Morgunblaðið - 03.09.1997, Page 33

Morgunblaðið - 03.09.1997, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUÐAGUR 3. SEPTEMBER 1997 33 + Óskar Ólafur Vigfússon var fæddur í Áshverfi í Rangárvallasýslu 21. nóvember 1911. Hann lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 27. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Vigfús Sveinsson og Anna Guðmundsdóttir. Óskar var eldri tveggja bræðra, yngri bróðir hans var Ólafur, sem er látinn. Hinn 5. júní 1943 gekk Oskar að eiga Jónu S. Jónsdóttur, f. 30.11.1919, d. 10.11.1995. Börn þeirra eru Þóra Ólöf, f. 15.3. Elsku afi minn, ekki hvarflaði það að mér í maíbyrjun er við kvödd- umst að við ættum ekki eftir að sjást aftur. Reyndar frá því ég fluttist út, kvaddir þú mig í hvert sinn eins og þú sæir mig aldrei aftur. En mér fannst þú alltaf svo hress, og síðast kvaddi ég þig einmitt með orðunum „sjáumst um jólin“, og annað hvarfl- aði ekki að mér. Því kom fréttin um að þú værir alvarlega veikur eins 1944, Sveinn Gunn- ar, f. 28.12. 1948, og Örn Vigfús, f. 7.3. 1958. Óskar fór ungur að árum að vinna fyrir sér við fisk- verkun í Sandgerði, en lengst af starfaði hann við bílainn- flutning hjá Bergi Lárussyni, og við vélsmiðjustörf hjá Vélsmiðjunni Steðja. Barnabörn Ósk- ars eru sjö talsins, og barnabarnabörnin eru tvö. Utför Óskars fer fram í dag frá Fossvogskapellu og hefst athöfnin klukkan 13.30. og reiðarslag. Og það er skammt stórra högga á milli, því það eru bara tæp tvö ár síðan amma kvaddi okkur. Það verða skrýtin jól að hafa hvorugt ykkar hjá okkur, því ég ólst upp við það að eyða jólunum með ykkur. Og ég var svo heppin að hafa ykkur um tíma inni á heimili foreldra minna meðan þið biðuð eft- ir nýju íbúðinni ykkar, þar sem þú svo bjóst til æviloka, alveg eins og þú vildir. Þar sem þið bjugguð í næsta húsi við okkur, kom ég til ykkar á hveijum degi éftir skóla, og oft hjálpaðir þú mér við smíða- verkefni úr skólanum. En ég var ein af fáum stelpum sem leiddist handa- vinna, en þótti sérstaklega gaman í smíði, einmitt vegna þess að þar naut ég tilsagnar þinnar. En þú varst alveg sérstaklega laginn í höndunum og þau eru mörg iistaverkin sem þú hefur skorið út um ævina. Oftar en ekki bauðst þú mér í fisk, en hann var og er uppáhald mitt, og sérstak- lega ef þú áttir silung, þá var ég öruggur gestur í mat. En ég lék líka þann leik að ef ekki var nógu góður matur á mínu heimili, rölti ég til þín og ömmu, og kíkti í pottana ykkar, og að sjálf- sögðu var ég alltaf innlega velkom- in. Og ég naut líka þeirra forréttinda að vera ykkar eina barnabarn í nokk- ur ár. Eg er stolt af að bera nöfn ykkar beggja og ég þakka fyrir að hafa átt svona góðan afa og ömmu. Ég veit að amma er búin að taka á móti þér, og í þeirri trú að nú líði ykkur báðum vel, sendi ég ykkur mína hinstu kveðju. Elsku afi minn, ég á eftir að sakna þín sárt. Þín Jóna Ósk Pétursdóttir. Okkur systkinin langar til að kveðja afa okkar með nokkrum orð- um. Það má segja að við höfum tengst OSKAR OLAFUR VIGFÚSSON JÓNMUNDUR GUNNAR GUÐMUNDSSON Jónmundur Gunnar Guð- mundsson fæddist í Langhúsum, Fljót- um, Skagafjarðar- sýsíu, 7. maí 1908. Hann lést á heimili sínu, Sandabraut 11, Akranesi, 25. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Lovísa Sigríður Gríms- dóttir og Guðmund- ur Árni Ásmunds- son, Laugalandi. Jónmundur var sjö- undu í röðinni af níu systkinum, sem öll eru látin. Hinn 26. sept- ember 1931 kvæntist Jónmund- ur Valeyju Benediktsdóttur frá Haganesi, Fljótum, sem nú er látin. Jónmundur og Valey eignuðust þrjú börn, Unu, f. 22 júní 1933, Guðmund Eirík, f. 28. maí 1939, og Benedikt Björn, f. 5. ágúst 1944. Tvö börn ólu þau upp frá unga aldri til fullorðins- ára, þau Zophanías Frímansson f. 18. júlí 1933, og_ Stein- unni Maríu Óskars- dóttur, f. 18. ágúst 1955. Þau bjuggu að Laugalandi í Fljótum til 1954 en þá fluttu þau á Akranes. Á Akranesi starfaði Jón- mundur lengst af hjá Sements- verksmiðju ríkisins sem birgða- vörður. Útför Jónmundar fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14.00. Deyr