Morgunblaðið - 03.09.1997, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1997 29
rafírði og Önundarfirði
Öryggismálaráðstefna Norðurlandaráðs
nýjung í landbúnaði sem við viljum
halda áfram með,“ sagði hún.
„Okkur vantar alla reynslu annarra
af að fást við snjó svo dæmi sé
tekið en erfiðlega hefur gengið að
nálgast þær upplýsingar hjá Vega-
gerðinni og auðvitað eigum við eft-
ir að fá gagnrýni ef í ljós kemur
að skjólbeltið veldur sköflum á veg-
inum svo dæmi sé tekið en við
munum þá taka á því.“
Arnlín sagði að helstu veðurfars-
legu vandamálin væru lágur sumar-
hiti, fyrst og fremst vegna hafgolu
og vindstrengja, langvarandi þurrk-
ar snemma sumars og snjófarg á
vetrum. Sagði hún að gert væri ráð
fyrir að gróðursetning við íbúðar-
hús veitti þeim skjól og drægi úr
hitunarkostnaði. Með túnjöðrum
yrðu sett niður skjólbelti sem meðal
annars munu hafa þau áhrif að
uppskeran eykst auk þess sem
möguleikar á að rækta fleiri teg-
undir myndu aukast.
Áhrif veðurs og vinda
Morgunblaðið/Kristín Gunnarsdóttir
rmaður Skógræktarfélags Dýra-
íógum.
jörðum og svæðum og ákvarðanir
teknar um gerð skjólbeltakerfa.
Voru tekin fyrir tvö tilraunasvæði,
Bakkaþorþ í Dýrafirði og bærinn
Tröð í Önundarfirði og er fyrirhug-
að að gróðursetja 2,5 km löng skjól-
belti eða svokallaða snjófangara á
þessum tveimur jörðum næsta vor.
„Ég er búin að tala við
allflesta bændur, sem hafa
„Bændur þurfa beitarhólf fyrir
lambfé á vorin og á ég þá við lítið
skýlt hólf, þar sem lömbunum líður
vel og hægt er að fylgjast með
þeim. Þá þarf beitargirðingu fyrir
fé á haustin og það verður annað
hólf, þannig að grunnur að skipu-
lagi við bæi er þörf búsins,“ sagði
hún. „Þegar ákvörðun er tekin um
hvar á að planta er tekið tillit til
veðurs og vinda og höfum við unn-
ið með Haraldi Olafssyni veður-
fræðingi að könnun á áhrifum vinda
á einstaka staði með tilliti til snjó-
söfnunar og hvernig skuli bregðast
við. Það hefur komið verulega á
óvart hversu erfitt er að afla upplýs-
inga um veður á svæðinu, einfald-
lega vegna þess hversu
fjölskrúðugt það er. Við
Tillit verður
sýnt verkefninu mikinn tekið til veð- Þurfum þv' að leggja
áhuga,“ sagði hún. „Ég urs Qq vinda mikla vinnu * að átta okk-
er bóndi og bý á Ströndum 9 ur á staðbundnum að-
og var með sauðfé og stæðum. Verið er að
þekki hvernig sá búskapur gengur
fyrir sig. Ég hef því fullan skilning
á þörfum bænda.“
Tré fyrir búpening og búendur
Arnlín sagði að markmið Skjól-
skóga hefði frá upphafi verið skil-
greint þannig að skógræktin hefði
þann tilgang helstan að þjóna þeim
búskaparháttum sem fyrir eru á
svæðinu. Ekki væri um að ræða tré
eða búpening heldur tré fyrir bú-
pening og búendur. Sagði hún að
í raun væri hér um nýjung að ræða
í landbúnaði sem mikill áhugi væri
fyrir að halda áfram með en til
þess skorti fé. „Þetta er í raun
útbúa reiknilíkan af dæmigerðum
dal til að fá fram almennar upplýs-
ingar en vinnan með Haraldi snýst
um að útfæra reikniaðferðina í
nægilega lítinn skala. Svona vind-
líkan er hvergi til hér á íslandi og
raunar hvergi í heiminum eftir því
sem við best vitum.“
Arnlín benti á að Skjólskóga-
verkefnið væri ekki einungis at-
vinnuskapandi heldur gæti það haft
gífurleg áhrif á skilyrði til landbún-
aðar ef vel tækist til. „Munurinn
verður svo mikill að líkja má við
að verið sé að færa bændum aukinn
kvóta fyrir utan fegrun og skjól
fyrir aðra landsmenn,“ sagði hún.
Breytt öryggisliug'-
tak efst á baugi
Breytt öiyggishugtak
var til umræðu á örygg-
ismálaráðstefnu Norður-
landaráðs í Helsinki í síð-
ustu viku. Olafur Þ.
Stephensen segir að
Norðurlöndunum gefíst
nú ný tækifæri til sam-
starfs á nýjum sviðum
öryggismála, þar sem
ólík afstaða til NATO
hamli ekki umræðum.
