Morgunblaðið - 03.09.1997, Side 16
16 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Stjórnarformaður Kælismiðjunnar Frosts vegna rangfærslna í bókhaldi
Mikilvægt að réttar töl-
urliggi fyrirsem fyrst
Ný herra-
fataverslun
opnuðá
Laugavegi
NÝ herrafataverslun, GK, verður
opnuð á Laugavegi 66 á morgun,
fimmtudag. Eigandi verslunarinn-
ar er Gunnar Hilmarsson, en hann
hefur starfað sem verslunarstjóri
hjá Hanz í Kringlunni undanfarin
fjögur ár. Tvær tískuverslanir, CM
og Monsoon, voru nýlega opnaðar
í sama húsi. Gunnar sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að mikil sam-
keppni væri á markaði fyrir herra-
fatnað og margar nýjar verslanir
hefðu verið opnaðar að undan-
förnu. GK væri hins vegar ekki
hefðbundin herrafataverslun. „Eg
ætla að höfða til tískuvitundar
karlmanna á aldrinum 17 til 47
ára. Við munum reyna að fylgja
straumum og stefnum herrafata-
tískunnar í Evrópu. Einnig verðum
við með skó, úr frá Tag Hauer og
Morgunblaðið/Kristinn
Gunnar Hilmarsson í herra-
fataversluninni GK.
fylgihluti frá Gianni Versace. Búð-
in er síðan öll miklu nútímalegri í
útliti en þær búðir sem eru fyrir
á markaðnum,“ sagði hann.
Nýja verslunin verður á um 140
fermetra rými.
RÉTTUR ársreikningur Kælismiðj-
unnar Frosts fyrir árið 1996 og
milliuppgjör fyrir fyrstu sex mánuði
ársins 1997 mun væntanlega liggja
fyrir í þessum mánuði. Nú er unnið
að því að endurskoða bókhald fyrir-
tækisins eftir að í ljós komu alvar-
legar rangfærslur í bókhaldi þess.
Rangfærslumar voru gerðar af
fyrrverandi fjármálastjóra fyrir-
tækisins að sögn Páls Halldórsson-
ar stjómarformanns.
í síðustu viku var greint frá því
að alvarlegar rangfærslur hefðu
komið í ljós í bókhaldi félagsins á
árinu 1996. Þessar rangfærslur
hafi verið gerðar af fyrrverandi
starfsmanni félagsins og orðið þess
valdandi að afkoma síðastliðins árs
hafi verið mun verri en fram kom
í ársreikningi. Tekið var fram að
af bréfi endurskoðenda yrði ekki
ráðið að fjármunir hefðu verið
teknir úr félaginu og ljóst væri að
afkoma félagsins árið 1996 hefði
verið jákvæð þrátt fyrir þessar
rangfærslur.
Páll Halldórsson segir að endur-
skoðendur vinni nú rösklega að því
að rannsaka bókhald fyrirtækisins.
Rannsókninni á að ljúka í þessum
mánuði en viðskipti með hlutabréf
fyrirtækisins á Verðbréfaþingi ís-
lands hafa verið stöðvuð meðan á
henni stendur. „Þessar rangfærsl-
ur komu stjórn fyrirtækisins í opna
skjöldu og við teljum afar mikil-
vægt fyrir stjórn og hluthafa að
menn komist sem fyrst til botns í
þessu máli. Ég geri ráð fyrir því
að réttur ársreikningur fyrirtækis-
ins fyrir síðasta ár og milliuppgjör
fyrir fyrstu sex mánuði þessa árs
liggi fyrir í þessum mánuði. Þá
mun stjórnin hafa í höndunum rétt-
ar upplýsingar um reksturinn sem
hún getur byggt aðgerðir sínar á
og hluthafar geta í framhaldi af
því metið framtíðarhorfur fyrir-
tækisins," segir Páll.
Óljóst hvort um saknæmt
athæfi er að ræða
Starfsmaðurinn sem um ræðir
er fyrrverandi fjármálastjóri Kæli-
smiðjunnar Frosts að sögn Páls.
Hann segir að of snemmt sé að
segja til um hvort um saknæmt
athæfi sé að ræða en það sé a.m.k.
af þeirri stærðargráðu að það setji
fyrirtækið í alvarlegan vanda.
„Þessi atburður gæti breytt veiga-
miklum forsendum í sambandi við
íjárfestingar og rekstur fyrirtækis-
ins. I frumúttekt benti ekkert til
þess að peningar hafi horfið úr
fyrirtækinu en Ijóst er að rang-
færslurnar ollu því að kostnaður
er vanmetinn. Ég vil þó ítreka það
að fyrirtækið stendur traustum
fótum og virðist hafa skilað hagn-
aði á síðasta ári þrátt fyrir þessar
rangfærslur," segir Páll.
