Morgunblaðið - 17.08.1997, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.08.1997, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1997 E 5 Strengur hf. er framsœkið hugbúnaðarfyrírtæki með fjölbreytta starfsemi. Fyrirtœkið býr yfir víðtœkri reynslu við hönnun hugbunaðarfyrir hvers kyns viðskipti og verkfrœðL Strengur hf. er sölu- og þróunaraðili á viðskiptakerfinu Fjölni/Navision sem nýtur mikilla vinsœlda sökum sveigjanleika og rekstraröryggis. Þá er Strengur jafnframt dreifingar- og þróunaraðili á gagnasafns- ogþróunarumhverfinu Informix. Strengur hf. er umboðsaðili fjármálakerfisins Dow Jones á íslandi og starfrœkir upplýsingabankann HAFSJÓ. Hjá Streng starfa 55 manns með fjölbreytta menntun og reynslu. HUGBÚNAÐARGERÐ Vegna aukinna verkefna óskar Strengur hf. eftir aö ráða starfsmenn í Fjölnis -/ Navisiondeild. Strengur hf. býður upp á fyrsta flokks vinnuaðstöðu, góð laun og góðan starfsanda. Starfssvið og hæfniskröfur • Forritun sérlausna að þörfum fyrirtækja í fjölbreyttum atvinnugreinum. • Kerfisfræði, tölvunarfræði eða viðskiptamenntun. • Reynsla af forritun æskiieg. • Forritun og hugbúnaðarvinna í viðskipakerfum kostur. Ef þú hefur áhuga og metnað til að sýna árangur í starfi og starfa í lifandi umhverfi þar sem hæfileikar fá að njóta sín þá eigum við samleið. Með umsóknir og fyrirspurnir verður farið sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar veitir Auður Bjarnadóttir og Torfi Markússon hjá Ráðgarði í síma 533 1800. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs fyrir 24. ágúst nk. merktar: " Strengur - hugbúnaðargerð" RÁÐGARÐUR hf siieímnunarogreksirarráexjíCf Furugerii 5 108 Reykjavik Simi 533 1800 Fax: 533 1808 Netfang: rgmidlun@treknet.is Heimasfða: http://www.treknet.is/radgardur Rekstrarstjóri apóteks ************ Nýtt apótek í stóru bæjarfélagi á Suð- vesturlandi hefur falið mér að útvega sér starfsmann til starfa sem rekstrarstjóri til að stjórna daglegum rekstri þess. Leitað er að einstaklingi sem menntaður er sem lyfjafræðingurog hefur einhverja reynslu af svipuðum rekstri. Þá þarf viðkomandi aðili að vera hugmyndaríkur og eiga gott með að umgangast og stjórna fólki, að vera rekstrar- og markaðslega sinnaður auk þess að hafa metnað og vilja til að auka þjónustu og sölu til viðskiptavina apóteksins. í boði er starf hjá framsæknu fyrirtæki sem býður upp á mikla möguleika fyrir þann aðila semtilbúinn ertil að leggja töluvert á sigtil að ná árangri í starfi sínu. Mjög góð laun í boði fyrir réttan aðila. Allar nánari upplýsingar um starf þetta veiti ég á skrifstofu minni. Umsóknir, ertilgreini allar persónulegar upplýsingar, menntun og fyrri störf, ásamt mynd af umsækjanda, óskast mér sendar fyrir 26. ágúst nk. TEITUR LÁRUSSON AUSTURSTRÆTI12. 4. HÆÐ 101 RVK SÍMI5624550 ................ V .......... VEGAGERÐIN BIFVÉLAVIRKI Staða bifvéla- eða vélvirkja njá vélaverkstæði Vegagerðarinnar í Borgarnesi er laus til umsóknar. Um fullt starf er að ræða og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun skv. kjarasamningi Samiðnar. Starfssvið • Vinna við viðhald bifreiða og véla. Menntunar-og hæfniskröfur • Bifvéla- eða vélvirki. • Reynsla af bíla- og vélaviðgerðum æskileg. • Góðir samstarfshæfileikar. Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Finnur Guðmundsson hjá Vegageröinni í Borgarnesi í síma 437 1322 eða Ásgeir M. Kristinsson í síma 563 1562. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs fyrir 1. september n.k. merktar: "Vegagerðin - verkstæði”. RÁÐGARÐUR hf siiórnijviarogreksirarráðgiOp Furugerðl 5 108 Reykjavik Simi 533 1800 Fax: 633 1808 Netfang: rgmldlun@ircknet.ls Helmasfða: http://www.treknet.ls/radgardur Lyfjafræðingjur óskast til starfa í Akraness Apóteki. Upplýsingar gefur Gylfi Garðarsson í síma 431 1966 eða 431 1812. Löglærður fulltrúi Lögmaður óskar eftir að ráða löglærðan full- trúa. