Morgunblaðið - 17.08.1997, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.08.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1997 E 11 Bolungarvíkurkaupstaður Kennarar Við Grunnskóla Bolungarvíkur eru lausartil umsóknar 2 kennarastöður í 7.—10. bekk. Um er að ræða kennslu í stærðfræði, raun- greinum, ensku og samfélagsfræði. Við skólann stunda um 200 nemendur nám í einsetnum skóla. Aðstaða fyrir nemendur og kennarar er mjög góð. í Bolungarvík búa 1100 manns. Öll þjón- usta er hérfyrir hendi og samgöngurvið nágrannasveitarfélög góðar. Mannlíf er hér gott og jákvæður andi ríkir gagnvart skólanum. Hér sameinast allir um að gera góðan skóla betri. Forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Tópas Við félagsmiðstöðina Tópas er laust til umsóknar starf forstöðumanns. Starfið felst í að vinna með unglingum við skipulagningu félagsstarfs. Grunnskólinn og félagsmiðstöðin vinna saman að þessum málum. Einnig kemur til greina að sá/þeir sem ráðnir verða kenni við skólann. Æskilegt er að umsækjendur séu uppeldis- menntaðireða hafi reynslu af vinnu með unglingum. Heilsdagsskóli Við Grunnskóla Bolungarvíkur er laust til um- sóknar starf í heilsdagsskóla sem fyrirhugað er að hefji starfsemi sína í haust. Um er að ræða 50%starf. Einnig kemurtil greina aðsá sem ráðinn verður kenni við skólann. Æskilegt er að umsækjendur séu uppeldis- menntaðireða hafi reynslu af vinnu með unglingum. Allar nánari upplýsingar um ofangreind störf veita Anna G. Edvardsdóttir, skólastjóri, í síma 581 3622 (Reykjavík) eða Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri, í síma 456 7113. Grunnskóli Siglufjarðar Lausar eru stöður í almennri bekkjarkennslu yngri barna og staða myndmennta- kennara. Við erum nú þegar byrjuð að móta skólastarf framtíðarinnar og viljum fá fleiri kennara með ferskar hugmyndirtil að leggja hönd á plóginn. Meðal þess sem unnið er að: • Stefnumótun bæjarins í skólamálum með þátttöku bæjarstjórnar, skólanefndar, skóla- stjóra, kennara og foreldra. • Unnið verður í samræmi við skólaþróunar- verkefnið AGN (Aukin gæði náms) á næstu tveimur skólaárum. • Starfsfólki skólans er boðið upp á góða möguleika til starfsmenntunar. • Skólinn er þátttakandi í rannsóknum á radd- beitingu kennara. • Unnið er að miklum endurbótum á skóla- húsnæði og búnaði. Á Siglufirði er góð aðstaða til íþróttaiðkana, eitt besta skíðasvæði landsins, nýtt íþróttahús og góðir leik- og tónlistarskólar. Sjávarútveg- ur og þjónusta tengd honum er í mikilli framþróun og Siglufjarðarhöfn er ein stærsta löndunarhöfn landsins. í bænum er öll almenn þjónusta, gott sjúkrahús og heilsugæsla, stórt bókasafn og fjölbreytt verslun. Einnig er hér fjölbreytt tónlistar- og félagslíf við flestra hæfi og fjöldi ferðafólks kemur hingað á sumrin, enda er ferðaþjónusta vaxandi atvinnugrein. Fallegar gönguleiðir eru í nágrenni bæjarins og góð aðstaða til hvers konar útivistar. Upplýsingar gefa skólastjórar í swíma 467 1184, fax 467 1304 kl. 9-17 virka daga. Grunnskólinn á Siglufirði — framsækinn skóli — Garðabær Fræðslu- og menningarsvið Gæsla — Krakkakot Starfskraftur óskast í 1/2 starf í Krakkakoti í vetur. Laun samkvæmt samningi við Starfs- mannafélag Garðabæjar. Nánari upplýsingar á skrifstofu Flataskóla í síma 565 8560. Meleyri ehf á Hvammstanga rekur tvö vinnsluhús og rækjuskipið Sigurborgu. Hjá fyrirtækinu starfa um 60 manns að jafnaði. Vinnsla fyrirtækisins er vel tækjum búin og hefur fyrirtækið náð góðum árangri í rækjuvinnslu og vöruþróun. Á Hvammstanga búa um 700 manns, í bænum er vandaður grunnskóli og leikskóli, sundlaug og góð aðstaða til íþrótta og afþreyingar. Hvammstangi er um miðja vegu milli Akureyrar og Reykjavíkur og innan við 3. klst. akstur á hvorn staðinn sem er. ► Framleiðslustjóri Starf framleiðslustjóra er nýtt og krefjandi starf sem meðal annars felst í: ► Framleiðslustjórnun í rækju- og fiskvinnslu. ► Yfirumsjón gæðamála fyrirtækisins. ► Önnur störf er viðkoma vöruþróun- og framleiðslustjórn. Leitað er að sjávarútvegsfræðingi eða manni með sambærilega menntun. Mestu máli skiptir að starfsmaður hafi frumkvæði og metnað, geti starfað sjálfstætt og hafi stjórnunarhæfileika. Starfsreynsla sem framleiðslustjóri ekki nauðsynleg. Nánari upplýsingar veitir Benjamín Axel Árnason hjá Ábendi. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál Vinsamlegast'sækið um á eyðublöðum sem liggja frammi áskrifstofu okkar sem fyrst, en í síðasta lagi fyrir hádegi mánudaginn 25. ágúst 1997 A 3 <- K\| >] Flensborgarskólinn .. í Hafnarfirði Oldungadeild Flensborgarskólans Innritun í öldungadeild Flensborgarskólans fyrir haustönn 1997, ferfram á skrifstofu skól- ans dagana 20., 21. og 22. ágúst kl. 14—18. Kennsla hefst skv. stundaskrá mánudaginn 1. sept. Kennt verður 4 daga vikunnar, mánu- daga—fimmtudaga kl. 17.20—21.40. Námsgjöld eru kr. 13.500 fyrir 1 —2 náms- áfanga 15.500 fyrir 3 áfanga, 17.500 fyrir 4áfanga og 19.500fyrir 5 áfanga og fleiri. Nemendafélagsgjald er kr. 200. Eftirtaldir námsáfangar eru í boði og verða kenndir ef næg þátttaka fæst: Mánud. og miðvikud. þriöjud. og fimmtud. Kl. 17.20-18.20 Enska 102 Stærðfræði 122 Saga 242 Stærðfræði 363 Verslunarréttur 103 Næringarfræði 103 Landafræði 103 Kl. 18.25-19.25 Enska212 Enska 522 Forritun 103 Saga 103 Jarðfræði 103 Stærðfræði 102 Þjóðhagfræði 103 Þýska 302 Kl. 19.35-20.35 Félagsfræði 103 Danska 153 Islenska 212 Sálfræði 303 Tölvufræði 203 Þýska 502 Kl. 20.40-21.40 jstenska 102 Sálfræði 213 Islenska313 Þýska 103 Tölvufræði 103 Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrif- stofu skólans, sími 565 0400. Skólameistari. Tæknimenn Óskum að ráða tæknimenn sem vanir eru verk- legum framkvæmdum. Upplýsingar á skrifstofutíma. ÍSIAK Skúlatúni 4, sími 562 2700. Sjávarútvegsskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna Ákveðið er að sjávarútvegsskóli Háskóla sam- einuðu þjóðanna taki til starfa hér á landi síðar á þessu ári. Staða forstöðumanns skólans er laustil umsóknar. Forstöðumaðurinn starfar á vegum Hafrannsóknastofnunarinnar. Gert er ráð fyrir að nemendum verði boðin þjálfun á eftirtöldumfræðasviðum: Fiskveiði- stjórnun, auðlindanýtingu í sjó og vötnum, gæðastjórnun og fiskvinnslu, stjórnun sjávar- útvegsfyrirtækja, fiskveiðitækni, fiskeldi og umhverfisvernd. Auk þess er gert ráð fyrir að skólinn skipuleggi ráðstefnur og vinnufundi um sjávarútvegsmál. Umsækjendur skulu hafa háskólapróf í ein- hverri fræðigrein, sem tengist sjávarútvegi. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi reynslu í stjórnun. Reynsla í alþjóðasamstarfi og þekk- ing á sjávarútvegi þróunarlanda eræskileg. Umsóknum skulu fylgja upplýsingar um menntun, ritsmíðar og fyrri störf. Umsóknir skal senda til forstjóra Hafrann- sóknastofnunarinnar fyri 15. september. Hann veitir allar nánari upplýsingar. Ráðið verður til starfsins til 5 ára. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið starf sem fyrst. Hafrannsóknastofnunin, Skúlagötu 4, 101 Reykjavík, sími 552 0240. Rannsóknarstofa Óskum að ráða rannsóknarmann til starfa á rannsóknarstofu hjá traustu iðnfyrirtæki í Reykjavík. Starfssvið: Almennt gæðaeftirlit með framleiðslu- vörum fyrirtækisins. Menntun og hæfniskrörur: Við leitum að efnafræðingi eða manni með efnafræðiþekkingu og/eða reynslu af svipuðu starfssviði. Upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson hjá Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. í síma 581-3666. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar „Rannsóknarstofa 362" fyrir 23. ágúst n.k. Hagvangur hf Skeifan 19 108 Reykjavík Sími: 581 3666 Bréfsími: 568 8618 Netfang: hagvang@tir.skyrr.is Veffang: http://www.apple.is /hagvangur HAGVANGUR RADNINGARÞIÚNUSTA Rétt þekking á réttum tima -fyrír rétt fyrirtæki frákl. 5 daga vikunnar Húsmóðir óskast Starflð felst í því að gæta 1 árs drengs, taka á móti 8 og 11 ára drengjum úr skóla, gefa þeim að borða og láta þá læra. Einnig almenn heimilisstörf eins og þrif og þvottar. Óskað er eftir reyklausri, samviskusamri konu sem er tilbúin að hugsa vel um drengina okkar og húsið Góð uppgefin iaun í boði. Umsækjendur sendi upplýsingar merktar: •‘Hlíðarhvcrfl“ á auglýsinga- deild Mbl. fyrir 22. ágvist nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.