Morgunblaðið - 03.09.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1997 27
AÐSENDAR GREINAR
HANNES Hólm-
steinn er þekktur hér-
lendis sem lærisveinn
Friedmanns og Hayeks.
Hugmyndir þeirra þre-
menninga kalla íslend-
ingar frjáishyggju.
Umræða um fijáls-
hyggjuna hristi mjög
ánægjulega upp í okkur
öllum á síðasta. áratug.
Hún vakti spurningar
um frelsi og réttlæti
sem hollt var að leita
svara við. Munurinn á
Hannesi og okkur hin-
um var sannfæring
hans. Hann hafði svör
við öllu á reiðum hönd-
um. Hann var hinn einarði og trú-
verðugi boðberi og veijandi fijáls-
hyggju á íslandi. Ein er sú krafa
fijálshyggjunnar sem hrífur okkur
en það er krafan um frelsi einstakl-
ingsins. Þótt krafan um að allir hin-
ir séu líka ftjálsir sé svolítið óspenn-
andi, þá er tilhugsunin um eigið
frelsi óneitanlega heillandi. Það sem
líka hrífur í hugmyndum þeirra þre-
menninga, Hannesar, Hayeks og
Friedmanns, er hinn duldi anark-
ismi. Án þess þeir fari mikið út í
þá sálma þá birtist hann glöggt í
megnri andúð þeirra á stjórnvöldun
og samþjöppun valds. Ekkert var
eins mikið eitur í beinum þremenn-
inganna og aðgerðir stjórnvalda til
að hafa áhrif á tekjudreifingu með
millifærslum og miðstýringu, t.d.
með auðlindakvóta. Slíkt athæfi
hlaut að leiða til óréttlætis og spill-
ingar.
Hannes og framsókn
Andúð á millifærslum og miðstýr-
ingu var svo skýr hvað fijálshyggj-
una snerti að þegar Hannes fór að
veija stjórn fiskveiða í blaðagreinum
fyrir nokkrum árum hélt ég að þar
færi einhver alnafni hans úr Fram-
sóknarflokki eftirstríðsáranna. Nú
hefur Hannes skrifað sjö greinar
með mynd, svo ekki verður um villst,
og vitnað í Marx, Smith og George
(ekki í Friedmann eða Hayek). Hann
er greinilega orðinn einarður for-
svari lífsgæðaskömmtunar í anda
gömlu Framsóknar um miðbik aldar-
innar. Þegar menn ganga fram fyrir
skjöldu sem fánaberar hugsjóna
kemur að því að maðurinn og hug-
sjónin verða eitt. Þetta kann að vera
ósanngjarnt en það er bara svona.
Ef talsmaður hugsjóna fer nú allt í
einu að tala úr allt annarri átt en
áður þá á hann á hættu að vera
talinn ómerkingur. Hannes Hólm-
steinn hefur haldið uppi vörn fyrir
ókeypis úthlutun veiði-
heimilda í sjávarútvegi,
þ.e. hann hefur haldið
uppi vörn fyrir óréttláta
skiptingu spilltra
stjórnvalda á auðlind í
þjóðareign. Þetta and-
fijálshyggjulega við-
horf veit Hannes að
hann verður að
rökstyðja vel til að
halda andliti. Hann á
erfitt með að nota til
þess sér handgengin
hugtök eins og frelsi
(frelsi og skömmtun
fara ekki saman), rétt-
læti (réttlæti og mis-
munun fara ekki sam-
an) eða spilling (skömmtun og spill-
ing fara jú saman). Því hefur hann
reynt að fjalla um málið í löngum
vangaveltum um eignarrétt og nýt-
ingarrétt.
Hannes og hindúisminn
Eignarrétturinn er hátt skrifaður
í fijálshyggjunni og Hannes heldur
Ákvörðun eignarhluta
er ekki flóknari, að
mati Stefáns Bene-
diktssonar, en álagn-
ing opinberra gjalda.
því fram að nýting útgerðarmanna
á auðlind þjóðarinnar skapi eignar-
rétt þeirra á því sem við öll óumdeil-
anlega eigum. Eignarréttur útgerð-
armanna er að því er Hannes segir
rétthærri en eignarréttur venjulegs
íslendings sem ekkert hefur annað
til unnið en að fæðast á íslandi.
