Morgunblaðið - 03.09.1997, Side 19

Morgunblaðið - 03.09.1997, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1997 19 Verða ljósmyndarar g-erðir að blóraböggli vegna dauða Díönu prinsessu? Erfitt verðnr að losna við áfellisdóminn ed, ekki við lögsókn vegna dauða Díönu. Ættingjar hennar kynnu að geta farið í skaðabótamál við vinnuveitanda Henri Pauls, bíl- stjóra Ritz-hótelsins, þar sem það varði við hegningarlög að aka með svo mikið áfengi í blóði eins og hann, gerði. Bílbelti kynnu að hafa bjargað Díönu Sérfræðingar í umferðaröryggis- málum héldu því fram við Reuters að Díana hefði hugsanlega komist lífs af hefði hún notað bílbelti. Þó bifreiðinni hafi verið ekið á miklum hraða hefði höggið við fyrstu snert- ingu við steypustólpa líklega ekki jafngilt nema 70 km/klst árekstrar- höggi þar sem bifreiðin hefði ekki staðnæmst á stólpanum heldur snú- ist og rekist oftar utan í fyrirstöður áður en hún staðnæmdist. Franska lögreglan hefur ekki viljað gefa upp hvort Díana hafi verið í öryggisbelt- um en franskir ijölmiðlar hafa sagt að hvorugt þeirra Dodis hafi notað bílbeltin, og heldur ekki bílstjórinn. Sá eini sem var í beltum var örygg- isvörðurinn, Trevor Rees-Jones. Sat hann í framsæti bílsins og komst lífs af. Þá sögðu breskir sérfræðing- ar, að hefði Díana ekki afsalað sér breskri lögregluvernd er hún reyndi að skapa sér nýtt líf eftir skilnaðinn við Karl prins hefði hún aldrei beð- ið bana á laugardagskvöld. 400 metra blómahaf Þegar Díana prinsessa sagðist í frægu sjónvarpsviðtali vilja verða „drottning í hjörtum fólks“ gerðu fjölmiðlar grín að henni en ljóst mátti vera af viðbrögðum almenn- ings við andlátinu að hún hafði unnið hug og hjörtu bresku þjóðar- innar. Fjallháir blómastaflar mynd- uðust fljótt við heimili hennar í Kensington-höllinni í Hyde Park- garði og minntu í gærmorgun einna helst á helgidóm. Blómahafið við hallarhliðið náði þá 400 metra niður götuna út frá hliðinu. Og ekkert lát var á straumi ungs fólks sem eldra að höllinni til að votta Díönu virð- ingu sína, oftast þögula en tárum vætta. Handskrifuð rissblöð, hjarta- laga blöðrur, teikningar barna og blóm skrýddu tijágróður meðfram götum og gangstígum til hallarinn- ar. Kort og miðar héngu út um allt þar sem óbreyttir borgarar kvöddu sinn „engil, dýrling eða gyðju“. Tugþúsundum bréfa rigndi yfir dagblöðin þar sem lesendur létu harm sinn í ljós og tölvur hirðarinn- ar, sem kom upp sérstakri heima- síðu vegna láts Díönu, höfðu vart undan að taka við tölvupósti. LJÓSMYNDARAR, sem leggja allt kapp á að ná myndum af frægu og ríku fólki, hafa verið harkalega gagnrýndir eftir að Díana prinsessa af Wales og Dodi Fayed létu lífið í bílslysi i undir- göngum við ána Signu í París að- faranótt sunnudags og virðist um- ræðu um þátt þeirra í slysinu ekki ætla að linna þótt í ljós sé komið að ökumaður bifreiðarinnar, sem einnig lét lífið, hafi verið það drukk- inn að þrefalt leyfilegt áfengismagn mældist í blóði hans. Ljósmyndarar í öllum greinum fagsins hafa snúið bökum saman eftir hið hörmulega slys í París. Sjónarmið ljósmyndaranna er að almenningur hafi þá að blóraböggl- um, hann skammist sín fyrir óseðj- andi þörf fyrir myndir úr einkalífi fræga fólksins. Hræsni að veitast að ljósmyndurunum? „Það er of