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, sendisttil afgreiðslu Mbl., merktar: „L — 16857", fyrir 30. ágúst nk. LANDSPÍTALINN .../' þágu mannúðar og visinda... Geðdeild Landspítalans Óskað eftir eftirtöldum starfsmönnum á geðdeild Landspítalans: Hjúkrunardeildarstjóra á D-16, meðferðar- deild, fyrir einstaklinga með geð- og fíkniefna- sjúkdóma frá 1. september nk. Æskilegt er að viðkomandi hafi a.m.k. 5 ára starfsreynslu í hjúkrun og viðbótarnám í geðhjúkrun og áfengismeðferð. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, beristtil Jóhönnu Stefánsdóttur, hjúkrunarframkvæmdastjóra, sem jafnframt veitir upplýsingar í símum 560 2600/1750. Hjúkrunarfræðingum á deild 33-A á Land- spítalalóð sem er móttökudeild fyrir einstakl- inga með fíkni- og/eða geðsjúkdóma. Leitað er að dugmiklum og hressum fagmönnum, sem vilja breyta til og kynnast nýrri og spenn- andi hlið hjúkrunar. A deildinni er góð vinn- uaðstaða með áhugasömum starfshópi. í boði er aðlögun og sérstökfræðsla, sem tekur mið af þörfum viðkomandi hjúkrunarfræðings. Upplýsingar veitir Ragnheiður Narfadóttir, deildarstjóri, í síma 560 1750. Hjúkrunarfrædingum á næturvaktir á deild 33-C á Landspítalalóð frá 1. september nk. Starfshlutfall samkomulagsatriði. Upplýsingar veitirGuðrún Guðnadóttir, hjúkrunarfram- kvæmdastjóri, í síma 560 2600. Félagsrádgjafa í stöðu deildarfélagsráðgjafa á geðdeild Landspítalanstil afleysinga í eitt árfrá 1. september nk. Félagsráðgjafamenntun áskilin. Reynsla í starfi og þekking á fjölskyldu- vinnu er nauðsynleg. Umsóknir berist til Guð- laugar Magnúsdóttur, yfirfélagsráðgjafa sem jafnframt veitir upplýsingar í síma 560 2600. Fulltrúa á barna- og unglingageðdeild við Dalbraut semfyrstí 100% starf til einsárs. Starfið felur í sér móttöku erinda og ritarastörf fyriryfirlækni og hjúkrunarframkvæmdastjóra. Ríkuleg skipulags- og samskiptahæfni er nauðsynleg, auk kunnáttu í ensku og Norður- landamáli. Umsóknir, með upplýsingum um- menntun og fyrri störf, berist til barna- og unglingageðdeildarfyrir 1. september nk. Upplýsingarveitir Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir, í síma 560 2500. Starfsmanni að vistheimilinu í Gunnarsholti á Rangárvöllum í 100%starf. Deildin erendur- hæfingardeild fyrir einstaklinga með áfengis- og fíkniefnasjúkdóma og rúmar mest 30 sjúkl- inga. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af meðferðarvinnu og nokkra þekkingu af skrif- stofustörfum. Starfsmaður leysirforstöðu- mann af í fríum. íbúðarhús er á staðnum. Upplýsingar veitir Þorsteinn Sigfússon, for- stöðumaður, í síma 487 5013. f--------------------------------------- Laun samkv. gildandi samningí vidkomandi stéttarfélags og fjármálarádherra. Umsóknareyðublöð fást hjá starfsmannahaldi Ríkisspítala, Þverholti 18 og í upplýsingum á Landspítala. Öllum umsóknum verður svarad þegar ákvörðun um ráðningu hefur verid tekin. V_________________________________________/ Tónlistarkennari Búðahreppur Fáskrúðsfirði auglýsireftir kenn- ara við Tónlistarskóla Búðarhrepps. Æskilegar kennslugreinar: Blásturshljóðfæri. Laun eru eftir kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Fél. ísl. tónlistarkennara. Skriflegar umsóknir sendist skrifstofu Búða- hrepps, Hafnargötu 12,750 Fáskrúðsfirði. Nán- ari upplýsingarveitirsveitarstjóri Búðahrepps í síma 475 1220 og formaðurtónskólanefndar í síma 475 1281. Sveitarstjóri. Malbikun HG ehf. vantar verkamennn — mikil vinna. Upplýsingar í síma 564 3685.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.