Hannes_ Hólmsteinn er sannfærður
um að íslendingur sem getinn er af
útgerðarmanni eigi meiri rétt á að
hafa tekjur af þorskveiðum en ís-
lendingur sem getinn er af banka-
manni, lækni eða sjómanni. Ef þessi
hugsun er tekin alvarlega þá skapa
athafnir foreldra okkar þeim eign-
arrétt á athöfninni og okkur þar
með erfðarétt því hann er jú fylgi-
fiskur eignarréttarins. Oréttlæti
þessarar hugmyndar þarf ekki að
skýra fyrir neinum og augljóst að
þetta er ekki fijálshyggja. Því verður
manni spurn: Er Hannes orðinn
hindúi og skyldi einhver hafa sagt
Friedmann af þessu?
Að gamni slepptu, auðvitað er
Hannes ekki orðinn alvöru hindúi,
frekar eins konar fijálshyggju-
hindúi, því hann telur eðlilegt að
menn geti selt erfðarétt sinn, en það
geta alvöruhindúar ekki. Hér er aft-
ur á móti á ferðinni ein andfijáls-
hyggjulegasta hugmynd sem skotið
hefur upp kollinum í seinni tíð.
Stjórntrúaðir menn hafa á stundum
fryst laun, verðlag og gengi en eng-
inn hefur þorað hingað til að leggja
til frystingu samfélagsgerðarinnar
með jafn róttækum hætti og felst í
vörn Hannesar fyrir kvótann. Ég er
á móti þessari frystingu, meðal ann-
ars af því að ég vil ekki að Hannes
fijósi í svo hatrammri andstöðu við
fijálshyggjuna.
Hlutabréf í fiskistofnum
Almenn samstaða er um að fiskur
í efnahagslögsögu sé eign allra Is-
lendinga sama hverra manna þeir
eru. Almenn samstaða er um að
auðlindina verði að nýta í hófi og
þess vegna er heildarafli takmark-
aður. Með þetta fyrir augum er mjög
auðvelt að reikna út eignarhlut hvers
landsmanns í heildarafia og gefa út
hlutabréf á þessa eign. Heildarafii
er breytilegur eins og fólksfjöldi frá
ári til árs og því er hiutdeild hvers
manns í heildarafla breytileg frá einu
ári til annars. Ákvörðun eignarhlutar
er þó ekki flóknari en álagning opin-
berra gjalda. í janúar ár hvert ætti
hver og einn að fá sent yfirlit yfir
eignarhlut sinn í tonnum. Markaðs-
aðstæður réðu því svo hveiju sinni
hvaða tekjur landsmenn hefðu af
sölu aflahlutabréfa á markaði. Hér
er ekki verið að tala um ríkissölu
veiðileyfa heldur viðskipti með hluta-
bréf á opnum markaði.
Misrétti eða jafnrétti
Hannes hefur áhyggjur af því að
ríkissala veiðileyfa yrði spilltum
stjórnmálamönnum að óheppilegri
peningauppsprettu. Hann telur
þessu borgið með því að afhenda
fámennum hópi manna eignar- og
erfðarétt að fiskistofnum um aldur
og ævi með kvótaúthlutunum úr
hendi sömu spilltu stjórnmálamann-
anna. Það er einkennilegt að þeir
sem mestan ímugust hafa á stjórn-
málamönnum hafa oft um leið mesta
trú á þeim. Eða hvað aftrar spilitum
stjórnmálamönnum að mati Hannes-
ar frá því að seilast eftir ávinningi
af úthiutun aflaheimilda og viðhaldi
þess ástands sem við nú búum við?
Auðvitað seilast stjórnvöld eftir
„sínu“ hvaða leið sem farin er. Það
sem við hins vegar getum, er að
veija skýlausan rétt okkar en ekki
bara rétt kvótaaðalsins og eignar-
réttur okkar hvers og eins á fiski-
stofnunum er skýlaus. Ef verðmæti
fiskiauðlindar okkar er 50 milljarð-
ar, sem er mjög varlegt mat, þá er
eignarhlutur hvers íslendings
200.000 kr. eða 700.000 kr. á meðal-
fjölskyldu. Arðsemi þessarar eignar
ætti að vera 70.000 kr. á ári. Og
hver er þá réttur útgerðarmannsins
og fiskverkandans? Sá sami og okk-
ar allra hinna, að selja og kaupa
aflahlut, fisk eða gjaldeyri á hæsta
fáanlega verði.
Höfundur er þjóðgarðsvörður og
fyrrv. alþingismaður.
