Morgunblaðið - 03.09.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.09.1997, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1997 AÐSEIMDAR GREIIMAR MORGUNBLAÐIÐ Umferðaröryggi í Hafnarfirði Umferðarmál - allra hagur UMFERÐARMÁL verða í sér- stökum brennidepli í Hafnarfirði í fyrstu viku septembermánaðar, en umferðaröryggisvika stendur þar yfír. Við framsetningu umferðar- öryggisáætlunar Hafnarfjarðar fyrir árið 1997 var lögð áhersla á mark- vissa umfjöllum um umferðarmál á haustdögum. Með hliðsjón af því mikla tjóni sem bæjarbúar og landsmenn allir verða fyrir daglega vegna umferð- arslysa ættu allar vikur að vera umferðaröryggisvikur. Það er von umferðarnefndarmanna í Hafnar- firði að bæjarbúar verði varir við og geti nýtt sér allar þær upplýs- ingar sem liggja frammi þessa viku. Áætlun til aldamóta Hvatinn að umferðaröryggisáætl- un Hafnarfjarðar var beiðni dóms- málaráðherra tii sveitarfélaga um að gert yrði grein fyrir fram- kvæmdaáætlun eða tillögum sem leiði til aukins umferðaröryggis. Nýlega hefur verið lögð, segir Gunnar Svavars- son, fram umferðarör- yggisáætlun Hafnar- fjarðar. Dómsmálaráðherra hefur kynnt Al- þingi í upphafi þessa árs stöðu um- ferðaröryggismáia og hvernig miðar að ná því markmiði að fækka, fyrir lok ársins 2000, alvarlegum um- ferðarslysum um 20% miðað við meðaltal ár- anna 1982-92. Skýrsla dómsmála- ráðherra er viðamikil og tekur á mörgum þáttum umferðarör- yggis, s.s. umferðar- fræðslu, ökutækjum, vegum, umhverfisþátt- um o.fl. I skýrslunni er m.a. Qallað mikilvægi upplýsingastarfs sem þátt í að hafa áhrif á vegfarendur þannig að Gunnar Svavarsson hegðun í umferðinni. Vegfarendur gegna mismunandi hlutverki í umferðinni og þess vegna þarf að koma á framfæri upplýsingum sem henta hveijum hópi. Umferðarnefnd Hafnarijarðar reynir á umferðaröryggisdög- unum að ná til sem flestra hópa og miðla fjölbreytilegum upplýs- ingum. Umferðar öry ggis- áætlun Hafnarfjarðar þeir öðlist rétt viðhorf og sýni rétta verulecjum dag og á morgun ! BÍLAÞING HEKLU N O T A Ð I R B í L A R Allir fjármögnunarmöguleikar, m.a. 100% lán til 48 mánaða. LAUGAVEGI 174 -SIMI 569 5660 • FAX 569 5662 OPIÐ: Virka daga 9-19, laugardaga 12-16. Á nýliðnu vori lagði umferðar- nefnd Hafnarfjarðar fram umferða- röryggisáætlun sem skiptist í þrjá meginþætti: fræðslu, athuganir og umferðaröryggisaðgerðir. I fræðsluþættinum er lögð áhersla á að ná til yngstu vegfarendanna t.d. með sérstakri umferðaröryggisviku að hausti. Stefnt er að samstarfs- verkefni innan skólakerfisins þar sem er hugað að göngu- og hjóla- leiðum barna. Verkefnið mætti vinna samhliða endurskoðun á hverfaskipulagi sem nú stendur yf- ir. Niðurstöður verkefnisins ættu að henta vel sem grunnur að góðu upplýsingaefni börn og foreldra. Einnig er í fræðsluáætlunni hugað sérstaklega að hjólreiðafólki. í rannsóknarhlutanum er stefnt að því að fylgja eftir svartpunkta- talningum, sem eru uppistaðan í slysa- og árekstrartalningum í bæn- um. Upplýsingarnar geta nýst sem undirstaða fyrir fræðslu eða aðrar beinar umferðaröryggisaðgerðir s.s. endurbætur á vegakerfinu. Af öðrum sérstökum athugum sem stefnt er að, má nefna aðgengi fatl- aðra og gönguleiðir milli sveitarfé- laga sem er brýnt mál. Sá þáttur sem er hvað viðamest- ur í áætluninni er beinar umferðar- öryggisaðgerðir sem oftar en ekki eru endurhönnun og breytingar á umferðarmannvirkjum. í Hafnar- firði liggja nú tveir þjóðvegir, ann- ars vegar Fjarðarhraun/Reykjanes- braut og hins vegar Reykjavíkur- vegur. Umferð um þessar megin- æðar er mikil og í áætlunni er sér- staklega hugað að gatnamótum á þessum vegum. Að ýmsum öðrum götum er hugað svo og aðgengis- málum við leikskóla o.fl. í Hafnar- firði hefur á síðustu árum verið unnið að hraðatakmarkandi aðgerð- um t.d. með uppsetningu hindrana, þrenginga, miðeyja og hringtorga. Hámarkshraði hefur verið lækkaður og vissulega unnið að því að ná niður hraða ökutækja í einstökum hverfum. Umferðaröryggisvika í Hafnarfirði Umferðaröryggisvikan saman- stendur af nokkrum viðburðum. Allir leikskólar bæjarins verða heimsóttir, í för með lögreglu, og dreift til barna endurskinsmerkjum og fræðsluefni frá Umferðarráði. Framhaldsskólanemendum gefst sérstakt tækifæri til að nota veltibíl- inn, sem er lofsvert framtak þeirra sem að honum standa. Á fræðslu- fundi fyrir bæjarbúa er fjallað um svart punkta, endurbætur á um- ferðarmannvirkjum, slys, nýfram- komið punktakerfi við umferðar- lagabrot o.fl. Sérstakar merkingar og hraðamælingarskilti verða einn- ig áberandi. Á lokadegi umferðaröryggisviku er bæjarbúum boðið að koma við í miðbæ Hafnarfjarðar þar sem ýms- ir aðilar, er tengjast umferðarör- yggi, taka á móti gestum. Bæjarbú- ar fá tækifæri á að prófa veltibílinn og yngsti aldurshópurinn er boðinn í Litla-Ökuskólann. Um leið og ökumenn eru minntir á aukinn íjölda ungra vegfarenda í umferðinni með tilkomu skólabyij- unar þá eru Hafnfirðingar og aðrir landsmenn hvattir til að hugsa um aukið umferðaröryggi alla daga árs- ins. Höfundur situr í umferðamefnd Hafnarfjarðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.