fé, deyja frændur deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. Elsku afi. Þegar ég, á áttunda aldursári, kom fyrst til ykkar ömmu var mér tekið opnum örmum og ætíð síðan átti ég afa og ömmu á Sandó. Nú er komið að kveðjustund og minn- ingarnar streyma fram en efst í huga mér er þakklæti. Þakka þér fyrir að vera afi minn. Þakka þér fyrir allan þann hlýhug og alla þá umhyggju sem þú hefur sýnt mér. Það var alltaf svo notalegt að heimsækja ykkur ömmu á Sandó. Alltaf voruð þið brosandi í eldhús- glugganum þegar við renndum í hlaðið. Við vorum ekki íýrr komin inn en amma fór að taka til kaffi og með því, svo var líka alltaf til kók handa okkur krökkunum og oftast lumaðir þú á rjómasúkkulaði og bijóstsykurspoka. Það var líka alltaf svo gaman að hlusta á þig segja frá Islendingasögunum sem þú kunnir svo.vel, þær urðu svo ljós- lifandi í þinni frásögn. Það var svo sárt þegar pabbi sagði að þú hefðir fallið frá, ég sem var alltaf á leiðinni til þín með tví- burana sem fæddust á síðasta af- mælisdaginn þinn. Þú kallaðir þau tvílembingana. Það er sárt að þau skyldu ekki fá að kynnast þér, en ég trúi því og treysti að nú sért þú búinn að sjá þau. Að lokum langar mig og Jón Pál að kveðja þig með þessum orðum Jóns Trausta: Þig faðmi liðinn friður pðs og fái verðug laun þitt góða hjarta, glaða lund og göfugmennska í raun. Vér kveðjum þig með þungri sorg, og þessi liðnu ár með ótal stundum ljóss og lífs oss lýsa gegnum tár. Guð blessi þig! Þú blóm fékkst grætt, og bjart um nafn þitt er. Og vertu um eilífð ætíð sæll! Vér aldrei gleymum þér. (Jón Trausti.) Kær kveðja, þín Björk. Kveðja frá tvíburunum Nú legg ég augun aftur, ó, Guð þinn náðarkraftur mín veri vðrn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Halldór Jónsson og Sigríður Jónsdóttir. Lífið gekk sinn vanagang þennan seinni hluta ágústmánaðar. Ég var í óða önn að búa mig undir próf og foreldrar mínir höfðu farið í frí norður í Fljót. Pabbi flutti mér þær fréttir að þau hefðu stoppað hjá afa á Akranesi þegar þau fóru norður. Afi hafði leikið við hvern sinn fing- ur og verið hinn hressasti. Fljótin voru æskustöðvar afa og þegar pabbi var kominn á leiðarenda hringdi hann til þess að láta afa vita af sér. Afi hafði spurt hvernig viðraði á þau þarna og pabbi sagði honum það. Ekki var hann sáttur við veðurlýsinguna, hann vissi upp á hár hvernig skýjafar ætti að vera miðað við ríkjandi átt í Fljótunum. Ég var að skjótast út úr dyrunum heima mánudagsmorguninn 25. ágúst þegar síminn hringir, það var pabbi. I þetta skiptið voru fréttirnar ekki eins og um helgina. Afi minn og alnafni var allur. Daginn fyrir afmælisdaginn hennar ömmu. Þetta voru sorgarfréttir sem erfitt var að kyngja. Það var eins og allar okkar samverustundir færu fljúgandi fram fyrir augunum á mér. Þar sem pabbi er sá eini af systk- inunum sem ekki býr á Akranesi var vaninn að fara upp á Akranes um helgar og hátíðisdaga. Ég var ekki hár í loftinu þegar ég fór að fara einn með Akraborginni. Afi og amma, hestarnir og frændsystk- inin höfðu mikið aðdráttarafl. Það var alltaf tekið vel á móti manni á Sandabrautinni, og tilhlökkunin oft mikil að komast í hesthúsin með afa. Hann umgekkst hestana af kostgæfni, umhirða þeirra var eins og vísindi í augum lítils snáða sem var að snúast í kringum afa sinn. Allt var eftir kúnstarinnar reglum, síld handa þessum, bleyta heyið hjá öðrum. Á sumrin þegar skóla lauk og krakkarnir í hverfinu heima fóru í skólagarðana átti ég vísan stað á Skaganum og þetta nýtti ég mér óspart. Afi vildi alltaf hafa fólk í kringum sig og ekki leiddist honum þegar fólk var í heimsókn. Á seinni árum fækkaði komum mínum á Skagann, á sumrin tók sveitin við en það var fyrir tilstuðlan afa. Eft- ir árin í sveitinni var farið að vinna á sumrin og með skóla þannig að frítíminn sem áður var nýttur á Skaganum varð minni en áður. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að kynna hann fyrir litlu dóttur minni og unnustu. Elsku afi, þú varst mér svo góður og ert mér svo kær, en ég kveð þig að sinni. Jónmundur Gunnar Guðmundsson. afa mest á hans seinni árum. Afi var prúður og hæglátur maður sem lét hveijum degi nægja sína þjáningu, hann var lítillátur og lítið fyrir verald- leg gæði. Amma okkar lést fyrir tveimur árum eftir að hafa verið sjúklingur til fjölda ára, afí stóð við hlið hennar eins og klettur í gegnum árin, hann lét aldrei bugast og gerði henni kleift að vera heima mestan hluta ævi sinnar. Afí fylgdist vel með okkur og hafði mikinn áhuga á hvað við ætluðum að læra í framtíðinni en hann var mjög kotroskinn þegar við eldri systkinin útskrifuðumst saman með hvítu kolluna, hann bar hag okkar alltaf fyrir bijósti og spurði síðast í banalegunni hvort við værum búin að ákveða með áframhaldandi nám. Hann sjálfur var mjög handlag- inn og var fátt sem hann gat ekki tekið sér fyrir hendur, en smíðin var samt hans aðalsmerki og voru ófáar stundirnar sem hann dundaði sér í smíðaherbergi sínu. Einnig hafði hann dálæti á því að ferðast, og fór ófáar ferðirnar til fjarlægra landa hvort sem var siglandi eða með flug- vél, hann var mjög fróðleiksfús og yfirleitt Iærði hann einhver orð í móðurmáli þeirra landa sem hann heimsótti. Afi var alla tíð vel á sig kominn bæði andlega og líkamlega, hann var búinn að fá inni í Seljahlíð og var orðinn spenntur að fá að eyða síð- ustu árum sínum þar við að láta dekra við sig. Við vorum búin að stríða honum á því að búið væri að skrá hann í danstíma þar, og hitt og þetta tómstundagaman; svaraði hann með sínu kunnuglega jammi sem við krakkarnir skemmtum okkur oft yfir. En hlutirnir fara ekki alltaf eins og maður ætlar, því afi veiktist skyndi- lega daginn sem hann átti að flytja í Seljahlíðina og var fluttur á spítal- ann þar sem hann lést á fimmta degi. Við vitum, elsku afl, að þú hefur fengið góðar móttökur þar sem þú dvelur núna og þið amma dansið saman sæl á nýjan leik. Megir þú hvíla í guðs friði. Oskar, Nanna og Halldór Jóhann. Okkur systkinin langar til að kveðja afa okkar, Óskar á Blöndubakkan- um. Við minnumst þess hve notalegt það var að koma til þín á Blöndu- bakkann. Við gátum verið viss um að þú ættir eitthvert góðgæti handa okkur. Það var alltaf gaman að fyigjast með, þegar þú varst að smíða og skera út í kjallaranum. Þú skapaðir marga fallega og nytsama hluti. Það er okkur ofarlega í huga hve glaður þú varst fyrir nokkrum dög- um, því að þú varst að flytja í Selja- hlíð. Okkur þykir leitt að þú fékkst ekki að njóta þess. Elsku afi, það er okkur huggun að þú sért kominn aftur til ömmu, sem við vitum að tekur þér opnum örmum. Fríða Björk, Arnar Geir og Svandís Dögg. + Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir og afi, BRAGI ÓSKARSSON, Krummahólum 6, - Reykjavik, sem lést sunnudaginn 31. ágúst s.l á hjarta- deild Sjúkrahúss Reykjavíkur, verður jarðsung- inn frá Fella- og Hólakirkju föstudaginn 5. sep- tember kl. 13.30. Guðrún Sigríður Guðlaugsdóttir, Stefán Bragason, Elin Huld Hartmannsdóttir, Ingi Rafn Bragason, Laufey Sigurðardóttir, Ólöf Bragadóttir, Friðrik Marteinsson, Börkur Jakobsson, Hrafnhildur Birgisdóttir, Hafþór Jakobsson, og barnabörn. + Ástkær eiginkona min, móðir okkar, tengda- móðir og amma, KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR, Lindarholti 3, Ólafsvík, lést á Landspítalanum að morgni mánudag- sins 1. september. Útförin fer fram frá Ólafsvíkurkirkju laugardag- inn 6. september kl. 14.00. Ferð verður frá BSÍ kl. 10.00. Hallmar Thomsen, Guðríður Margrét Hallmarsdóttir, Martin Conrad, Berglind Hallmarsdóttir, Reimar H. Kjartansson, Sigurður Tómas Hallmarsson, Sigriður S. Ólafsdóttir og barnabörn. + Þökkum sýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar, ÓLAFS HERMANNS EYJÓLFSSONAR loftskeytamanns, Ölduslóð 24, Hafnarfirði, Guðrún Jónsdóttir. Guðrún Ólafsdóttir, Loftur Ingólfsson, Jón Pétur Ólafsson, Helena Sagefors, Erlingur Ólafsson, Guðrún Vilhjálmsdóttir, Anna Björk Ólafsdóttir, Snorri Dal Sveinsson, Þórunn Ólafsdóttir, Sigurður Björnsson, barnabörn, Eyrún Eyjólfsdóttir, Inga Maria Eyjólfsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.