Morgunblaðið - 03.09.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1997 3 7;
kynnti okkur andlát eiginkonu sinn-
ar og vinkonu minnar, Þóru Mar-
teinsdóttur. Ég kynntist Þóru fyrir
hartnær þrjátíu árum vegna vin-
skapar eiginmanna okkar. Ég tók
fljótlega eftir því, að Þóra var gædd
sérstæðum persónuleika, vinátta
okkar þróaðist hægt í byijun en
varð þeim mun sterkari með tíman-
um. Margs er að minnast frá árun-
um okkar í Eyjabakkanum, þegar
við vorum með börnin okkar lítil
og fylla þær minningar huga minn
gleði. Þóra var virðingarverð kdna,
trygg og traust vinum sínum, orð-
vör og hæglát og er ég þakklát
fyrir að hafa kynnst henni í raun
sem vini. Þóra var listræn og með
næmt fegurðarskyn. Alls staðar þar
sem hún fór, vakti hún athygli fyr-
ir glæsileik og smekkvísi. Eins og
við öll átti hún sér drauma en áður
en þeir urðu allir að veruleika, gripu
örlögin í taumana og lenti Þóra á
þeim vegi þar sem fæstir fylgdu
henni eftir. Okkar tryggðarbönd
rofnuðu aldrei og er ég sérstaklega
þakklát fyrir að hafa átt með henni
góðar stundir í gegnum árin og nú
síðast frá því á vordögum, er hún
kom heim frá Bandaríkjunum, þar
sem hún leitaði sér lækninga. Mér
er minnisstæð ein af síðustu stund-
um okkar Þóru saman, er hún sýndi
mér garðinn sinn í Þingholtsstræti,
sem hún hafði sinnt af alúð og benti
mér stolt á tré og plöntur sem höfðu
vaxið vel og dafnað í sumar. Einnig
er við hjónin hjóluðum með henni
um Ægisíðuna og víðar um Vest-
urbæinn, stöldruðum við, fengum
okkur ís og ræddum um lífið og
tilveruna. Örfáum dögum fyrir and-
lát Þóru ræddum við saman og
fínnst mér nú að ég hafi verið held-
ur hörð í dómum mínum um ferð
hennar á réttan vegvísi og vona ég
að það verði mér fyrirgefið enda
gert af einlægni og í góðri mein-
ingu. Sannfæring mín er sú, að
sálar hennar bíði bein braut, því
að Þóra var hrekklaus og góð kona.
Ég vil þakka þér, kæra vinkona,
fyrir allar samverustundir okkar
og hvíl þú í friði.
Elsku Einar, börn og fjölskylda,
Guð styrki ykkur í sorg ykkar.
Þórdís Unndórsdóttir.
Ég sit við tölvuna og hlusta á
löngu genginn vin okkar beggja,
Hólmar frá Merkinesi, sem aðrir
eflaust þekkja undir nafninu Vil-
hjálmur Vilhjálmsson, söngvari.
Lagið sem nú hljómar er „Söknuð-
ur“. Næst hljómar lag eftir Maron
Vilhjálmsson „Raunasaga“. Marg-
ar myndir frá liðinni tíð koma upp
í hugann. Ung ljóshærð stúlka á
gangi suður Laufásveginn, á leið
í heimsókn á Landspítalann, þar
sem faðir hennar liggur. Eða köld
sjóböð í fjörunni suður í Merki-
nesi. Arfakássa í matinn hjá Þóru
eldri, með regnvatni sem safnað
hefur verið í tunnu úr rennum
húsanna. Ég minnist alla tíð með
hlýhug móður þinnar, Kristínar,
hún var hjartahlý. Hún bauð mér
að vera með ykkur eitt sumar suð-
ur i Merkinesi. Níu ára borgarbarn
sem fær að dvelja í þessari para-
dís með ykkur. Veiðiferð með Hin-
riki á lítilli bátskænu að skjóta
hnísur. Bátinn smíðaði sá gamli
sjálfur. Veiðiferðir í leit að mink,
en við fengum þó nokkurt fé í
premíur hjá hreppstjóranum í
Höfnum fyrir unnin dýr. Reiðhjóla-
ferðir um Miðnesheiðina. Auk mín
var í fóstri suðurfrá þetta sumar
einnig frændi þinn, Guðmundur
Einarsson. Nætur er við sváfum
niðri við fjörukambinn og sofnuð-
um við sjávarniðinn og vöknuðum
við brimgnýinn.