Þorskurinn
okkar, Hannes
og kvótinn
Stefán
Benediktsson
Rousseau,
Yoltaire og
veiðigjald
FYRIR skömmu
nefndi ég nokkur dæmi
um það, að krafan um
auðlindaskatt eða
veiðigjald er ekki ný:
Einokunarverslun
Dana á íslandi var eins
konar innheimtustofn-
un fyrir veiðigjald.
Adam Smith hafði
þegar 1776 svarað
þeim rökum veiði-
gjaldssinna, að
ástæðulaust væri að
keppa að bættum við-
skiptahag, rynni hann
allur til eyðslusamra
auðmanna. Karl Marx
hafði gerst sameignar-
sinni á ritstjóraárum sínum í Rínar-
héruðum, þegar viðartekja þar í
skógum fór úr sameign í séreign.
Henry George vildi gera alla jarðr-
entu upptæka með skatti, eins og
veiðigjaldssinnar vilja gera alla
sjávarrentu (fiskveiðiarðinn) upp-
tæka með skatti. Og áhyggjur
margra talsmanna landbúnaðarins
um 1920 af því, að sjávarútvegur
sogaði til sín vinnuafl og völd, eru
engu líkara en áhyggjum margra
talsmanna iðnaðarins af hinu sama.
Enginn hefur þó komið skýrari
orðum að frumtilfinningu veiði-
gjaldssinna en Jean-Jacques Ro-
usseau í Orðræðu um ójöfnuð, sem
út kom árið 1755. Þar sagði meðai
annars: „Hinn fyrsti, sem fékk þá
hugmynd að girða af jarðarskika
og segja: „Þetta er mín eign!“ -
og fann menn, sem voru nógu
grunnhyggnir til að trúa honum,
er hinn sanni frumkvöðull þjóðfé-
lagsins. Hve mörgum glæpum,
morðum og styijöldum, hvílíkri ógn
og eymd hefði sá maður hlíft mann-
kyninu við, er rifið hefði upp staur-
ana eða fyílt upp skurðinn og hróp-
að til meðbræðra sinna: „Gætið
yðar! Hlustið ekki á svikara þenn-
an. Þið eruð glötuð, ef þið gleymið
því, að ávextir jarðarinnar eru eign
okkar allra, en jörðin sjálf tiiheyrir
engum manni.““
Ef við skiptum á orðunum jörð
og sjó, þá er kenning veiðigjalds-
sinna lifandi komin: „Gætið yðar!
Hlustið ekki á svikara þennan. Þið
eruð glötuð, ef þið gleymið því, að
ávextir sjávarins eru eign okkar
allra, en sjórinn allur tilheyrir eng-
um manni.“ Með kvótakerfinu var
sjórinn einmitt girtur af, ef svo má
segja, til þess að nýting hans yrði
skynsamlegri. En veiðigjaldssinnar
eiga bágt með að sætta sig við
það, eins og þeir Ro-
usseau, Marx og Ge-
orge, að einstaklingar
eignist náttúrugæði,
þótt það sé öllum að
lokum til góðs. Veiði-
gjaldssinnar einblina á
girðinguna, en sjá ekki,
að garðurinn innan
hans er betur ræktaður
og ber fleiri ávexti.
Þeir skilja ekki, að
menningin er umfram
allt hreyfing úr sam-
eign í séreign. Þegar
Voltaire ias bók Ro-
usseaus, skrifaði hann
út á spássíuna: „Nú, á
sá, sem plantaði út,
sáði og girti, ekki að eiga rétt á
ávöxtum vinnu sinnar?“ Og enn
skrifaði hann: „Nú! Ætti þessi þjóf-
ur þá að vera velgjörðarmaður
Enginn hefur þó komið
skýrari orðum að frum-
tilfinningu veiðigjalds-
sinna, segir Hannes
Hólmsteinn Gissurar-
son í fyrri grein sinni,
en Jean-Jacques Ro-
usseau í Orðræðu um
ójöfnuð, sem út kom
árið 1755.
mannkyns? Þetta er heimspeki betl-
ara, sem vildi sjá hinn ríka rændan
af hinum fátæku!“ Eftir lesturinn
sendi Voltaire Rousseau bréf, þar
sem sagði meðal annars: „Aldrei
hefur slíku andríki verið beitt til
að gera oss að dýrum sem þér ger-
ið hér. Mig fer að dauðlanga til að
skríða á fjórum fótum, þegar ég les
rit yðar. En þar sem ég lagði þann
vana niður fyrir 60 árum, fínn ég
til allrar óhamingju, að mér er
ómögulegt að taka hann upp aft-
ur.“ Betur verður Rousseau og
veiðigjaldssinnum okkar daga varla
svarað. í stað þess að hverfa aftur
til náttúrunnar eigum við að halda
áfram hreyfíngunni úr sameign í
séreign.