STARF Atlantshafsbandalagsins að almannavörnum er dæmi um
útvíkkun öryggishugtaksins. Hér eru hermenn frá Litháen á al-
mannavarnaæfingu Friðarsamstarfs NATO, Samverði ’97, sem
haldin var hér á landi í sumar.
BREYTT öryggishugtak var
mjög til umræðu á ráð-
stefnu Norðurlandaráðs
um öryggismál á Norður-
löndum og nærsvæðum þeirra, sem
haldin var i Helsinki í síðustu viku.
í umræðum á ráðstefnunni kom skýrt
fram að menn einblína nú ekki leng-
ur á vamargetu og hernaðarmátt,
þegar rætt er um öryggismál, heldur
marga aðra þætti, til dæmis um-
hverfismál, lýðræði og mannréttindi,
efnahagslegan ójöfnuð, þjóðern-
isspennu, skipulagða glæpastarfsemi
og fleira.
Með ákveðinni illkvittni mætti auð-
vitað halda því fram að áherzlan á
breytt og útvíkkað öryggishugtak á
ráðstefnu Norðurlandaráðs hafi eink-
um þjónað þeim tilgangi að þurfa
ekki að ræða hina ólíku afstöðu nor-
rænu ríkjanna til varnarbandalaga,
sem á sínum tíma útilokaði allar
umræður um öryggismál á vettvangi
ráðsins. Geir H. Haarde, formaður
utanríkismálanefndar Alþingis og
leiðtogi íhaldsmanna í Norðurlanda-
ráði, skar sig til dæmis úr hópnum
með því að tala beinskeytt um rökin
fyrir NATO-aðild Svíþjóðar og Finn-
lands, enda fékk hann skammir fyrir
hjá finnskum og sænskum þing-
mönnum.
En við skulum frekar líta svo á
að víðtækara og flóknara öryggis-
hugtak veiti Norðurlöndunum tæki-
færi til að leggja í sameiningu sitt
af mörkum til öryggismála í Norður-
Evrópu, þrátt fyrir ólíkar skoðanir á
því hvernig bezt sé að haga vörnum
sínum. Fijóar umræður um þetta
nýja svið samstarfsins gætu jafnvel
hleypt nýjum krafti í Norðurlanda-
samstarfið á komandi árum og gert
það tilgangs- og árangursríkara.
Hans Hækkerup, varnarmálaráð-
herra Danmerkur, orðaði það svo á
ráðstefnunni að Norðurlandasam-
starfið væri nú orðið „heilsteyptara“
þegar varnar- og öryggismálavíddin
hefði bætzt við.
Svíþjóð og Finnland í nánu
samstarfi við nýtt NATO
Ekki má heldur gleyma því að
Atlantshafsbandalagið hefur sjálft
breytt skilgreiningu sinni á öryggis-
hugtakinu. Bandalagið leggur nú
mikla áherzlu á friðargæzlu, kreppu-
stjórnun og tryggingu lýðræðis og
stöðugleika um alla Evrópu þótt
kjarninn í öryggishugtakinu, varnir
landsvæðis NATO-ríkjanna, standi
óhaggaður. Þetta, ásamt öðrum þátt-
um, hefur gert Svíþjóð og Finnlandi
kleift að taka upp náið samstarf við
NATO og öll norrænu ríkin hafa til
dæmis tekið þátt í friðargæzlu í Bos-
níu.
Norðurlöndin taka líka öll þátt í
Friðarsamstarfi NATO, sem er
„meira en áætlun um hernaðarsam-
starf’, eins og Norman Ray, aðstoð-
arframkvæmdastjóri bandalagsins,
sagði á ráðstefnunni. Ray orðaði það
svo að Friðarsamstarfið væri „fjár-
festing í friðsamlegri þróun álfunnar
í framtíðinni."
Athyglisvert var að heyra skoðan-
ir Björns von Sydow, varnarmálaráð-
herra Svíþjóðar, á Friðarsamstarfinu,
en hann hljómaði nánast eins og tals-
maður NATO: „Ég tel að Friðarsam-
starfið sé einmitt gott dæmi um það
hvemig alþjóðlegt samstarf --------
um tryggingu öryggis hef-
ur þróazt. Þegar NATO
bauð til Friðarsamstarfsins
árið 1994 töldu margir að
það væri annars vegar bara
biðstofa fyrir þá, sem vildu vera með
í NATO en fengju það ekki og hins
vegar að það myndi ekki hljóta neina
sérstaka þýðingu. Þessi gagnrýnend-
ur hafa sannarlega haft rangt fyrir
sér!“
Hernaðarleg meðul ekki
í fyrsta sæti
Von Sydow beindi, eins og margir
aðrir ræðumenn á ráðstefnunni, sjón-
um sinum einkum að Eystrasalts-
svæðinu. Hann benti á að þar væru
ríki, sem hefðu mjög ólíka stöðu í
öryggiskerfi Evrópu; NATO-ríki, ríki
utan hernaðarbandalaga, ríki sem
hefðu sótt um aðild að NATO, ríki
sem bandalagið hygðist hefja viðræð-
ur við — og loks stórveldið Rússland.
