Morgunblaðið - 15.08.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1997 39
UNNUR
JÓHANNESDÓTTIR
+ Unnur Jóhann-
esdóttir var
fædd í Reykjavík
16. apríl 1913. Hún
andaðist á Land-
spítalanum 1. ágúst
siðastliðinn. Unnur
var dóttir Margrét-
ar Salómonsdóttur,
f. 25. maí 1873 í
Kirkjuvogi, Höfn-
um, d. 10. apríl
1966 í Hafnarfirði.
For.: Salómon
Björnsson, bóndi,
Kirkjuvogi, f. um
1833 í Marteinst-
ungu, Rang., d. 25. nóv. 1893,
og kona hans Sigurlaug Guð-
mundsdóttir, f. 6. ágúst 1829 í
Hrepphólasókn, Árn., d. 17. nóv
1893. Faðir hennar var Jóhann-
es Jónsson, múrarameistari, f.
9. mars 1854 í Hömluholti,
Eyjahr., Hnapp., d. 16. ágúst
1914. For.: Jón Sigurðsson,
bóndi, f. um 1810, d. 1. janúar
1874 og kona hans Guðný Jóns-
dóttir, f. um 1822, d. 22. maí
1866. Unnur var eina barn
þeirra Jóhannesar og Margrét-
ar, en hann átti eina
fósturdóttur, Helgu
Þorkelsdóttur, f.
30. desember 1894
í Reykjavík, d. 25.
október 1977 í
Kópavogi (dóttir
Þorkels Þorkels-
sonar, og Guðríðar
Jónsdóttur, systur
Jóhannesar), hús-
freyju í Hafnar-
firði. Eiginmaður,
Einar Einarsson,
klæðskeri, Hafnar-
fírði.
Unnur ólst upp
hjá móður sinni á heimili Helgu
og Einars á Austurgötu 6,
Hafnarfirði. Unnur giftist aldr-
ei en börn og barnabörn upp-
eldissystkina hennar voru eins
og hennar eigin börn. Uppeldis-
systkini hennar, börn Helgu og
Einars, voru: Guðríður (dáin),
Jóhannes (dáinn), Guðbjörg,
Gróa(dáin), Ellen, Anna, As-
laug, Sigríður og Maria.
Utför Unnar fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 10.30.
út af svona smámunum, bandaði
aðeins með hendinni þegar þær gerð-
ust of ágengar. Annað skipti vorum
við í fjallaferð og settumst niður til
að drekka. Björn vildi leggja sig
aðeins. Lagðist niður á milli þúfna-
kolla og sofnaði í nokkrar mínútur.
Vaknaði svo og við héldum áfram.
Fyrir honum var það eðlilegasti hlut-
ur í heimi að fá sér blund uppi í fjall-
inu.
Önnur og ólík mynd af Birni
stendur mér einnig fyrir hugskots-
sjónum. Það er Björn að lesa jólaguð-
spjallið inni í stofu á aðfangadags-
kvöld, uppáklæddur og með hárið
greitt aftur. Glæsilegur og les svo
fallega að maður getur ekki annað
en fyllst Iotningu gagnvart honum.
Loftið er andagtugt, næstum eins
og í kirkju, en sem betur fer er lítil
stelpa með í hópnum sem minnir á
að við eigum eftir að taka upp jóla-
gjafirnar.
Nú þegar gamli höfðinginn er
fallinn frá, er mér efst í huga þakk-
læti fyrir að hafa fengið að kynnast
honum og njóta áhrifa hans um
stund. En enginn fær stöðvað vél
tímans. Elsku Þorbjörgu sem nú
kveður lífsförunaut sinn hinsta sinni
votta ég mína dýpstu samúð. Með
hana sér við hlið varð líf hans ham-
ingjuríkt og lífsstarfið fengsælt.
Þorgerður Jónsdóttir.
