Morgunblaðið - 03.09.1997, Side 1

Morgunblaðið - 03.09.1997, Side 1
72 SIÐUR B/C/D 198. TBL. 85. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Gaddafí óttast innrás Túnisborg. Reuter. MUAMMAR Gaddafi Líbýu- leiðtogi varaði þegna sína við því í gær, að vestræn ríki horfðu löngunaraugura til Líb- ýu og hefðu jafnvel innrás á prjónunum. Kom þetta fram í ræðu, sem Gaddafi flutti í gær þegar þess var minnst, að hann hefur ver- ið einráður í landinu í 28 ár. „Vestræn ríki vantar sól- skin fyrir sólarorkuver og ekk- ert land í heimi snýr betur við sólu en Líbýa. Sandur er hrá- efni og hann er hvergi betri en í landi voru. Vesturlandamenn gætu líka ráðist á ykkur vegna vatnsmelónanna, sem eru frammúrskarandi, og þeir sjá ofsjónum yfír ströndinni. Líb- ýsku döðlumar eru svo óvið- jafnanlegar, að þær gætu orðið þeim tilefni til yfirgangs og ekki skulum við gleyma kameldýi-inu, sem getur lifað lengi án vatns og gefur af sér frábæra mjólk,“ sagði Gaddafi í ræðu sinni í líbýska sjónvarp- inu. Einvígi Karpovs og Kasparovs? Genf. Reuter. GARRY Kasparov, heimsmeistari í skák, og hatrammur keppinautur hans til margra ára, Anatolí Kar- pov, hafa samþykkt að heyja ein- vígi um heimsmeistaratitilinn í Compiegne skammt utan Parísar í næsta mánuði. Svissneska dagblað- ið Journal de Genéve greindi frá þessu í gær. I forsíðufrétt sagði blaðið frá því að þessi tvö stórstirni skákíþrótt- arinnar myndu hefja 22 skáka ein- vígi 21. október nk., með þeim skil- mála að sá sem stæði uppi sem sig- urvegari hlyti 10 milljónir franskra franka (um 120 milljónir króna). Reuter MIKILL mannfjöldi safnaðist saman fyrir framan Buckingham-höll í gær til að votta Díönu prinsessu virðingu sína. Svo var einnig við heimili henn- ar í Kensington-höll og við St. James-höll þar sem lík hennar stendur uppi fram að útförinni á laugardag. Einnar mínútu þögn í Bretlandi er prinsessan af Wales verður jarðsett á laugardag Búist við að gífurlegur mannfjöldi kveðii Díönu London. Reuter. BRESKA konungsfjölskyldan hvatti landa sína í gær til að minnast Díönu prinsessu með einnar mínútu þögn þegar hún verður borin til grafar á laugardag en búist er við, að milljón manna eða fleiri muni varða strætin, sem líkfylgdin fer eftir. Hneykslan og reiði einkenna viðbrögð Breta við fréttum frá Frakklandi um að ökumaður bifreiðar þeirra Díönu og Dodis A1 Fayeds hafi verið drukkinn þegar slysið varð og það hafi hugsanlega átt ekki minni þátt í því en eftirför ljós- myndara. Franskur dómari ákvað í gær, að mál þeirra allra yrðu rannsökuð vegna hugsanlegrar ákæru um manndráp en auk þess er hafin formleg rannsókn á því hvort ljósmyndararnir hafi brotið frönsk lög um að láta aðstoð við slasað fólk sitja fyrir öllu öðru. Kínverskur ráðgjafi hvet- ur til stjornmálaumbóta Peking. Reuter. HÁTTSETTUR ráðgjafi Jiangs Zemins, formanns kínverska komm- únistaflokksins, hvatti í gær til auk- inna stjórnmálaumbóta vegna há- værra krafna almennings um að fá að láta skoðanir sínar í ljós um leið og lífsgæði ykjust vegna efnahags- umbóta. ,Áframhaldandi hröð þróun kín- versks efnahags verður í skjóli póli- tískra umbóta," sagði Liu Ji í viðtali við opinberu, kínversku fréttastof- una. „Annars er ekki að vita hverjar afleiðingarnar yrðu,“ sagði Liu, en orð hans eru með því opinskáasta sem heyrst hefur á undanförnum ár- um um nauðsyn stjórnmálaumbóta. Orð Lius voru samhljóða ræðu sem Jiang hélt í maí sl., en ekki var gerð opinber nema að hluta, þar sem hann hvatti