Morgunblaðið - 03.09.1997, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 03.09.1997, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Morgunblaðið/Golli MAGNUS B. Jónsson, Sveinbjörn Björnsson og Þorsteinn Tómasson undirrituðu samstarfssamning Bændaskólans á Hvanneyri, Háskólans og RALA. Rannsóknastofnanir í náttúruvísindum taka upp samstarf Liður í að efla nám í náttúruvísindum HÁSKÓLAREKTOR og forstöðu- menn Orkustofnunar, Veðurstofu íslands, Rannsóknastofnunar land- búnaðarins og Bændaskólans á Hvanneyri undirrituðu í gær rammasamninga um samvinnu, sem m.a. miða að því að efla rann- sóknir í náttúrufræði og skyldum greinum. Sveinbjöm Björnsson há- skólarektor segist vonast eftir að samstarfið leiði til þess að fleiri stúdentar fari I framhaldsnám í þessum greinum. Samstarfssamningarnir eru þrír. í fyrsta lagi er gerður samningur milli Háskólans og Orkustofnunar sem m.a. miðar að því að efla rann- sóknir á orkulindum landsins, hag- kvæmri nýtingu þeirra og áhrifum nýtingar á umhverfisverðmæti. Stefnt er að því að nemendum í meistara- og doktorsnámi gefist kostur á að vinna verkefni undir leiðsögn starfsmanna Orkustofnun- Sími 555 1500 Mosfellsbær Brattholt Ca 150 fm einbýli auk bílskúrs. Verð 10,8 millj. Garðabær Stórás Rúmgóð ca 70 fm 2-3 herb. íb. á neðri hæð í tvíb. Ný eldinnr. Reykjavík Leirubakki Góð 4ra herb. íb. ca 90 fm á 3. hæð. Fráb. útsýni. Verð 6,6 millj. Hafnarfjörður Reykjavíkurvegur Gott skrifstofuhúsnæði ca 120 fm á 2. hæð. Verð 4,9 millj. Breiðvangur Sérlega glæsileg ca 190 fm neðri sérh. í tvíb. auk bílskúrs. 5 svefnh. Áhv. byggsj. ca 2,7 millj. Verð 13,2 milij. Gunnarssund Til sölu er góð 3ja herb. íb. á jarðh. Álfaskeið Einbýlishús á tveimur hæðum með hálfum kj., samtals 204 fm. Mikið endurn. Ath. skipti á lítilli íb. Reykjavíkurvegur Glæsileg 2ja herb. íb. á 3. hæð. Lítið áhv. Verð 4,3 millj. Vantar eignir á skrá X" Fasteignasala, || Strandgötu 25, Hfj. Árni Grétar Finnsson, hrl. Stefán Bj. Gunnlaugsson, hdl. ar. Samningsaðilar ætla að kanna möguleika á að orkufyrirtæki og aðrir fjármagni prófessorsstöðu sem styrki tengsl rannsókna og kennslu á sviði orkumála. Annar samningurinn er á milli Háskólans, RALA og Bændaskól- ans á Hvanneyri. Hann miðar m.a. að því að efla menntun, tækni og færni í raunvísindum tengdum ís- lenskum landbúnaði, á nýtingu af- urða hans og umhverfisþáttum hon- um tengdum. Leitast verður við að koma á verkaskiptingu og gagn- kvæmri viðurkenningu á námskeið- um og prófgráðum til BS-prófs. Jafnframt verður leitast við að koma á sameiginlegu MS-námi í búvísindum. Þriðji samningurinn er milli Há- skólans og Veðurstofu Islands. Hann gerir ráð fyrir áð stofnuð verði dósentsstaða í veðurfræði við eðlisfræðiskor HÍ. Dósentinn skal ásamt kennslu vinna að hagnýtum rannsóknarverkefnum og leiðbeina nemendum í rannsóknartengdu framhaldsnámi. Liður í því að styrkja framhaldsnám á háskólastigi „Ávinningur Háskólans af þess- um samstarfssamningur er að þeir veita okkur aðgang að þessum stofnunum, rannsóknarstarfsemi þeirra og sérfræðingum þeirra. Það opnast möguleiki á að koma nem- endum okkar í framhaldsnám í verkefni á þessum stofnunum og Opið hús í dag milli kl. 17 og 20 Langabrekka 1 - Kóp. Til sölu um 151 fm vandað einbýli á friðsælum stað í lokuðum botnlanga. 40 fm bílskúr, stór og gróin lóð. Húsið verður til sýnis í dag milli kl. 17 og 20. Verð 13,3 millj. 