Morgunblaðið - 15.08.1997, Side 52
52 FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MYNDBÖIMD/KVIKMYIMDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP
Hollywood, auglýs-
ingar og alnetið
ÖLVUNIRÐIR með
kvikmyndadellu
hrella nú kvikmynda-
fyrirtæki í Hollywood
með því að þefa uppi tilrauna-
sýningar og birta síðan álit sitt
á myndunum á alnetinu löngu
áður en þær fara í almenna
dreifingu. Yfirmönnum í
Hollywood er sérstaklega illa
við Texasbúann Harry Know-
les sem er iðinn við að safna
að sér alla vegana upplýsing-
um um kvikmyndir og birta
þær á www.aint-it-cool-
news.com síðu sinni. Hafa þeir
gengið það langt að dreifa
myndum af Knowles til þess
að koma í veg fyrir að hann
komist inn á tilrauna- og for-
sýningar. Knowles lætur þetta
ekki á sig fá og heldur áfram
að fjalla um uppáhalds við-
fangsefni sitt, kvikmyndir.
A dögunum frétti Knowles
af tilraunasýningu á mynd Ja-
mes Camerons, „Titanic“, sem
átti að fara fram einhvers stað-
ar í Minneapolis. Hann sendi
frá sér stutta tilkynningu á
alnetinu og bað fólk að láta sig
vita hvar og hvenær sýningin
færi fram og reyna að komast
á hana ef það gæti. Knowles
barst á þriðja hundruð svara
en af þeim voru 31 með réttan
stað og stund. Atján manns
sendu Knowles síðan álit sitt á
myndinni og hann birti þijú á
BLAÐAUKI
AÐ LÆRA
MEIRA
Fraxnboð á námi og tómstundaiðju af ýmsu tagi er margvíslegt
ogfervaxandi og sífelltfleiri sjá nauðsyn þess að aukamenntun
sína bæði til gagns og gamans.
í blaðaukanum Að læra
mcira verður m.a. liugað að
íjölbreyttum möguleikum
þeirra sem vilja bæta meimt-
un sína, stimda starfstengt
nám cða læra eitthvað alveg
nýtt og eignast nýja kunn-
ingja run leið.
Fyrrverandi nemendur skýra
írá reynslu sinnl og kexmarar
og ráðgjafar segja írá því sem
í boði er.
Meðal efhis:
• Gíldi sí- og endurmenntunar
• Tungumálanám
• Stjómun, samskipti og fjármál
• Tölvunám
• Mátur og vínmenning
• Listir og bókmenntir
• íþróttir og dans
• Afþreying
• Viðtöl o.fl.
Skilaírestiir augbýsingapantana er til M. 12.00
mánudaginn 18. ágt'ist .
Allar nánari upplýsingar veita starfsmenn auglýsingadeildar
í síma 569 1111 eða í bréfasíma 569 1110.
| - kjarni málsins!
ÞEIR sem hafa séð „Titanic“ eru hrifnir af leik Leonardo
DiCaprios og Kate Winslet.
vefsíðu sinni sem gáfu, að hans
mati, besta mynd af viðbrögð-
um áhorfenda. Aðdáendur Ca-
merons geta glaðst yfir því að
viðbrögðin við þriggja og hálfs
tíma langri stórlysamyndinni
voru nokkuð jákvæð og var þá
leik Leonardo DiCaprios og
Kate Winslet sérstaklega hrós-
að.
Framleiðendur „Titanic“
voru þó ekki ánægðir með
einkaframtak Knowles og
sögðu óréttlát að fjalla um
kvikmyndina þegar hún væri
enn í vinnslu,
en tilraunsýn-
ingarnar eru
haldnar til að
geta breytt
myndum sam-
kvæmt at-
hugasemdum
áhorfenda.
Sem dæmi má
nefna að í
upprunalegri
útgáfu af
„The Saint“
var persónan
sem Elizabeth
Shue leikur
drepin en
áhorfendur á
tilraunasýn-
ingum voru
óánægðir
með fráfall hennar þannig að
í endanlegu útgáfunni lifir hún
af.
Yfirmenn kvikmyndaver-
anna eru aðallega óánægðir
með umfjöllun á alnetinu af
því að þeir geta á engan hátt
haft áhrif á hvað þar er sagt
um myndir þeirra. Hollywood-
menn vilja nefnilega móta al-
menningsálit og stjórna öllum
kynningum og auglýsingum
fyrir myndir sínar. Markaðs-
stjóri Warner Bros., Chris
Pula, kvartaði nýverið í Vari-
ety og sagði: „Nú geta allir
sem eiga tölvu tekið að sér
hlutverk dagblaðs.“ Warner-
menn eru sérstaklega argir
vegna þess að umfjöllun á
netinu um „Batinan & Robin“
var frá upphafi á frekar nei-
kvæðum nótum og dómar um
myndina hafa ekki aukið að-
sókn.
Ef umfjöllun hjá netnotendum
er jákvæð eru kvikmyndaverin
samt fljót að nota það myndum
sínum til framdráttar. í auglýs-
ingu fyrir Warner Bros. mynd-
ina „Contact" er t.d. vitnað í
jákvæðar athugasemdir net-
notenda um myndina. Pula vill
líka nota netið í auglýsinga-
skyni fyrir myndir fyrirtækis-
ins. I síðasta mánuði skipulagði
hann beina útsendingu á alnet-
inu frá tökum á „The Post-
man“ þar sem
hægt var að
sjá Kevin
Costner að
störfum.
A netinu
úir líka og
grúir af kynn-
ingarsíðum
fyrir væntan-
legar Holly-
wood-kvik-
myndir. Sony
var sérstak-
lega útsmogið
við kynning-
una á „Men in
Black“. Mörg-
um mánuðum
áður en
myndin var
frumsýnd var
komin aðdáendaklúbbssíða
fyrir myndina á netið, auk þess
sem síður um ýmislegt efni
tengt „MIB“ voru búnar til.
Lengst af var ekki hægt að sjá
að þessar síður voru runnar
undan rifjum Sony-manna.
Þrátt fyrir þessar tilraunir
kvikmyndaveranna til þess að
stjórna kvikmyndaumfjöllun-
inni á netinu geta þeir ekki
stöðvað einkaframtak manna
eins og Knowles og Matt
Drudge (www.drudgerep-
ort.com). Sá síðarnefndi blæs
á kvartanir kvikmyndafram-
leiðenda. Að hans mati geta
þeir ekki stöðvað umfjöllun á
netinu um myndir áður en þær
eru frumsýndar á meðan þeir
nota almenning sem tilrauna-
dýr til þess að meta sölumögu-
leika mynda sinna.
SKOPMYND af ógnvaldi Holly-
wood, Harry Knowles, tölvueig-
anda með bíódellu.