Morgunblaðið - 17.08.1997, Blaðsíða 20
20 E SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Þingeyinga að tilraunadýrum í for-
vörnum."
Húsavík - heilsubær
Vorið 1994 var að frumkvæði heil-
brigðisráðuneytisins og landlæknis-
embættisins ýtt úr vör heilsuátaki á
landsvísu: Húsavík varð fyrir valinu
sem einn af hinum svoköiluðu H-bæj-
um, þar sem átakið skyldi vera með
sérstökum myndarbrag. Um það seg-
ir Friðfinnur: „í fylgiriti við heilbrigð-
isskýrslur 1996, nr. 2, koma fram
ýmsar fróðlegar upplýsingar sem
byggja á rannsóknum sem upp úr því
voru gerðar. Þessu starfí hefur verið
haldið áfram hér á Húsavík og verið
styrkt af ráðuneytinu og bæjarfélag-
inu. Ég vil þróa þessa hugmynd um
heilsubæ áfram.
Sigurður V. Guðjónsson, yfírlæknir
heilsugæslustöðvarinnar, og Siguijón
Benediktsson, tannlæknir hér í bæ,
eru að rannsaka alla einstaklinga á
Húsavík sem eru fæddir á árunum
1955-60. Það er yfirleitt ekkert að
fólki á þessum aldri en verður það fljót-
lega. Þeir mældu þetta fólk og tóku
af því skýrslu, m.a. um mataræði og
þessi hópur fékk upplýsingar um holl-
.í ari lifnaðarhætti. Síðan eru allir
mældir ári seinna og könnunin endar
um aidamótin. Þetta er spurning um
hvort hægt sé að hafa áhrif á fólk.
Við erum með mjög fjölbreytta
flóru í atvinnulífínu hérna, þannig
að ég held að við séum með gott
svæði fyrir rannsóknir sem eru á
heimsmælikvarða. Og vegna þess
hvað við erum í góðu sambandi við
umheiminn, verðum fyrsti bærinn á
íslandi til að fá breiðband núna í
haust og þá erum við enn betur í
stakk búnir til þess að vinna svona
rannsókn við háskóla hér og erlend-
is. Þegar við erum komnir með efn-
ið, viljum við dreifa okkar reynslu
víðar. Og við viljum að samvinna
heilsugæslunnar og atvinnulífsins
verði sértekjur heilsugæslunnar."
Hvaða viðbrögð hafið þið fengið
við þessum hugmyndum í heilbrigð-
isráðuneytinu?
„Mjög góð. Ingibjörg heilbrigðis-
ráðherra hefur stutt við bakið á okk-
ur og hvatt okkur til dáða. Við erum
búin að kynna hugmyndir okkar mjög
vel og ættum að vera tilbúnir til þess
að hefja starfsemi inni í fyrirtækjun-
um í haust. En það er líka grundvall-
aratriði að þessi fræðsla fari inn í
skólana, vegna þess að krakkar í dag
vita ekkert alltof vel hvemig heilbrigt
llf lítur út.“
Hvað áttu við?
„Það enda mörg ævintýri á því
að prinsinn og prinsessan giftast og
lifa hamingjusöm til æviloka. Þetta
lesa börnin - en þau hljóta að spyija:
Hvernig í helvítinu fara þau að því.
Þessir krakkar koma heim og sjá
foreldrana sinnulausa fyrir framan
sjónvarpið. Þau skilja ekkert hvað
hefur brugðist og fá ekki svör. Þau
fara út á næsta götuhom til þess að
kaupa sér hamingju í fíkniefnum eða
öðra. Þau sjá enga hamingju í kring-
um sig. Ef við ætlum að hjálpa ungl-
ingunum til þess að skilja að þeir
bera sjálfír ábyrgð á gæfu sinni, verð-
um við að vekja þau til umhugsunar
um hvaða leiðir þau eiga að velja.