Látinn er afi minn Björn Stefáns-
son frá Hóli á Stöðvarfirði. Hann
var merkur maður að mörgu leyti
en þó ber eitt af í minningum mínum
um hann. Það var viðmót hans sem
geislaði af góðvild og ást til mín og
okkar allra og aldrei fór hann leynt
með stolt sitt á okkur barnabörnun-
um. Hann leyndi aldrei tilfinningum
sínum og bar með sér vinskap og
umhyggjusemi hvert sem hann fór.
Ætíð er ég hitti hann lýsti hann því
hve hann væri stoltur af mér auk
þess sem hann gaf mér góð ráð, ráð
sem hafa mótað mig og hjálpað mér
að ná takmörkum mínum bæði í leik
og starfi. Ég er stoitur af að hafa
átt hann að sem afa og ánægður
með hve vel ég náði að kynnast
honum. Þó ég nái aðeins að tileinka
mér hluta af þeirri hlýju og góð-
mennsku sem honum fylgdi trúi ég
því að það muni nýtast mér vel í
lífinu.
Hann var maðurinn sem kenndi
mér að takast á við erfiðleika og að
gefast aldrei upp. „Hertu þig,“ sagði
hann alltaf við mig þegar ég var
farinn að vola og brosti í kampinn
svo ég gat ekki annað en haldið
áfram. Hann kenndi mér að meta
náttúruna og gekk með mig upp um
fjöll og firnindi í leit að steinum,
beijum eða bara friðsæld náttúrunn-
ar. Hann fór með mig á sjó og kenndi
mér að róa, stofnaði reikning í bank-
anum fyrir mig og sagði mér að við
værum samstarfsmenn á sjó. Þetta
þótti mér mikilvægt því mér fannst
hann vera að lýsa yfir með þessu
að ég væri ekki bara barnið sem ég
var heldur fulltíða maður. Þessi sam-
vera okkar styrkti mig sem einstakl-
ing_ og gaf mér trú á sjálfum mér.
Ég var mörg ár í sveitinni hjá
honum og ömmu. Allt vildi hann
fyrir mig gera. Eitt árið gaf hann
mér meira að segja kind og fór um
alla sveitina með mig í leit að henni
svo ég fengi að skoða hana. Alltaf
hafði hann nægan tíma fyrir mig
og ég vildi að ég hefði haft meiri
tíma til að njóta samveru hans nú
hin síðustu ár.
Síðast er ég hitti hann kynnti ég
hann fyrir stúlkunni sem ég elska.
Ég heyrði hann segja við hana: „Vin-
an, þetta er góður maður sem þú
hefur kynnst og þú verður að reyna
að fyrirgefa honum ef eitthvað bját-
ar á því það skiptir miklu máli að
halda í þá sem maður elskar". Mér
þótti afskaplega vænt um þetta.
Mikill maður manngæða og visku
er látinn og munum við systkinin
þrjú í Fannafold sakna hans mikið.
En þó afí sé dáinn mun minning
hans lifa.
Hans Tómas.
Þegar litið er yfir ævi manneskju
er misjafnt sem safnast hefur á lífs-
leiðinni. Sumir safna auði, völdum,
viðurkenningum og eignum, en eiga
engan að þegar kemur að leiðarlok-
um. Unna frænka átti hvorki auð
né eignir en hún átti marga að, stóra
fjölskyldu sem var umhugað um
hana og hennar velferð. Slíkum auði
safna þeir sem gefið hafa af sjálfum
sér á óeigingjaman hátt. Það var
ekki hlutskipti Unnu í lífínu að eign-
ast eiginmann eða sín eigin böm,
en hún átti stóran bamahóp, sem
vom systkinaböm hennar, böm og
barnabörn þeirra. Hún tók mikinn
þátt í uppeldi þessara bama og eiga
þau öll hlýjar og fagrar minningar
um Unnu. Aldrei fann maður fyrir
því að Unna mismunaði þessum fóst-
urbörnum sínum. Hún tók þeim öll-
um eins og þau vom og einblíndi á
það jákvæða í fari hvers og eins.
