Morgunblaðið - 17.08.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.08.1997, Blaðsíða 1
fHmrgtmlifaMfe ATVINNU/RAÐ- OG SMÁAUGLÝSINGAR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS SUNNUDAGVR 17. ÁGÚST1997 BLAÐ E A TVINNUAUGL ÝSINGAR Félagsmálastofnun vantar fólk FÉLAGSMÁLASTOFNUN Reykjavíkurborgar auglýsir eftir manni til starfa í unglingaathvarfi í Breiðholti. Um 46% kvöld- starf er að ræða og er æskilegt að umsækjandi hafi menntun og/eða reynslu sem nýtist í skapandi meðferðarstarfi með unglingum. Vegna samsetningar starfshópsins er óskað eftir karlmanni. Einnig vantar hjúkrunarfræðing í dvalarheimili aldraðra í Seljahlíð og sjúkraliða á Droplaugarstöðum. Fólk á nýjan veitinga- stað í Reykjavík NÝJAN veitingastað í miðbæ Reykjavíkur vantar vaktstjóra, einnig þjóna í sal og á bar. Umsækjendur þurfa að eiga til þjónustulund, jákvæðni, hafa reynslu af þjónustustörfum, geta sýnt frumkvæði, vera regiusamir og kunna á tölvur. Múlakaffi vantar fólk til ýmissa starfa MÚLAKAFFI óskar eftir að ráða fólk til ýmissa starfa og er um vaktavinnu að ræða. Upplýsingar veitir Guðný Guð- mundsdóttir á staðnum á morgun, mánudag, milli kl. 12 og 15. Barnagæsla í Þýskalandi FJÖLSKYLDA í Þýskalandi vill ráða au-pair frá 1. október til að gæta tveggja barna, eins og fjögurra ára, og sinna léttum heimilisstörfum. Foreldrar eru báðir útivinnandi. Æski- legt að umsækjandi reyki ekki og sé 20 ára eða eldri. RAÐAUGL ÝSINGAR Verslunareining til leigu í Kringlunni VÖNDUÐ 90 fermetra verslunareining er til leigu á einum besta stað í Kringlunni. Einingin er glæsilega innréttuð og í toppstandi. Laus fljótlega. Tilboð í innréttingar á hóteli MIÐVANGUR ehf. óskar eftir tilboðum í smíði innréttinga (36 herbergi), þriggja afgreiðsluborða, glerveggja og inni- hurða (111 stk.) í nýtt hótel á Egilsstöðum. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Miðvangs á Egilsstöðum frá og með mið- vikudegi 20. ágúst. SMÁAUGL ÝSINGAR Námskeið í Enneagram NICKHOLAS Demetry heldur námskeið í Enneagram og námskeið í að samstilla karl- og kvenorkuna, heila samband við föður, móður og persónuleg sambönd. Námskeiðin eru öllum opin. Demetry er brautryðjandi á sviði sálrænnar sjálf- skoðunar, hann er geðlæknir, sálfræðingur og miði!:. Nám- skeiðin verða haldin í Sjálfefli í Kópavogi. Atvinnuleysi í maí, júní og júlí 1997 Hlutfall atvinnulausra af heildarvinnuafli Á höfuðborgarsvæðinu standa 3.612 atvinnulausir á bak við töluna 4,3% í júlí og hafði ffjölgað um 14 frá þvi í júní. Alls voru 5.123 atvinnulausir á landinu öllu (3,6%) í júlí og hafði fækkað um 5 frá því í júní. LANDS- BYGGÐIN LANDIÐ ALLT 4,2% M J J M J J Atvinnulausum fækkar lítið eitt skv. yfirliti Vinnumálastofnunar 3,6% atvinnuleysi íjúlímánuði SKRÁÐIR voru rúmlega 111 þúsund atvinnu- leysisdagar á landinu í júlí sem jafngilda því að 5.123 manns hafi verið að meðaltali á atvinnu- leysisskrá í mánuðinum, samkvæmt yfirliti Vinnumálastofnunar. Þar af voru 1.655 karlar og 3.468 konur. Þessar tölur jafngilda 3,6% at- vinnuleysi af áætluðum mannafla á vinnumark- aði eða 2% hjá körlum og 5,6% hjá konum. Atvinnulausir í júlímánuði öllum voru lítið eitt færri en í júní þegar mælt var 3,7% atvinnuleysi á landinu öllu en síðasta virka dag júlí voru 5.346 manns á atvinnuleysisskrá og erþað um 340 færri en í lok júnímán- aðar. Til samanburðar við síðasta ár voru 268 færri á atvinnuleysis- skrá í júlí síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra. Hefur atvinnulausum í heild fækkað um 4,9% frá júlí í fyrra. Síðastliðna 12 mánuði voru um 5.551 manns að meðaltali at- vinnulausir hér á landi eða 4,1% af mannafla á. vinnumarkaði, en árið 1996 voru um 5.790 manns að með- altali atvinnulausir eða 4,3%. Atvinnuleysi meðal kvenna hefur aldrei verið meira í júlí Fram kemur í yfirliti Vinnumála- stofnunar að atvinnuleysi karla hef- ur ekki verið minna í júlímánuði síð- an 1991 en aftur á móti hefur at- vinnuleysi meðal kvenna aldrei verið meira í júlímánuði en nú. Atvinnuástandið hefur breyst mis- jafnlega eftir atvinnusvæðum en það hefur minnkað mest á Vestfjörðum og Austurlandi en jókst mest í sein- asta mánuði á Suðurnesjum. Er at- vinnuleysi þó hlutfallslega mest á höfuðborgarsvæðinu. Spáð 3,3-3,6% atvinnuleysi í ágúst Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að atvinnuleysi minnki í ágústmán- uði og geti orðið á bilinu 3,3% til 3,6%. „Sumarlokanir fiskvinnslu- húsa hafa náð hámarki í ágústmán- uði undanfarin ár, þó ekki sé búist við jafnmiklum lokunum og oft áður auk þess sem sumarleyfi fara nú víða saman með sumarlokunum. Að öðru leyti virðist atvinnuástandið nokkuð gott um þessar mundir og mikil eftirspurn í sumum greinum," segir í yfirliti Vinnumálastofnunar. Grillað í bræðslunni Þórshöfn. Morjrunblaðið. STARFSMENN loðnuverksmiðju Hrað- frystistöðvarinnar á Þórshöfn fögnuðu áfanga í bræðslu í góða veðrinu á dögunum og héldu grillveislu af tilefninu. Frá ára- mótum hefur verksmiðjan tekið á inóti 72 þúsund tonnum í bræðslu en það er svipað magn og á öllu síðasta ári. „ Við förum trú- lega langt yfir magnið frá í fyrra, það eru enn eftir rúmir fjórir mánuðir af þessu ári,“ sögðu starfsmenn verksmiðjunnar, ánægðir með árangurinn og grillveisluna. Það sem af er sumarvertíð hafa 27 þús. tonn farið í bræðslu í loðnuverksmiðjunni og vertíðin gengið vel í heildina. Morgimblaðið/Líncy Sigurðardót t ir RAFN Jónsson, verksmiðju- og grillstjóri. Ungir bryggjupollar fylgdust með og nutu góðs af veitingunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.