mikil hræsni,“ sagði Jean-Francois Leroy, stjórnandi Perpignan-ljósmyndahátíðarinnar. „Þeir, sem gagnrýna ljósmyndarana í dag, verða fyrstir til að kaupa myndir af ungu prinsunum með grátbólgna vanga við útför Díönu. Ljósmyndaramir bregðast við fréttastofunum, sem bregðast við dagblöðum og tímaritum, sem bregðast við almenningi." Ritstjórar slúður- og ljósmynda- blaða voru hins vegar greinilega í vörn, enda hafa viðbrögðin verið harkaleg. Bróðir Díönu, Spencer jarl, og flölskylda Fayeds hafa gagnrýnt ljósmyndara og flölmiðla harkalega og leikararnir Tom Cruise og Sylvester Stallone og söngvarinn Luciano Pavarotti hafa kvartað und- an því að hafa verið ofsóttir af ljós- myndurunum, sem kallast „pap- arazzi" og elta fræga fólkið í þeirri von að ná mynd til að selja hæst- bjóðanda. Þótt bílstjórinn hafi haft meira áfengismagn í blóði, en löglegt er, mun sennilega verða erfitt fyrir stétt ljósmyndara að losna við þann áfell- isdóm að hafa „hundelt Díönu í opinn dauðann", svo vitnað sé í fyr- irsögn fransks dagblaðs á mánudag. „Það er búið að lýsa okkur morð- ingja," sagði Frederic Garcia, franskur ljósmyndari. Garcia kvaðst áður með glöðu geði vera „pap- arazzo", en eftir atburð helgarinnar gegnir öðru máli. Hátt í tugur ljósmyndara gerði ekki annað en að elta Díönu á rönd- um og oft mátti sjá um 50 ljósmynd- ara elta hana þegar hún yfirgaf heimili sitt, Kensington-höll í Lond- on. „Ef þú ert góður blaðamaður elt- ir þú Díönu þegar hún sest upp í bifreið,“ sagði ítalskur ljósmyndari, sem ekki vildi láta nafns getið. Tilkoma slúðurþátta í sjónvarpi Heitið „paparazzi" er tekið úr myndinni „La Dolce Vita“ eftir Federico Fellini, en þar kemur fyr- ir ljósmyndarinn „Paparazzo", sem lifir á því að taka myndir af frægu fólki. Þessi grein Ijósmyndunar hef- ur hins vegar tekið stakkaskiptum á undanförnum árum. Hér áður fyrr gat ákveðið fólk átt von á því að ljósmyndarar fylgdu því við hvert fótmál, en þeir hafa orðið ágengari með tilkomu slúðurþátta í sjónvarpi. Eftir því sem sjónvarpið hefur auknum mæli leyst af hólmi það sambland ljósmyndunar og blaða- mennsku, sem var lifibrauð blaða á borð við Life, hefur krafa æsi- fréttablaðanna um ljósmyndir úr einkalífi fræga fólksins orðið há- værari. Vonin um skjótfenginn gróða Enn eru til ljósmyndarar, sem vinna sjálfstætt og leggja áherslu á að beina athyglinni að styijöldum, náttúruhamförum, félagslegum vandamálum og stjórnmálaviðburð- um. Þeir eiga fullt í fangi með að afla sér lífsviðurværis. „Þú getur ekki fengið nokkurn mann til að borga fyrirfram og ert hæstánægður ef þú færð upp í kostnað," sagði Thomas Haley, bandarískur ljósmyndari, í samtali við The New York Times. „Maður hættir lífi sínu, kemur aftur og get- ur ekki einu sinni gefið myndirnar." Ljósmyndari, sem tilheyrir „pap- arazzi“-stéttinni, getur með einni ljósmynd unnið sér meira inn en aðrir ljósmyndarar á heilu ári. Sam- keppnin er hins vegar mikil. Ljós- myndararnir sitja um fræga fólkið dögum og vikum saman og eiga á hættu að lífverðir gangi í skrokk á þeim. En þeir kunna að hafa uppi á stjörnunum. „Fyrir 20 árum var „paparazzo“- ljósmyndari með myndavél, leiftur- ijós og Lambretta-vélhjól," sagði Massimo Sestini, einn af frægustu ljósmyndurum Ítalíu. „Nú er „pap- arazzi“-stéttin hátæknivædd. Við höfum fjöldann al]an af linsum, bát- um og þyrlum. Ég nota meira að segja stafræna myndavél, sem er tengd við farsíma og getur sent út um allan heim án þess að það þurfi að framkalla mynd.