Unna var eins konar sameining-
artákn ættarinnar. Það var ekki
nema þegar Unna átti afmæli, þá
sérstaklega stórafmæli, að allur
frændgarðurinn úr þessari stóm
fjölskyldu kom saman. Eins var það
yfírleitt hjá Unnu sem við fengum
fréttir af fjölgun ættarinnar, og
alltaf gat hún sýnt myndir af nýj-
asta barnabarninu eða sagt frá öðru
markverðu af ættingjunum. Unna
var sannkristin kona og vitum við
að hún bað alla tíð fyrir velferð
okkar.
Við systumar áttum því láni að
fagna að alast upp öll okkar æsku-
ár með Unnu. Fyrstu árin sem hei-
magangar á heimili móðurforeldra
okkar, þar sem Unna bjó stóran
hluta ævi sinnar og síðar á heimili
foreldra okkar þegar Unna fluttist
þangað til að gæta bús og barna.
Það að eiga einhvern að þegar kom-
ið er heim úr skóla er ómetanlegt.
Hversdagslegar minningar standa
upp úr. Minningar, um okkur sem
litlar telpur að ræða um daginn og
+
Uppeldissystir okkar,
UNNUR JÓHANNESDÓTTIR
frá Efra Hofi,
Garði,
áður til heimilis,
á Austurgötu 6,
Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Hafnarfjaróarkirkju í dag,
föstudaginn 15. ágúst, kl. 10.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ellen Einarsdóttir, Júlíus Guðlaugsson.
+
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför ástkærs eigin-
manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
OTTÓS GUÐMUNDSSONAR
frá Skálholti,
Fáskrúðsfirði.
Sveinbjörg Jóhannsdóttir,
Guðni Ottósson, Jóhanna Ólafsdóttir,
Björgvin Ottósson,
Pétur Ottósson, Ólöf Haraldsdóttir,
Sigurlaug Ottósdóttir, Einar Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
• Fleirí minning-argreinar um
Björn Stefánsson bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu
daga.
veginn og ekki síður þegar farið
var út í vangaveltur um framtíðina,
eru dýrmætar og ljúfar. Unna í eld-
húsinu að taka til matinn, en hafði
samt endalausan tíma og þolinmæði
til að ræða við okkur börnin eins
og jafningja. Það var alltaf líflegt
í kringum Unnu, hún átti svo auð-
velt með að sjá skoplegu hliðarnar
á lífinu og var gædd góðum frá-
sagnarhæfileika og látbragði. Unna
hafði sérstakt lag á að ná til barna,
þau hændust að henni og öll töluðu
þau um hana af virðingu og sóttust
eftir samneyti við hana.
Unna bjó síðustu ár ævi sinnar
suður í Garði hjá uppeldissystur
sinni og manni hennar. Ef leiðin lá
suður með sjó var rennt við í Garðin-
um og heilsað upp á Unnu. Móttök-
urnar voru alltaf góðar og alltaf
gaman að spjalla við Unnu sína,
sem var manni alltaf svo kær. Þeg-
ar litið er til baka voru þessar ferð-
ir allt of fátíðar. Því lítill tími gafst
til samvista við ættingja í þessu
erilsama þjóðfélagi, sem við búum í.
Unna var mjög glæsileg kona,
sem hafði bæði fallega og tignar-
lega framkomu. Hún var brosmild
og hafði bjart yfírbragð, bar aldur-
inn vel og var alltaf jafn ung í anda.
Minningar um Unnu munum við
eiga um ókomin ár og erum við
þakklátar fyrir að hafa átt hana
að. Guð blessi minningu Unnar Jó-
hannesdóttur.
Elín, Helga, Anna Margrét
og Erla Huld.
Nú er hún Unna mín ekki lengur
á meðal okkar, en þó við söknum
hennar sárt megum við minnast
þess að hún er komin þangað sem
henni líður betur en nokkru sinni
fyrr.
Við Unna deiidum herbergi í
mörg ár og þægilegri og hjálpfús-
ari herbergisfélaga getur nokkur
varla hugsað sér.
