Morgunblaðið - 03.09.1997, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Mjólkursamlag KEA 70 ára
I lykilhlutverki í upp-
byggingu eyfirskra byggða
Morgunblaðið/Páll A. Pálsson
FYRR á þessu ári voru teknar í notkun tvær fullkomnar vélasamstæður til pökkunar á mjólk,
ávaxtasafa og öðrum vörum í fernur.
Á MORGUN, fimmtudaginn 4.
september, eru liðin 70 ár frá því
að fulltrúaráð KEA samþykkti að
stofna og starfrækja mjólkursam-
lag á Akureyri. Er sá dagur jafnan
talinn afmælisdagur samlagsins en
mjólkurvinnsla hófst réttu hálfu ári
síðar, eða 6. rnars 1928.
Samlagið var stofnað á 40 ára
afmælisári KEA og hefur allt frá
upphafi gegnt lykilhlutverki í upp-
byggingu eyfirskra byggða og átt
hvað ríkastan þátt í að gera Eyja-
fjörð að einu blómlegasta landbún-
aðarhéraði landsins, segir í fréttatil-
kynningu frá Mjólkursamlaginu.
Sex félagsdeildir KEA stóðu að
stofnuninni, þ.e. deildirnar þtjá í
eyfirsku hreppunum sem nú mynda
Eyjafjarðarsveit, svo og deildirnar
á Svalbarðsströnd, í Glæsibæjar-
hreppi og Arnarneshreppi. Eftir því
sem samgöngur innan héraðsins
bötnuðu bættust fleiri deildir við
t.d. Svarfdæladeild 1934, sem æ
síðan hefur verið ein stærsta inn-
leggsdeildin. Framleiðslusvæði
samlagsins nær nú frá og með
Svarfaðardal um allar byggðir
Eyjafjarðar, austur í Fnjóskadal.
Ein milljón lítra á ári
Mjólkursamlaginu var fundinn
staður við Kaupvangsstræti í Gróf-
argili, í húsnæði sem áður hýsti
sláturhús KEA. Þar hófst fram-
leiðsla á gerilsneyddri nýmjólk og
tjóma 6. mars 1928. Fyrst í stað
var mjólkurmagnið ekki mikið, um
ein milljón lítra á ári. Bændur tóku
hins vegar fljótt við sér og innlögð-
um lítrum fjölgaði hratt. Því varð
ljóst að byggja yrði nýja mjólkur-
vinnslustöð hið fyrsta og var henni
fundinn staður litlu ofar í Grófar-
gili. Nýja stöðin var tekin í notkun
árið 1939 og hafði mjólkurmagnið
þrefaldast frá fyrsta heila starfsári
samlagsins, var orðið 3 milljónir
Iítra árlega.
í kjölfarið fóru framleiðsluvörur
einnig að seljast víðar á landinu en
fram að því hafði ört vaxandi
heimamarkaður tekið við allri fram-
leiðslunni. Má þar nefna smjör og
osta sem Mjólkursamlag KEA hefur
alla tíð verið þekkt fyrir. Þannig
framleiðir samlagið u.þ.b. helming
allra osta og viðbits landsmanna í
tonnum talið.
M[jólkurmagnið
fimmfaldaðist
Með nýbyggingunni í Grófargili
töldu menn sig hafa leyst húsnæðis-
mál samlagsins til nokkurrar fram-
búðar. Hins vegar sá enginn fyrir
þann mikla vöxt sem framundan
var því á næstu 20 árum fimmfald-
aðist mjólkurmagnið og var komið
í 15 milljónir lítra árið 1960. Var
þá farið að huga að stað fyrir nýja
mjólkurstöð og henni fundinn stað-
ur á Lundstúni ofan bæjarins. Byij-
að var á húsinu árið 1965 og árið
eftir var lokið við kjallara. Þá lágu
framkvæmdir niðri um skeið en
árið 1973 varð þeim ekki frestað
Iengur.
Byggingin var eitt stærsta verk
sem KEA hafði ráðist í og um ára-
mótin 1979/80 var fyrsti hluti húss-
ins, ostagerðin, tekin í notkun.
Starfsemin var síðan flutt í nýja
húsið smátt og smátt en það var
vígt að viðstöddum forseta íslands,
dr. Kristjáni Eldjárn 19. júní 1980.
Ný starfsemi innan veggja
Miðað var við að samlagið gæti
tekið á móti allt að 30 milljónum
lítra af mjólk á ári og tveimur árum
áður en nýja húsið var vígt var
metár hjá eyfirskum mjólkurfram-
leiðendum. Þá tók Mjólkursamlag
KEA á móti 25 milljónum mjólkur-
lítra. Aðstæðurnar höguðu því síð-
an svo að nauðsynlegt reyndist að
draga úr framleiðslu og á undan-
förnum árum hefur verið tekið á
móti um 20 milljónum Iítra árlega.