Þegar ég hugsa til baka er ég
þakklátur fyrir að hafa þekkt þig,
Þóra Marteinsdóttir, móður þína,
nöfnu þina, Bjarna bróður þinn.
Faðir minn flyst í Þingholtsstræti
5 ára gamall, ofan frá Frakkastíg,
þegar afi minn og nafni kaupir
húsið við hliðina á húsi afa þíns,
Bjarna Sæmundssonar fiskifræð-
ings. Afi minn, faðir minn og afi
eru búnir að búa í húsinu meira en
hálfa öld. Við drengirnir í Þingó
fímm höfum ábyggilega liðið fyrir
GUÐNÝ JÓNSDÓTTIR
ÞÓRAJUNN JÓHANNES EINARSSON
að eiga enga systur. Nú þegar ég
hugsa til baka finnst mér þú og
Ella í Skólastræti hafið fyllt í það
skarð. Við jafnaldrar, skóla- og
bekkjasystkini. Leiðir okkar lágu
oft saman, minnist ég sérstaklega
þegar við vorum að verða fullorðin
og þú eignast ungan jarpan fola,
og biður mig að athuga hvort hann
er nýtilegur sem konuhestur.
Mér eru minnisstæðir tveir vetur
í Miðbæjarskólanum; átti að heita
að við værum í góðum bekk í þeim
árgangi, en þetta var ábyggilega
erfðiðasti bekkur sem þar hefur
verið innandyra. Mjög er mér minn-
isstætt þegar þið stúlkurnar sem
sátuð í röðinni við gluggann hófuð
hefðbundin morgunverk sem fólust
í því að túbera hárið og tók það
oft fyrstu tvo kennslutímana og
harðneituðu flestar af stúlkunum
að láta nokkuð trufla sig við þessa
iðju.
Margar kennslustundir máttum
við þola að hafa skólastjóra sem
kennara, því aðrir neituðu alveg að
kenna þessum vitleysingum. Ekki
var óalgengt að við hentum öllum
skólatöskum út um gluggana til að
losna við þessa ítroðslu.
Bjarni bróðir þinn var okkur
einnig sem besti eldri bróðir, og er
mér sérstaklega minnisstætt þegar
hann las fyrir okkur söguna af
Baden-Powell, sem seinna reyndist
okkur vel þegar við gerðumst skát-
ar og gengum til liðs við Land-
nema. Þar var Bjarni foringinn, en
aðrir fengu líka embætti. Með okk-
ur var margt frægra manna og má
nefna m.a. Megas, þann fræga
trúbador.
Lífið er harður skóli og við Þóra
höfum, eins og ég segi, lent í erfiðu
bekkjunum. Guð blessi minningu
þína, Þóruló, gatan okkar er fátæk-
legri án þín. Eg kveð þig með sökn-
uði á afmæli móður minnar Ingu.
Þinn vinur,
Bergþór Einarsson.
Sá sem eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnarnir
honum yfír.
(Hannes Pétursson)
Eitt það dýrmætasta í lífinu er
að eiga góðan og traustan vin.
Þannig vinur reyndist hún Þóra
mín mér, ávallt trygg og gefandi
og umhugað um velferð mína og
Ijölskyldu minnar.