“ Þegar menn eru jafn heppnir og Mario Brenna, ítalski ljós- myndarinn, sem náði mynd af Díönu og Fayed í faðmlögum í báti undan strönd Sardiníu í júlí, getur stóri vinningurinn slagað hátt í hundrað milljónir fyrir eina mynd. Fjöldi tímarita sækist eftir mynd- unum. Milliliðir milli ljósmyndar- anna og tímaritanna eru skrifstofur á borð við Angeli í París, sem versl- ar aðeins með myndir af frægu fólki, fólki í fréttum. Um síðustu helgi fóru breskir fjölmiðlar fram á að umboðsskrifstofurnar útveguðu myndir af Díönu og Fayed í París. Myndbirtingin Eftir helgina spurðist að myndir af flakinu með farþegunum í væru til sölu og áður en langt um leið fannst kaupandi. Á forsíðu dag- blaðsins Bild á mánudag birtist mynd þar sem sjá mátti útlínur tveggja farþega og björgunarmenn að störfum. Myndin var greinilega tekin skömmu eftir slysið. Blaðið réttlætti ákörðunina um að birta myndina í leiðara: „Fólk úr konungsijölskyldunni nýtur ekki sömu friðhelgi einkalífs síns og aðrir dauðlegir menn. Líf þess er opinbert og virðingin fyrir því eykst eftir því fordæmi, sem það gefur. Myndavélin getur ekki ritskoðað það. En það eru takmörk. Það er greinilega farið yfír þau þegar blaðamennska breytist í umsátursástand." Graham Dudman, fyrrum frétta- stjóri á The Sun tók í svipaðan streng í viðtali við CNN. Hann sagði það hafa vakið athygli sína að Michael Jackson væri meðal þeirra er hefði hneykslast á fjöl- miðlum í kjölfar atburðarins í Par- ís. Sjálfur hefði hann hins vegar selt blaðinu The National Enquirer myndir af barni sínu fyrir stórfé. „Það verður ekki bæði haldið og sleppt,“ sagði Dudman. Margir hafa hins vegar bent á að margt frægt fólk notar fjölmiðla af mikilli kunnáttu. „Fólk á borð við Díönu og Karólínu prinsessu af Mónakó var barnalegt í fyrstu, en síðan áttar það sig á að það getur notað fjölmiðla," sagði Garc- ia. „Það er ekki hægt að fara fram á að myndir verði teknar af manni einn daginn og segja þann næsta að maður vilji ekki athygli." Tazio Secchiaroli, ljósmyndarinn, sem var fyrirmyndin að „Pap- arazzo" í mynd Fellinis, sagði að oft hefði fræga fólkið hringt í sig. „Eitt sinn hringdi Marcello Mastro- ianni af því að hann vildi vera einn með Catherine Deneuve," sagði hann. „Ég tók fimm eða sex filmur. Með þeim hætti fengu blöðin fylli sína og enginn ljósmyndari angraði þau.“ Vilja alltaf meira Viðbrögð þeirra, sem hafa kvart- að undan ágangi fjölmiðla, eru yfir- leitt á þann veg að ekki dugi að hleypa ljósmyndurum að sér, því þeir vilji alltaf meira. Þeir vilji ná mynd af stjörnunum þegar þær eiga ekki von á því að verið sé að taka mynd í þeirri trú að slíkt seljist betur. Joel Robin starfar hjá fréttastof- unni Agence France-Presse. Hann kveðst ekki vilja gagnrýna „pap- arazzi“-ljósmyndara vegna þess að hann vilji ekki kasta fyrsta steinin- um. „Þetta er þjóðfélagsfyrirbæri,“ sagði hann. „Ljósmyndararnir eru einfaldlega að bregðast við eftir- spurn slúðurblaðanna og tímarit- anna og þegar öllu er til skila hald- ið; almennings.