Nokkrum dögum áður en stjórn
Kælismiðjunnar Frosts tilkynnti
um rangfærslurnar urðu viðskipti
með hlutabréf í félaginu á Verð-
bréfaþingi. Þar sem hlutabréf fyr-
irtækisins eru skráð á Opna til-
boðsmarkaðnum lúta þau þó ekki
ákvæðum reglna um innheijavið-
skipti. Páll segir þó fulla ástæðu
til að þessi viðskipti verði könnuð
enda vilji stjórnin ekki að hægt 1
verði að bendla fyrirtækið við eitt- 1
hvað misjafnt.
KPMG Endurskoðun hf. endur-
skoðaði umræddan ársreikning
Kælismiðjunnar Frosts fyrir síðast-
liðið ár. í áritun endurskoðenda
segir m.a. að það sé álit þeirra að
ársreikningurinn gefi glögga mynd
af afkomu félagsins á árinu 1996,
efnahag þess 31. desember 1996
og breytingu á handbæru fé á ár- (
inu 1996, í samræmi við lög, sam-
þykktir félagsins og góða reikn-
ingsskilavenju.
Páll segir að við fyrstu skoðun
virðist hafa verið staðið að um-
ræddum rangfærslum með þeim
hætti að erfitt eða jafnvel ómögu-
legt hafi verið fyrir endurskoðend-
uma að koma auga á þær. Sömu
endurskoðendur hafi hins vegar
komið auga á rangfærslurnar er
þeir hófu vinnu við sex mánaða (
uppgjör fyrirtækisins. (
Fundað um áhættusjóði
VERSLUNARRAÐ Islands gengst
fyrir morgunverðarfundi í Sunnusal
Hótel Sögu á morgun fimmtudaginn
4. september klukkan 8 til 9.30. Þar
verður fjallað um hvort áhættufjár-
magnssjóðir (Venture Capital Funds)
nýtast í raun og veru atvinnulífmu
til naýsköpunar.
Framsögumenn verða: dr. Gordon
Murray, prófessor við Warwick Busi-
ness School. Halldór J. Kristjánsson,
ráðunejdisstjóri í viðskipta- og iðnað-
arráðuneytinu.
Á morgunverðarfundinum mun dr.
Murray, sem er þekktur fræðimaður
á sínu sviði, kynna niðurstöður rann-
sókna sinna á árangri áhættuíjár-
magnssjóða við nýsköpun og varpa
ljósi á hvers megi vænta varðandi
þetta hérlendis. Jafnframt verður
kynnt væntanleg reglugerð um Ný-
sköpunarsjóð, en af henni má ráða
hveijar verða helstu áherslur í starf-
semi sjóðsins. Fundurinn er öllum
opinn en nauðsynlegt er að tilkynna
þátttöku fyrirfram í síma 588 6666.
Fundargjald er 2.500 kr. (morgun-
verður innifalinn).
Kaupþing með 122,5 milljóna hagnað fyrstu sex mánuðina
Meiri hagnaður
en allt síðasta ár
KAUPÞING hf. skilaði alls um
122,5 milljóna króna hagnaði fyrstu
sex mánuði ársins eða ívið meiri
hagnaði en allt síðastliðið ár. Það
ár var þó metár í sögu fyrirtækisins
hvað snertir afkomu og bata á eig-
infjárstöðu.
Kaupþing hefur aukið umsvif sín
á öllum sviðum á þessu ári og námu
hreinar rekstrartekjur alls 438 millj-
ónum fyrstu sex mánuðina en á öllu
síðasta ári voru þær 560 milljónir.
Að sögn Bjama Ármannssonar, for-
stjóra Kaupþings, hefur t.d. umsýslu-
þóknun aukist verulega milli ára sem
má rekja til stækkunar verðbréfa-
sjóða fyrirtækisins í Lúxemborg.
„Sjóðirnir voru stofnaðir seint á síð-
asta ári og era því komnir að fullu
inn í tekjumyndunina núna ásamt
viðskiptum sem orðið hafa vegna
þeirra. Ég geri ráð fyrir að þessar
telq'ur muni tvöfaldast milli ára.
Þá höfum við séð um fjölmörg
útboð á þessu ári. Við sáum t.d. um
tvö húsnæðisbréfaútboð, útboð fyrir
Iðnlánasjóð, stór hlutabréfaútboð
fyrir Síldarvinnsluna, Samvinnusjóð
íslands og Sláturfélag Suðurlands."
