Morgunblaðið - 17.08.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.08.1997, Blaðsíða 4
4 E SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ Vegna aukningar á starísemi okkar óskar BUNAÐARBANKINN VERÐBRÉF eftir aö ráöa duglegt og hæfileikaríkt fólk til starfa: Markaðssetning og sala Starfíð felst í undirbúningi, skipulagningu og útfærslu á markaðssetningu og sölu á fjármálaþjónustu til einstaklinga svo sem á verðbréfasjóðum þ.m.t. Hlutabréfasjóði Búnaðarbankans og Séreignalífeyrissjóðnum. Hluti starfsins felst í samskiptum við útibúanet bankans og fræðslu- og upplýsingastarfsemi í tengslum við það. Samskipti við auglýsingastofu og fjölmiðla er einnig mikilvægur hluti af starfinu. Við sjáum fyrir okkur hugmyndaríkan einstakling sem einnig hefur kraft til að gera hugmyndimar að veruleika. Menntun á sviði markaðssetningar og sölu er æskileg svo og reynsla af markaðs- og/eða sölustörfum. Ekki er gerð krafa um að viðkomandi hafí reynslu af verðbréfamarkaði. Hlutabréfamiðlun Við viljum ráða öflugan hlutabréfamiðlara til að þjóna stærri viðskiptavinum í sambandi við viðskipti með hlutabréf. Hæfileikar til samskipta við fólk ér því mikilvægur kostur. Miðlarinn þarf einnig að geta starfað sjálfstætt og aflað sér upplýsinga um og myndað sér skoðun á fyrirtækjum á markaði. Gerð er krafa um háskólamenntun sem gæti t.d. verið á sviði viðskipta, fjármála eða verkfræði. Skilningur á ársreikningum fyrirtækja og staðgóð stærðfræðiþekking er nauðsynleg. Reynsla af störfum á verðbréfamarkaði er æskileg. Fjárvarsla Varsla og stýring verðbréfasafna og annarra eigna einstaklinga, fyrirtækja og stofnana er vaxandi þáttur í starfseminni. Við viljum því ráða starfsmann til að vinna að þessum málum. Áhersla er lögð á frumkvæði og sjálfstæði í störfum, samskiptahæfileika og getu til að vinna fjölbreytileg verkefni tengd eignaumsýslu. Gerð er krafa um viðskiptamenntun á háskólastigi. Einnig er æskilegt að viðkomandi hafi starfsreynslu af fjármálamarkaði. Fjárstýring Fjárstýringin sér um eigin fjármuni bankans, bæði innlenda og erlenda, öflun lánsfjár m.a. með útgáfu skuldabréfa og víxla, hefur á hendi millibankaviðskipti og umsjón með lausafé bankans. í undirbúningi er nýtt fyrirkomulag innan bankans sem færir Fjárstýringunni það hlutverk að taka við fé og veita fé til annarra eininga bankans, t.d. útibúanna, á markaðskjörum sem gerir bankanum fært að gera upp allar rekstrareiningar á arðsentisgrundvelli. Til að vinna að þessum breytingum og öðrum verkefnum innan Fjárstýringar viljum við ráða duglegan, nákvæmaii og ábyggilegan mann. Viðkomandi þarf m.a. að leysa forstöðumann Fjárstýringar af í leyfum hans. Æskilegur menntunar- og/eða starfslegur bakgrunnur gæti verið bókhald, endurskoðun eða fjármál. Umsóknir sem stílaðar eru á Starfsmannastjóra Búnaðarbankans, Austurstræti 5, 155 Reykjavík, þurfa að berast í síðasta lagi mánudaginn 1. september 1997. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri Verðbréfa- og fjárstýringarsviðs Búnaðarbankans, Þorsteinn Þorsteinsson, í síma 525 6051. Verðbréfa- og fjárstýringarsvið Búnaðarbankans spannar þrjár rekstrardeildir ásamt Áhættustýringu og Bakvinnslu: Eipnavarsla sér um vörslu eigna einstaklinga, fyrirtækja og stofnana og heyra m.a. verðbréfasjóðir undir þá deild. Markaðsviðskipti sjá um miðlun og sölutryggingu verðbréfa, peningamarkaðsviðskipti, framvirka samninga o.fl. Fjárstýring fer með fjármuni bankans sjálfs, öflun lánsfjár fyrir bankann, gjaldeyrisverslun, millibankaviðskipti og ber ábyigð á lausafjárstöðu bankans og verðbréfasafni. Á sviðinu starfa nú 21 starfsmaður en vegna aukinna