Morgunblaðið - 03.09.1997, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ
I DAG
MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1997 45
h
» BRIPS
llmsjón Ouðmundur Páll
Arnarson
)
3
I
I
3
J
3
I
I
I
«
1
I
I
4
4
i
\
i
4
4
4
4
4
SVO virðist sem sagnhafi
þurfi kraftaverkalegu í
laufinu til að vinna þijú
grönd. En möguleikarnir
eru fleiri þegar betur er að
gáð:
Vestur gefur; NS á
hættu.
Norður
♦ 54
+ 97
♦ G94
+ Á96532
Vestur Austur
+ DG10983 ♦ 72
+ G102 + D843
♦ Á103 llllll ♦ K85
+ 4 Suður ♦ ÁK6 +ÁK65 ♦ D762 +KG ♦ D1087
Vestur Nordur Austur Suður
2 spaðar 'Pass Pass Dobl
Pass 3 lauf Pass 3 grönd
Pass Pass Pass
* Veikir tveir.
Útspil: Spaðadrottning.
Lesandinn sér allar hend-
ur og veit þar með að DIO
í laufi skila sér ekki undir
kóng og ás. En sagnhafi
þarf ekki að prófa þann
möguleika strax. Ef tígull-
inn liggur vel má búa þar
til tvo slagi, og þá vantar
aðeins einn. Til að byrja
með fær vestur að eiga
fyrsta slaginn á spaða-
drottningu. Segjum að hann
spili meiri spaða. Suður á
slaginn og spilar tígli á
níuna og kóng austurs.
Austur á ekki spaða til og
skiptir yfir í hjarta. Það er
tekið með kóng og tígullinn
friaður. Nú er vestur inn-
komulaus og sér tæplega
framtíð í áframhaldandi
spaðasókn. Hann er því lík-
legur til að spila hjarta. Og
þá er björninn unninn.
Sagnhafi gefur þann slag
og þvingar austur síðan í
hjarta og laufi.
Vörnin getur vissulega
gert betur. Spilið tapast ef
vestur skiptir strax yfir í
hjarta í öðrum slag. Enn-
fremur ef hann spilar spaða,
en ekki hjarta, þegar hann
er inni á tígulás, en þá verð-
ur austur líka að veijast
vel. Austur má missa eitt
lauf í spaðann, en þegar
sagnhafi tekur síðasta tíg-
ulinn verður austur að
henda hjartadrottningu!
Annars er hægt að fría slag
á hjarta án þess að vestur
komist inn. (Sagnhafi fer
inn í borð á laufás og spilar
hjarta þaðan - gefur, ef
austur stingur upp drottn-
ingu, en spilar annars ás
og meira hjarta.)
Lærdómur: Lengi er von
í þremur gröndum.
MORGUNBLAÐIÐ birt-
ir tilkynningar um af-
mæli, brúðkaup, ættar-
mót o.fl. lesendum sínum
að kostnaðarlausu. Til-
kynningar þurfa að ber-
ast með tveggja daga fyr-
írvara virka daga og
þriggja daga fyrirvara
fyrir sunnudagsblað.
Samþykki afmælis-
barns þarf að fylgja af-
mælistilkynningum og
eða nafn ábyrgðar-
manns og símanúmer.
Eólk getur hringt í síma
569-1100, sent í bréfsíma
569-1329. Einnig er hægt
að skrifa:
Dagbók
Morgunblaðsins,
Kringlunni 1,
103 Reykjavík
Árnað heilla
BRÚÐKAUP.
Gefin voru sam-
an 21. júní í
Lágafellskirkju
af sr. Sigurði
Arnarsyni Ingi-
björg Thors og
Magnús Ein-
arsson. Heimili
þeirra er í
Reykjavík.
Með morgunkaffinu
ÉG MAN ekki betur en að þú hafir sagt að þetta
blóm æti ekkert nema skordýr.
EF ÞAÐ er eitthvað sem ég þoli ekki, þá er það
vorið þegar öll smákvikindin fara á stjá.
COSPER
M AMMA er að hlusta á útvarpið.
Hundurinn gleypti útvarpið.
HÖGNIIIREKKVÍSI
US POST OFFICE
„þetta. er Qtdeilis sabask/ú,."
STJÖRNUSPÁ
jiítir Frances llrakc
MEYJA
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert rólegur ogyfirveg-
aður og fæddur leiðtogi.
Fólk leitar ráða hjá þér.
Hrútur
(21. mars- 19. apríl) W*
Nú ættirðu að gera eitthvað
fyrir sjálfan þig andlega
sem líkamlega. Hafðu ekki
áhyggjur af öðru fólki í bili.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Gerðu ekkert vanhugsað í
vinnunni. Ráðfærðu þig við
yfirmann þinn, ef einhveij-
ar efasemdir leita á hugann.
Tvíburar
(21. maí- 20. júní)
Þú hefur haft áhyggjur af
einhveijum en sérð nú, að
engin ástæða var til. Nú
ættirðu að skella þér á nám-
skeið.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí) HI8
Þú hittir einhvern í dag sem
vekur áhuga þinn á
ákveðnu málefni. Eigðu ró-
lega stund í faðmi fjölskyld-
unnar í kvöld.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Fjárhagur þinn er eitthvað
óljós, svo þú ættir að setj-
ast niður og skoða málin í
kvöld. Ef ástæða er til,
skaltu fá einhvern í lið með
þér, til að setja upp áætlun.
Meyja
(23. ágúst - 22. september)
Nú skaltu kynna hugmynd-
ir þínar fyrir yfírmönnum
þínum. Hafirðu einhveijar
efasemdir, skaltu eyða þeim
strax.
Vog
(23. sept. - 22. október)
Láttu skoðanir þínar í ljós
án þess þó að þær skaði
aðra. Fólk hlustar á þig og
tekur mark á þér, svo þú
þarft að vanda þig.
Sporödreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Láttu ekki neikvæðar radd-
ir draga úr þér kjark. Haltu
bjartsýni þinni og trú á
sjálfan þig. Þú hefðir gott
af að hitta skemmtilegt fólk
í kvöld.
Bogmadur
(22. nóv. - 21. desember) s&e
Einhver greiðir götu þína í
starfi og þú munt jafnvel
þurfa að fara í stutt ferða-
lag. Margt vekur með þér
áhuga núna.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Nú ættirðu að sinna fjöl-
skyldu og vinum, sem þú
hefur vanrækt um tíma. I
kvöld ættirðu að njóta
menningar og lista._____
Vatnsberi
(20.janúar- 18. febrúar) ðh
Nú er rétti tíminn til að
skoða hvaða námskeið gæti
höfðað til þín. Allavega
hefðir þú gott af að víkka
sjóndeildarhringinn. Vinur
kemur þér á óvart í kvöld.
Fiskar
(19.febrúar-20. mars)
Leyfðu engum að notfæra
sér góðvild þína. Þú þarft
að vega og meta hveijum
þú vilt gera greiða, og að
þú sért sáttur við það.
Sljörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Hvað mundir þú gera
ef þú ynnir
100 milljónir I kvöld?
Til mikils ab vinna!
GJAUDFRJÁUST WÓNUSTUNÚMFR
Alla miðvikudaga
fyrír kl. 16.00
• •
í Víkingal°ttóinu'