Morgunblaðið - 17.08.1997, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.08.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1997 E 13 : I / LANDSPÍTALINN .../' þágu mannúðar og vísinda... Deildarlæknir Staða deildarlæknis við bæklunarskurðdeild Landspítalans er laus til umsóknar. Um er að ræða 1 árs stöðu frá 1. seþtember nk. Umsókn, ásamt upplýsingum um starfsferil, beristtil Halldórs Jónssonar jr. forstöðulæknis sem einnig veitir nánari upplýsingar. Aðstoðarlæknar Á kvennadeild eru þrjár stöður aðstoðarlækna lausartil umsóknarfrá 1. septembernk. sem eru til 6 mánaða eða eins árs í senn með mögu- leika á framlengingu. Ráðning til skemmri tíma kemur einnig til greina. Upplýsingar veitir Linda B. Helgadóttir, aðstoðarlæknir, í síma 560 1000 — kalltæki. Umsóknir berist til Jóns Þ. Hall- grímssonar, yfirlæknis. Röntgentæknir óskast á eðlisfræði- og tæknideild í 100% starf sem erfólgið í gæðaeftirliti á röntgentækjum spítalans í samræmi við reglur Geislavarna ríkisins og alþjóðlegar kröfur. Umsókn, ásamt prófskírteini og upplýsingum um fyrri störf, berist til Þórðar Helgasonar, forstöðumanns, fyrir 15. ágúst nk. sem einnig veitir nánari upp- lýsingar, ásamt Gísla Georgssyni, yfirverkfræð- ingi, í síma 560 1570. Þroskaþjálfi/deildarstjóri óskast á endurhæfingar- og hæfingardeild Landspítalans í Kópavogi, deild 2. Einnig eru lausar stöður þroskaþjálfa á ýmsum öðrum deildum. Lögð er áhersla á einstaklingsmiðaða þjónustu og bætt lífsgæði, markmiðið er að undirbúa íbúa til búsetu utan spítalans. Upplýsingar veitir Sigríður Harðardóttir, hjúkr- unarframkvæmdastjóri, í síma 560 2700. Læknaritari óskast sem fyrst í 100% starf á endurhæfingar- og hæfingardeild Landspítalans í Kópavogi. Starfið erfjölbreytt og felst m.a. í almennri læknaritun og margvíslegum skrifstofustörf- um. Upplýsingar veitir Gísli Einarsson, yfir- læknir. f------------------------------- > Laun samkv. gildandi samningi vidkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Umsóknareyðubíöd fást hjá starfsmannahaldi Ríkisspítala, Þverholti 18 og í upplýsingum á Landspítala. Öllum umsóknum verdur svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. __________________________________________' Flugmálastjórn Flugmálastjórn óskar að ráða starfsmann til skrifstofustarfa. Auk almennra skrifstofustarfa þarf viðkomandi að sinna afgreiðslu við- skiptavina stofnunarinnar og svara í síma. Hæfniskröfur: Reynsla af skrifstofustörfum, haldgóð kunnátta í ensku og einu Norður- landamáli og þekking á Word og Exel. Laun samkvæmt launakjörum opinberra starfs- manna. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar um starfið fást hjá starfsmannahaldi á annarri hæð flugturnsins á Reykjavíkurflugvelli. Umsóknum skal skila til starfsmannahalds fyrir 5. september. Gagnfræðaskólinn á Sauðárkróki Kennarar — kennarar Sérkennara og raungreinakennara vantartil kennslu nk. skólaár. I boði erflutningsstyrkur og húsnæðisstyrkur. Upplýsingar gefa Björn Sigurbjörnsson, skóla- stjóri, sími 453 6622 og Óskar Björnsson, að- stoðarskólastjóri, sími 453 5745. AKUREYRARBÆR Grunnskólar Akureyrar Kennara vantar í eftirtaldar stöður við grunnskóla Akureyrar: Sameinaður grunnskóli úr Barnaskóla Ak- ureyrar og Gagnfræðaskóla Akureyrar: Tvær stöður í almenna bekkjarkennslu í 6. og 7. bekk. Eina og hálfa stöðu við smíðar og hannyrðir. Tvær stöður kennara með framhaldsmenntun í sérkennslufræðum. Ein staða tónmennta- eða tónlistarkennara í samvinnuverkefni með Tónlistarskóla Akureyrar. Upplýsingar hjá skólastjóra í símum 462 4241, 899 3599 eða heimsíma 466 1812. Einnig hjá aðstoðarskólastjór- um í heimasímum 462 6747 og 462 3351. Glerárskóli: 2/3 stöðu kennara í 1. bekk. Upplýsingar hjá skólastjóra í síma 461 2666 eða 462 1521 eða hjá aðstoðar- skólastjóra í síma 462 6174. Síðuskóli: 1/2 stöðu við tónmenntakennslu. Nánari upplýsingar hjá skólastjóra eða aðstoðarskólastjóra í síma 462 2588 eða í