„Höfum spilað með á
markaðnum"
„Síðan hefur veltan sífellt að auk-
ast á markaðnum og hlutabréfavelt-
an fyrstu sex mánuðina var t.d. jafn-
mikil og allt árið í fyrra. Kaupþing
er stærsti aðilinn í viðskiptum með
hlutabréf á þessum markaði og við
fáum okkar hlutdeild í því,“ sagði
Bjarni ennfremur.
Það með er þó ekki allt upptalið
því aðrar tekjur Kaupþings jukust
mikið fyrstu sex mánuði ársins sem
stafar fyrst og fremst af tveimur
þáttum. „Við höfum annars vegar
stóraukið viðskipti með framvirka
samninga og miðað við síðustu ára-
mót er íslandsbanki eina íjármála-
stofnunin með meira fé í slíkum
samningum utan efnahagsreiknings.
Það eru 4,5 milljarðar í slíkum samn-
ingum í efnhagsreikningi og 5 millj-
arðar utan efnahagsreiknings.
Gjaldeyrisviðskipti og önnur við-
skipti sem tengjast þeim eru orðin
verulega stór hluti af heildarumsvif-
unum. Það hjálpar verulega til að
fyrirtækið sé orðið að fjárfestingar-
banka. Hinn þátturinn í öðrum tekj-
um er sá að markaðurinn hefur ver-
ið hagstæður. Við höfum spilað með
á markaðnum eins og aðrir og það
hefur gengið vel. Rekstrargjöldin
hafa ekki hækkað í sama mæli vegna
þess að okkur hefur tekist að halda
kostnaði niðri.“
Bjarni sagði hins vegar ekki útlit
fyrir að afkoman héldist jafngóð út
þetta ár, meðal annars vegna þess
að markaðsþróunin hefði verið óhag-
stæð að undanförnu, bæði hérlendis
og erlendis.
Hlutabréfin áfram á niðurleið
HLUTABRÉF héldu áfram að
lækka í verði í viðskiptum á Verð-
bréfaþingi íslands í gær. Hlutabréf
Samvinnusjóðs lækkuðu um 10%
frá því á mánudag, bréf KEA um
9,4%, bréf Þróunarfélagsins um
8% og Sæplasts um 7%. Um 52%
lækkun varð á gengi hlutabréfa
Pharmaco sem skýrist að mestu
af útgáfu jöfnunarhlutabréfa.
Aftur á móti hækkaði gengi
hlutabréfa í Flugleiðum og Eim-
skip lítillega í gær. Samtals varð
um 0,6% lækkun á þingvísitölu
hlutabréfa. Vísitalan var skráð
2.657 stig og er nú 20% hærri en
um áramót.
Breytingar á þingvísitölu hlutabréfa frá síðustu áramótum
Vörulistinn okkar er á netinu:
www.ny
„Eigum eng-
an þáttí
þessu“
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi athugasemd frá fyrr-
verandi starfsmönnum Kælismiðj-
unnar Frosts:
„í frétt Morgunblaðsins föstu-
daginn 29. ágúst sl. var fréttatil-
kynning frá stjórn Kælismiðjunnar
Frosts um misferli í bókhaldi fé-
lagsins, þar sem sagt var að fyrr-
verandi starfsmaður Kælismiðj-
unnar sæti undir grun vegna þessa
misferlis. Fyrrverandi starfsmenn
þess félags eru orðnir mjög marg-
ir. Við undirrituð fyrrum starfs-
menn Kælismiðjunnar Frosts vilj-
um koma því hér með á framfæri
að við eigum engan þátt í því sem
þarna er á ferðinni. Jafnframt vilj-
um við mótmæla óvönduðum
vinnubrögðum stjómarformanns
varðandi vinnubrögð þessarar
fréttatilkynningar. Við skorum
jafnframt á stjórnarformanninn að
taka af allan vafa og upplýsa les-
endur Mbl. við hveija er átt, þann-
ig að fjöldi manns liggi ekki undir
grun um jafn alvarlegt athæfi og
þarna er á ferðinni.
Reykjavík 2. september 1997,
Guðlaugur Pálsson,
Einar Eyjólfsson,
Hermann Vilmundarson,
Sævar Pálsson,
Anna Snæbjörnsdóttir,
Erling Hermannsson,
Freyr Garðarsson,
Þórarinn Ásgeirsson,
Gissur Skarphéðinsson,
Áslaug Bragadóttir,
Guðrún Viktoría
Skjaldardóttir."
-kjarni málsirn!
I
>
>
i
í
i
\
L