Ný starfsemi hefur í staðinn
fengið rúm innan veggja samlags-
ins. Þar er um að ræða vatnspökk-
unarfyrirtækið AKVA, Smjörlíkis-
gerð KEA og Safagerð KEA, sem
framleiðir hinn geysivinsæla
ávaxtadrykk Frissa fríska.
Þrír menn hafa gegnt stöðu sam-
lagsstjóra þau 70 ár sem samlagið
hefur starfað. Fyrst Jónas Krist-
jánsson 1927-1966, þá Vernharð-
ur Sveinsson 1966-1982 ogÞórar-
inn Egill Sveinsson frá 1982.
Jarðfræðirannsóknir
í Eyjafjarðarsveit
Hraun- og
setlög í
fjallshlíðum
könnuð
Í SUMAR hefur verið haldið áfram
rannsóknarverkefni við kortlagningu
á þeim berglögum sem mynda innan-
verða Eyjafjarðarsveit. Verkefnið
hófst árið 1995 og könnuð er gerð
allra hraun- og setlaga í nokkrum
sniðum í fjallshlíðum á svæðinu. Leit-
ast er við að afla gagna, m.a. um
útbreiðslu laganna, aldur þeirra og
uppruna og virkni eldstöðva meðan
þetta var að myndast, að líkindum
fyrir um 5-8 milljónum ára.
Einnig munu fást upplýsingar um
loftslag og um jarðsegulmagn á því
tímabili, sem og um síðari tíma um-
myndun, misgengishreyfingar berg-
grunnsins og fleiri atriði, segir í frétt
frá Jarðeðlisstofu Raunvísindastofn-
unar Háskólans.
Verkefnið er í beinu framhaldi af
kortlagningu Hauks Jóhannessonar
jarðfræðings við Náttúrufræðistofn-
un Islands og Ágústs Guðmundsson-
ar á berglögum á stærra svæði í
Eyjaljarðarsveit, Öxnadal og Skaga-
íjarðardölum fyrir nokkrum árum.
Enn fyrr stóðu Orkustofnun og
Raunvísindastofnun ásamt tveimur
erlendum háskólum að hliðstæðri
kortlagningu jarðlagasniða frá Ólafs-
flarðarmúla inn eftir Svarfaðardal
og Skagafirði.
Sýni úr 220 hraunlögum
Rannsóknirnar 1995-’97 hafa
einkum beinst að austanverðum
Eyjafjarðardal frá bænum Hólum,
suður úr og að innanverðum Djúpa-
dal. Búið er að safna sýnum úr alls
220 hraunlögum, flestum til segul-
stefnumælinga. Einnig hafa nú þeg-
ar verið gerðar nákvæmar mælingar
á aldri hraunlaga með svonefndri
argon39/argon40 aðferð en þær eru
afar vandasamar og ekki á færi
margra rannsóknarstofa í heiminum.
Að verkefninu standa Ágúst Guð-
mundsson jarðfræðingur við Jarð-
fræðistofu AGVST, Björn S. Harðar-
son jarðefnafræðingur við Edinborg-
arháskóla og Leó Kristjánsson jarð-
eðlisfræðingur við Raunvísindastofn-
un. Rannsóknirnar voru styrktar af
Vísindasjóði, Rannsóknarsjóði HÍ og
breska vísindaráðinu NERC.
Heldur
dregur úr
atvinnu-
leysi
HELDUR hefur dregið úr
atvinnuleysi á Akureyri að
undanförnu.
í lok ágúst sl. voru 328
manns á atvinnuleysisskrá
hjá Vinnumiðlunarskrifstof-
unni á Akureyri, 95 karlar
og 233 konur. Þar af eru 97
manns með hlutastörf og fá
atvinnuleysisbætur á móti.
Auglýst eftir fólki
til starfa
í lok júlí sl. voru 362 á
atvinnuleysisskránni, 103
karlar og 259 konur.
í lok ágúst í fyrra voru 337
á skrá, 103 karlar og 234
konur.
Samkvæmt upplýsingum
frá Vinnumiðlunarskrifstof-
unni hefur verið auglýst tölu-
vert eftir fólki til starfa í
bænum, m.a. hjá Strýtu og
Foldu og þá fer sauðfjárslátr-
un að hefjast af fullum krafti
hjá KEA innan tíðar.