7059. EIGNAMIÐLUNIN Síðumúla 21 Sími 588 9090 - Fax 588 9095 einnig opnast sú leið að starfsmenn okkar geti farið og starfað á stofn- unum tímabundið og sérfræðingar þeirra geta einnig komið og kennt í Háskólanum. Þetta er sömuleiðis liður í því að byggja upp framhalds- nám við Háskólann. Við gerum okkur vonir um að innan skamms verði 400 manns hér í framhalds- námi. Það er um þriðjugur þeirra sem stunda framhaldsnám á há- skólastigi. Við viljum að þeir geti tengst sem best þeirri rannsóknar- starfsemi sem fyrir er í landinu," sagði Sveinbjörn. Þorkell Helgason orkumálastjóri sagði að með þessum samningum væri verið að snúa frá þeirri stefnu sem var mörkuð fyrir aldarfjórð- ungi, að skilja rannsóknarstofnanir frá Háskólanum. Hann sagði að rannsóknartækin væru að verða sérhæfðari og dýrari og nauðsyn- legt að nýta tækin og mannaflann vel. Magnús B. Jónsson, skólastjóri á Hvanneyri, sagði þennan samning eyða landamærum og hindrunum á sama hátt og samstarfssamningur sem allir búnaðarskólar og dýra- læknaskólar á Norðurlöndum gerðu með sér árið 1995. Með þessu væri verið að auka möguleika nemenda til að stunda framhaldsnám hér á landi. Magnús Jónsson veðurstofustjóri sagði að veðurfræðingar væru stétt í útrýmingarhættu. Fyrir fáum árum hefðu 20 veðurfræðingar starfað á Veðurstofunni, en nú væru þeir 16. Það væri því brýnt að styrkja stöðu veðurfræðinnar í samkeppni við aðrar greinar nátt- úruvísinda. Auk þess ætti þetta samstarf vonandi eftir að styrkja rannsóknir í veðurfræði. Borgarráð um uppsagnir vagnstjóra SVR Fellt að hvetja for- stjóra til að draga uppsagnir til baka TILLÖGU fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins í borgarráði, þar sem for- stjóri Strætisvagna Reykjavíkur er hvattur til þess að draga til baka uppsagnir þriggja vagnstjóra hjá fyrirtækinu á meðan málsatvik séu könnuð og borgarráði gerð nánari grein fyrir málinu, var vísað frá að tillögu R-listans á fundi borgarráðs í gær. Þá óskuðu borgarráðsfulltrú- ar Sjálfstæðisflokksins skriflegra upplýsinga frá forstjóra SVR um hvers vegna vagnstjórunum þremur hefði verið sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. í tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins segir að á síðastliðn- um vikum hafi þremur vagnstjórum, sem hafi langan starfsaldur að baki, verið sagt upp störfum hjá fyrirtæk- inu. „Fram hefur komið að viðkom- andi starfsmenn hafi ekki fengið skriflega áminningu áður en þeim var vikið úr starfi. Greinilegt er að ýmis starfsmannamál eru og hafa verið í miklu uppnámi hjá SVR und- anfarin misseri. Borgarráð hvetur forstjóra SVR til að draga til baka uppsagnir fyrrnefndra vagnstjóra á meðan málsatvik eru könnuð og borgarráði gerð grein fyrir málinu." í frávísunartillögu R-listans segir að á því leiki enginn vafi að það sé á ábyrgð forstjóra SVR að ráða starfsmenn til fyrirtækisins og leysa þá frá störfum. „Það er með öllu óeðlilegt að borgarráð grípi fram fyrir hendur einstakra stjórnenda borgarinnar með þeim hætti sem hér er gerð tillaga um. Þar með er verulega vegið að stjórnunarrétti þeirra. Þá hlýtur það að vekja sér- staka athygli að þessi tillaga skuli fiutt áður en borgarráðsmenn hafa heyrt röksemdir forstjóra og án þess að borgarráðsmenn Sjálfstæð- isflokksins hafi leitað beint og milli- liðalaust til forstjórans til að fá hans hlið á málinu. Sjálfsagt og eðlilegt er að fá forstjóra á fund borgarráðs en með engu móti er hægt að fallast á tillögu borgarráðs- manna Sjálfstæðisflokks." Furðuleg afstaða Samsvarandi tillögu í stjórn SVR, um að uppsagnir vagnstjóranna yrðu