Þrátt fyrir það væra mörg tækifæri
til samstarfs og Norðurlöndin bæru
ábyrgð á að gera þetta gamla átaka-
svæði kalda stríðsins að friðsamleg-
um, öruggum og velmegandi hluta
Evrópu. „Hernaðarlegu meðulin eru
hér ekki í fyrsta sæti, heldur mun
samstarf á sviði viðskipta, menning-
armála, umhverfísmála og orkumála
fyrst og fremst færa okkur nær þessu
markmiði. í gegnum borgaralegt
(civilt) samfélag getum við -------
tryggt langtímaforsendur
friðsamlegrar þróunar,”
sagði Von Sydow.
Halldór Ásgrímsson ut-
anríkisráðherra tók mjög í
sama streng er hann ávarpaði ráð-
stefnuna. Hann sagði að hernaðar-
máttur gæti vissulega tryggt öryggi
en það öryggi, sem Norðurlandabúar
sæktust eftir væri ekki eingöngu
byggt á hernaðarmætti, þótt hann
vildi ekki gera lítið úr mikilvægi
hemaðarlegra þátta.
Mikilvægi lýðræðis
og mannréttinda
Halldór nefndi sérstaklega trygg-
ingu mannréttinda og lýðræðis. „Það
er löngu viðurkennd staðreynd að
víðtæk mannréttindabrot geta ógnað
friði og öryggi á alþjóðlegum vett-
vangi. Af því leiðir að virðing fyrir
mannréttindum eykur öryggi,“ sagði
Halldór. „Fólk, sem getur valið eigin
ríkisstjórn, er ólíklegt til að grípa til
ofbeldis gagnvart þeirri ríkisstjórn
vegna þess að það hefur aðrar að-
ferðir til að losna við hana eða hafa
áhrif á gerðir hennar með því að
nota tjáningarfrelsi sitt. Lýðræðis-
ríki, þar sem mannréttindi og réttur
einstaklingsins er tryggður og virtur,
hafa kerfi til að taka á óánægju. Af
sömu ástæðu er fólk, sem býr við
slíkar aðstæður ólíklegt til að grípa
til ofbeldis gagnvart öðram ríkjum,
af því að það er sátt við það sem
----------------- það hefur. Þessir þættir
Heilsteyptara eru Því augijósiega í þágu
Norðurlanda- öryKK>s“
Halldór fjallaði einnig
samstarf um mikilvægi efnahags-*
þróunar í öryggismálum
og hugsanleg áhrif gífurlegs munar
á velmegun fólks, annars vegar á
milli vesturs og austurs í Evrópu og
hins vegar innan sumra þjóðfélaga.
„Það verður að vera visst efnahags-
legt jafnvægi innan þjóðfélaga til að
koma í veg fyrir átök. í þessu sam-
bandi ber að leggja áherzlu á að
mannréttindi eru ekki algerlega tak-
mörkuð við borgaraleg og pólitísk
réttindi, heldur taka þau einnig til
efnahagslegra og félagslegra rétt-
inda og virðing fyrir mannréttindum
og efnahagsþróun eru því samtengd-
ar,“ sagði utanríkisráðherra.
Bæði Halldór og Paavo Lipponen,
forsætisráðherra Finnlands, lögðu ^
mikla áherzlu á þátt umhverfisvernd-
ar í öryggismálunum, ekki sízt varn-
ir gegn mengun sjávar, þótt þar tal-
aði Lipponen um Eystrasalt en Hall-
dór um Norðurhöf.
Einblínt á Eystrasaltið
og meginland Evrópu
Áherzlan á Eystrasaltið og svæðin
austan og sunnan Skandinavíu í
umræðum á ráðstefnunni — sem átti
að fjalla um Norðurlönd og nær-
svæði þeirra — vakti raunar blaða-
--------- mann frá íslandi til um-
hugsunar um það hvort
þar væri enn eitt dæmið
um þá hættu, sem Halldór
_________ Ásgrímsson hefur vakið
athygli á, að Norður-Atl-
antshafið og öryggishagsmunir ís-
lands gleymist í öryggismálaumræð-
unni í nágrannalöndum okkar.
Fulltrúi NATO á ráðstefnunni,
Norman Ray, ræddi til dæmis aðal-
lega um ástand mála í austri og suðri.
Hann fjallaði jafnframt um endur-
skoðun herstjórnarkerfis NATO og
nauðsyn þess að NATO-kerfið „end-
urspeglaði raunveruleikann í hinu
nýja öryggisumhverfi í Evrópu“ en
eins og greint var frá hér í blaðinu
fyrir stuttu hefur sú endurskoðun-
meðal annars haft í för með sér kröf-
ur um að eyjaherstjórnir á Atlants-
hafi verði aflagðar.
Aðspurður í ráðstefnulok hvað
honum hefði fundizt um skort á
umræðum um öryggi á Norður-Atl-
antshafí sagði Geir H. Haarde hins
vegar: „Þar er okkar málum vel borg-
ið.“ r
Lýðræði og
mannréttindi í
þágu friðarins