“ Ljósmyndarar snúa bökum saman LJÓSMYNDARARNIR sjö, sem eltu bifreiðina sem flutti Díönu prinsessu og vin hennar Dodi Fay- ed frá Ritz-hótelinu í Paris hina örlagaríku aðfaranótt sunnudags- ins eru flestir reyndir atvinnuljós- myndarar, og sumir þeirra unnu fyrir virtar fréttstofur. Þeir eru: • Nicolas Arsov, um þrítugt, hef- ur starfað fyrir SIPA-fréttastof- una frönsku í rúmt ár og m.a. myndað heimsókn páfans. Hann hefur ennfremur myndað í klúbb- um Lundúna. • Lazlo Veres, liðlega fimmtugur, er vel þekktur í sínu fagi og bauð blöðunum myndir milliliðalaust. • Christian Martinez, á miðjum fertugsaldri. Tengill fyrir um- boðsskrifstofuna Angeli og hefur verið viðriðinn æsifréttaljósmynd- un í um 15 ár. • Romwald Rat, um þrítugt, er reyndur atvinnu- Reyndir at- vinnuljós- myndarar Ijósmyndari. Lögfræðingur hans segir hann vinna fyrst og fremst fyrir hina kunnu fréttaljósmynda- stofu Gamma. Hann hefur ljós- myndað frægt fólk i sex ár. • Serges Arnal, 35 ára. Hann hefur tekið myndir á næturklúbb- um í París og sérhæfði sig í að taka myndir af frægu fólki skemmtanaiðnaðarins. Honum var falið að taka myndir á kvikmynda- hátíðinni í Cannes. • Jacques Langevin, um fertugt, starfaði áður á vegum Reuters, en um síðustu helgi var hann á ferðinni í þágu Sygma, þekktrar franskrar fréttaljósmyndastofu. Hann naut virðingar í franska fjölmiðlaheiminum og hefur unnið til verðlauna fyrir myndir frá blóðbaðinu á Torgi hins himneska friðar í Peking. Hann var einn hinna útvöldu ljósmyndara, sem höfðu leyfi til að taka myndir við opinberar athafnir á vegum franska forsetaembættisins. • Fran^ois Petit. Um hann lágu ekki nánari upplýsingar fyrir. Auk þessara sjö, sem voru hand- teknir, voru fleiri ljósmyndarar á slysstaðnum. Myndir, sem þessir óþekktu ljósmyndarar tóku af flaki bifreiðarinnar, áður en búið var að ná fórnarlömbunum út úr því, hafa verið boðnar æsifrétta- blöðum víða um heim. Línur féllu niður í Díönu-umfjöllun VEGNA mistaka við vinnslu blaðs- ins féll síðasta lína í hveijum dálki niður í umfjöllun um Díönu prins- essu og Dodi Fayed á bls. 23 í gær. í fyrsta dálki á síðasta málsgrein að vera: „Ofær um að takast á við vaxandi þunglyndi taldi hún oftar en einu sinni iausnina á því vera að stytta sér aldur.“ Í öðrum dálki á síðasta málsgrein að vera rétt: „John Major ... lagði áherslu á að réttur Karls til ríkiserfð- anna væri óbreyttur.“ í þriðja dálki á síðasta máls- grein að vera rétt: „Svo djúpt hafði hún tekið bólfestu í hjörtum henn- ar.“ í fjórða dálki á síðasta málsgrein að vera rétt: „Keyptu þeir hlutabréf í House of Fraser í gegnum aðild sína að Lonhro, viðskiptaveldi Tiny Rowlands. Rowland var ekki sáttur við þau málalok og hóf herferð gegn Fayed...“ I fimmta dálki féll niður línan: „viðskiptaráðherra". Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. F Y R I R A L L A Allir almennir dansar fyrir börn, unglinga og fullorðna. Byrjendur og framhald. ■ jamkvæmifdanfar ■ Rokk ■ Kántrý ■ Gömlu danfarnir ■ Hópæfin?ar með dantkennara ■ Æfinfaaðftaða ■ íkemmtile?t fólk ■ Félayfftarf Ath. opið hús á laugardagskvöldum Innritun og upplýsingar 1.-10. sept. kl. 10.00-23.00 ísíma 564-1111 DAimKOLI Sigurðar Hákonarsonar Dansfélagið Hvönn Auðbrekku 17 - Kópavogi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.