Morgunblaðið - 15.08.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.08.1997, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1997 MINNINGAR FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ BERGDÍS INGIMARSDÓTTIR + Bergdís Ingi- marsdóttir var fædd i Reykjavík 18. janúar 1922. Hún lést 6. ágúst síðast- liðinn i Reykjavík. Foreldrar hennar voru Bóthildur Jóns- dóttir, húsmóðir, f. 24. ágúst 1892 á Hóli í Svínadal, d. 30. nóvember 1979, og Ingimar Magnús- son, húsasmíða- meistari, f. 20. sept- ember 1891 á Eyri í Mjóafirði við ísa- fjarðardjúp, d. 8. ágúst 1978. Foreldrar Bóthildar voru Guðbjörg Jóhannsdóttir frá Grafardal og Jón Þorsteinsson frá Þórustöðum, bæði af borg- firskum ættum. Foreldrar Ingi- mars voru Steinunn Magnúsdótt- ir frá Borgum í Hrútafirði og Magnús Brynjólfsson, ættaður úr Dalasýslu. Þau Bóthildur og Ingimar bjuggu Iengst af á Akranesi. Þeim varð sjö barna auðið. 1) Steinunn, f. 1917, d. 1962, var búsett á Akranesi, 2) Lilja, f. 1919, á heima á Akranesi. 3) Magnús, f. 1920, d. 1984, var síðast í Reykjavík, 4) Bergdís, f. 1922, d. 1997, var búsett í Kópavogi, 5) Guðjón Sigurgeir, f. 1923, d. 1926, 6) Steinþór Bjarni, f. 1926, býr á Miðhúsum í Innri-Akraneshreppi, 7) Guðjón Sigurgeir, f. 1929, búsettur í Mosfellsbæ. Bergdís ólst upp á Akranesi þjá foreldrum sínum og átti þar lengst af heima. Hún giftist 27. september 1941 Friðþjófi Helga- syni, bifvélavirlga. Hann var seinna starfsmaður hjá Slökkvil- iði Reykjavíkur. Foreldrar hans voru Valgerður Bjarnadóttir, síðar á Grund á Grímstaðar- holti, og Helgi Vigfússon sjó- maður. Friðþjófur lést 5. júní 1988. Bergdís og Frið- þjófur byrjuðu sinn búskap í Kópavogi, voru þar árin 1941- 1946. Fluttust þá til Akraness og bjuggu þar til ársins 1958 að þau fluttust til Reykjavíkur. Þau eignuðust sex börn. 1) Valgeir, f. 11. apríl 1942, búsettur i Kópavogi. 2) Sól- veig Auður, f. 21. júní 1943. Maður hennar er Eysteinn Guðmundsson. Þau búa í Kópa- vogi. Börn þeirra: Friðþjófur, f. 8. júlí 1965, kona hans er Lilja Baldursdóttir. Þeirra börn: Sól- veig Auður, f. 24. maí 1991, og Ingibjörg, f. 14. júní 1995, Berg- dis f. 11. janúar 1972. Maður hennar er Haraldur Haraldsson. 3) Bóthildur, f. 8. júní 1944. Mað- ur hennar er Finnbogi Þór Bald- vinsson. Búsett í Reykjavík. Börn þeirra: Þrúður, f.25. febrúar 1965. Maður hennar er Gunnar Ólafur Kristleifsson. Þeirra börn: Helga Rún, f. 12. febrúar, 1988 og Finnbogi Þór, f. 24. ágúst 1992, Bergdís, f. 8. janúar 1977. 4) Helgi, f. 25. júní 1948, búsettur í Kópavogi, barn hans: Óli Daní- el, f. 15. mars 1972. 5) Valgerð- ur, f. 27. júlí 1952. Maður hennar er Ólafur Jónsson, búsett í Reykjavík. Böm þeirra: Frið- bergur f. 21. október 1970, Jón Sölvi, f. 9. júní 1972, Valgeir, f. 31. mars 1974, Ólafur Helgi, f. 2. desember 1981. 6) Fjóla, f. 17. febrúar 1954, býr í Reykjavík. Böm hennar: Jana Björk, f. 16. apríl 1974, Valgeir, f. 24. nóv- ember 1978. Útför Bergdísar verður gerð frá Fossvogskirkju i dag og hefst athöfnin klukkan 15. Kveðja til ömmu í dag felldu blómin mín blöð sín og húmið kom óvænt inn til mín, ég hélt þó að enn væri sumar og sólskin. Kveðjustundin er þungbær en óumflýjanleg. Mér var mjög brugðið, þegar mér bárust þær fréttir til Ameríku að elsku amma væri látin. Hún sem var mér svo kær. Fyrstu ár ævi minnar bjó ég hjá ömmu og afa, og þar lærðist mér að dyr á heimili þeirra voru mér alltaf opnar og ég gæti alltaf leitað til þeirra, og á uppvaxtarárunum nýtti ég mér það óspart og var ávallt velkominn. Þeg- ar ég kvaddi hana fyrr í sumar á leið minni til Ameríku áttum við langt samtal þar sem hún tjáði mér að hún væri alveg tilbúin að fara, hún hefði lifað sínu lífí. Ég gat ekki hlustað á þetta, ég gat ekki hugsað mér að amma væri að tala um að fara þegar hún var svona hress. En kannski vissi hún betur, hún kveinkaði sér aldrei og vildi ekki íþyngja öðrum um veikindi eða annað sem á bjátaði. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tið. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku amma, þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefíð og kennt mér og ég mun aldrei gleyma þeim stundum sem við áttum saman. Nú ertu farin til afa, þar sem ég veit að þér mun líða vel. Friðþjófur, Lijja, Sólveig Auður og Ingibjörg. Elsku Dísa mín, mig langar til að kveðja þig, þú og Friðþjófur eruð mér kær í minningunni, þið og böm- in ykkar sex. Ég var ekki há í loft- inu þegar ég man eftir mér á Sanda- braut 17 á Akranesi, það var ævin- týri líkast að vera að leika á Langa- sandi og í mógröfunum að veiða brunnklukkur í sultukrukku. Þú varst svo falleg, fínleg og nett kona og alltaf í góðu skapi, það var aldrei verið að æpa á bömin þó að stundum væri hópurinn hávaðasamur. Þú bara brostir þínu blíðasta og allir voru í jafnvægi, það var gott að vera hjá þér. í einni heimsókninni hjá þér spurð- ir þú mig hvernig mamma mín bak- aði þessar frábæru skonsur og ég var ekki sein að koma með einhverja uppskrift sem ég vissi að þú notaðir og dugði vel. Þannig voru hlutimir hjá þér, Dísa mín, maður átti að bjarga sér. Við mamma vorum hjá þér ekki fyrir löngu, það var góð kvöldstund og skoðuðum við myndimar þínar sem þú hefur verið að mála á síð- ustu árum. Listrænir hæfileikar þínir nutu sín í myndunum og ég veit að bömin og bamabömin njóta þeirra. Þú hugsaðir um alla sem þér til- heyrðu og enginn var undanskilinn. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fenp að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Guð geymi þig. Katrin og fjölskylda. Elsku amma, mig langar að skrifa þér nokkrar línur. Þegar pabbi hringdi í mig og sagði mér að þú værir farin fann ég fyrir miklum söknuði, en ég veit að þú ert komin til afa og þið eruð saman á ný. Mig og Halla langar að senda þér og afa þetta ljóð eftir Gunnar Dal, við ætlum að kveðja þig núna en ég veit að við eigum eftir að hittast aftur. Þín nótt er með öðrum stjömum. Um lognkyrra tjöm laufvindur fer. Kallað er á þig og komið að kveðjustundinni er. Sjálfstæðismatseðill á Austur-Indíafélaginu Úr lindunum djúpu leitar ást Guðs til þín yfir öll höf. Hún feijar þig yfir fljótið, og færir þér lífið að gjöf. Ástarkveðja, Bergdís og Haraldur. Hún amma Dísa er látin. Okkur systumar langar til að minnast henn- ar, en það er erfítt að koma tilfínn- ingum á blað enda geymast þær best í hjörtum okkar og huga. Við systumar og reyndar öll frændsystkini okkar erum rík af því að hafa átt hana fyrir ömmu, við komum aldrei að tómum kofunum hjá henni hvort sem var í ráðlegging- um eða öðm. Yndislegri tíma er varla hægt að finna en þegar við komum öll saman hjá ömmu og afa á jólum eða öðrum tyllidögum. Hún var ekki stór kona hún amma en stærri konu í hjarta er varla hægt að fínna. Við munum aldrei gleyma henni, og söknum hennar sárt. En eins og hún sagði einu sinni sjálf, þá er hún nú komin á betri stað og þar er hún fallegust. Við vitum einnig að hann afí okkar bíður eftir henni og tekur vel á móti henni og nú era þau ekki lengur aðskilin. Hví var þessi beður búinn, bamið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt. Það er kveðjan: „Kom til mín!