Morgunblaðið - 03.09.1997, Page 8

Morgunblaðið - 03.09.1997, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Utanríkisráðherra um áform Hydro /uuminium OJ barasta, og þú líka, Halldór . . . Samstarfsverkefni fimm ráðuneyta Ráðin verkefnisstjóri í upplýsinga- og tölvumál FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ hefur ráðið Guðbjörgu Sigurðardóttur, tölvunarfræðing, sem verkefnis- stjóra í sérstöku þróunarverkefni stjórnarráðs íslands í upplýsinga- og tölvumálum. Verður hún for- maður verkefnisstjórnarinnar. Ríkisstjómin samþykkti í apríl að setja á stofn sérstaka verkefnis- stjóm til að fylgja eftir stefnumótun í málefnum upplýsingasamfélagsins en stefna hennar var kynnt [ ritinu Framtíðarsýn ríkisstjómar íslands um upplýsingasamfélagið. Forsæt- isráðuneytið fer með samræmingu og yfirstjóm mála er varða fram- kvæmd og endurskoðun stefnunn- ar. Verkefnis- stjómin er skip- uð fulltrúum ráðuneyta fjár- mála, mennta- mála, sam- göngumála og viðskipta. Helstu verkefni hennar era: Að fylgja eftir heildarstefnu- mótun ríkisstjómarinnar um mál- efni upplýsingasamfélagsins, að stuðla að því að íslensk stjórnvöld, atvinnulíf og almenningur hagnýti sér kosti sem leiðir af örri framþró- un á sviði upplýsinga- og fjarskipta- tækni, að leiða samstarf ráðuneyt- anna, leita eftir samstarfi utan ríkiskerfísins og vera ráðgefandi fyrir ríkisstjómina um fjárveitingar til þessara mála. Verkefnisstjómin mun annast þátttöku í fimm ára samstarfsverkefni Evrópuríkja um framkvæmd stefnu í málefnum upplýsingasamfélagsins. Guðbjörg Sigurðardóttir hefur síðustu 14 árin starfað sem deildarstjóri kerfisfræðideildar rík- isspítala og var formaður verkefn- isstjómarinnar sem vann að mótun framtíðarsýnarinnar um upplýs- ingasamfélagið. Guðbjörg Sigurðardóttir Mjólkurbíll og fólksbíll rákust á Fjórir sóttu um stöðu borgarbóka- varðar FJÓRAR umsóknir bárast um stöðu borgarbókavarðar en umsóknar- frestur rann út í fyrradag. Menn- ingarmálanefnd borgarinnar mun fjalla um umsóknirnar á fundi sín- um 10. september, að sögn Jóns Björnssonar, framkvæmdastjóra menningar-, uppeldis- og félags- mála hjá Reykjavíkurborg. Umsækjendurnir fjórir eru Anna Torfadóttir bókasafnsfræðingur, Reykjavík, Guðmundur Guðmarsson bókasafnsfræðingur, Borgamesi, Hrafnhildur Hreinsdóttir bókasafns- fræðingur, Kópavogi, og Leó Inga- son bókasafnsfræðingur, Reykjavík. Afgreiði menningarmálanefnd umsóknimar og mæli með einum umsækjanda á fundi sínum 10. september velur borgarráð væntan- lega nýjan borgarbókavörð á fundi 16. september. ÁREKSTUR varð milli mjólkurbíls og fólksbíls á Suðurlandsvegi síð- degis á mánudag. Varð hann skammt vestan við Bitra. Flytja varð ökumann fólksbílsins á heilsugæslustöðina á Selfossi en hann reyndist ekki alvarlega slasað- ur samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar þar. Fólksbíllinn skemmdist allmikið og var hann dreginn burt með dráttarbíl. Slökkvilið var síðan fengið til að hreinsa olíu af veginum. Nýr aðstoðarritstjóri Æskunnar Legg áherslu á að virkja börnin Magnús Scheving MAGNÚS Sche- ving hefur verið ráðinn aðstoð- arritstjóri Æskunnar sem á 100 ára afmæli um þessar mundir. Magnús er reyndar ekki ókunnugur þar á bæ þvi hann hefur starfað sem pistlahöfundur á Æsk- unni og unnið með Karli Helgasyni ritstjóra að öðrum verkefnum hin síðari misseri. Hefur Æskan meðal annars gefið út tvær bækur eft- ir Magnús, Áfram Lati- bær og Latibær á Ólympíuleikum. „Á undanförnum árum hef ég unnið mjög mikið með börnum og meðal annars haldið yfir þrjú þúsund fyrirlestra fyrir börn í nánast öllum grunnskólum landsins og sennilega flestum leikskólum einnig,“ segir Magn- ús. „Þar hef ég rætt við krakk- ana um hitt og þetta sem við- kemur hinu daglega lífi, hreyf- ingu og hollustu og þar fram eftir götunum. Þegar Karl bauð mér að gerast