Morgunblaðið - 17.08.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.08.1997, Blaðsíða 14
14 E SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ Nýtt og spennandi verkefni Óskum eftir aö ráða dugmikið fólk um allt land í söluátak á bók, sem líklega mun slá öll met í sölu á þessu og næsta ári, og gefa þeim, sem taka þátt í, umtalsverðartekjur. Bein sala í heimahús og fyrirtæki og sala í gegnum síma. Dag-, kvöld- og helgarvinna. Reynsla æskileg en ekki skilyrði. Yngra fólk en 20 ára kemur ekki til greina. Hafið samband við Guðmund Hauksson í síma 550 3189 kl. 9.00-17.00 mánudag og þriðjudag. * VAKA-HEIGAFELL Síðumúla 6 - sfmi 550 3000 Laus er til umsóknar staða deildarstjóra virðis- aukaskattsdeildar hjá embætti skattstjóra Austurlandsumdæmis. Æskilegt er, að umsækjandi hafi viðskipta- eða lögfræðimenntun eða hafi aflað sér sérþekk- ingar á sviði bókhalds- og skattalöggjafar. Með umsókn fylgi upplýsingar um menntun, aldur og fyrri störf. Upplýsingar um starfið veitir skattstjóri í síma 471 1304 á almennum af- greiðslutíma skrifstofunnar. Laun eru sam- kvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Um- sóknirskulu hafa boristfyrir 1. september 1997. Skattstjóri Austurlandsumdæmis, Karl S. Lauritzson. Vegna mikilla anna framundan óskum við eftir að ráða starfsfólk í eftirfarandi stöð- ur: • Framreiðslumenn. • Aðstoðarfólk á bar og í sal. • Plötusnúða/ljósamenn. • Starfsfólk í miðasölu. • Dyraverði. • Starfsfólk í fatahengi. • Starfsfólk í ræstingu. • Aðstoðarfólk í eldhús. Tekið verður á móti umsóknum í dag, sunnudag á milli kl. 15 og 17 og virka daga frá kl. 10-17. Hótel ísland — Arnól ehf. Sjúkrahús Skagfirðinga Svæfingahjúkrunar- fræðingar Óskum að ráða svæfingahjúkrunarfræðing til starfa frá 1.10.'97 eða eftirnánara samkomu- lagi. Allar nánari upplýsingar veitir hjúkrunar- forstjóri í síma 455 4000. Skrifstofustarf/ tækniteiknun Óskum eftir að ráða starfskraft hálfan daginn eftir hádegi. Starfið felst í eftirfarandi: Almennum skrifstofustörfum, magntöku á teikningum á tökum fyrir tilboðsgerð, tölvu- vinnslu fyrir Excell og Word, Umsóknum skal skila á afgreiðslu Mbl. fyrir 21. ágúst, merktar: „S — 995". Edinborg 2ja herbergja íbúð ertil leigu í nýuppgerðu 17. aldar húsi. Allur húsbúnaðurfylgir. Mið- stöðvarhitun. Stórgarðurog bílastæði. íbúðin er laus í lok september. Leigan er420 pund á mánuði, auk rafmagns, gass og síma. Uppl. í síma 0044 131 467 7777. (Kristín) Starfsfólk óskast Við leitum að tveimur ungum mönnum eða konum til afgreiðslu- og lagerstarfa í verslun okkar. Viðkomandi þarf að vera röskur og stundvís. Um framtíðarstarf er að ræða. Skriflegar umsóknir, með upplýsingum um aldur, menntun og fýrri störf, sendisttil Rúm- fatalagersins, Norðurtanga 3, 600 Akureyri. Umsóknarfrestur ertil 22. ágúst. Öllum umsóknum verður svarað. Nánari upplýsingar gefur verslunarstjóri í síma 462 6662. Danska sendiráðið óskar eftir bílstjóra/húsverði Umsækjandi, maður/kona, þarf að vera hand- laginn og dönskumælandi. Starfið felst m.a. í akstri, eftirliti með byggingu og garði sendiráðsins, símavörslu og öðrum verkefnum eftir því sem þörf krefur. Umsækjandi þarf að vera reiðubúinn til að vinna af og til utan hefbundins vinnutíma, samkvæmt nánara samkomulagi. Stöðunni fylgir húsnæði með rafmagni og hita. Laun samló/æmt gildandi launasamningi lögregluþjóna. Skriflegar umsóknir, með upplýsingum um fyrri störf og meðmælum, berist sendiráðinu eigi síðaren 1. október. Umsækjandi þarf að geta hafið störf 1. mars 1998. Hlutastörf við ræstingar Óskum eftir að ráða starfsfólk til ræstingastarfa í eftirtalin hverfi: Miðbæ, vesturbæ, Hlíðar, Breiðholt og Kleppsholt, vinnutími erfrá kl. 16.00 eða 17.00 mánudaga til og með föstudaga, 2 — 4 tíma á dag. Einnig vantarfólktil dagvinnu í Hafnarfirði. Ef þú ert eldri en 20 ára samviskusöm(samur) og stundvís þá höfum við starf fyrir þig. Reynsla af ræstingarstörfum kostur en þó ekki nauðsynleg. Frekari upplýsingarog umsóknareyðublöð fást hjá Guðrúnu Gísladóttur, Síðumúla 23, milli kl. 