Bæjarstjórn samþykkir 20 milljóna styrk til Þórs til að afstýra gjaldþroti
Aiiknum útgjöldum mætt
með skertu veltufé
BÆJARSTJÓRN Akureyrar sam-
þykkti á fundi í gær samning við
Iþróttafélagið Þór sem feiur í sér styrk
til félagsins að upphæð 20 milljónir
króna en hann verður notaður til að
lækka skuldir félagsins. Einnig var
samþykkt tillaga bæjarstjóra, Jakobs
Björnssonar, um að þessum útgjöld-
um verði mætt með skerðingu á
veltufé bæjarins. Loks samþykkti
bæjarstjóm tillögu fulltrúa Alþýðu-
bandalagsins um að gerð verði ítarleg
úttekt á fjárhagslegum stuðningi og
öllum kostnaði Akureyrarbæjar við
íþróttastarfsemi í bænum, frá því rík-
ið hætti að styrka byggingar íþrótta-
mannvirkja og hvemig þeir hafa
skipst á einstaka þætti í starfi íþrótt-
afélaganna. Hins vegar felldi bæjar-
stjórn hluta tillögunnar þar sem sagði
að sérstök áhersla yrði lögð á að
greina vanda íþróttafélaganna sem
óskað hafa eftir aðstoð bæjarins í fjár-
hagserfíðleikum sínum og að kannað
verði hvort grundvöllur sé fyrir sam-
starfí þeirra í hagræðingarskyni. Er-
indi KÁ um viðræður vegna erfíðrar
fjárhagsstöðu er til meðferðar í bæjar-
ráði.
Jakob Bjömsson bæjarstjóri gerði
grein fyrir málinu og kom m.a. fram
í máli hans að skuldir félagins þefðu
numið um 53 milljónum króna. f raun
væru skuldir félagins bænum óvið-
komandi, en ekkert hefði blasað við
annað en gjaldþrot og án efa hefði
það snert Akureyrarbæ hefði til þess
komið. Því hefði sú leið orðið ofan á
að leita leiða til lausnar og niðurstað-
an orðið sú að auk styrks bæjarins
hefðu fyrirtæki, lánastofnanir og ein-
staklingar fellt niður skuldir sem
nema svipaðri upphæð og styrkur
bæjarins. Eftir stendur því skuld upp
á um 12 milljónir króna.
„í mínum huga var það alltaf ljóst
að þetta yrði umdeild aðgerð,“ sagði
Jakob, en benti á að stóm íþróttafé-
lögin í bænum, Þór og KA, byggju
við nokkum aðstöðumun, þar sem
starfsemi þess fyrrnefnda færi fram
á þremur stöðum í bænum. Starfsemi
Þórs væri það mikilvæg í bæjarfélag-
inu að það réttlætti aðstoð á erfíð-
leikatímum. Tók bæjarstjóri skýrt
fram að um sérstaka aðgerð væri að
ræða og í henni fælist ekki vilyrði til
annarra um svipaða meðferð, slík mál
yrðu skoðuð sérstaklega kæmu þau
upp.
Mestur sómi að taka á málinu
Miklar umræður urðu um málið á
fundi bæjarstjómar og tjáðu nær allir
bæjarfulltrúar sig þar um. Bent var
á hversu mikilvæg starfsemi færi
fram á vegum íjiróttafélaga, m.a.
barna- og unglingastarf, en fram kom
einnig að flestir hefðu gjarnan viljað
vera lausir við að standa andspænis
þessu máli og Valgerður Hróifsdóttir,
Sjálfstæðisflokki, sagðist styðja málið
með semingi. „Þetta er illur kostur,
en óhjákvæmilegur, bærinn sýnir
mestan sóma með því að taka á þessu
máli,“ sagði Guðmundur Stefánsson,
Framsóknarflokki, sem sat sinn síð-
asta bæjarstjómarfund í gær.
í bókun Heimis Ingimarssonar og
Þrastar Ásmundssonar, Alþýðu-
bandalagi, kemur fram að með þeirri
fjárhæð sem greiddd væri til að leysa
vanda Þórs væm framlög úr bæjar-
sjóði til málefna tengdra íþróttum um
57 milljónir króna umfram það sem
upphafleg fjárhagsáætlun ársins
gerði ráð fyrir, sem væri rúmlega 31%
hækkun á Hðnum íþrótta- og tóm-
stundamál. Á sama tíma biðu ótal
verkefni úrlausnar á sviði félagsþjón-
ustu, skólamála, öldrunarmála og
meriningarmála.
í tengslum við afgreiðslu málsins
væri óhjákæmilegt að leiða í ljós með
óyggjandi hætti hvort bæjarfulltrúar
væru í þeirri stöðu að vera í ábyrgðum
fyrir skuldum Þórs, en upplýst væri
að a.m.k. 21 milljón króna af þeim
væri tryggð með sjálfsskuldarábyrgð-
um.
Brugðust nokkrir bæjarfulltrúar
harkalega við bókuninni og sögðu að
í henni fælust ómaklegar dylgjur,
Alþýðubandalagsmenn væru að sá
fræjum efa og tortryggni, þeir hefðu
hæglega getað leitað sér upplýsinga
um málið í stað þess að vera með
getgátur.
I
I
I
>
l
l
I