn allan. Þegar þú veiktist af hvítblæði um áramótin varst þú staðráðinn í því að vinna bug á þessari veiki og komast til heilsu sem þú og gerðir. Með því gafst þú okkur fleiri stund- ir með þér sem við reyndum að halda í og vonuðumst til að yrðu sem flestar en hvítblæðið tók sig upp á nýjan leik og við því var ekkert unnt að gera. Við þökkum þér fyrir allt það góða sem þú gerðir fyrir okkur og munum við geyma minningu um þig í hjarta okkar alla tíð. Halldór Ásgrímur og Ásgeir. Á kertinu mínu ég kveiki í dag við krossmarkið helgi og friðar, þvi tíminn mér virðist nú standa í stað, en stöðugt þó fram honum miðar. Ég finn það og veit að við erum ei ein, að almættið vakir oss yfir, því ljósið á kertinu lifir. Við flöktandi logana falla nú tár, það flýr enginn sorgina lengi. Hún braut allar vonir, hún braut allar þrár hún brýtur þá viðkvæmu strengi, er blunda í hjarta’ og bijósti hvers manns. Nú birtir, og friður er yfir, þvi ljósið á kertinu lifir. Sá einn þekkir gleðinnar gáska og fjör sem gist hefur þjáning og pínu. Sá einn getur sigrast á ótta og kvöl, sem eygir í hugskoti sínu, að sorgina við getum virkjað til góðs, í vanmætti sem er oss yfir, ef ljósið á kertinu lifir. (Kristján Stefánsson frá Gilhaga.) Okkar kæri vinur Ingólfur M. Ingólfsson lést 7. ágúst sl., svo snögglega að þrátt fyrir aðdragand- ann vildum við ekki trúa að svo færi og vorum óviðbúin. Þegar hon- um leið betur kviknaði sú von að við fengjum að hafa hann lengur með okkur. Því miður reyndist það tálvon, en eftir sitja minningarnar um áratuga vináttu. Sumt fólk er gætt svo mikilli lífsgleði að í návist þess líður manni vel. Svo var með Ingólf. Hann var mjög góður sögu- maður og vel lesinn og kunni þá list öðrum fremur að segja vel frá. Á FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚSTT997 33 góðra vina fundi var enginn kátari en Ingólfur og spilaði hann þá gjarn- an á harmonikkuna sína og söng við raust eins og honum einum var lagið. Þannig viljum við muna hann. Þessa sorgardaga er hugur okkar hjóna hjá Ingu vinkonu okkar, börn- um þeirra og fjölskyldum. Einnig hjá Jóhönnu móður Ingólfs og systk- inum. Öllum þeim sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. Birna og Egpll. Á vordögum árið 1957 hittist hópur ungra manna í Iðnskólanum í Reykjavík. Tilefnið var meiraprófs- námskeið bifreiðastjóra. Flestir áttu þessir ungu menn það sameiginlegt að hafa akstur bifreiða að atvinnu og vildu afla sér aukinna starfsrétt- inda. Þetta voru sólríkir og fagiir vordagar og það var einnig vor í hugum margra sem þarna voru að leggja hornstein að ævistarfinu. Einn í þessum hópi var Ingólfur Ingólfsson en hann starfaði þá hjá Olíufélaginu Skeljungi og ók þar olíubíl. Þarna urðu okkar fyrstu kynni, kynni sem þróuðust í vináttu enda leiðir okkar legið saman síðan bæði í leik og starfí og einnig á vettvangi félagsmálanna. Ævistarf Ingólfs var bifreiðaakstur, í nokkur ár ók hann langferðabifreiðum hjá Guðmundi Jónassyni en síðastliðin 28 ár ók hann leigubifreið, lengst af á BSR en nokkur síðustu árin á Bæjarleiðum. Hann var mjög far- sæll í sínum störfum og naut trausts bæði viðskiptavina og vinnuveitenda sinna. Ingólfur hafði brennandi áhuga á félagsmálum og var í fímm ár formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama. Það er mjög erfitt og krefj- andi starf en hann skilaði því með miklum sóma og var góður fulltrúi sinnar stéttar enda naut hann trausts þeirra ráðamanna sem hann átti mest undir að sækja. Ég veit að margir félagar hans hugsa til hans með þakklæti og virðingu fyrir störf hans í þágu stéttarinnar. Hann var góður ræðumaður og flutti mál sitt þannig að á var hlustað, kannski stundum nokkuð óvæginn en sagði alltaf meiningu sína við hvem sem í hlut átti. Þar breytti engu hvort um samheija eða andstæðing var að ræða, hann kom aldrei í bakið á neinum og hann sagði stundum að þeir sem vilja þekkja mig verða að taka mér eins og ég er og þannig var hann