Morgunblaðið - 03.09.1997, Page 24

Morgunblaðið - 03.09.1997, Page 24
24 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Starfsár Kammer- músík- klúbbsins að hefjast STARFSÁR Kammermúsíkklúbbs- ins, hið 41. í röðinni, hefst næstkom- andi sunnudag en fimm tónleikar verða á vegum klúbbsins í Bústaða- kirkju í vetur. Átta tónlistarmenn koma fram á fyrstu tónleikum starfsársins í Bú- staðakirkju næstkomandi sunnudag, 7. september, kl. 20.30: Sigrún Eð- valdsdóttir, Sigurlaug Eðvaldsdóttir, Helga Þórarinsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Anna Guðný Guðmundsdóttir, Þor- kell Jóelsson og Sigurður I. Snorra- son. Á efnisskrá verða eingöngu verk eftir Franz Schubert. Á öðrum tónleikum vetrarins, 12. október, verður Kodály-kvartettinn frá Ungverjalandi í aðalhlutverki en hann kemur hingað til lands á vegum Kammermúsíkklúbbsins og Japis, í og með í tilefni af tíu ára afmæli útgáfufyrirtækisins Naxos. „Kodály-kvartettinn er einn af virtustu strengjakvartettum sem nú eru starfandi og hefur hljóðritað fjöl- marga kvartetta á undanförnum árum, meðal annars eftir Debussy, Ravel, Haydn, Schubert og fleiri. Hann hefur uppskorið mikið lof, bæði fyrir hljóðritanir sínar og leik í tónleikasölum víða um heim,“ seg- ir í kynningu frá Kammermúsík- klúbbnum en á tónleikunum í Bú- staðakirkju munu þeir félagar flytja tónlist eftir Haydn, Kodály og Brahms. Á þriðju tónleikunum, 9. nóvem- ber, munu Einar Jóhannesson, Sig- rún Eðvaldsdóttir, Anna Guðný Guð- mundsdóttir og fleiri leika verk eftir Bartók, Prokofiev og Beethoven. Bernardel-kvartettinn verður síðan í sviðsljósinu 18. janúar en á efnis- skránni verða verk eftir Mozart, Beethoven og Jón Nordal. Lokatónleikar starfsársins verða 22. febrúar, þegar Edda Erlends- dóttir, Guðný Guðmundsdóttir, Auð- ur Hafsteinsdóttir, Ragnhildur Pét- ursdóttir, Junach Chung og Bryndís Halla Gylfadóttir munu leika tónlist eftir Chausson og Shostakovitsj. Verið er að leggja drög að útgáfu geisladisks með nokkru af því efni sem flutt var á tónleikum klúbbsins á síðasta vetri en allir tónleikarnir, utan einir, voru hljóðritaðir í tilefni af fjörutíu ára afmæli klúbbsins. Hamrahlíðarkórinn á kórhátíðinni Europa Cantat í Austurríki HAMRAHLÍÐARKÓRINN í upptöku fyrir þýska sjónvarpið á siglingu á Dóná. Kórinn flyt- ur íslensk verk í þýska sjónvarpinu EUROPA Cantat er stærsta og veigamesta kórhátíð Evrópu og er haldin á þriggja ára fresti víðs vegar um Evrópu. Hátíðin var fyrst haldin 1961 og að henni stendur Evr- ópusamband æskukóra. Hamrahlíðarkórinn er eini íslenski aðilinn i sambandinu (EFJC) og kórinn hefur tekið þátt í Europa Cantat hátíðinni sem fulltrúi Isiands í hvert sinn síðan 1976. Hátíðin var að þessu sinni hald- in í borginni Linz í Austurríki, dagana 18.-28. júlí. Hamrahlíðarkórinn hefur gert sér far um að kynna íslenska tónlist sérstak- lega og ávallt flutt óiíka íslenska efnisskrá á hverri hátíð og tekið með ný íslensk tón- verk. Félagar í Hamrahlíðarkórnum, sem þátt tóku í Europa Cantat XIII, voru 49 og komu þeir úr Hamrahlíðarkórnum og Kór Mennta- skólans við Hamrahlíð á aldrinum 17-27 ára. f fylgd með kórnum í ferðinni til Austurríkis voru Þorgerður Ingólfsdótti kórstjórnandi og Gunnlaugur Astgeirsson kennari. Þrjú þúsund þátttakendur frá 40 löndum komu til hátíðarinnar, kórsöngvar- Á TÓNLEIKUM kórsins í Linzer Schloss söng Ólafur Rúnarsson einsöng í verki Hildigunnar Rúnarsdóttur, Andvökunótt. Tónskáldið tileinkaði Ólafi verkið. ar, hljóðfæraleikarar og stjórnendur. 77 kórar voru skráðir á hátíðina og af þeim voru 23 valdir til að halda sjálfstæða tón- leika, þ.