Morgunblaðið - 03.09.1997, Síða 43
h
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1997 43
1?
Ji
J
'J
»
»
»
;
•J
i
i
i
i
i
Í
i
i
i
i
I
i
i
4
J
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Dýraglens
Norðurland
Frá Valdimar Kristinssyni:
í NÝLEGUM hugleiðingum, um
„Borgríkið og Austurland“ var
bent á hve þróunin í átt til borgrík-
is er ör hér á landi og hvernig
atvinnuuppbygging á Austurlandi
gæti hamlað þar á móti. Ekki
skiptir þó minna máli að Norður-
land haldi sínu og eflist og dafni.
Þó gengur ekki allt vel í þeim efn-
um. Þannig var búið að bíða lengi
eftir þeim áfanga að Akureyringar
yrðu 15 þúsund.
En hvað er þá til ráða? Við og
yið hafa komið upp hugmyndir um
álver í Eyjafirði og vonir margra
við það bundnar. Ekki sýnist
ástæða til að kljúfa Eyfirðinga í
tvær harðsnúnar fylkingar um það
mál. Alver verða hvort eð er aldr-
ei reist í öllum landshlutum. Nokk-
ur orkutengd iðjuver af minni
gerðinni gætu gert sama gagn eða
meira til styrktar atvinnulífi í
Eyjafirði, og þjónustu- og mennta-
stofnanir er auðveldara að efla þar
en annars staðar utan Suðvestur-
lands.
Hreppar við Eyjafjörð hafa ver-
ið að sameinast og meira stendur
til i þeim efnum, jafnvel hefur sú
hugmynd verið rædd að gera aliar
byggðir við Eyjafjörð að einu sveit-
arfélagi, sem hefði þá tæplega 21
þúsund íbúa. Siglfirðingar hafa
sýnt áhuga á þessum sameiningar-
málum, en til þess að þeir geti
tengst byggðum Eyjafjarðar þarf
að grafa tvenn jarðgöng milli Ól-
afsfjarðar og Siglufjarðar um Héð-
insfjörð. Þá yrði um 80 km vega-
lengd milli Siglufjarðar og Akur-
eyrar. Siglfirðingar ykju reyndar
aðeins tæplega 1.700 manns við
Eyjafjarðarsvæðið, sem þyrfti að
ná 30 þúsund íbúum áður en langt
um líður ef vel ætti að vera.
Ný hringleið
Tengslin við Siglufjörð yrðu
aðeins hluti af ávinningnum. Með
þessu móti myndaðist hringleið
milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar
sem yrði mjög áhugaverð fyrir
ferðamenn. Olafsfjörður og Siglu-
fjörður yrðu ekki lengur enda-
stöðvar og sama mætti raunar
segja um Dalvík og Sauðárkrók.
Þvert á móti yrðu allir þessir stað-
ir áfangar á eins konar þjóðbraut
sem gæti ýtt undir samvinnu
þeirra á ýmsum sviðum. Enn
mætti víkka hringinn og leggja
góðan veg um Þverárfjall milli
Sauðárkróks og Húnaflóa. Ferða-
langar ættu þá val um tvær leiðir
á þessum slóðum, hina þefð-
bundnu um Vatnsskarð og Öxna-
dalsheiði eða strendur Skagafjarð-
ar og nyrsta hluta Tröllaskaga.
Byggðir norðanlands myndu tví-
mælalaust eflast við þessar fram-
kvæmdir.
Orlof í skjóli
Hollendingar, sem hér voru á
ferð í fyrra, nefndu að hugsanlegt
væri að koma upp orlofsbúðum á
Austurlandi svipaðar þeim sem
finna má í Hollandi og víðar og
margir Islendingar kannast við.
Slíkar búðir færu vel í Egilsstaða-
skógi en væru enn betur settar í
eða við Kjarnaskóg hjá Akureyri
vegna nálægðar hitaveitunnar þar.
Gætu þær veitt fjölda fólks at-
vinnu og höfðað jafnt til innlendra
og erlendra gesta dijúgan hluta
ársins vegna sérstöðu sinnar.
En stórfé kostar að koma svona
búðum upp jafnvel þótt yfirbyggða
svæðið yrði verulega minna en
ytra. Þyrfti því að láta á það reyna
hvort Hollendingar væru til í að
veðja á Akureyri og Egilsstaði á
þennan hátt.
Norður-
og Austurland
Með eflingu byggðar á Norður-
landi og stóreflingu atvinnulífs á
Austurlandi væru komnir tveir
pólar sem sameiginlega gætu veitt
höfuðborgarsvæðinu samkeppni
og aðhald. Þeir þyrftu að vinna
sem best saman og lykillinn að
þeirri samvinnu yrði að byggjast
á traustum samgöngum milli
landshlutanna.
Nú er þess skammt að bíða að
„góðvegur" nái alla leið milli Akur-
eyrar og Egilsstaða og hann ætti
að verða greiðfær nær alla daga
ársins. Vegurinn um Víkurskarð
austan Eyjaljarðar er þó bæði
brattur og töluvert úr leið. Varla
verður langt liðið á næstu öld þeg-
ar farið verður að tala í alvöru
um jarðgöng undir Vaðlaheiði
gegnt Akureyri. Með því móti
styttist leiðin til Egilsstaða úr
tæpum 270 km í um 250 km og
kæmi jafnframt Húsvíkingum og
öðrum Þingeyingum til góða.
Sjálfsagt mun mörgum finnast
þessar hugleiðingar um Norður-
og Austurland vera draumóra-
kenndar, en verði þær ekki á einn
eða annan hátt að veruleika verður
ekki annað séð en „borgríkið“
verði allsráðandi á 1200 ára af-
mæii íslandsbyggðar. Var það ef
til vill vilji Ingólfs og Hallveigar í
árdaga að svo færi?
VALDIMAR KRISTINSSON,
Reynimel 65, Reykjavík.
Trefjagifsplötur til notkunar á veggi, loft og gólf
* ELDTRAUSTAR
* HLJÓÐEINANGRANDI
* IVIJfiG G0TT SKRÚFUHALD
* UNIHVEFISVÆNAR PLÖTUR
VIÐURKENNDAR AF
BRUNAMÁLASTOFNUN RÍKISINS
ÞP
&CO
t>. ÞORGRÍMSSON & CO
ÁRMÚLA 29 • PÓSTHÓLF 8360-128 REYKJAVlK
SÍMI 553 8640 / 568 6100
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Grettir
Tommi og Jenni
Ljóska
Ferdinand
I HEARDVOU VOU DON'T
WAVE TO VELL AT ME !
I U)A5N T YELLIN6... I
WA5 EKPRE55IN6 MV5ELF
FORCEFULLV!
LET 5 TRV 60IN6 BACK
. T0 VELLIN6..
Z(-
Ég heyrði til þín! Þú þarft ekki Ég var ekki að æpa... ég var Reynum aftur að æpa...
að æpa á mig! að tjá mig á kraftmikinn hátt!