dregnar til baka meðan málsatvik væru könnuð, var vísað frá á stjórn- arfundi SVR á mánudag. Kjartan Magnússon, annar fulltrúa Sjálf- stæðisflokksins í stjórn SVR, segir að greinilegt sé að innan fyrirtækis- ins séu vandamál sem þurfi skoðunar við. Þá sé það furðuleg afstaða hjá forstjóra fyrirtækisins að neita að upplýsa kjöma fulltrúa í stjóm fyrir- tækisins um af hvetju ginpið hafi verið til þessara uppsagna. Fyrir vik- ið hafi þeir engar forsendur til þess að meta hvort um sé að ræða rétt- mætar aðgerðir eða geðþóttaákvarð- anir. Það sé auðvitað grandvallar- munur á því hvort viðkvæm mál sem snúi að starfsmönnum séu gerð opin- ber eða hvort stjómarmenn fái þess- ar upplýsingar sem trúnaðarmál. En stjórnamenn verði að sjálfsögðu að vita málavexti eigi þeir að taka af- stöðu til þessara uppsagna. Kennarar og foreldrar um sparnað í forvörnum og forfallakennslu Mistök bitni ekki á skólastarfinu TILLÖGUM um 40 milljóna niður- skurð á forfallakennslu og forvörn- um í grunnskólum borgarinnar hef- ur verið mótmælt af Kennarafélagi Reykjavíkur og fulltrúum foreldra. Gagnrýni þessara aðila beinist eink- um að tveimur atriðum. Annars vegar telja þeir ástæður umframút- gjalda Fræðslumiðstöðvarinnar vera vegna vanáætlana en Fræðsiumið- stöðin er ný og er í fyrsta skipti að gera áætlanir í þessum efnum. Hins vegar benda þessir aðilar á að tillög- urnar um niðurskurð gangi þvert á háleit markmið um forvarnir fyrir unglinga. Að sögn Finnboga Sigurðssonar, formanns Kennarafélags Reykjavík- ur, beinist tillaga Fræðslumiðstöðv- arinnar að niðurskurði á launa- kostnaði og þjónustu við nemendur. Hugmyndin er að sleppa aliri stuttri Mávahlíð — sérhæð Frábær eign sem er efst við Stakkahlíð. 5—6 herb. 120 fm auk 28 fm bílskúrs. Sérinngangur. íbúðinni hefur verið breytt svo hún hentar mjög vel fyrir stærri fjöl- skyldur. Húsið er mun yngra en flest í götunni. Nýlegt parket. Eldhús þarfnast standsetn. Skemmtileg stað- setning. Verð 10,8 millj. Áhv. 2,5 millj. byggsj. og 0,8 millj. lífeyrissjóður. 7800. Upplýsingar gefur Ingvar, sölumaður. Hóll, fasteignasala, Skipholti 50B, sími 551 0090. forfallakennslu fyrir nemendur 8.-10. bekkjar og draga úr félags- starfi í skólunum. „Ég held að meginástæðan fyrir því að Fræðslumiðstöðin fer fram úr áætlun sé sú að hún er að gera áætlanir í fyrsta skipti og því ekki komin nægjanleg reynsla á þennan rekstur," segir Finnbogi Sigurðsson, formaður Kennarafélags Reykjavík- ur. „í okkar huga eiga hins vegar slík mistök ekki að bitna á starfi og þjónustu skólanna.“ Guðbjörg Björnsdóttir, fulltmi foreldra, tekur í sama streng. „Ég ber virðingu fyrir því þegar stofnan- ir vilja standast áætlanir. Við berum hins vegar mikla, ef ekki meiri ábyrgð gagnvart skólanum og nem- endum hans. Við erum að byggja upp skólastarfið og það er ekki hægt að setja skólanum svo þröngar skorður að ekki sé hægt að uppfylla lágmarkskröfur sem gerðar era í lögunum." Gengur gegn markmiðum um auknar forvarnir „Það hefur verið lögð mikil áhersla á forvarnir meðal annars hjá Reykjavíkurborg að undan- förnu.“ sagði Guðbjörg. „Á sama tíma er verið að leggja til að draga úr forfallakennslu hjá 8.-10. bekk sem við vitum að getur bitnað á námi og félagslegum þáttum. Þá er einnig verið að leggja til niður- skurð á forvarnaverkefninu Lion’s Quest og fleiri félagslegum þáttum. Þannig er á sama tíma verið að auka útgjöld í forvarnir á einum stað en að spara þau á öðrum."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.