Morgunblaðið - 03.09.1997, Blaðsíða 48
~*48 MIÐVIKUDAGUR 3. SERTEMBEK 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Bók um eyjuna ísland
FRÉTTUM
Alan Rickman í leikstjórnarstólnum
’ Vetrarmynd
í Feneyjum
ÓLJÓS OG
DULARFULL
ÓVENJULEG ferða-
bók um Island verður
gefin út í október nk. í
bókinni, sem verður
bæði með þýskum og
íslenskum texta. Verð-
ur m.a. fjallað um álfa,
klæðskiptinga og for-
seta Islands. Höfundur er þýski
listamaðurinn Wolfgang Muller,
og þýðandi er Veturliði Guðnason.
Muller hefur áður gefið út fjórar
bækur auk þess að skrifa greinar í
þýsk dagblöð. Þá hefur hann stað-
ið fyrir ýmsum listatengdum uppá-
komum; þannig voru raunar fyrstu
kynni hans af Islandi.
Eyja út í buskanum
Þegar fundum hans bar saman
við íslenska listamenn sem voru í
Danmörku árið 1989 í vinnuferð
var honum boðið að taka þátt í
Listahátíð Reykjavíkur árið eftir.
Þar tróð hann upp með sýningu á
teikningum og gjörning, sem fólst í
því að þýsk stúlka klippti á sér
hárið úti á götu fyrir framan ís-
lenska hárgreiðslustofu.
„í þessari ferð
kviknaði áhugi minn á
íslandi fyrir alvöru,“
segir Muller. „Raunar
hafði ég alltaf haft
áhuga á íslandi, eins
og svo margir Þjóð-
verjar. Vissi af þessari
eyju langt út í buskanum, sem var
þó dálítið óljós og dularfull. Þegar
ég fletti upp í ferðabókum fann ég
hins vegar alltaf sömu lýsinguna
og fannst vanta margt af því sem
ég hafði upplifað. Þess vegna byrj-
aði ég að skrifa...“
Klæðskiptingar eins og snæuglan
Muller segir frá því að hann hafi
hitt Elísu, sem hafði þá stofnað fé-
lag klæðskiptinga. „Ég spurði
hana hversu margir væru í félag-
inu. Hún hló og sagði: „Ég er for-
maður og fyrsti og eini meðlimur-
inn.“ Þetta fannst mér áhugavert,
einkum að henni skyldi finnast
þetta fyndið en ekki leiðinlegt.
Hún benti mér á að Þjóðverjar
kæmu vissulega hingað til þess að
sjá íslenska náttúru og eldfjöll, en
Klæðskipting-
ar eru alveg
eins og snæ-
uglan, - mjög
fáséðir
Milljón
kven-
flíkur
SOFIE Rahman, sem
er fyrrverandi ungfrú
Hong Kong, kynnir hér
nýju sundfatalinuna frá
Kurare. Tískusýningin
fór fram á hóteli í Tokýó
í gær. Fatahönnuðurinn
Kurare áætlar sölu á
milljón kvenflíkum á
næsta ári.
THE Winter Guest
er fyrsta mynd sem Alan Rickman
leikstýrir.
MÆÐGURNAR Emma Thomson og Phylhda Law
í myndinni „The Winter Guest“.
* ■'
► BRESKI leikarinn Alan Rickman er um þessar mundir að
kynna fyrstu myndina sem hann leikstýrir á
kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Myndin heitir „The Winter
Guest“ og leika mæðgurnar Emma Thomson og Phyllida Law
aðalhlutverkin. Hún fjallar um ljósmyndarann Frances (Emma
Thomson) sem er enn að jafna sig eftir dauða eiginmanns
síns og móður hennar (Phyllida Law) sem þjáist af
hinum illræmda Alzheimer-sjúkdómi.
„Þetta er í fyrsta skipti sem við leikum saman
mæðgur," sagði Emma Thomson en þær hafa
áður leikið saman í tveimur af myndum
Kenneth Brannagh. Phyllida Law sagðist
hafi nýtt sér eigin lífsreynslu í hlutverkinu
því sjálf þurfti hún að hjúkra móður sinni í
fimm ár samfleytt og þekkti því til aðstæðna.
Tökur á myndinni fóru fram í nóvember
og desember í Skotlandi og var kuldinn
mikill. Rickman fékk til dæmis kal í tærnar
og Emma Thomson hitaði stígvélin sín í
örbylgjuofni. Þegar móðir hennar ætlaði að
leika sama leikinn tókst henni að bræða
sokkana sína í ofninum!
Kuldinn er eitt einkenni myndarinnar og
er landslag og yfirbragð hennar grátt og
* hráslagalegt. Persóna Emmu
Thomson gælir einmitt við þá
hugmynd að stinga af til Ástralíu
og segja skilið við skylduna
gagnvart móður sinni og eiga
kvikmyndagestir eflaust eftir
að skilja þær hugleiðingar.
„The Winter Guest“ er ein
af 18 kvikmyndum sem keppa
um Gullna Ijónið 6. september
næstkomandi en það
leiksljórinn Jane Campion
sem stýrir dómnefndinni.
Míiwla 626 GLX árg. ’92, vmraður, 5 M Benz 230 TE árg. ’92, hvítur,
dyra, sóllúga, ABS, cruis control, spoiler, sjálfsk., sóllúga, ABS, hleðslujafnari,
ek. 85 hús. km. Verð 1.290.000. Skipti. álfelgur, stórglæsilegur bíll, eL 128 þús.
km. Verð 2.650.000. Skipti.
M Benz 260E árg. ’92, ljósblár, sóllúga, Jeep Grand Cherokee Orvis árg. ’95,
álfelgur, air bag, geislaspilari, ek. 85 þus. grænsans. Einn með öllu, ek. 13 þús. knt.
km. Verð 2.980.000. Skipti. V'erð 3.800.000.
Toyota Carina E STW 2000 GL díscl
Turbo árg. ’96, 5 gíra, raím. í rúðum,
samlæsing, álflegur, spoiíer.
Verð 1.650 þús. Skipd.
Subaru Legacy Outback árg. ’97,
hvítur, sjálfsk., ABS, cruis control, air
bag. Verð 2.690.000. Skipn. Nýr.
BILATORG FUNAHOFÐA 1 S. 587-7777
Ragnar Lövdal,
lögg. bifrelðasal!
Subaru Legacv 2000 GL árg. ’96,
silfurgrár, sjálfsk., álfelgur, spoiler, ek. 19
þús. km. Vcrð 2.100.000. Skipti.
Subaru Imprenza 4WD irg. ’96,
rauður, beinskiptur, air bag. Nyr.
Venl 1.390.000.
Ford Windstar GL árg. ’96, grænsans.,
V6 3.0, 7 manna, ABS, air bag,
loftkæling, ck. 36þús. km.
Verð 2.510.000. Skiptá.
Honda Prelude 2.2 árg. ’96, rauður,
leðursæti, sóllúga, álfelgur o.fl., ek. 16
þús. kin. Vcrð 2.450.000. Skipti.
Nissan Primera 2000 SLX áig. ’95,
rauður, álfelgur, spoiler, ek. 68 þús. kin.
Verð 1.450.000.
Opcl Omcga G1 Caravan STW.
árg."95, grænn,beinsk.,f)arst.samlœingar
ineð þjófávamarkcrfi. Rafm. í rúðum
ABS air bag. Splittað afturdrif.Ek. 50 þús.
km.Verð 2.050.000. Skipti.
VANTAR ALLAR GERDIR BÍLA Á SKRÁ ■ VÍSA OG EURO RAÐGREIÐSLUR