Höfundur er prófessor í stjórn-
málafræði í félagsvísindadeild
Háskóla Islands.
Hannes Hólm-
steinn Gissurarson
Öskutunnuhremmingar í Kópavogi
Opið bréf til bæjaryfirvalda
NÚ Á dögunum kom
flokkur manna og
dreifði öskutunnum
fyrir framan hvert hús
í hverfinu mínu. Tunn-
unum var stillt upp
framan við húsin og
ekki var gengið úr
skugga um hvort þær
pössuðu inn í þær
ruslageymslur sem eru
í húsunum. Ég og ná-
grannar mínir kom-
umst fljótlega að því
að þessar tunnur kom-
ust alls ekki inn í þau
hólf sem eru í húsunum
til þessara nota. Ég
hringdi í bæjarskrifstofurnar til þess
að spyijast fyrir um málið og fékk
símanúmer til þess að
hringja í. Sá sem svar-
að reyndist vera verk-
taki sem dreifir tunn-
unum fyrir bæinn. Ég
átti ánægjulegt samtal
við manninn sem sagði
að þetta vandamál
hefði komið upp víðar
í bænum, en það væri
ekki við hann að sak-
ast. Ég hringdi aftur á
bæjarskrifstofumar og
reyndi að fá samband
við einhvem á tækni-
deild um málið, en aug-
ljóst var að um leið og
ég minntist á öskut-
unnur lokuðust allar leiðir til þess
fá að tala við nokkum.
Skúlason
Mér virðist þessi herferð
því að öllu leyti vera illa
undirbúin og illa ígrund-
uð, segir Ari Skúlason.
Ekki virðist vera hugsað
mikið um hagsmuni
bæjarbúa.
Vegna þess að ég veit að hundr-
uð manna í bænum eru í sömu
stöðu og ég hef ég tekið það ráð
að skrifa þetta bréf til bæjaryfir-
valda og leita ráða þannig að þau
ráð sem koma geti nýst fleirum
en mér. Mér finnst þetta mál
reyndar alveg fáránlegt. I fyrsta
lagi skilst mér að ýmsir hafi bent
á það strax í upphafi að þessi
staða myndi koma upp. I öðru
lagi finnst mér út í hött að bæj-
aryfirvöld ætli bæjarbúum að
troða tunnum inn í ruslageymslur
sem byggingaryfirvöld sama bæj-
ar hafa samþykkt í húsum og all-
ar upplýsingar eiga að vera til um
hjá bænum. Mér virðist þessi her-
ferð því að öllu leyti vera illa und-
irbúin og illa ígrunduð. Ekki virð-
ist vera hugsað mikið um hags-
muni bæjarbúa.
Spurningar mínar til bæjaryfir-
valda eru eftirfarandi:
1. Verður gengið hart eftir því
að íbúar noti tunnurnar þrátt fyrir
að þeim sé ekki hægt að koma
fyrir í þeim ruslageymslum sem
byggingaryfii’völd hafa samþykkt?
2. Hvenær kemur að því að ein-
göngu verða tæmdar ruslatunnur
og pokar ekki teknir?
3. Er ætlast til þess að íbúar
breyti ruslageymslum sínum sjálfir
til þess að koma tunnunum fyrir
eða er gert ráð fyrir því að tunn-
urnar standi úti við lóðamörk eða
hreinlega úti á götu?
4. Fari svo að menn noti ekki
tunnur og haldi áfram með poka
sem ekki verða teknir, verður þá
ekki að hætta að innheimta sorp-
hirðugjald af viðkomandi íbúum?
5. Er mögulegt að bæjaryfir-
völd útvegi mismunandi stærð og
lögun af tunnum til þess að dæm-
ið geti gengið upp?
6. Hvaða athuganir voru gerðar
áður en farið var út í þessa rusla-
tunnuherferð?
Ég vona að ég fái skjót og góð
svör við þessum spurningum, mér
og öðrum íbúum til glöggvunar.
Höfundur er íbúi í austurbæ
Kópavogs.