Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1997 B 5 betur mega sín. í maí 1896 fór Pitte ábóti um borð í danskt herskip. Hann tekur land við ísland og hafn- ar á Fáskrúðsfírði. Og þar, í firði brúðunnar (La Pupée eins og þeir kölluðu staðinn) hittir hann í mikilli geðshræringu fiesta hásetana frá Grand-Fort og Gravelines. Peir voru um 180 talsins, komnir til Is- lands á fiskiskipunum Augustine, Belle Gabrielle, Départ, France, Frégate, Gravelinoise, Hirondelle, Mésange, Passe partout, Saint Anne og Saint-Marie, Mére Aima- ble ... A tveimur vikum komst Pitte ábóti að raun um þær ömur- legu aðstæður sem hásetarnir bjuggu við. Hann tók meira að segja þátt í hlutskipti þeirra um borð í Frégate. Hann svaf þar, var komið fyi’ir í skoti, nálægt vini sín- um skipstjóranum Louis Sa- voyen ... Til viðbótar flýtti hann sér eitt sinn að komast til Grand- Fort í pílagrímsferð, þar sem hann þræddi strandbæina og tókst eftir fjölmarga fundi að sannfæra menn og losa um sjóði til að byggja spít- ala... Hér fer á eftir ræðan sem Pitte ábóti flutti í árslok 1896 í við- urvist fullti-úa frá viðskiptadeild þingsins í Dunkerque, Yungs hers- höfðingja og Lemire ábóta, fulltrúa frá Hazebrouck." Eftir þennan formála hóf Pitte ábóti á sviðinu, í viðurvist nefndra heiðursmanna, að flytja sína áhrifa- miklu ræðu með tillögu um að byggja yrði spítala á Fáskruðsfirði. Hlutverk voru líka í höndum sjó- mannskvennanna, sem tóku undir þetta og fluttu sínar tölur um eymd sjómannanna og heimila þeirra. Ein þeirra Michelle segir: „Þessi atorka sjómannanna sem þú talar um, ábóti, er í raun á kostnað bág- inda okkar! Bágindin neyða okkur til að lifa af. Sá sem er sterkur er tekinn á haf út! Oh, þessi djöfuls vesöld sem nagar okkur! Hún nag- ar okkur eins og ryð étur járn!“ Og Mie Terese segir síðar í þættinum um norðurhafsförin þrjú sem aldrei komu aftur: „Tuttugu og tveir stráklingar frá Grand-Fort voru á þessum þremur skipum. Já tuttugu og tveir! Þar á meðal tveir minna pilta og stelpnanna minna tveggja. Fjórir frá mér sem aldan hefur tek- ið til sín, bölvuð tæfan. Þetta er al- gjör hörmung hjá okkur, ábóti, ekkert nema vesöld." Og leikþátt- urinn endar á söng, sem lýkur á orðunum: Við erum hásetarnir sem ekkert er minnst á. Sem ekkert er minnst á og sem gleymdir eru. Sag- an hefur þagað um okkar auma líf, sem hefur liðið, grátið í hljóði og beðið...“ Ekki er þessi tími þó fjær en svo að Islendingunum var boðið að vera við brúðkaup í Ráðhúsinu, þar sem afi brúðarinnar var gamall Islands- sjómaður. Panier borgarstjóri, sem gifti, lagði út af þeim tengslum í þessu borgaralega nútímabrúð- kaupi. Eftir hádegi þennan sunnudag hélt sjómannahátíðin áfram með opnu húsi í íþróttahúsi í Gravelines- Les Huttes, þar sem bæjarfulltrú- um, gestum og almenningi í bænum var boðið upp á mat við vægu verði og hljómsveitir léku. Var þar strax I talsvert fjör og stiginn dans milli rétta. Við veltum því fyrir okkur . hvort fólk mundi af slíku fjöri bregða sér í dans án