Morgunblaðið - 17.08.1997, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1997 E 9
NORÐURÁL HF. ÓSKAR AÐ RÁÐA YFIRVERKFRÆÐINGA TIL FYRIRTÆKISINS.
UM ER AÐ RÆÐA SPENNANDI FRAMTÍÐARSTÖRF.
RAFMAGNSVERKFRÆÐINGUR
Starfssvið
Rafmagnsverkfræðingurinn mun bera ábyrgð á uppsetningu
rafbúnaðar álversins meðan á byggingu stendur. Þegar
framleiðsla hefst mun hann hafa yfirumsjón með afriðlum og
raforkuvirkjum álversins.
VÉLAVERKFRÆÐINGUR
Starfssvið
Vélaverkfræðingurinn mun bera ábyrgð á vélbúnaði álversins
á byggingartíma. Þegar ffamleiðsla hefst mun hann hafa umsjón
með rekstri og viðhaldi vélbúnaðar að meðtöldu þurrhreinsi-
virki, uppskipunar- og flutningskerfi súráls og skautsmiðju.
EFNAVERKFRÆÐINGUR
Starfssvið
Efnaverkfræðingurinn mun m.a. bera ábyrgð á uppsetningu
rafgreiningarbúnaðar. Þegar framleiðsla hefst mun hann stýra
vinnu í kerskála.
HÆFNISKRÖFUR
I störf rafmagns- og vélaverkffæðinga er leitað að einstaklingum
með M.Sc. próf eða sambærilega gráðu á sviði verkfræði.
Varðandi starf efnaverkfræðings getur önnur sambærileg
tæknimenntun og/eða reynsla einnig komið til greina. Æskilegt
er að umsækjendur hafi reynslu innan framleiðslufyrirtækja.
Reynsla þarf að sýna að viðkomandi hafi tekist á við vaxandi
ábyrgð og verkefni, eigi gott með samskipti við aðra, sé
sjálfstæður í starfi, hafi ríka ábyrgðartilfinningu og góða
skipulagshæfileika. Gott vald á ensku, munnlegri sem skriflegri,
er nauðsynlegt.
UMSÓKN
Vinsamlegast sendu umsókn þína, ásamt nákvæmum
upplýsingum um menntun og starfsferil, til Norðuráls hf.,
Ármúla 20, 108 Reykjavík. Umsóknin á að vera á ensku og
þarf að berast okkur eigi síðar en laugardaginn 23. ágúst 1997.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Norðuráls,
Ármúla 20 Reykjavík, og einnig hjá Málningarþjónustunni,
Stillholti 16 Akranesi. Umsóknin þarf ekki nauðsynlega að
berast á tilgreindum umsóknareyðublöðum.
Gœtt verður fyllsta trúnaðar varðandi allar umsóknii; fyrir-
spurnir og persónulegar upplýsingar og öllunt umsóknum
verður svarað.
NORÐURÁL
Norðurál hf. byggir nú frá grunni
fyrsta álverið sem reist hefur verið í
Evrópu urn áraraðir. Það er metnaður
þeirra sem standa að byggingu
álversins að það verði ífremstu röð
á sínu sviði í heiminum. Hjá Norðuráli
verður lögð áhersla á nýjungar í
stjórnun og starfsmannamálum, og
að starfsmenn hafi áhrif á mótun eigin
vinnuumltverfis. Lagt verður upp úr
góðu samstarfi um lausn verkefna og
að starfsmenn séu öflugir þátttakendur
í hópstaift. Yfirstjórn Norðuráls hefur
sett sér það markmið að stuðla að
sem bestum samskiptum og vellíðan
starfsmanna á vinnustaðnum með
hagsmuni heildarinnar í huga. í Ijósi
þess skal tekið fram að Norðurál
verður reyklaus og vímuefnalaus
vinnustaður.
NORÐURÁL
NORDIC ALUMINUM
Ármúla 20 • 108 Reykjavík
Sími 553 6250 • Fax 553 6251
Netfang nordural@nordural.is
•ÖKMINNT
HANDMENNT
StPMKNNT
Frá Borgarholtsskóla
Auglýst er eftir ræstingarfólki til starfa frá
1. sept. nk. Um erað ræða heilsdagsstörf og
hlutastörf við ræstingu skólans, einnig eftirlit
með umgengni. Laun samkvæmt launakerfi
starfsmanna ríkisins.
Upplýsingar hjá umsjónarmanni í Borgarholts-
skóla v/Mosaveg, sími 586 1400, þangað skal
senda umsóknir fyrir 1. september.
Skólameistari.