Ég var ung að árum og óreynd
í móðurhlutverkinu, þegar mér
fæddist sonur. Unna lét ekki grát
sonarins um miðjar nætur angra
sig heldur hjálpaði mér eftir föng-
um, þar sem mér veitti ekki af allri
aðstoð sem ég gat fengið. Unna var
mjög barngóð og var vön að gæta
barna á sinni löngu ævi. Hún var
alltaf tilbúin að gefa góð ráð og
var til staðar þegar þurfti með.
Unna lét ekkert aftra sér í því
að koma með foreldrum mínum í
heimsókn, þegar ég flutti að heiman
og fór að búa í sveit. Þá gisti Unna
oft nokkra daga í senn þó heilsan
væri ekki alltaf upp á það besta.
Á góðum degi þegar ég var að
æfa söng heima hjá mér og Unna
var í heimsókn, þá var hún ekki
feimin að taka undir og söng með
mér með sinni fallegu og tæru sópr-
anrödd. Ég var í söngnámi og það
kom mér á óvart að heyra svo full-
orðna konu syngja af slíku öryggi
og með jafn fallega rödd. Já, hún
Unna hefði sko ekki þurft langt
söngnám til að ná árangri og vin-
sældum, ef hún hefði verið ung á
þessum árum og fengið tækifæri
til að læra að syngja. Þó held ég
að frægð og frami hefði ekki skipt
hana öllu máli.
Hún Unna mín dó eins og hún
lifði, róleg og kyrrlát. Hún var
Drottni sínum dyggur þjónn og ef-
ast ég ekki um að hann hafí sveip-
að hana örmum sínum og gæti
hennar nú. Vertu bless Unna mín
og þakka þér fyrir að gefa mér
hlutdeild í lífi þínu.
Guðríður Júlíusdóttir.
Okkur systkinin langar að kveðja
Unnu frænku okkar. Við erum sér-
lega lánsöm að hafa átt hana að.
Þegar við hugsum um Unnu koma
aðeins góðar minningar upp í hug-
ann.
Unna var einstaklega barngóð
og ljúf kona og var hún elskuð af
öllum börnunum í fjölskyldunni. Það
var alltaf gott að tala við Unnu því
hún talaði við okkur sem jafningja
sína. Hún sagði okkur sögur af líf-
inu í gamla daga og af því þegar
hún var ung stúlka í vist. Okkur
fannst skrítið að hún skyldi ekki
giftast, svona falleg og góð, við
vorum viss um að vonbiðlarnir voru
margir en við fengum engin svör
við því.
Þegar við urðum eldri var alltaf
hægt að spyija Unnu frétta af ætt-
ingjunum því hún var í góðum
tengslum við alla meðlimi stóríjöl-
skyldunnar, og þar sem Unna var
mjög jákvæð kona voru fréttirnar
hennar alltaf góðar því hún sá allt-
af það besta í öllum.
Minningamar sem við eigum um
Unnu era margar og góðar og
munum við oft eiga eftir að rifja
þær upp hvert með öðru.
Helga, Agnes, Ólafur
og Þórunn.
+
Þökkum öllum innilega fyrir samúð við andlát
og útför móður okkar, tengdamóður og
ömmu,
ÖNNU MARÍU MARÍANUSDÓTTUR,
Austurbrún 6,
áður Nönnufelli 1,
Reykjavík.
sem lést þann 18. júlí sl.
Jón Th. Friðþjófsson, Ingi E. Friðþjófsson,
Svanlaug Friðþjófsdóttir, Hildur Friðþjófsdóttir,
Bergljót Friðþjófsdóttir, Ólafur Friðþjófsson,
Hörður Friðþjófsson, Guðrún Friðþjófsdóttir,
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Lokað
Lokað verður í dacj, föstudaginn 15. ágúst, vegna jarðarfarar
INGÓLFS MAGNUSAR INGOLFSSONAR.
Stíll, heildverslun,
Malarhöfða 8.
Lokað
Skrifstofa Frama verður lokuð í dag frá kl. 13.30 vegna jarðarfarar
INGÓLFS M. iNGÓLFSSONAR.
Bifreiðastjórafélagið Frami.