“ Kristur tók þig heim til sín. Þú ert biessuð hans í höndum, hólpin sál með ljóssins öndum. (B. Halld). Eslku amma, við þökkum þér fyr- ir allar þær stundir sem við áttum saman og biðjum góðan Guð að geyma þig. Þínar ömmusteipur, Þrúður og Bergdís. í dag kveðjum við elsku vinkonu okkar, hana Dísu, hún fór svo snöggt frá okkur. Við sem fórum saman í bæinn fyrir nokkram dögum, þú bauðst upp á kaffí og tertu, mikið þurftum við að tala saman. Við höfð- um ekki átt stund sem þessa í nokk- urn tíma og nutum að geta fijálslega ræðst við um heima og geima, liðna tíð jafnt sem óliðna og ætluðum að hittast aftur sem fyrst. Okkar sam- verastundir vora mér svo dýrmætar. Nokkram dögum síðar barst mér fréttin um andlát Dísu. Hún hafði kvatt þessa jarðvist sviplega. Ég get illa lýst þeim tilfinningum sem börð- ust í bijósti mér við þessa óvæntu fregn, ég vildi ekki trúa því, féll sam- an eins og hel hefði komið yfír mig, lá þann daginn og hugur minn reik- aði um liðna tíð. Minningarnar hrannast upp eftir bráðum 55 ára vináttu, ferðir okkar Hemma og bamanna upp á Akra- nes, heimsóknir ykkar Friðþjófs og bamanna til Reykjavíkur og öll vor- um við eins og ein stór Qölskylda og margt skemmtilegt gert. Ég minnist elsku ykkar Friðþjófs og veit að nú heldur hann faðmi sínum útbreiddum að taka á móti þér, Dísa mín, og gengur með þér á annað til- verastig. Böm, tengdaböm, bamabörn og langömmuböm, Guð gefi ykkur styrk og huggun í sorg ykkar. Helkalt og hart harmafregnin óvænta góðvini snart. Lifendur sorg hefur lostið, lifsþráður brostið. Sköpum er skipt, skyldu og starfi á æðra sviði lyft. Unnt er þó engum að skilja örlaga-vilja. Sorgin er sár, syrgjandi ástvina hrynjandi tár, andvörpin hrópa í hæðir, hjörtunum blæðir. Hver veitir fró? Hver veitir sorgþjáðum friðsæld og ró, huggar i harminum sefann, hrifur burt efann? Guðsneistinn einn, geymdur í manninum, ósnortinn, hreinn, trúin á takmarkiö dulda, tilganginn hulda. Ég vil þakka þér, vinkona mín, fyrir samverana öll þessi ár. Megi Guð blessa þig. Þín vinkona, Fjóla. INDVERSKI veitingastaðurinn Austur-Indíafélagið býður um helg- ina upp á sérstakan matseðil í til- efni af því að fímmtfu ár era liðin frá því að Indland öðlaðist sjálf- stæði. Á sjálfstæðismatseðlinum verða í boði 3 forréttir, 3 aðalréttir og eftirréttur. Verð á forrétti verður í kringum 600 krónur, verð á aðal- rétti í kringum 1.900 krónur og verð á eftirrétti 500 krónur. Einungis verða í boði réttir er ekki hafa áður verið á boðstólum hjá Austur-Indíafélaginu og verða OPNUÐ hefur verið blóma- og hand- verksbúð á Suðurlandsbraut 52. Hefur henni verið gefíð nafnið Sæl- legir sprotar og kátlegir kvistir. Eig- endur eru Linda _Sverrisdóttir og Gfsli Jóhannesson. í Sællegum sprot- um og kátlegum kvistum verður Síðasta skógargangan TÓLFTA og síðasta skógarganga skógræktarfélaganna, Ferðafélags íslands og Búnaðarbankans um „Græna trefilinn" hefst laugardag- inn 16. ágúst. Mæting og rútuferð verður frá Mörkinni 6, húsi Ferðafé- lagsins, kl. 13.30 eða við hús rann- sóknarstöðvar Skógræktar ríkisins á Mógilsá kl. 14.15. Göngurnar um græna trefilinn hófust í mai og hefur verið gengið vikulega í sumar, allt frá Undirhlíð- um í Hafnarfirði og nú síðast á Mógilsá. Samstarf var tekið upp við Ferðafélag íslands auk þess sem Búnaðarbanki