allt sitt líf, ávallt hann sjálfur. Ég veit að þessi fáu og fá- tæklegu orð eru langt frá því að gera skil lífi og störfum Ingólfs en það er söknuður í huga þegar góðir vinir og starfsfélagar kveðja og þeg- ar litið er til baka og rifjuð upp í huganum fjömtíu ára góð kynni er það þó fyrst og fremst þakklæti fyrir allar þær góðu minningar sem munu geymast í huganum, minning- ar um gott samstarf og ánægjulegar samverustundir. Inga mín, við Hlíf sendum þér, börnunum ykkar, tengdabörnum og barnabörnum innilegar sam- úðarkveðjur og biðjum þess að þið megið öðlast styrk í sorginni. Þórir Guðmundsson. Fyrir nokkmm vikum heimsótti Ingólfur mig á skrifstofuna, þá ný- stiginn upp úr miklum veikindum, þar sem hann hafði sigrað, a.m.k. í bili. Það var með ólíkindum hvað maðurinn var hress og jákvæður eftir þessa miklu lífsreynslu. Hann sagði mér líka að hann liti lífið allt öðrum augum eftir þessa reynslu, hver dagur í lífinu væri dýrmætari en honum fannst áður. Nú ætlaði hann að einbeita sér að því að kom- ast sem fyrst á golfvöllinn og hætta að vera að velta sér upp úr hlutum sem ekki skiptu máli. Það fór nú svo að sjúkdómurinn sigraði að lokum, þrátt fyrir hetju- lega baráttu Ingólfs. En eftir stend- ur að þeir sem urðu vitni að baráttu hans hljóta að líta lífið öðrum augum á eftir, a.m.k. á þetta við um mig. Ingólfur var formaður Bifreiða- stjórafélagsins Frama í fímm ár. Hann starfaði auk þess nokkuð að málum þess bæði áður og eftir að hann var formaður. Leigubílstjóra- stéttin stendur í mikilli þakkarskuld við Ingólf. Hann var formaður fé- lagsins á erfiðum tímum oft í mik- illi baráttu og gat verið stoltur af árangri sínum í starfí fyrir félagið. Að lokum vil ég senda eftirlifandi eiginkonu hans, Ingibjörgu Ottós- dóttur, og bömum þeirra Ingólfs dýpstu samúðarkveðjur. Sigfús Bjarnason, formaður Frama. Elsku pabbi minn. Það er með miklum trega og söknuði sem ég skrifa þér þessa kveðju. Mín spor hafa verið þung frá því að þú veikt- ist í byijun ársins. Þótt ég hafí fylgst með veikindum þínum í fjarlægð, er erfítt að sætta sig við að hlut- verki þínu hafi verið lokið rétt þegar þú sást fram á meiri tíma til þess að sinna áhugamálum þínum og njóta lífsins. Þegar þú, mamma og nánasta fjölskylda hittust síðastliðið haust til þess að halda upp á 60 ára afmæli þitt hjá mér í London, varst þú hress að vanda og ánægður með lífið og tilveruna. Þú hlakkaðir til að ná betri árangri í uppáhalds íþrótt þinni, golfí, á komandi ámm. Við höfðum ráðgert að þú kæmir út til mín í haust og dveldir þá um nokkurn tíma, en af því verður þó ekki. Ég hlakkaði til að fá góða ís- lenska kjötsúpu og heyra lífsreynslu- og skemmtisögur þínar sem þú sagð- ir af mikilli frásagnarlist. Ég hlakk- aði líka mikið til þess að njóta góðra samverustunda með þér ásamt því að reyna að sýna þakklæti mitt fyr- ir allt sem þú og mamma hafíð gert fyrir mig alla tíð. Ykkar hjálp var ómetanleg og mitt þakklæti mikið þó að það væri ekki alltaf á borð borið. Vegna óviðráðanlegra að- stæðna hef ág ekki tök á að vera viðstaddur jarðarför þína en ég verð þar í huganum. Elsku pabbi, ég bið guð að geyma þig og að veita mömmu, ömmu og systkinum styrk. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V.Briem.) Jóhann Ingólfsson. • Fleirí minningargreinar um Ingólf Magnús Ingólfsson bíða birtingar ogmunu birtast í blaðinu næstu daga. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endur- gjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringl- unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfí (5691115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast send- ið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvem látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfí- legri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, Á-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þijú erindi. Greinarhöfundar em beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.