áfengis um miðjan sjómannadag á Islandi. Okkur var sagt að hátíðin mundi svo halda þarna viðstöðulaust áfram fram á nótt og fjörið aukast eftir því sem liði á kvöldið. En þá voru íslensku gestirnir lagðir af stað til síns heima. | Áframhaldandi verkefni í setningarræðu sinni í Ráðhús- I inu hafði Leon Panier bæjarstóri í Gravelines lagt áherslu á að hann teldi mjög mikilvægt að efla tengsl- in við vinabæina frá Íslandstíman- um, Ploubaslanec og Fáskrúðs- fjörð. Tók fram að hann vildi ekki í slíkum vinabæjasamskiptum láta nægja heimsóknir og hátíðir - heldur leggja alla áherslu á að þróa | nútímasamskiptin á sviði menning- <. ar, fjármála, íþrótta o.s.fi’v. Hann [ boðaði þá þegar vinnufund til að I ræða ákveðin atriði í samskiptun- um 1998 og 1999 annars vegar og „A NÓS Marins. Disparue en Islande" stóð á kransinum til minningar um sjómennina sem hurfu á íslandsmiðuni, sem sendiherra Islands og bæjar- stjórinn í Gravelines vörpuðu á rúmsjó við blessunarorð sóknarprestsins, en bátar með fólki hópuðust í kring. Morgunblaðið/EPá ÞARNA komu þær daglega sjómannskonurnar og báðust fyrir. Þar nemur skrúðgangan staðar meðan Panier bæjarsljóri og fulltrúar vinabæjarins Fáskrúðsfjarðar, Albert Kemp og Steinþór Pétursson, leggja þar bljómsveig. BRÚÐKAUP í Ráðhúsi Gravelines. Gamall íslandssjómaður (í hjóla- stól) er afi brúðarinnar. Fyrir aftan hann Panier bæjarstjóri, sem gifti, og í kring má sjá gesti frá Islandi. SKRÚÐGANGAN leggur af stað um þröngar götur fiskimannahverfis- ins Les Huttes. I broddi fylkingar fólk í búningum frá Islandstímanum. ÞESSIR ungu íbúar Grand Fort Philip þurfa nú ekki á miðin við ísland. Þau tóku á móti gestum við vígslu nýuppgerðs Sjó- mannasafns sem geymir marg- ar minjar frá Íslandstímanum. hins vegar til lengi’i framtíðar. Sá fundur var í Ráðhúsinu á sunnu- dagsmorgun og lauk með undir- skrifaðri viljayfirlýsingu um áfram- haldandi samstarf. Bæjarstjórarnir skrifuðu undir, svo og þeir sem komu að einstökum verkefnum Reyndust tillögur hans í þrennu lagi a.m.k. og mistengdar bæjar- stjórnunum. I fyrsta lagi að haldið skyldi áfram heimsóknum unglinga milli bæjanna. Sagði hann frá því að Gravelinesbúar væru að gera upp gamlan bát, sem þeir reyndar höfðu sýnt gestunum, og eru að gæla við þá hugmynd að geta siglt á honum með franska unglinga til Fáskrúðsfjarðar og haldið þá segl- um þöndum með íslenska unglinga til baka. Gæti verið ungt fólk 16-26 ára sem ynni þar í þrjár vikur í sjálfboðavinnu eitthvert þarft verk. Sagði hann að vísu ekki víst að bát- urinn yrði tilbúinn til að halda þannig upp á 10 ára afmæli vina- bæjarsambandsins 1998. Albert Kemp, forseti bæjarstjornar á Fá- skrúðsfirði, sagði þá velkomna burt séð frá hátíðum. Þá innleiddi borgarstjórinn ann- að mál, sem gæti orðið 1998, en þar kæmi Fáskrúðsfjörður ekki nema að hluta inn í. A fundinum var læknirinn Debora Monick Vanbelle frá krabbavarnarsamtökunum „Au dela“, sem sérstaklega sinnir krabbameinsveikum börnum og skipuleggur sjóði til að gera þeim