verkefna er ráðgert að fjölga starfsmönnum á þessu ári. óskastí hagdeild Flugleiða Flugleiðir óska eftir að ráða viðskiptafræðing - liagfræðing eða aðila með sambærilega háskólamenntun í hagdeild sem fyrst. Um er að ræða spennandi og krcfjandi starf við áætlanagerð og fjárhagslegt eftirlit auk vinnslu við fjárhagslegar og tölfræðilegar upplýsingar og annarra áhugaverðra verkeíha. Félagið leitar efhr áhugasömum, duglegum og reglusömum einstaklingi. Lögð ermikU áhersla á eigið frumkvæði og sjáifstæð vinnubrögð. Nauðsynlegt er að viðkomandi sé viðskiptafr æðingur - hagfræðingur eða hafi aðra háskólamenntun sem tengist rekstri fyrirtækja. Starfsreynsla er æskileg. Góð enskukunnátta er nauðsynleg og góð þekking á tölvukerfum svo sem Excel og Word er skilyrði. Skriílegar umsóknir, sem tUgreini menntun og reynslu, óskast sendar starfsmannaþjónustu félagsins, aðalskrifstofu, eigi síðar en mánudaginn 25. ágúst. Starfsmannaþjónusta • Starfsmenn Flugleiða eru Iykiliinn að velgengni félagsins. Við leitum eftir duglegum og ábyrgunt starfsmönnum sem eru reiðubúnir að takast á við krefjandi og spennandi verkefiii. • Flugleiðir eru reyklaust fyrirtæki og hlutu á síðasdiðnu ári heilsuverðlaun heilbrigðis- ráðuneytisins vegna einarðrar stefnu félagsins og forvama gagnvart reykinguni. • Flugleiðir cni ferðaþjónustulyrirtæki og leggja sérstaka áherslu á að auka skilning á þörfum markaðar og vlðskiptavina ogþróa þjónustu sína til samræmis viö þessar þarfir. FLUGLEIÐIR Traustur íslenskurferðafélagi Verslunar- og þjónustustörf Olíufélagið hf. óskar eftir að ráða starfsfólk I söluturna og á bensínstöðvar félagsins. Um er að ræða verslunar- og þjónustustörf. Bensínstöðvar Verslunarstjóri Umsækjendur skulu hafa reynslu í verslunarstörfum, hafa rfka þjónustulund, vera samviskusamir, jákvæðir og eiga auðvelt með mannleg samskiþti. Söluturnar Æskilegt er að umsækjendur hafl rika þjónustulund, séu samviskusamir, jákvæðir, eigi auðvelt með mannleg samskipti og hafi reynslu af verslunarstörfum. Nánari upplýsingar fást hjá Vöiku og Ingvari í starfsmannahaldi Olíufélagsins hf., Suðurlandsbraut 18, Reykjavík, milli klukkan 14 og 16 í síma 560 3304 og 560 3351. Umsóknir skulu berast fyrir 21. ágúst nk. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál, sé þess óskað. Umsóknareyðublöð liggja framml á skrifstofu félagsins. Olíufélagið hf. er alíslenskt olíufélag og eru hluthafar um 1300. Samstarfssamningur Olíufélagsins hf. við EXX0N veitir því einkarétt á notkun vörumerkis ESS0 á Islandi, án þess að um eignaraðild sé að ræða. Oliufélagið hf. er stærsta olíufélagið á islandi með um 42% markaðshlutdeild. Höfuðstöðvar Olíufélagsins hf. eru að Suðurlandsbraut 18 í Reykjavík en félagið rekur 130 bensín- og þjónustustöðvar yítt og breitt um landið. Á árinu 1996 voru starfsmenn Olíufélagsins hf. um 290. Olíufélagiðhf Líflegt starfsumhverfi, næg Áhugasamir hafi verkefni_ og góð laurt í boði. samband fyrir 26. agust. Fullum trúnaði heitið. Mátturinn & Dýróin ehf. Hverflsgötu 18a 101 Reykjavík Sími 562 1488 i Símbréf 562 6138 Fjármálastjóri Menntaskólinn í Kópavogi auglýsir eftir fjár- málastjóra. Um er aö ræöa nýtt starf sem felur í sér alla umsýslu með bókhaldi, fjármálum og áætlanagerð skólans. Leitað er eftir viðskiptafræðingi og/eða starfs- manni með mikla reynslu á þessu sviði. Æski- legt er að viðkomandi hafi unnið við BÁR- tölvukerfi ríkisins. Launakjörfara eftirsamningum ríkisstarfs- manna. Umsóknum skal skila til skólans fyrir 1. september nk. Nánari upplýsingar veitirskólameistari í síma 544 5510. Skólameistari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.