Morgunblaðið - 03.09.1997, Page 14

Morgunblaðið - 03.09.1997, Page 14
I 14 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason ÞÁTTTAKENDUR á námskeiði fyrir unga ökumenn sem haldið var í Stykkishólmi. Á myndinni með þeim er Sesselja Pálsdótt- ir, umboðsmaður Sjóvá-Almennra í Stykkishólmi. Abyrgð ungra ökumanna Stykkishólmi - Sjóvá-Almennar buðu ungum ökumönnum á aldrinum 17-20 ára upp á dagsnámskeið laug- ardaginn 30. ágúst. Þátttakendur voru úr Stykkishólmi, Grundarfirði og Búðardal. Leiðbeinendur á námskeiðinu voru Sigurður Helgason frá Umferðarráði og Einar Guðmundsson og Sumarliði Guðbjömsson frá Sjóvá-Almennum. Tilgangur með námskeiðinu er að fræða þennan hóp um þá ábyrgð sem fylgir því að vera óreyndur ökumað- ur. Ungir ökumenn eiga oftar aðild að umferðaróhöppum en aðrir aldurs- hópar. Tjónatíðni hjá þessum hópi er meiri og alvarleg slys algengari hjá þeim. Að fræðsluerindum loknum var unglingunum skipt í hópa og átti að skila tillögum um hvernig draga mætti úr tveimur algengustu tegund- um tjóna hjá ungum ökumönnum, aftanárkeyrslur og þegar bakkað er á bíl. Eins vom þeir beðnir um að lýsa góðum ökumanni. Kom fram hjá þeim að það þarf að sýna þolinmæði og tillitssemi í umferðinni. Þátttak- endur fá tveggja bónusflokka hækkun á bflatryggingum á sínu nafni og eiga þeir sem ekki eiga enn bifreið þessa hækkun inni til betri tíma. Tuttugu til þijátíu útlendingar væntanlegir til starfa Mikill skortur á vinnu- afli í Stykkishólmi Stykkishólmi - Mjög gott ástand er í atvinnumálum í Stykkishólmi og vantar fólk tilfinnanlega til vinnu að sögn Einars Karlssonar, formanns Verkalýðsfélags Stykk- ishólms. Enginn er á atvinnu- leysisskrá og er Einar mjög ánægður með það. Auglýst hefur verið eftir fólki. Hörpudiskvertíðin hófst í byijun ágúst og við það skapast mikil vinna í landi hjá vinnslunum sem vinna hörpudiskinn. Þá hefur verið mikið að gera hjá íshákarli sem vinnur beitukóng. Hefur verið mjög erfitt að fá fólk til starfa og þegar skólar byija hverfa ungling- arnir sem hafa bjargað málunum fram til þess. Auglýst hefur verið eftir fólki hér innanlands með litl- um árangri. í Stykkishólmi er gott að fá húsnæði. Bæði hefur Stykkishólmsbær verið að auglýsa lausar íbúðir og eins eru hús til sölu svo hægt er að taka á móti fólki sem vill flytja hingað. Nú eru á leiðinni til Stykkis- Morgunblaðið/Gunnlaugur Ámason EINAR Karlsson, formaður Verkalýðsfélags Stykkishólms. hólms á milli 20 og 30 útlendingar til vinnu. Flestir þeirra koma frá Póllandi og einnig frá Færeyjum. Búist við góðri þátt- töku 1 Brúarhlaupinu Selfossi - Mikill áhugi er fyrir Brú- arhlaupi Selfoss sem fram fer næst- komandi iaugardag 6. september. Skráning hófst í seinustu viku og hafa nú þegar skráð sig þátttakend- ur víðs vegar af iandinu þó flestir frá_ Selfossi og nágrannabyggðum. í þessari viku geta keppendur skráð sig í Kjarnanum í KÁ síðdeg- is fimmtudaginn 4. sept. og eftir hádegi föstudaginn 5. sept. Búist er við líflegri skráningu og fólki bent á að vera snemma á ferðinni. Á höfuðborgarsvæðinu er unnt að skrá sig á skrifstofu UMFÍ að Fells- múla 26. Afhending númera verður í Tryggvaskála laugardaginn 6. sept. frá kl. 10-13. Að þessu sinni er boðið upp á tvær hjólreiðalengdir fyrir hjólreiða- fólk, 5 og 12 km. Lengri leiðin ligg- ur svonefndan Votmúlahring og er að hluta á malarvegi. Boðið er upp á 12 km og 5 km hjólreiðar, 2,5 km, 5 km og 10 km hlaup og 21 km hálfmaraþon. Mikil áhersla er lögð á breiða þátttöku í hlaupinu en það er fyrir aila aldurshópa sem vilja gera sér glaðan dag með því að ganga, skokka, hlaupa eða hjóía á Selfossi 6. september. Morgunblaðið/Sig. Fannar HLAUPALEIÐIN hefur verið merkt. Hér leggja þrír af starfs- mönnum hlaupsins hönd á verkið, Kári Jónsson yfirræsir, Gísli Á. Jónsson yfirtímavörður og Óskar Sigurðsson brautarstjóri. Minnisvarði um Fjalla-Eyvind á Hveravöllum Selfossi - Sunnan- og norðan- menn áttu