Vinskapur okkar hófst í Haga-
skóla þar sem við vorum saman í
bekk. Við áttum margar skemmti-
legar stundir saman á þessum
árum. Þessi tími einkenndist af því
að Iifa fyrir líðandi stund.
Margs er að minnast frá þessum
áhyggjulausu árum, en hæst ber
þó dvöl okkar í Danmörku, en þar
unnum við á búgarði við garðyrkju-
störf. Þar kynntumst við dönsku
sveitafólki, sem við báðar héldum
bréfasambandi við talsverðan tíma
eftir að heim kom. Þessi tími var
mjög ánægjulegur og var oft rifjað-
ur upp þegar frá leið.
Kæra vinkona, ég kveð þig með
miklum söknuði og þakka þér fyrir
samfylgdina og tryggðina í gegn-
um árin.
Einari, Sigrúnu, Kristínu og
Marteini vottum við Þórir innilega
samúð og biðjum Guð að styrkja
þau í sorg sinni.
Nú er sál þín rós
í rósagarði Guðs
kysst af englum
döggvuð af bænum
þeirra sem þú elskaðir
aldrei framar mun þessi rós
blikna að hausti.
(Ragnhildur Ófeigsdóttir)
Þín vinkona,
Margrét.
• Fleiri minningargreinar um
Þóru Marteinsdóttur bíða birting-
ar ogmunu birtast í blaðinu næstu
daga.
+ Guðný Jónsdóttir var
fædd í Kálfadal í Gufu-
dalshreppi, A-Barða-
strandarsýslu 4. apríl
1896. Hún lést í Reykjavík
12. september 1986 á 91.
aldursári. Foreldrar henn-
ar voru: Jón Finnur Arnf-
innsson, bóndi, f. 1862, og
kona hans Elín Guð-
mundsdóttir, f. 1870, sem
lengst bjuggu á Eyri í
Gufudalssveit. Guðný ólst
upp í föðurhúsum, elst sjö
systkina.
Þórarinn J. Einarsson
var fæddur 3. september 1897
í Haukabergi á Barðaströnd.
Hann lést í Reykjavík 23. maí
1989 á 92. aldursári. Foreldrar
hans voru Einar Guðmundsson,
bóndi, f. 1864, og kona hans
Jarþrúður Guðmundsdóttir, f.
1862, sem lengst bjuggu á
Siglunesi á Barðaströnd. Þór-
arinn ólst upp í föðurhúsum
ásamt þremur systkinum.
Þórarinn lauk gagnfræða-
prófi frá Flensborg 1922.
Kennaraprófi frá Kennara-
skóla íslands 1930. Fékk auk
þess réttindi til handavinnu-
kennslu pilta eftir námsdvöl i
í dag, hinn 3. september 1997,
eru liðin 100 ár frá fæðingu Þórar-
ins J. Einarssonar, kennara og
fræðimanns. Þeir íslendingar, sem
fæddir voru í kringum síðustu alda-
mót og komust til fullorðinsára,
eru óðfluga að hverfa frá okkur.
Þetta var dugmikið fólk, sem lifði
af kröpp kjör og mikið líkamlegt
erfiði. Andstæðurnar í lífskjörum
og framfarir, sem þeirra kynslóð
upplifði, eru nánast ótrúlegar.
Þetta fólk tókst á við erfiðleikana.
Það hafði hugsjónir og gerði sitt
besta til að skila börnum sínum
betri heimi.