14.00 og 16.00 til og með 21. ágúst. rm SECURITAS Hveragerðisbær Hundaeftirlitsmaður óskast Hveragerðisbær óskar eftir að ráða hundaeftir- litsmann til starfa frá og með 8. september nk. Starf hundaeftirlitsmanns felst aðallega í eftir- liti með lausagöngu hunda í Hveragerði sam- kvæmt samþykktum bæjarins þar að lútandi, en einnig er um önnur verkefni að ræða tengd hundaeftirliti s.s. umsjón með árlegum hundhreinsunum o.fl. Skriflegum umsóknum skal skila á skrifstofu Hveragerðisbæjar, Hverahlíð 24, 810 Hvera- gerði, fyrir 1. september nk. Allar nánari upplýsingar gefur skrifstofustjóri í síma 483 4000. Tónlistarskóli Dalvíkur Okkur vantar kennara til að kenna á tréblásturs- hljóðfæri, blokkflautu (sópran og alt), píanó, tónfræði, tónheyrn, tónlistarsögu og forskóla. Dalvík er vaxandi bær með blómstrandi menningarlífi, mikilli kóra- starfsemi, leiklistarstarfi o.s.frv. Héreru miklir möguleikartil útilífs, s.s. góðar skiðabrekkur, skemmtilegt svæði fyrir skíðagöngufólk og aðra göngugarpa, golfvöllur o.fl. Hér eru hagstæð skilyrði fyrir barnafólk. Frá Dalvik er aðeins rúmlega hálftíma akstur til Akureyrar. Upplýsingar um önnur atriði, s.s. húsnæðis- mál, flutninga o.fl., gefur Hlín Torfadóttir, skólastjóri, í símum 466 1493 og 466 1863. Hjúkrunarfræðingar — sjúkraliðar Lausar stöður á hjúkrunarvakt vistheimilisins. Heilar stöður eða hlutastörf. Lífleg vinna og góður starfsandi. Stöður sjúkraliða eru lausar. Um er að ræða heilar stöður og hlutastörf. Upplýsingar veitir ída Atladóttir, hjúkrunarfor- stjóri, í síma 553 52 62. Hrafnista, hjúkrunar- og vistheimili fyrir aldraða i Raykjavík tók til starfa 1957. Þar búa 317 vistmenn. Á vistheimilinu eru 204, en á 5 hjúkrunardeildum eru 113. Gula bókin er einn öflugasti upplýsingamiðill sinnartegundar á íslandi. Gula bókin hefur komið út árlega síðan 1986 og er núna prentuð í 130 þúsund eintaka upplagi og dreift frítttil allrar þjóðarinnar. 30 manns starfa nú við bók- ina en einmitt nú og til framtíðar vantar okkur ábyrgan og umfram allt góðan sölumann Við leitum að öflugum einstaklingi til að takast á við krefjandi verkefni. Reynsla af sölustörfum er ekki nauðsynleg en þó til bóta. Boðið er upp á starfsmenntunarnámskeið. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi bíl til umráða. Frábær vinn- uaðstaða og góð laun. Láttu ekki happ úr hendi sleppa. Pantaðu viðtal í síma 520 2000 á skrifstofutíma, starfsviðtöl hefjast miðvikudaginn 20. ágúst nk. Minjasafnið á Akureyri Safnstjóri Staða safnstjóra við Minjasafnið á Akureyri er laus til umsóknar. Safnstjóri ber ábyrgð á stjórnun og rekstri safnsins, fjármálum þess og safngripum; söfn- un, varðveislu og skráningu, sýningum safns- ins, og rannsóknum. Krafist er háskólamenntunar á sviði þjóðhátta- fræði, fornleifafræði eða öðrum sviðum menn- ingarsögu. Reynsla af safnstörfum og stjórnun æskileg. Laun skv. launakerfi obinberra starfsmanna. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veita Guðný Gerður Gunn- arsdóttir, safnstjóri, sími 462 41 62, Valgerður Jónsdóttir, formaður stjórnar, sími 461 27 18 (eftirkl. 19.00), og IngólfurÁrmannson, sviðs- stjóri hjá Akureyrarbæ, sími 460 14 61. Umsóknir skulu berast Minjasafninu á Akur- eyri, pósthólf 341,602 Akureyri, fyrir 1. sept- ember nk. Dansarar —dansarar Leikfélag Reykjavíkur leitar að karl- og kven- dönsurum, 15 ára og eldri, í sýninguna Galdrakarlinn í Oz. Danspróf verður haldið í Borgarleikhúsinu mánudagin 25. ágúst 1997. Skráning og upp- lýsingar í síma 568 5500 á skrifstofutíma. Leikhússtjóri Rafeindavirki Ört vaxandi fyrirtæki á stórum stað úti á landi óskar eftir að ráða rafeindavirkja eða mann með sambærilega menntun. Starfið felst í við- gerðum, uppsetningu og þjónustu á Ijósritun- arvélum, faxtækjum og öðrum skrifstofutækj- um á verkstæði og hjá viðskiptavinum. Góð laun í boði. Áhugasamir leggi inn upplýsingar með nafni, menntun, aldri og fyrri störfumtil afgreiðslu Mbl., Kringlunni 1, merkt: „B-16861" fyrir 22. ágúst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.