fund á Hveravöllum á höfuðdegi þar sem rædd var sú hugmynd að reisa Eyvindi Jónssyni og Höllu Jónsdóttur minnisvarða á Hveravöllum. Fyrr í sumar var stofnuð svo- kölluð Fjalla-Eyvindarnefnd um málið á fundi á Selfossi og eru upphafsmenn þessa Ögmundur Jónsson í Vorsaæ í Ölfusi og Guðni Ágústsson alþingismaður á Selfossi. Auk nefndarmanna mættu til Hveravalla oddvitar tveggja hreppa í Húnaþingi og listamaðurinn Magnús Tómas- son sem hefur verið ráðinn til verksins. Á fundinum var rætt al- mennt um staðsetningu lista- verksins og taldi Jóhann Guð- mundsson, oddviti Svínavatns- hrepps, sem fer með deiliskipu- lag á svæðinu, að vel mætti koma listaverkinu fyrir innan þess deiliskipulags sem nú er unnið að. Sr. Hjálmar Jónsson, alþingismaður og fulltrúi norð- anmanna í Fjalla-Eyvindar- nefndinni, ræddi um Fjalla- Eyvind og las upp kvæði sem afi hans orti um kappann. Þá skýrði Guðni Ágústsson frá til- drögum þess að í þetta verk var ráðist og eftir það var farið í vettvangskönnun um svæðið þar sem oddvitarnir Jóhann Guð- mundsson og Erlendur Eysteins- son, oddviti í Torfalækj- arhreppi, leiddu gesti um stað- inn. Fjölmenn nefnd í Fjalla-Eyvindarnefndinni eru auk frumkvöðlanna Guðna Ágústssonar og Ögmundar í Vorsabæ, Gísli Einarsson, odd- viti Biskupstungna, en það er sá hreppur sem á land að Hvera- völlum og fer með fjallskil á því svæði, Loftur Þorsteinsson, odd- viti Hrunamanna, en Fjalla- Eyvindur var sem kunnugt er Hreppamaður og þar hafa skyldmenni Eyvindar búið til þessa dags. Loftur er bóndi í Haukholtum og er frændi Ey- vindar. Diðrik Sæmundsson, Morgunblaðið/Sig. Fannar FRÁ vettvangskönnun leiðangursmanna. bóndi á Friðarstöðum í Hvera- gerði, er í nefndinni og er sér- stakur fulltrúi Ögmundar í Vorsabæ en Ögmundur er kom- inn á tíræðisaldur og komst ekki á Hveravelli. Jón Gunnar Ottósson, oddviti Stokkeyrarhrepps, er í einnig í nefndinni og einnig þau Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálfulltrúi uppsveita Árnessýslu, Bjarni Harðarson, fjölmiðlafulltrúi nefndarinnar, Páll Lýðsson frá Litlu Sandvík, Hjörtur Þórarins- son, fyrrverandi framkvæmda- stjóri Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, einnig fram- kvæmdastjóri verkefnisins og sr. Hjálmar Jónsson, alþingis- maður og fulltrúi norðanmanna. SR. Hjálmar Jónsson las kvæði sem afi hans orti um Fjalla-Eyvind. Skólasetn- ing á Eyr- arbakka og Stokkseyri Eyrarbakka - Stofnað hefur verið byggðasamlag um rekstur grunnskólanna á Eyr- arbakka og Stokkseyri. Skól- arnir hafa verið sameinaðir þannig að 1. til 5. bekkur sækir nám sitt til Stokkseyrar en 6. til 10. bekkur sækir skóla á Eyrarbakka. Skólabíll verður í förum eftir því sem þörf er á. Að- stoðarskólastjórar verða á hvorum stað, á Stokkseyri Sigurður Einar Jóhannesson og Birgir Edwald á Eyrar- bakka. Skólastjóri er Arndís Harpa Einarsdóttir. Nemend- ur eru alls 160 í vetur. Skóli á Eyrarbakka frá árinu 1852 Árið 1852, hinn 25. októ- ber, var Barnaskólinn á Eyr- arbakka settur í fyrsta sinn. Þá var Stokkseyrarhreppur óskiptur og skólinn því fyrir allan hreppinn. Strax frá upp- hafi fór kennsla fram bæði á Stokkseyri og Eyrarbakka, en þó helmingi minni á Stokks- eyri. Sjálfstæður skóli var settur á Stokkseyri hinn 17. október 1878 og voru því um skeið tveir barnaskólar í hreppnum, Stokkseyrarhreppi var skipt fyrir réttum 100 árum og var þá stofnaður Eyrarbakka- hreppur, sem haldið hefur upp á afmælið með ýmsu móti í sumar. Horfið aftur til upphafsins Skólinn heitir nú Barna- skólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri. Segja má að nú sé aftur horfið til upphafsins í skólamálum á Eyrum, nema hvað nú verður jafnræði í kennslunni á báðum stöðum. Setning skólans fór fram í íþróttahúsinu á Stokkseyri að viðstöddu fjölmenni. Þeir koma til með _að vinna hjá Rækjunesi, Sigurði Ágústssyni og Skipasmíðastöðinni Skipavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.