Markmiðið er að það sé svo gaman
að lifa að þú þurfír ekki að leita að
leiðum til þess. Þú hafir þetta í þér.“
Niöurskur&ur og tekjuafgungur
„Það er búið að fyriskipa sjúkra-
húsunum á landsbyggðinni að skera
niður um 160 milljónir, vegna þess
að ríkisstjórnin ætlar sér að ná millj-
arði í tekjuafgang á árinu. Á næsta
ári á þessi tekjuafgangur að vera
1,3 milljarðar.
Þessir menn halda ægilegar ræður
um halla á ríkissjóði og að það gangi
ekki að skattleggja unga fólkið. Ég
skil vel að við þurfum að hafa halla-
lausan ríkissjóð - en það er ekki
veijandi að ná þessum markmiðum
fram með því að skaða mennta- og
heilbrigðiskerfið, þannig að hér komi
upp illa menntuð æska sem er ekk-
ert heilbrigð.
Við verðum að hafa það í huga
að mennta- og heilbrigðiskerfið geti
sinnt sínu hlutverki. Menntum æsk-
una og fræðum og við fáum vel
menntað, heilbrigt fólk sem borgar
þessar skuldir með annarri hendi.
Og þá er ég ekki að tala um einhliða
menntun. Eitt af því sem við erum
alltaf að tala um í þessu landi, er
að auka vægi verkmenntaþáttarins
- en svo er haldið áfram að hlaða
undir bóknámið."
Annaöhvort byggjum
viö upp af krafti, eöa ...
Friðfinnur er viðskiptafræðingur
að mennt og eiginkona hans er starf-
andi lögfræðingur á Húsavík. Hann
segir að þeim lítist þunglega á að
búa áfram úti á landi, ef niðurskurð-
ur á heilbrigðisþjónustu og menntun
heldur áfram. Þau eiga tvo unga
syni og líður ákaflega vel með að
ala þá upp í þessu umhverfi. „En
auðvitað veltir maður mennta- og
heilbrigðismálum fyrir sér. Þetta
tvennt þarf að vera í lagi, en maður
hefur áhyggjur af þeirri niðurskurð-
arþrún sem á sér stöðugt stað á
landsbyggðinni, segir Friðfínnur og
bætir síðan við: „Þessi áhersla á
Reykjavík er orðin svo mikil, að það
er stór hópur fólks á Reykjavíkur-
svæðinu sem hefur aldrei farið út á
land - og telur þar bara óbyggilegt
svæði; þeir sem þar búi séu svo vit-
lausir að þeir geti ekki fengið vinnu
í Reykjavík. Þetta er algengt sjónar-
mið innan fagstétta - og við hjónin
höfum oftar en einu sinni orðið fyrir
því að fólk sem starfar í sama fagi
og við, horfir á okkur samúðaraugum
og segir: Eruð þið ennþá á Húsavík?
Það getur ekki ímyndað sér að það
sé okkar val, heldur að við séum svo
aumir fagmenn að við fáum ekki
vinnu fyrir sunnan. Við hins vegar
höfum litið á það sem forréttindi að
búa í svona bæjarfélagi og ala upp
börnin okkar hér. Möguleikar á verk-
efnum og atvinnu era ótæmandi.
Akurinn í okkar greinum er lítt
plægður og í haust ætlar konan mín
að opna lögfræðistofu héma. Við
höfum alls ekki verið að hugsa okkur
að sækja um nein störf eða reyna að
hasla okkur völl í Reykjavík.
Tæknin er farin að gera okkur
kleift að bjóða hingað færasta fólkinu
í hvaða grein sem er, til þess að vinna
og setjast hér að. En tæknin nægir
ekki ein og sér. Við fáum ekkert
fólk út á land, nema bjóða upp á
skóla, heilbrigðisþjónustu og félags-
Nefndarskýrsla fró heilbrigðis-
og trygginamólaróðuneyti
En einhver rök hljóta að vera á
bak við kröfur um niðurskurð.