Guðný var á 14. ári þegar hún
fór til náms og vinnu til móðurbróð-
ur síns Kristmundar og Kristjönu
konu hans. Þar vann hún venjuleg
heimilisstörf á barnmörgu heimili
í ca. 10 ár. Hún nam fatasaum í
Reykjavík í eitt ár og réð sig síðan
að prestssetrinu Bijánslæk á
Barðaströnd til séra Bjarna Símon-
arsonar og konu hans Kristínar
Jónsdóttur. Á Bijánslæk kynntist
Guðný ævifélaga og eiginmanni
sínum, Þórarni. Þar fæddist þeirra
fyrsta barn. Þau fluttu síðan í
Sauðeyjar á Breiðafirði og þar
fæddist þeim önnur dóttir. Á Eyri
í Gufudalssveit bjuggu þau síðan
í þijú ár og þar fæddist einkasonur
þeirra. Til Reykjavíkur flutti fjöl-
skyldan árið 1930, þegar Þórarinn
fékk þar fasta kennarastöðu við
nýbyggðan og glæsilegan barna-
skóla, sem nefndur var Austurbæj-
arbarnaskólinn.
Með mikilli vinnu og sparsemi
reistu þau hjón sér glæsilegt hús
á Egilsgötu 26. Þau gátu flutt í
það í janúar 1934 og þar bjuggu
þau í 48 ár. í Reykjavík fæddist
þeim svo ijórða barnið.
Guðný helgaði börnum, eigin-
manni og heimili alla sína krafta.
Okkur þótti mikið vanta þá sjaldan
við komum heim án þess að hún
væri heima til að taka á móti hópn-
um.
„Eg flyt þér, móðir, þakkir þúsundfaldar
og þjóðin öll má heyra kvæði mitt.
Er Islands mestu mæður verða taldar
þá mun það hljóma fagurt, nafnið þitt.
Blessuð sé öll þin barátta og vinna.
Blessað sé hús þitt, garður feðra minna,
sem geymir lengi gömul spor.
Haf hjartans þakkir, blessun bama þinna,
og bráðum kemur eilíft vor.“
(Davíð Stefánsson
Þórarinn var iðjusamur og af-
kastamikill, sjaldan féll honum verk
úr hendi. Hann gaf sér samt góðan
tíma til að fræða fjölskyldu sína,
las fyrir hana góðar bókmenntir og
kynnti okkur fegurð tónlistar. Hann
Danmörku 1934. Farkennsla á
Barðaströnd 1919—1920 og
1924—1926 og var jafnframt
ábúandi í Sauðeyjum. Far-
kennsla í Gufudals- og Múla-
hreppi 1927—1929 og var jafn-
framt ábúandi á Eyri í Gufudals-
sveit. Var í hreppsnefnd Barða-
strandarhrepps um skeið. Hann
tók virkan þátt í störfum ung-
mennafélaga og sá um útgáfu
blaðsins „Vöggur" ásamt fleir-
um. Kennari við Austurbæjar-
skólann í Reykjavík frá 1930 til
1968. Stundakennari við Gagn-
fræðaskólann í Reylqavík frá
1932 til 1958. Átti ásamt Gunn-
fór með okkur í gönguferðir, sýndi
okkur söfn og ýmsa aðra markverða
staði.
„Takk fyrir tímann sem með þér við áttum,
tímann, sem veitti birtu og frið.
Ljós þitt mun loga og leiðbeina áfram,
lýsa upp veg okkar fram á við.
Gefi þér Guð og góðar vættir
góða tíð eftir kveðjuna hér.
Þinn orðstír mun lifa um ókomna daga.
Indælar minningar hjarta’ okkar ber.
(P.Ó.T.)
Upp úr 1950 fór Þórarinn að
vinna að ættfræðistörfum. Heimilda
aflaði hann sér í manntölum, kirkju-
bókum og ýmsum ritum. Margar
voru ferðir Þórarins á Þjóðskjala-
safnið og miklum tíma eyddi hann
í að viða að sér þessum fróðleik og
búa til útgáfu. Ekki var tölvufærsla
komin til sögunnar á þeim tíma,
heldur var allt skráð með penna eða
vélritað. Ofangreint efni sitt um
bændur í Barðastrandarsýslu lét
Þórarinn sig dreyma um að geta
gefíð út sjálfur, en blinda og annað
heilsuleysi, sem ellinni fylgir, komu
í veg fyrir að af því gæti orðið.
