Morgunblaðið - 03.09.1997, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1997 áT
Ný frímerki
FÓLK í FRÉTTUM
SUNDABOfíG 1, RVK • SÍMI568 3300 • FAX 568 3305
Eigum fyrirliggjandi
handlyftivagna á
frábæru verði.
Verð frá
kr. 37.842.- með vsk.
Á tvöföldum hjólum,
2500 kg. lyftigeta.
UMBOÐS- OG HEILD VERSL UN
Stormare er stór
SVÍAR eru glaðir og stoltir um
þessar mundir því þeir eiga leikara
sem er að verða stórstjörna í amer-
íska bíóheiminum. Peter
Stormare heitir náungi
sá. Margir muna sjálf-
sagt eftir honum í Fargo
þeirra Coen bræðra, þar
sem hann var glæpafé-
lagi Steve Buscemi, Þeir leika aft-
ur saman í nýjustu Coen-myndinni
The Big Lebowski. Auk þess eru
hafnar tökur á myndinni Arma-
geddon þar sem Stormare og
Buscemi ieika á móti Bruce Willis
og Liv Tyler. Þar leikur Stormare
rússneskan geimfara sem ásamt
öðrum er að reyna að koma í veg
fyrir að stjarna rekist á jörðina.
Hann lék líka á móti Willis í Merc-
ury Rising eftir Harold Becker.
Þessi sænska stjarna varð þekkt
í heimalandi sínu sem
sviðsleikari og sviðsleik-
stjóri. Þegar Ingmar
Bergman setti upp leik-
rit var Stormare ávallt
í aðalhlutverki þar.
Hann kom m.a á Listahátíð í
Reykjavík 1986 með „Kungliga
Dramatiska Teatern “, sem sýndi
íslendingum leikritið hans Strind-
bergs um Ungfrú Júlíu. Þar lék
hann Jean sem er aðalkarlhlut-
verkið.
Stormare hefur líka leikið í
mörgum sænskum kvikmyndum,
og er m.a. hinn sænski James
Stolt Svía lék
sænskan
James Bond
Bond, sem þar heitir Hamilton,
og eru þær myndir gerðar eftir
bókum Jans Guillous. Undanfari
hans í því hlutverki er Stellan
Skarsgárd, sem margir mun ljóst
eftir í hlutverki sínu í Breaking
the Waves, og ef einhver er, þá
er það Skarsgárd sem er „hin“
kvikmyndastjarna Svíþjóðar.
Samkvæmt heimildamanni í
Svíþjóð eru Svíar mjög stoltir af
Stormare. Þeir vænta þess að hann
verði mjög stór stjarna og muni
sameina kosti Max von Sydow,
sem er mjög virtur leikari, Dolph
Lundgren sem mikið bar á og
Lenu Olin, sem fær að leika í vin-
sælum myndum.
Lesendur sem enn hafa ekki
uppgötvað þennan sænska leikara,
geta séð hann í Flirting with Dis-
aster, Girl 6, Damage og Awaken-
ings, sem allar fást á næstu mynd-
bandaleigu.
PETER
Stormare
lengst t.h.
ásamt með-
leikurum
sínum í Týnd■
um heimi.
leikarahóp. Bowie nær Andy War-
hol mjög vel, og Jeffrey Wright
er ansi sannfærandi sem hinn
þögli, dópaði og furðulegi ungi
listamaður sem hvorki veit í þenn-
an heim né annan. Það er óneitan-
lega skemmtileg tilbreyting að sjá
Gary Oldman í hlutverki góðs og
heillandi manns, og sama má segja
um Willem Dafoe sem birtist í eina
mínútu eða svo. Hann er ekki eina
stjarnan sem tekur hér að sér örlít-
ið hlutverk. Það er valin mann-
eskja í hveijum ramma.
Myndræn vinnsla myndarinnar
lætur yfirleitt lítið yfir sér en
stundum er klippingin heldur
óvenjuleg hvort sem það er til að
vera í anda listamannsins eða ekki.
Ef svo er hefði mátt gera það að
heildarstíl í myndarinnar.
Basqiat er forvitnileg og látlaus
mynd, hálfgerð heimildarmynd
sem flestir geta haft gaman af.
Hildur Loftsdóttir
MYNDBÖND
„Money Talks“ fast á
hæla Demi Moore
í dag koma út ný frímerki tileinkuð
100 ára afmæli Félags bókagerðar-
manna og Leikfélags Reykjavíkur
Fyrstadagsumslög fást stimpluð á pósthúsum um land
allt. Einnig er hægt að panta þau hjá Frímerkjasölunni.