„Rök? Þau rök að rekstur heilsu-
gæslunnar og sjúkrahússins hér
standist ekki erlenda staðla. En það
gleymist í kjaftæðinu að erlendir
staðlar segja að háskólasjúkrahús
þurfi milljón manns. Samt er rekið
háskólasjúkrahús í Reykjavík.
Hvaða erlendu staðlar segja að
ísland sé yfír höfuð byggilegt? Ég
spyr ... Ef við ætlum að festa okkur
í kjaftæði um erlenda staðla, eru
jósku heiðarnar bara næsti viðkomu-
staður þessarar þjóðar. Þetta verður
allt orðin tóm vitleysa."
í ársbyrjun 1997 var sett á lagg-
irnar nefnd á vegum heilbrigðis- og
tryggingarmálaráðuneytisins, sem
skyldi vinna tillögur að hagræðingu
í rekstri landsbyggðarsjúkrahúsa. Sú
nefnd hefur skilað skýrslu með tillög-
um að hagræðingaraðgerðum fyrir
árin 1997 og 1998, svo og fyrstu
hugmyndum fyrir 1999. Í tillögum
fyrir 1997 segir meðal annars: „Á
Húsavík er eðlilegt að verði sjúkra-
hús með skurðlæknisþjónustu næstu
árin. Þróunin hlýtur að verða sú að
sjúkrahúsið sameinist FSA með einni
stjórn og að þeirri stofnun komi jafn-
framt heilsugæslustöðvarnar á svæð-
inu. Þangað til er eðlilegt að komið
verði á auknum tengslum við FSA
hvað varðar þjónustu skurðlæknaj
kvensjúkdómalækna og lyflækna." í
skýrslunni er ennfremur lagt til að
stofnuð verði „Sjúkrastofnun Norð-
urlands eystra" er innifeli sjúkrahús-
in á Akureyri og Húsavík, svo og
allar heilsugæslustöðvarnar á
Norðurlandi eystra. Þegar Friðfínnur
er inntur álits á þessari skýrslu, hrist-
ir hann höfuðið.
„Við eram í sjálfu sér alveg til í
að taka við Fjórðungssjúkrahúsi Ak-
ureyrar, en við treystum Eyfírðingum
líka alveg fyrir því. Það er samstarf
milli þessara sjúkrahúsa en mætti
verða mun meira. Það hlýtur hins
vegar að vera spuming um þróun en
ekki valdbeitingu. Sú þróun gæti
gengið hraðar, ef við hefðum betri
samgöngur hér í sýslunum, einum í
norður sýslunni - og þá erum við
komin að enn einum þættinum, sam-
göngumálunum. Ef þau væru í lagi,
gætum við verið með miklu betri þjón-
ustu og meiri samvinnu."
Þessi miðstýring er gengin út í
öfgar. Það hefur sýnt sig hér á Húsa-
vík á seinustu árum, að þegar Þin-
geyingar ákveða að gera hlutina eins
og þeim fínnst réttast, miðað við
gæði lands, sjávar og mannafla í
héraðinu, eru þær ákvarðanir alltaf
skynsamlegri og ábatasamari en
nokkur nefnd, sem kemur að sunnan
og þekkir ekki samfélagið, getur lát-
ið sér detta í hug.“
lega þjónustu sem er í almennilegu
lagi. Núna eru grunnskólamir á
ábyrgð sveitarfélaganna og hér á
Húsavík er góður grunnskóli. En
mér finnst eðlilegt að framhaldsskól-
arnir flytjist líka á sveitarfélögin, til
þess að þau hafí fijálsar hendur með
uppbyggingu þeirra og þau séu ekki
háð einhverri stýringu að sunnan.