til stjórnmálaum- bóta. Það orð hafði verið bannorð um árabil vegna þeirra endurminn- inga sem það vakti um tilraunir til aukins frjálsræðis á síðari hluta ní- unda áratugarins sem enduðu með blóðbaði á Torgi hins himneska frið- ar 1989. Tímanna tákn Liu sagði að stjórnmálaumbætur væru tímanna tákn og nauðsynlegt væri fyrir Kínverja að fylgjast með ef þeir ætluðu að geta veitt sífellt efnaðri og menntaðri þjóð lífsham- ingju. „Þegar fólk hefur nóg að bíta og brenna og menningarstaðan batnar mun það vilja láta skoðanir sínar í ljós,“ sagði Liu sem er vara- forseti Kínversku félagsvísindaaka- demíunnar, einnar helstu þekking- armiðstöðvar landsins. Sagði Liu að vegna þessa yrði að auka veg lýðræðislegs sósíalisma um leið og 15. flokksþing kommún- istaflokksins, sem hefst 12. septem- ber, héldi áfram sósíalískri þjóðfé- lagsmótun og efnahagslegu um- bótastarfi. „Við verðum að auka umbætur í stjórnkerfinu," sagði Liu. Verslanir og bankar munu verða lokuð á laugardag og öllum íþróttavið- burðum hefur verið aflýst í virðingai-- skyni við „prinsessu fólksins". Þús- undir manna vottuðu henni sína hinstu virðingu í gær við heimili henn- ar í Kensington-höll og í St. James- höll þar sem lík hennar liggur fram að útfórinni í Westminster Abbey. Minningarsjóður um Díönu Talsmaður Buckingham-hallar til- kynnti í gær, að stofnaður hefði verið sjóður til minningar um Díönu og yrði veitt úr honum til þeirra hjálparstofn- ana, sem hún hefði starfað fyrh'. Franskur dómari hefur fyiárskip- að rannsókn á því hvoi't ljósmyndar- arnir sjö, sem eltu bifreið Díönu og A1 Fayeds nóttina örlagaríku, hafi átt einhvern þátt í slysinu og þar með gerst sekir um manndráp af gá- leysi. Þá vofir einnig yfii' þeim ákæra fyrir að hafa brotið frönsk lög með því að gera ekkert þeim til hjálpar eftir slysið. Vantrú og reiði Fréttin um, að ökumaður bifreið- arinnar hafi verið drukkinn er hins vegar Bretum og fleirum nýtt áfall og eiga margir erfitt með að trúa því, að sjálft djásnið í bresku kon- ungsfjölskyldunni skuli hafa látið líf- ið af þeim sökum ekki síður en vegna ágengni ljósmyndaranna. „Ölvunarakstur varð henni að ald- urtila _ ekki frægðin“ var aðalfyrir- sögnin 1 breska dagblaðinu The Independent en að sögn frönsku lögreglunnar var ökumaðurinn með þrisvar sinnum meira áfengismagn í blóði en leyfilegt er. Sérfræðingar segja, að hugsan- lega hefðu þau Díana og A1 Fayed lifað slysið ef, hefðu þau verið með bflbelti en í frönsku blöðunum er fullyrt, að þau hafi verið bíl- beltalaus. Segja þeir einnig, að hefði reyndur maður úr konunglega líf- verðinum fylgt Díönu, hefði þessi voðaatburður aldrei átt sér stað. Hillary Clinton við útförina Díana verður lögð til hinstu hvflu við hlið föður síns í grafreit á ættar- óðali Spencer-fjölskyldunnar í Alt- horpe í Mið-Englandi. Er búist við, að milljón manns eða jafnvel millj- ónir muni fylgjast með líkfylgdinni, fleiri en nokkru sinni síðan um 300.000 manns komu út á göturnar 1965 til að kveðja Winston Churchill, forsætisi’áðherra Bret- lands á stríðsárunum. Útför Díönu verður ekki á vegum breska ríkisins og því verður ekki formlega um að ræða fulltrúa er- lendra ríkja við athöfnina. Búist er samt við fyrirfólki víðs vegar að og tilkynnt hefur verið, að Hillai-y, eig- inkona Bills Clintons Bandaríkjafor- seta, og Bernadette Chirac, eigin- kona Jacques Chiracs, forseta Frakklands, verði viðstaddar. ■ Ljósmyndarar/18

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.