heimasíma 461 2608 og 462 5123. Einnig veitir starfsmannadeild Akureyr- arbæjar upplýsingar í síma 462 1000. Umsóknareyðublöð fást á starfsmanna- deild í Geislagötu 9 og á að skila á sama stað. Umsóknarfrestur er til 25. ágúst nk. Starfsmannastjóri. Sérfræöingur Sala og ráogjöf Mjög þekkt fyrirtæki á sínu sviði óskar að ráða starfsmann. Fyrirtækið selur m.a. rafmagnsvörur. Starfssvið: Sala og ráðgjöf til rafverktaka og stofnana s.s. rafveitna, hitaveitna og stærri notenda. Reynsla: Nokkurra ára reynsla á framangreindu starfssviði er kostur. Hæfniskröfur: Rafmagnstækni- eða verkfræðmenntun, helst af veikstraumssviði Góð ensku- kunnátta nauðsynleg. Kunnátta í einu Norðurlandamáli og þýsku telst kostur. Mjög góð kunnátta í helstu tölvuforritum nauðsynleg. Viðkomandi þarf að vera hugmyndaríkur og geta starfað mjög sjálfstætt og skipulega. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Reyklaus vinnustaður. Góð launakjör. Upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson hjá Hagvangi hf. í síma 581 3666. Umsóknum skal skilað til Ráðningar- þjónustu Hagvangs hf. merktar „Sérfræðingur 407" fyrir 23. ágúst n.k. Hagvangur hf Skeifan 19 108 Reykjavík Sími: 581 3666 Bréfsími: 568 8618 Netfang: hagvang@tir.skyrr.is Veffang: http://www.apple.is /hagvangur HAGVANGUR RADNINGARMðNUSIA Rétt þekking á réttum tíma -fyrir rétt fyrirtæki Yfirvélstjóri Samherja hf. vantaryfirvélstjóra á Guðbjörgu ÍS-46. Upplýsingar gefa Þorsteinn eða Kristján í síma 461 2275. Kaupfélag Árnesinga Forstöðumaður búrekstrardeildar KÁ, sem í dag rekur nokkrar búrekstrardeildir á Suðurlandi, hefurfalið mér að leita að starfs- manni til starfa sem forstöðumaður bú- rekstrardeildarinnar á Selfossi. Starfssvið viðkomandi er m.a. við daglega stjórnun starfsmanna deildarinnar við sölu, afgreiðslu og þjónustu við viðskiptamenn fyrir- tækisins vegna sölu á ýmsum rekstrarvörum, þ.m.t. fóðri, áburði, o.s.frv. til bænda. Leitað er að einstaklingi sem hefur búfræði- menntun eða aðra sambærilega menntun eða hefurvíðtæka þekkingu og reynslu af svipuð- um störfum. Þá þarf viðkomandi aðili aðvera ákveðinn og fylginn sér en um leið eiga mjög gott með að umgangast fólk, hafa frumkvæði og metnað til að ná árangri í að efla sölu, þjón- ustu og góð tengsl við bændur í Árnessýslu. í boði er starf hjá traustu og góðu fyrir- tæki, góð laun, spennandi og kref jandi viðfangsefni/verkefni. Allar nánari upplýsingar um starf þetta veiti ég á skrifstofu minni. Umsóknir, ertilgreini allar persónulegar upplýsingar, menntun og fyrri störf ásamt mynd af umsækjanda, óskast mér sendar sem fyrst. TEITUR LÁRUSSON AUSTURSTRÆH 12.4. HÆÐ 101 RVK SÍMI5624550 .. v ......... Sjúkrahús Akranes Hjúkrunarfræðingar! Eftirtaldar stöður hjúkrunarfræðinga eru lausar til umsóknar. 2 stöður á lyflækningadeild. 1 staða á handlækningadeild. 1 staða á hjúkrunar- og endurhæfingardeild. Á sjúkrahúsi Akranes fer fram mjög fjöl- breytt starfsemi. Boðin er aðlö-gun með reynd- um hjúkrunarfræðingum. Þeir hjúkrunarfræð- ingar sem hafa áhuga á að koma og skoða sjúkrahúsið eru velkomnir. Hjúkrunarfræðinemar sem lokið hafa tveimur árum athugið. óskum eftirað ráða hjúkrunarfræðinema í helgarvinnu á hjúkrunar- og endurhæfingardeild. Allar nánari upplýsingar um stöðurnar veita Steinunn Sigurðardóttir og Brynja Einarsdóttir í síma 431 2311. Símavarsla — sendiferðir Innflutningsfyrirtæki óskar eftir að ráða starfs- fólktil framtíðarstarfa við símavörslu, sendi- ferðir í toll og banka, svo og annarra almennra skrifstofustarfa. Verslunarmenntun æskileg, svo og einhver starfsreynsla. Þarf að hafa bif- reið til afnota. Umsóknirsendisttil afgreiðslu Mbl., merktar: „Símvarsla — 16717", fyrir 23. ágúst nk. Starfskraft vantar við vinnu í ísbúð okkar við Ingólfstorg frá kl. 11—18. Möguleiki á helgarvinnu. Umsóknirsendisttil afgreiðslu Mbl. merktar: „ís — 1701" fyrir 22. ágúst. Dairy Queen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.