Mér fínnst að heilbrigðisþjónustan
eigi líka að vera. á ábyrgð hvers
sveitarfélags. Ég sé til dæmis ekkert
því til fyrirstöðu að Þingeyjarsýslurn-
ar verði að einu stóra sjálfbæra
svæði. Hérna verður til gríðarlegt
fjármagn, vegna þess að sveitir sýsl-
unnar era fijósamar, landbúnaður
er öflugur, fiskimiðin auðug, full-
vinnsla afurða er með besta móti,
það er vel og skynsamlega farið með
peninga hérna og það er blóðugt að
þurfa að horfa upp á allt þetta ijár-
magn streyma út úr sýslunni, í hend-
urnar á alls konar ráðuneytum, sem
skila okkur ekki nema hluta af því
til baka. Það er ekkert hægt að
byggja upp hérna með þessu móti.
Annaðhvort byggjum við þetta upp
af krafti, eða þetta verður aldrei
neitt neitt, nema úthverfi frá Akur-
eyri. Menn eru að kasta ævintýraleg-
um tækifæram á glæ, ef allir verða
fluttir suður - fyrir utan þá stað-
reynd að það er ekki vinna þar fyrir
alla.
Eins og ástandið er núna, era til
dæmis læknar að hverfa af lands-
byggðinni og reyndar af landinu, sem
gerir þróunina enn alvarlegri. Núna
eru læknar víðs vegar að bíða eftir
úrskurði kjaradóms vegna launa, en
það er fleira en launamál sem spila
inn í ákvarðanir læknastéttarinnar.
Læknar fara ekkert frekar en aðrir
með börnin sín á stað, þar sem ekki
er hægt að tryggja menntun þeirra.
Þróunin hefur verið sú að okkur er
að fækka í kaupstöðum úti á landi,
sveitirnar eru að tæmast - og unga
fólkið sér enga framtíð. Við verðum
að snúa þessu við. Við getum ekki
bara setið hér og vælt.“ Hvaða
möguleika sérð þú hér í Þingeyjar-
sýslum til þess að snúa þróuninni við?
„Við verðum að tryggja okkur
peninga. Annaðhvort fáum við skatt-
peningana okkar hingað heim í hér-
að, eða að ríkið verður að láta okkur
hafa stærri hluta.“
Ertu að segja að Þingeyjarsýslur
segi sig úr lögum við landið og verði
eins konar sjálfstætt ríki í ríkinu?
„Ekki endilega. En framtíð Þingey-
inga byggir á Þingeyingum og ég tel
æskilegt að ákvarðanataka í sem
flestum málum sem snerta okkur sé
heima í héraði. Ég er ekki að tala
bara um heilbrigðis-, mennta- og fé-
lagsmáll, heldur jafnvel um sam-
göngumál og síðar meir löggæslu.
Eg sé ekkert því til fyrirstöðu að við
tökum þetta smám saman yfir.“
Hefur sameining sveitarfélaga hér
gengið svo vel að þetta gæti gengið
upp?
„Það er nú eitt. Margir era á móti
sameiningu sveitarfélaga. Ég skil
ekki hvað þeir era að hugsa. Öll
umræða hefur verið á tilfinningaleg-
um nótum, en núna verða menn að
fara að horfa á staðreyndir og átta
sig á því að sameinaðir stöndum vér.
um sameiningu sveitarfélaga hefur
verið á svo lágu plani að það er með
ólíkindum. Menn verða að tala um
hana af viti og rökum, annars fer
þetta í einhveija vitleysu. Þegar mað-
ur er að ræða sameiningu sveitarfé-
laga, heyrir maður spumingar eins
og: „Hver á að ryðja heimtröðina hjá
mér? „eða „Hver á að gera skattfram-
talið fyrir mig - oddvitinn hefur allt-
af séð um það.“ En héma í sýslunum,
verða menn að fara að átta sig á því
að við verðum að standa saman. Sam-
einingin verður að byggjast á trausti
og ef menn treysta ekki vinum, félög-
um og ætttingjum í næsta sveitarfé-
lagi - hveiju treysta þeir þá?“