Múlakaffi/veisluréttir
Múlakaffi óskar eftir að ráða starfsfólktil ým-
issa starfa. Vaktavinna.
Allar upplýsingar veitir Guðný Guðmundsdótt-
ir á staðnum mánudaginn 18. ágúst milli
kl. 12 og 15.
Boðberi almannatengsl óskar eftir að ráða fólk
til að sinna eftirtöldum viðfangsefnum:
Grafísk hönnun
Um er að ræða Qölbrejrtt verkefni við
hönnun og umbrot. Viðkomandi þarf að
hafa yfir eigin vélbúnaði að ráða.
Blaðamennska - textagerð
Verkeíhi á sviði almannatengsla, einkum
við textagerð. Reynsla úr blaðamennsku
og þekking á fiölmiðlum mikilvæg.
Nánari upplýsingar veitir Ólafur Hauksson.
BOÐBERI
ALMANNATENGSL
Kringlunni 7, Húsi verslunarinnar, simi 533-3090
LYFJAVERSLUN ÍSLANDS HF.
Óskar eftir að ráð starfsmenn
á markaðssvið
Lyfjakynningar
Starfssvið: Lyfjakynningar og almenn sam-
skipti við viðskiptavini. Gerð markaðs- og sölu-
áætlana. Um er að ræða tímabundið starf með
möguleika á framtíðarráðningu.
Hæfniskröfur: Viðkomandi þarf að hafa lyfja-
fræðimenntun eða aðra sambærilega menntun
af heilbrigðissviði. Reynsla af markaðsmálum
eða lyfjakynningum er æskileg. Góð íslensku-
og enskukunnátta nauðsynleg.
Leitað er að: Sjálfstæðum, jákvæðum, fram-
takssömum og reyklausum einstaklingi. Æski-
legt er að viðkomandi geti hafið störf fljótlega.
Lyfja- og hjúkrunar-
vörukynningar
Starfssvið: Kynningar á lausasölulyfjum og
hjúkrunarvörum. Almenn samskipti við við-
skiptavini og skipulagning söluherferða. Um
framtíðarstarf er að ræða.
Hæfniskröfur: Viðkomandi þarf að hafa
menntun af heilbrigðissviði. Reynsla af
markaðsmálum eða sölustörfum er æskileg.
Góð íslensku- og enskukunnátta nauðsynleg.
Leitað er að: Sjálfstæðum, jákvæðum, fram-
takssömum og reyklausum einstaklingi með
sölumannshæfileika. Æskilegt er að viðkom-
andi geti hafið störf fljótlega.
Nánari upplýsingar: Veitir Rúna Hauksdóttir,
framkvæmdastjóri markaðssviðs, s. 540-8000.
Umsóknum þarf að skila til Lyfjaverslunar
íslands hf., Borgartúni 7,105 Reykjavík, fyrir
25. ágúst nk. Öllum umsóknum verðursvarað
og farið með þær sem trúnaðarmál.
Á framleiðslusvið
Framleiðslustjórnun
Starfssvið: Stjórnunarstörf á framleiðslu-
deild. Um framtíðarstarf er að ræða.
Hæfniskröfur: Viðkomandi þarf að hafa lyfja-
fræði-, efnafræði- eða líffræðimenntun.
Reynsla af framleiðslu- og/eða birgðastjórnun
æskileg.
Leitað er að: Skipulögðum, framtakssömum
og reyklausum einstaklingi. Æskilegt er að við-
komandi geti hafið störf fljótlega.
Starf
í framleiðsludeild
Starfssvið: Almenn störf í framleiðsludeild.
um er að ræða framtíðarstarf.
Hæfniskröfur: Reynsla af störfum við fram-
leiðslu æskileg.
Leitað er að: Áhugasömum og sjálfstæðum
einstaklingi. Æskilegt er að viðkomandi geti
hafið störf fljótlega.
Nánari upplýsingar: Veitir Jón Miller, fram-
kvæmdastjóri framleiðslusviðs, sími 540 8000.
Umsóknum þarf að skila til Lyfjaverslunar
íslands hf., Borgartún 7,105 Reykjavík, fyrir
25. ágúst nk. Öllum umsóknum verður svarað
og farið með þær sem trúnaðarmál.
Kennarar
Kennara vantar á haustönn 1997 í
12 kennslustundir í Ijósmyndun
12 kennslustundir í frönsku
12 kennslustundir í tréiðnum
24 kennslustundir í þýsku.,
Laun skv. kjarasamningi HÍK og ríkisins.
Upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans
í síma 557 5600 á skrifstofutíma.
Umsóknir berist skólameistara fyrir 23. ágúst
nk.
Skólameistari.