Morgunblaðið - 17.08.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1997 E 15
Frá Þelamerkurskóla
Enn vantar kennara í eina stöðu við Þelamerk-
urskóla.
Meðal kennslugreina: Kennsla yngri barna og
danska.
Ódýrt húsnæði í boði.
Sérkennari eða kennari
Auk þess er auglýst eftir sérkennara eða
kennara til að annast skipulagningu og kennslu
unglinga á nýstofnuðu meðferðarheimili
Barnaverndarstofu að Varpholti í Glæsibæjar-
hreppi.
Þelamerkurskóli er í um 10 km fjarlægð frá Akureyri. Nemendafjöldi
er u.þ.b. 90, allir í heimanakstri. Flestir kennarar búa á staðnum.
Skólinn er mjög vel búinn kennslugögnum og aðstaða öll hin besta,
m.a. ný og glæsileg íþróttaaðstaða.
Við leitum að áhugasömu fólki, sem hentar vel að starfa í fámennu
samfélagi.
Upplýsingar gefa Karl Erlendsson, skólastjóri,
í síma 462 6555 eða 462 1772 og Unnar Eiríks-
son, aðstoðarskólastjóri, í síma 462 6227 eða
462 1772.
Frábær ný
atvinnutækifæri!
Við leitum að svæðisstjóra og viðgerðatækni.
Hagnaður á mánuði nær frá £3.500—8.000
• Vara sem á engan sinn líka á markaðnum. • Stórt, afmarkað
sölusvæöi. • Góð hagnaðarvon. • Hugvitsamlegt viðgerðarkerfi.
• Tryggur kaupendahópur. • Samkeppnisvörur engar. • Góð
þjálfun. • Einhver fjármagnskostnaður, en ekki í lager.
Hringið og fáið upplýsingar.
HBC system, Lillehammervej 13, dk 8200 Arhus N.
Sími 00 45 70 22 70 70, fax 00 45 70 22 72 72
www.hbc-system.dk.
Snyrtivöruverslun
Starfskraftur óskast nú þegar. Umsækjendur
skulu vera vanir afgreiðslustörfum í sérvöru-
verslun á aldrinum 20—35 ára og hafa
grunnþekkingu á snyrti- og hreinlætisvörum.
Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 22.
ágúst merktar: „3B — 1731".
Veitingahúsið Perlan óskar að ráða
dyravörð, móttaka
Um er að ræða vaktavinnu á kvöldin.
Þeir sem hafa áhuga geta komið í viðtal á 5.
hæð Perlunnar milli kl. 16.00 og 18.00 þriðju-
daginn 19. ágúst.
Hárgreiðslunemi
óskast
Hjá Dúdda,
Hótel Esju.
„Au pair" — Arizona
18 ára eða eldri óskastfyrir sjö ára telpu í
Phoenix í Arizona, auk léttra heimilisstarfa,
til eins árs. Hálft fargjald greitt. Laun 150$ á
viku. Sérherbergi með sjónvarpi og síma.
Uppl. hjá Jóhönnu í síma 554 3043 e. kl. 18.00.
„Au pair" Skotland
íslenska fjölskyldu vantar „au pair" í 4 mánuði
frá 1. sept. til 31. des. '97. Ef þú ert reyklaus,
með bílpróf, eldri en 18 ára og hefur áhuga,
hafðu þá samband við Karólínu í s. 561 1189.
Danskennaranemi
Dansskóli Jóns Péturs og Köru auglýsir eftir
danskennaranema til starfa við skólann í haust.
Upplýsingar í símum 553 6645 og 568 5045
sunnudag og mánudag frá kl. 14.00—16.00.
Barngóð manneskja
óskast til að gæta 2ja telpna, 3ja og 8 ára í
norðurbæ Hafnarfjarðar fyrir hádegi.
Létt heimilisstörf.
Upplýsingar í símum 555 4351 og 898 5770.
Vélavörð vantar
á Sólrúnu EA 351 frá Árskógsandi, Sólrún er
á rækuveiðum fyrir norðurlandi.
Upplýsingar í síma 852 2551,466 1098 og
466 1946.
MENNTASKÓLINN Jáf
VIÐ SUND^^.
Skólastarf í Menntaskólanum við Sund hefst
í síðustu viku ágústmánaðar.
Endurtektarpróf verða 25. og 26. ágúst.
Nemendur 1. bekkjar komi í skólann 27. ágúst
kl. 13. Þá fá þeir stundaskrár og önnur gögn.
Skólasetning verðurfimmtudaginn 28. ágúst
kl. 8.30. Þá fá eldri nemendur stundaskrár og
hefst kennsla að því loknu.
Bókalistar liggja nú þegarframmi í skólanum
og er hægt að ná í þá milli kl. 10 og 16. Nem-
endur eru hvattirtil að sækja þá tímanlega og
vera tilbúnirtil náms fyrsta kennsludag.
Þjálfari
fyrir frjálsar íþróttir
UFA og UMSE óska eftir að ráða þjálfara fyrir
efnilegan hóp unglinga 15 ára og eldri frá 1.
október 1997.
Umsóknir með upplýsingum um menntun og
fyrri störf sendist í pósthólf 385, 602 Akureyri,
merkt: UFA.
Öllum umsóknum verður svarað.
Bæjarblikksmiðjan
Mosfellsbæ
óskar eftir starfsmönnum vönum blikksmíða-
vinnu. Þurfa að geta unnið sjálfstætt.