aðstoðarritstjóri Æskunnar þurfti ég því ekki að hugsa mig lengi um. Eg hlakka mikið til að takast á við þetta verkefni." — Eru fyrirhugaðar breyting- ar á blaðinu á næstunni? „Já. Þær verða hins vegar ekki róttækar enda hefur Æskan alltaf fylgst vel með. Stærsta breytingin felst í því að blaðinu verður skipt í tvennt. Æskan verður framvegis ætluð yngri börnunum en nýtt blað gefið út fyrir þau eldri. Ég stefni jafn- framt að því að verða reglulega með fréttapistla utan úr heimi fyrir krakkana en ég ferðast mjög mikið til að kenna leikfimi í hinum ýmsu löndum. Á ferðum mínum mun ég með öðrum orð- um verða óspar á pennann og segulbandið. Þá munum við sem fyrr leggja áherslu á að virkja börnin og leyfa þeim að velja eins mikið efni sjálfum og unnt er. Það er nefnilega ekki auðvelt að finna efni fyrir börn þegar maður er kominn á þennan aldur — ég hef hins vegar frjótt ímyndunar- afl og á auðvelt með að umgang- ast börn á jafnréttisgrundvelli, þannig að þetta samstarf á ör- ugglega eftir að verða skemmti- legt. Markmiðið er að sjálfsögðu að Æskan verði áfram frjótt blað fyrir börn — þeirra rödd.“ — Einhverjir fleirí kostir sem rítstjórí blaðs á borð við Æskuna þarf að hafa til að bera? „Hann þarf umfram ailt að njóta þess að vinna með börnum. Það er lykill- inn að því að ná ár- angri. Það gengur ekki til lengdar að ætla sér að leika við börn í þyk- justunni — þau eru fljót að sjá í gegnum allan leikaraskap. Síð- an þarf maður auðvitað að vera þolinmóður — en þarf maður þess ekki alltaf?“ — En þú ert með fleiri járn í eldinum um þessar mundir, er ekki svo? „Jú, það er rétt. Ég er að skrifa.þriðju bókina um Latabæ sem koma mun út fyrir jólin, Latibær í vandræðum. Þá hef ég verið að vinna að teiknimynd um Latabæ, ásamt Gunnari ► Magnús Örn Scheving fæddist hinn 10. nóvember 1964 í Reykjavík. Hann varð stúdent frá FB og lagði síðan stund á nám í íþróttafræði í Noregi og húsasmíði hér heima. Hann er einn af frum- kvöðlum þolfiminnar hér á landi og margfaldur íslands- meistari í greininni. Magnús var kjörinn íþróttamaður ársins 1994. Upp á síðkastið hefur Magnús fengist við þjálfun og kennslu, auk þess að skrifa metsölubækurnar um Latabæ. Karlssyni og Halldóri Baldurs- syni teiknara, sem ég ætla að kynna erlendis, en þess má geta að kvikmyndafyrirtækið Fox í Bandaríkjunum og barnasjón- varpsstöðin Nickelodeon í Lund- únum hafa þegar sýnt hug- myndinni um Latabæ áhuga. Þá er ýmislegt fleira tengt Latabæ á döfinni, til að mynda að setja á markað hreyfispil, auk þess sem Saga Film hefur nýlokið við upptökur á leikrit- inu, Áfram Latibær, sem sýnt hefur verið í Loftkastalanum við góða aðsókn. Markmiðið er með öðrum orðum að gera íþróttaálf- inn að útflutningsvöru og full- trúa íslands í hinum stóra heimi teiknimyndanna, líkt og Belgar hafa gert við Tinna.“ — Hvers vegna telur þú að Latibær hafi slegið í gegn eins og raun ber vitni? „Ætli helsta skýringin sé ekki sú að Latibær er í raun svar mitt við þeim spurningum sem brunnið hafa á þeim börnum sem ég hef rætt við í gegnum árin í skólum landsins — Latibær er með öðram orðum sprottinn úr samræðum mínum við börnin sjálf. Síðan er einfaldlega vöntun á skemmtilegu barnaefni án of- beldis.“ — En hvað með framtíðina, hvert Ieitar hugurinn? „Ég hef mikinn áhuga á því að mennta mig á sviði lista, þó svo ég hafi ekki hug- mynd um hvemig listamaður ég yrði, en ég ætlaði að verða lista- maður þegar ég var minni. Ég hef mikið dálæti á Ítalíu og stefni að því að flytja búferlum þangað innan fárra ára. Þar langar mig til að mennta mig og skrifa bækur. Hvort ég skrifa fyrir böm eða fullorðna gildir einu en ég held að það sé auðveldara að skrifa fyrir fullorðna, börn eru svo harðir gagnrýnendur, þó svo eflaust séu ekki allir sammála Ætlaði að verða lista- maður I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.