Að Þórarni látnum falaðist kunn-
ur og afkastamikill ættfræðingur,
Þorsteinn Jónsson, eftir þessum
handritum Þórarins til útgáfu. Árið
1990 gerði Þorsteinn samning við
ari M. Magnússyni frum-
kvæði að því að efnt var
til námskeiða á kreppuár-
unum fyrir atvinnulausa
unglinga í Reykjavík,
1935, og hafði Þórarinn
þar á hendi smíðakennslu
frá 1935 til 1939.
Hann fékkst mikið við
allskonar fræðistörf eftir
1950. Ættfræðin heillaði
hann mest og liggja eftir
hann ógrynni handrita um
þau fræði. Helstu verk
hans eru: a) Æviskrár og
búendur í Brjánslækjar-
og Hagasókn (frá 1695 til
1975). Fullunnið frá árinu 1703
til ca. 1960. b) Búendur í Gufu-
dals- og Múlasókn (frá 1568 til
1968). Fullunnið frá 1703 til
ca. 1960. c) Búendur í Hergils-
ey og Skáleyjum á Breiðafirði.
Fullunnið frá 1703 til ca. 1960.
d) Ymislegt um búendur í Flat-
eyjar- og Reykhólasókn. Það
var ófrágengið.
Börn þeirra Guðnýjar og
Þórarins eru fjögur. Barna-
börnin eru 12. Barnabarna-
börnin eru orðin 30 og langa-
langafa- og ömmubörnin eru
orðin 2.
niðja Þórarins um útgáfu þessara
verka þar sem Þórarinn yrði talinn
höfundur þeirra. Fékk Þorsteinn í
þessu skyni ljósrit af þessum hand-
ritum Þórarins, alls 3 þúsund blað-
síður, auk mynda af bæjum og
bændum. Þorsteinn hafði þá tekið
tölvuvinnslu í þjónustu sina.
Nú bíðum við afkomendur Þórar-
ins óþreyjufull eftir að sjá þessí*
verk hans lita dagsins ljós í formi
bóka.
Auk ofangreinds efnis skráði
Þórarinn örnefni í Vestureyjum á
Breiðafirði og í Barðastrandar-
hreppi að hluta. Hann færði einnig
þessi örnefndi á þar til gerðar loft-
myndir, sem hann keypti hjá Land-
mælingum íslands. Þetta efni er vel
varðveitt hjá Örnefnastofnun.
Þórarinn fékkst einnig við að
rekja ættir einstakra manna langt
aftur í tímann og bjó sér til sérstök
eyðublöð að fylla út í því sam-
bandi. I fórum hans fundust lausa-
vísur og ýmsar athyglisverðar
greinar, sem hann hefur skrifað
sem ungur maður.
Við börn Guðnýjar og Þórarins
erum stolt af minningum um þau
á þessum tímamótum. Við erum
þeim þakklát fyrir góð uppvaxtarár.
Blessuð sé minning þeirra.
Ragnhildur Þórarinsdóttir.
t
Ástkær eiginkona mín og móðir okkar,
GUÐLAUG GUÐJÓNSDÓTTIR,
Brautarlandi 2,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstu-
daginn 5. september kl. 10.30.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en
þeim, sem vilja minnast hennar, vinsamlega
látið hjúkrunarþjónustuna Karitas, í síma 551 5606, njóta þess.
Einar Guðbjörn Gunnarsson,
Guðríður Elsa Einarsdóttir,
Inga Birna Einarsdóttir.
t
Hugheilar þakkir sendum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, stjúpföður,
tengdaföður, afa og langafa,
BJARNA GUÐMUNDAR BOGASONAR,
Óðinsgötu 30a.
Guðrún Haraldsdóttir,
Margrét H. Bjarnadóttir,
Kristinn G. Bjarnason,
Bragi S. Ólafsson, Sigþrúður Bergsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.