íslands og flest sveit- arfélög á svæðinu hafa mep ýmsu móti lagt þessu starfí lið. í hverri göngu hafa skógræktarfélögin boðið upp á leiðsögn og bryddað upp á ýmsum uppákomum með ívafí af fræðslu auk þess sem félagar úr Ferðafélagi Islands hafa miðlað fræðandi upplýsingum um sögu, ör- nefni og jarðsögu. í þessari lokagöngu um Trefílinn gefst tækifæri til þess að kynnast fjölbreyttu starfi rannsóknarstöðv- arinnar á Mógilsá en stöðin er 30 ára um þessar mundir. Boðið verður upp á fræðslu í nýskógrækt. Léttar veitingar verða í boði og kveikt verð- ur á bálkesti fyrir yngstu kynslóð- ina. Staðkunnir leiðsögumenn verða með í för og segja frá því áhugaverð- asta sem fyrir ber. Helga Kristrún sýnir hjá Sævari Karli HELGA Kristrún opnar sýningu í galleríi Sævars Karls laugardaginn 16. ágúst kl. 20. Verkin á sýningunni eru unnin á síðustu tveimur árum og eru þetta málverk unnin með blandaðri tækni. Helga Kristrún útskrifaðist frá MHÍ árið 1995. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Þetta er fyrsta einkasýn- ing hennar. þeir að ýmsu leyti frábrugðnir því sem gestir staðarins eiga að venjast. í forrétt verður hægt að velja á milli lambaréttarins Kiima Bonda, Shish-Kebab-kjúklings og græn- metisréttarins Eloo Bonda. í aðal- rétt verður boðið upp á lambarétt, Barra Kebab, kjúklingarétt, Casturi Kebab, og grænmetisrétt er grillað- ur verður í tandoori-ofni. Með rétt- um verða t.d. borin fram krydduð hrísgrjón, fylltar grillaðar paprikur, naan-brauð og dal makhna-sósa. Matseðillinn verður einungis í boði föstudags- og laugardagskvöld. áhersla lögð á afskorin blóm, skreyt- ingar og ýmsa handverksmuni. Þar eru t.d. til sölu trémunir frá Gallerí í Gangi á Hvolsvelli og myndir og munir eftir nemendur í MHÍ. Verslunin er opin alla daga frá kl. 12-21. Dönskjúðra- sveit á Isafirði TÓNLEIKAR verða haldnir sunnu- daginn 17. ágúst kl. 20.30 í ísafjarð- arkirkju þar sem fram kemur lúðra- sveit frá Hróarskeldu, vinabæ ísa- fjarðar í Danmörku og leikur fjöl- breytta og skemmtilega efnisskrá. Hljómsveitin ber nafnið Roskilde Harmoniorkester og er skipuð 35 hþ'óðfæraleikurum á aldrinum 10-50 ára sem spila á bæði tré- blásturs- og málmblásturshljóðfæri auk slagverkshljóðfæra. Stjórnandi sveitarinnar er Ulrik Bondo Maclsen. Á efnisskrá sveitarinnar má fínna alvarleg kirkjuverk fyrir minni hópa og fullskipaða sveit, sígilda tónlist í ýmsum útsetningum og síðast en ekki síst mjög fjölbreytt úrval af léttari tónlist. Sem dæmi má nefna verk eftir Handel og Vivaldi, Moz- art, Carl Nielsen og Gabriel Fauré og svo verk eftir Andrew Lloyd Webber og Elton John. Þá munu félagar úr sveitinni syngja einsöng og leika einleik við undirleik Huldu Bragadóttur, organista ísafjarðar- kirkju. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Helgardagskrá- in á Þingvöllum LANDVERÐIR á Þingvöllum bjóða upp á fræðsludagskrá fyrir börn og fullorðna um helgar. Á laugardag kl. 13 verður gengið á Ármannsfell og kl. 15 verður bamastund fyrir alla krakka í Hvannagjá. Á sunnudag kl. 13 verður gengið að eyðibýlinu Hrauntúni og kl. 14 verður messað í Þingvallakirkju. Að messu lokinni kl. 15.30 verður gest- amóttaka í Skáldareit þar sem stað- arhaldari ræðir um náttúru og sögu Þingvatla. Þátttaka í fræðsludagskrá þjóð- garðsins er ókeypis og allir eru vel- komnir. Morgunblaðið/Arnaldur FRÁ versluninni Sællegumr sprotum og kátlegum kvistum. Ný blóma- og handverksbúð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.