Upplýsingar gefur Kristján Mikkaelsson á
staðnum.
Bæjarblikksmiðjan Mosfellsbæ,
Álafossvegi 40, sími 566 8070.
Umbrotsmaður/
grafískur hönnuður
Útgáfufyrirtæki í örum vexti óskar eftir að ráða
karl eða konu til vinnslu á blöðum og tímarit-
um. Viðkomandi þarf að hafa reynslu af vinnu
við umbrots- og teikniforrit. Góð laun og
starfsaðstaða í boði fyrir réttan aðila.
Umsóknir sendisttil afgreiðslu Mbl. merktar:
„U - 1751".
Leikskólinn Hraunkot
Leikskólakennara eða annað uppeldismenntað
starfsfólk vantar frá 1. september.
Hraunkot er heimilislegur 2ja deilda foreldrar-
ekinn leikskóli í Hafnarfirði.
Upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma
555 3910.
Au pair - Þýskaland
Fjölskylda í Þýskalandi óskar eftir au - pair frá
1. október nk. til að gæta tveggja barna 1 og
4 ára og til að sinna léttum heimilisstörfum.
Foreldrar báðir útivinnandi. Æskilegt er að við-
komandi reyki ekki og sé 20 ára eða eldri.
Upplýsingar í síma 555 1939 (Andrea og Jói)
frá 18 — 23 ágúst nk.
Útkeyrsla - lagerstarf
Heildverslun óskar að ráða mann til útkeyrslu-
og lagerstarfa. Framtíðarstarf.
Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir
20. september nk., merktar: „V — 55."
Verkfræðingur
Byggingaverkfræðingur með mastersgráðu
og árs starfsreynslu óskar eftir atvinnu.
Upplýsingar í síma 552 5744 á daginn og
581 4269 á kvöldin.
„Au-pair" — London
Tveir námsmenn óska eftir áreiðanlegri, barn-
góðri og reyklausri „au-pair" til að gæta
tveggja 9 ára stelpna, frá okt. til júlí 1998.
Upplýsingar í símum 562 6005 eða 562 3237.
Patreksfjörður —
verkstjóri/gæðastjóri
Oddi hf. óskar eftir að ráða til starfa verkstjóra/
gæðastjóra í fiskvinnslu fyrirtækisins á Patreks-
firði. Ódýrt húsnæði í boði.
Oddi hf. hefur starfaö í sjávarútvegi í 30 ár og rekur m.a. þrjá báta
og fiskvinnslu, sem jöfnum höndum frystir og saltar hráefnið.
Oddi hf. hefur sett sér það markmið að auka nýsköpun í framleiðslu
sjávarafurða og efla gæðastjórnun innan fyrirtækisins.
Oddi hf. er þátttakandi í Eureka verkefni þar sem gæðamál eru meg-
inþáttur verkefnisins.
Ert þú áhugasamur aðili, sem ert tilbúinn til
þess að takast á við spennandi verkefni við
framtíðaruppbyggingu á sjávarútvegsfyrir-
tæki?
Ef svo er, vinsamlegast hafðu þá samband við
Skjöld Pálmason í sím 456 1209 eða 456 1200.
Kennsla í rafvirkjun
Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi
auglýsir lausa til umsóknar heila stöðu
kennara í rafvirkjun.
Laun samkvæmt kjarasamningum HÍK og KÍ.
Umsóknir sendist Fjölbrautaskóla Vesturlands
Akranesi. Umsóknarfrestur er til 22. ágúst nk.
Nánari upplýsingar veitir skólameistari
í síma 431 2544.
Skólameistari.
Hjúkrunarfræðingar!
Hjúkrunarheimilið Garðvangur í Garði óskar
eftir hjúkrunarfræðingum til starfa strax.
Um er að ræða kvöldvaktir, morgunvaktir og
helgarvaktir. Nánari upplýsingar veitir Guðrún
B. Hauksdóttir,hjúkrunarforstjóri, í símum
422 7400 og 422 7401 frá kl. 8.00-16.00 alla
virka daga.
Fasteignasala
Sölumaður óskast strax á fasteignasölu í ríf-
andi uppgangi. Frábær starfsandi og góð laun.
Reynsla eða viðskiptafræði/lögfræðimenntun
æskileg en um fram allt aðili með áhuga, lipurð
og heiðarleika. Áhugasamir leggi inn umsókn,
með mynd, merkta: „Sala — 1746" fyrirföstu-
daginn 22. ágúst.
Tannlæknastofa
Aðstoð óskast á tannlæknastofu í Reykjavík
seinni part dags frá og með 1. september.
Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl. merktar:
„T - 1756".
Afgreiðslustarf
Starfskraftur, á aldrinum 25—55 ára, óskast
í verslun okkar í Kringlunni allan daginn.
Upplýsingar sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir
19. ágúst, merktar: „Olympía — 1720".
Leikskólar
Reykjavíkurborgar
óska að ráða eftirtalið starfsfólk í neðangreinda
leikskóla:
Aðstoðarleikskóla-
stjóri
Engjaborg v/Reyrengi
Aðstoðarleikskólastjóra frá 1. september nk.
Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Auður
Jónsdóttir, í síma 587 9130.
Eldhús
Laugaborg v/Leirulæk
Matráður í 100% stöðu.
Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Helga Alex-
andersdóttir,í síma 553 1325.
Sæborg v/Starhaga
Matráður í 75% stöðu.
Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Soffía Þor-
steinsdóttir, í síma 562 3664.
Dagvist barna
Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 552 7277.