Dóp, list
og pen-
ingar
Basquiat
(Basquiat)_____________
Sannsöguleg mynd
★ ★ 'h
Framleiðandi: Peter Brant og
Jospeh Allen. Leikstjóri og hand-
ritshöfundur Julian Schnabel eftir
bók Lech J. Majewski. Kvikmynda-
taka: Don Fortunato. Tónlist: Ýms-
ir. Aðalhlutverk: Jeffrey Wright,
Michael Wincott, David Bowie,
Benecio Del Toro, Claire Forlant
og Gary Oldman. 107 mín. Banda-
ríkin. Miramax International/Skíf-
an 1997. Myndin er öllum leyfð.
BASQUIAT segir frá samnefnd-
um listamanni sem varð fyrstur
svartra til að verða frægur fyrir
málverk sín.
Eftir að honum
skaut upp á
stjörnuhimininn
efaðist hann
alltaf um sjálfan
sig, og var held-
ur óhamingju-
samur.
Myndin er
sjálfsagt raun-
sönn lýsing á
þessum listamanni, sem eins og
sjálfsagt margir fleiri varð fórnar-
lamb hins yfirborðslega, snobbaða
og. peningagráðuga listaheims
New York borgar.
Hér gefur á að líta einstakan
Þ- HERMANNAMYND Demi
Moore, „G.I. Jane“, heldur
fyrsta sætinu aðra vikuna í röð
en fast á hæla hennar kemur
nýjasta mynd Charli-
es Sheens „Money
Talks“ en þar leikur
hann á móti grínleik-
aranum Chris Tuck-
er. Þriðja sætinu
heldur svo forseta-
mynd Harrisons
Fords „Air Force
One“.
Mestu vonbrigði
helgarinnar voru
hlutskipti nýjustu
myndar Aliciu Sil-
verstone „Excess
Baggage“ sem lenti
í sjöunda sætinu og
fékk heldur slaka
dóma gagnrýnenda.
Þetta er fyrsta kvik-
myndin sem fram-
leiðslufyrirtækið í
eigu Aliciu Silverstone sendir
frá sér og hljóta þetta að vera
mikil vonbrigði fyrir Batman-
stúlkuna. í myndinni leikur
Alicia unga stúlku sem þráir
athygli föður síns svo mjög að
hún setur á svið
mannrán á sjálfri
sér. Hún lendir í hin-
um mestu vandræð-
um því bíllinn sem
hún felur sig í er stol-
inn.
Nú er sumrinu
formlega lokið í
kvikmyndaheimin-
um vestra og sam-
kvæmt nýjustu tölum
var það framleiðslu-
fyrirtæki Sony sem
þénaði mest allra en
hreinn sumarhagn-
aður þess er um41
milljarður króna.
Meðal sumarsmella
fyrirtækisins eru
myndirnar „Men in
Black“, „Air Force
One“ og „My Best Friend’s
Wedding“ með Juliu Roberts.
„MONEY Talks"
vermir annað sætið
aðra vikuna í röð.
PÓSTUR OG SÍMI HF Pósthólf 8445, 128 Reykjavlk
Heimasíða Frímerkjasölunnar er: http://www.simi.is/postphil/
AÐSÓKN | BÍÓAÐSÓKN 1 1 BÍÓAÐSÓKN 1 BÍÓAÐÍ
laríkjunum I I í Bandaríkjunum 1 1 í Bandaríkjunum I [ í Bandarí
Titill Síðasta vika Alls
1.(1.) G.l. Jane 730m.kr. 10,1 m.$ 24,5 m.$
2. (2.) Money Talks 687m.kr. 9,5 m.$ 23,2 m.$
3. (3.) Air Force One 586m.kr. 8,1 m.$ 154,2 m.$
4. (-) Mimic 564m.kr. 7,8 m.$ 7,8 m.$
5. (5.) Conspiracy Theory 492m.kr. 6.8 m.S 63,0 m.$
6. (4.) Cop Land 470m.kr. 6,5 m.$ 17,2 m.$
| 7. (-.) Event Horizon 456m.kr. 6,3 m.$ 6,3 m.$
8. (6.) Leave It to Beaver 441m.kr. 6,1 m.$ 36,3 m.$
! 9. (-.) George of the Jungie 253 m.kr. 3,5 m.$ 3,5 m,$
10/10) MeninBlack 239m.kr. 3,3 m.$ Z35,0m.$
Mínar innilegustu þakkir fœri ég öllum þeim sem heimsóttu
mig, sendu mér símskeyti, fœrðu mér gjafir og glöddu mig á
75 ára afmœli mínu 23. ágúst sl. Sérstakar þakkir til barna
minna, tengdabarna og allra sem unnu að því að gera mér
daginn sem ánœgjulegastan.
Guð blessi ykkur öll.
Meinert J. Nilssen,
Borgarvegi 11,
Njarðvík.
J^iSKPplllilÍílSlblb
- kjarni málsins!