á m. Hamrahliðarkórinn. Fjórir kór- ar voru valdir til að koma fram á opnunar- tónleikum hátíðarinnar og var Hamrahlíð- arkórinn valinn sem fulltrúi Norður-Evr- ópu. Aðaltónleikar Hamrahlíðarkórsins voru haldnir í Linzer Schloss 22. júlí þar sem eingöngu var flutt íslensk tónlist. Þýska sjónvarpið (ZDF) vann að þáttagerð um hátíðina og gerði upptöku með Hamrahlíð- arkórnum í bátsferð á Dóná þar sem flutt voru íslensk lög. Nýjasta íslenska tónverkið á efnisskrá kórsins var Andvökunótt eftir Hildigunni Rúnarsdóttur sem samið var sér- staklega fyrir kórinn og barítonsöngvara. Þá söng kórinn við hámessu í Minoritenkirc- he í Linz, 27. júlí, og flutti íslenska kirkju- tónlist. Hamrahlíðarkórinn tók þátt í flutningi á Credo og Te Deum eftir Arvo Párt undir stjórn Tonu Kaljuste frá Eistlandi. Kórinn var jafnframt valinn til að fara með sóló- hlutverk í Te Deum. Þorgerður segir tón- list Arvo Part vera mjög áhrifamikla en fá verka hans hafi verið flutt á Islandi. Kórinn hafi því kosið að kynna sér tónlist Parts í þessari ferð auk þess sem kórstjórn- andinn, Tonu Kaljuste, sé meðal þeirra fremstu í heiminum í dag. Sá tími, sem kórinn dvaldi á hátíðinni í Linz hafi verið krefjandi en jafnframt lærdómsríkur og skemmtilegur. Að sögn Þorgerðar vakti Hamrahlíðar- kórinn mikla athygli á hátiðinni og fékk frábærar viðtökur. Kórfélagar fengu líka tækifæri til að fara til Vínarborgar og heim- sækja þar sögufræga staði og fræðast um sögu og menningu. Var sú ferð farin fjrir tilstuðlan og velvild aðalræðismanns Islands í Austurríki, dr. Cornelia Schubrig. Þunður Guðmundsdóttir fékk Bókmenntaverðlaun Guðmundar Böðvarssonar Kleppjárnsreykjum. Morgunblaöið. A SAMKOMU I félagsheimilinu Logalandi í Reykholtsdal sunnudag- inn 31. ágúst sl. var kunngert hveij- ir hlytu Bókmenntaverðlaun Guð- mundar Böðvarssonar og Borg- firsku menningarverðlaunin árið 1997. Það er Minningarsjóður Guð- mundar Böðvarssonar, skálds og bónda á Kirkjubóli, og Ingibjargar Sigurðardóttur, konu hans, sem veitir verðlaunin. Aðilar að minn- ingarsjóðnum eru félagasamtök í Borgarfirði, erfingjar og Rithöf- undasamband íslands. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 1994 en 1. september það ár hefði Guðmundur Böðvarsson orðið ní- ræður. Hann lést vorið 1974. Það var Hannes Sigfússon skáld sem hlaut Ljóðaverðlaun Guðmundar Böðvarssonar þá og Borgfirsku menningarverðlaununum var skipt milli Ara Gíslasonar og Bjama Bachmanns fyrir störf þeirra að fræði- og safnamálum Borgfirð- inga. Ljóðaverðlaun Guðmundar Böðv- arssonar hlaut að þessu sinni skáld- ið Þuríður Guðmundsdóttir. Fyrsta Ijóðabók Þuríðar Guð- mundsdóttur „Aðeins eitt blóm“ kom út árið 1969. Ljóðabækur hennar eru orðnar sjö að tölu, síð- asta ljóðabók hennar, „Nóttin hlust- ar á mig“ kom út árið 1994. Þess má geta til gamans að Þur- íður er sveitungi Guðmundar Böðv- arssonar, frá Sámsstöðum í Hvítár- síðu. Borgfirsk menning- arverðlaun Borgfirsk menningarverðlaun hlaut að þessu sinni Orgelsjóður Reykholtskirkju. Þegar byggingu hinnar nýju og glæsilegu kirkju í Reykholti var farið að miða vel áfram fóru Reyk- dælir að velta fyrir sér hljóðfæri sem hæfði henni. Þá stóð svo á að hið gamla hljóðfæri Dómkirkjunnar í Reykjavík skyldi víkja fyrir nýrra og fullkomnara hljóðfæri. Orgelsjóður Reykholtskirkju réðst því í það stórvirki að festa kaup á gamla Dómkirkjuorgelinu og láta fara fram viðhlítandi við- gerð á því. Hér er um sögufrægt hljóðfæri að ræða, það var um skeið eina pípuorgelið á íslandi og á það léku m.a. Sigfús Einarsson og Páll ísólfsson. Með framtaki sínu gerir Orgel- sjóður Reykholtskirkju Borgfirðing- um fært að hlýða í heimahéraði á orgeltónlist leikna á dágott hljóð- færi sem áreiðanlega á eftir að laða til sín orgelsnillinga. Bjarni Guðráðsson i Nesi, organ- isti Reykholtskirkju og helsti frum- kvöðull orgelkaupanna, veitti verð- Morgunblaðið/Bemhard Jóhannesson INGIBJÖRG Bergþórsdóttir, til hægri á myndinni, afhendir Þur- íði Guðmundsdóttur verðlaunin fyrir hönd úthlutunarnefndar. laununum viðtöku. Samkoman í Logalandi var vel sótt, bæði af heimamönnum og öðr- um. Boðið var upp á fjölbreytta dagskrá, Jóhann Matthíasson leik- ari las úr verkum Þuríðar Guð- mundsdóttur, Samkór Mýramanna söng, Jónína Eiríksdóttir, Bjarnfríð- ur Leósdóttir, Flosi Ólafsson og Edda Magnúsdóttir fluttu saman- tekt úr verkum Guðmundar Böðv- arssonar og Dagrún Hjartardóttir söng einsöng við undirleik Jónínu Arnardóttur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.