lífið svo ljúft sem unnt er. Margir sjúklinganna eiga þá æðstu ósk að ferðast og hefur verið orðið við því, meira að segja farið með þá upp á hæstu fjöll víða um álfur. A árinu 1998 er uppi hugmynd um að fara með 4-5 krabbameinsveika til ís- lands og leyfa þeim að hjóla spöl og spöl eftir mætti kringum landið og stoppa í bæjum. Hún hugðist setja sig í samband við sjúki’ahús og aðra aðila á þessu sviði í Reykjavík og vék því máli til sendiherra Islands um fyrirgreiðslu, en þarna var reif- að hvort Fáskrúðfjörður gæti orðið með sem einn aðilinn í að skipu- leggja hjólatúrinn á vegum vina- sambandsins við Gravelines, sem væri reiðubúin til að koma sem einn aðili inn í þetta. Svo og stofnunin INSERM, Institut National de la Santé et de la Recherche Medicale, í Strassburg, hafi ég rétt skilið. En þarna voru líka á fundinum frá CAES deild þeirrar stofnunar Elisabeth Reichman deildarstjóri og Nicolas Regnauld frá sömu stofnun. Franski spítalinn Þau höfðu raunar verið boðin á hátíðina í öðru samhengi, þ.e. hugs- anlegum viðgerðum á gamla Franska spítalanum. Af áhuga á því máli hefur stofnunin í tvö sumur veitt styrk í ferðakostnað franskra unglinga sem fóru til Fáskrúðs- fjarðar og unnu m.a. við að þrífa og loka spítalanum. Elísabet skýrði stöðu INSERM í málinu, sem hún sagði að hefði valdið nokkrum mis- skilningi. Það hefði aldrei verið hugmyndin að INSERM endur- byggði spítalann, sem þau ættu ekki og væri íslenskur spítali. Franskir túristar hefðu vakið at- hygli á honum, m.a. komið bréf til frú Chiracs, sem er í vissum tengsl- um við INSERM. En þetta sé frönsk heilbrigðisstofnun, sem kom inn í það til að veita aðstoð af áhuga á spítölum og sjálfboðavinnu ungs fólks. Heimamenn hljóti að hafa þarna forgöngu. Þetta yrði aldrei ákvörðun INSERM, heldur Fá- skrúðsfjarðar. Hún hafði í sumar haft samband við Húsfriðunar- nefnd, Magnús Skúlason. Ef á næsta ári yrðu gerðar áætlanir um viðgerð og kostnað sem hægt sé að taka til umræðu og athugunar væri kannski í framhaldi hægt að leita til viðeigandi sjóða Evrópuráðsins um aðstoð við endurgerð spítalans sem hluta af menningararfi Evrópu. En það yrði aðeins ef heimamenn hafi áhuga á málinu. Vísaði hún spurn- ingu til Alberts Kemp, forseta borgarstjórnar Fáskrúðsfjarðar, sem sagði að endurgerð Franska spítalans hefði aldrei verið á dag- skrá sveitarstjórnar Fáski’úðsfjarð- ar af því að þeir ættu nánast ekkert í honum. Það væru einstaklingar sem ættu þar hlut að máli. Virðist því augljóst að áður en nokkur skuldbindur sig í málinu verði fyrsta skrefið að vera að stofna fé- lag um málið og ganga formlega frá því að allir aðilar láti laust eignar- haldið á flakinu af spítalanum. En bera annars á því ábyrgð. Skrifuðu menn undir viljayfirlýs- ingu um að vinna að þessum mál- um. Gravelinesbær og Fáskrúðs- fjörður að halda vinabæjarsam- bandinu og þróa samskipti íbúa bæjanna tveggja í ljósi sameigin- legrar reynslu frá dögum frönsku Islandssjómannanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.