Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 21
r H i » i i J I I I i 1 8 I I i 8 8 8 8 8 8 8 8 1 < i MORGUNBLAÐIÐ Goðsögnin un Fáar hljómsveitir eru sveipaðar annarri eins dulúð og The Doors, en söngvari hennar drakk sig í hel fyrir aldarfjórðungi. ? ———---------------------- Arni Matthíasson hlustaði á væntanlega safnútgáfu helgaða hljómsveitinni. FÁAR hljómsveitir hafa heillað ungmenni eins og bandaríska rokksveitin The Doors. Hvorttveggja vai- að tónlistin var hæfileg blanda af gríp- andi laglínum og tilraunakenndum hljómagraut og svo að söngvari sveitarinnar og andlit hennar, Jim Morrison, var fádæma snjall sviðs- maður sem gætt gat ruglingslega og oft innihaldsrýra texta merkingu og dýpt. Þótt komið sé á fjórða áratug frá því sveitin var stofnuð og vel á þriðja frá því Morrison lést, minnast menn enn The Doors og tónlistar hljómsveitarinnar og á næstu dögum kemur út safnkassi með tónlist The Doors þar sem meðal annars er að fínna töluvert af prufu- og tónleika- upptökum, aukinheldur sem í kass- anum, sem spannar fjóra diska, er lag sem ekki hefur áður heyrst, Orange County Suite, sem eftirlif- andi Doors-liðar luku við fyrir skemmstu. im Morrison er merkileg fígúra í bandarískri rokkgoðafræði, hann lagði í mörgu grunninn að rokksöngvara nútímans, þjáða snill- ingnum sem heimurinn hafði undir. Sviðsframkoma hans var byltingar- kennd um miðjan sjöunda áratuginn, þar sem hann engdist og skalf af innibyrgðri frygð og losta, lét vel að hljóðnemanum eða veltist um á gólf- inu. Félagar hans í sveitinni lögðu sitt af mörkum með óvenjulegri sam- setningu, gitar, trommum og hljóm- borði. Meðal sérkenna sveitarinnar var að hún hafði engan bassaleikara, heldur sá hljómborðsleikarinn, Ray Manzarek, um bassaleikinn á Fend- er Rhodes bassahljómborð samhliða því sem hann ruddi frá sér hljómaklösum og trillum á Vox, líkan þeim sem Animals nýttu með góðum árangri. Gítarleikarinn, Robbie Kri- eger, sá um þá bassahljóma sem á vantaði í bland við magnað gítarspil og trymbillinn John Densmore gaf jarðsambandið sem þeir félagar hans áttu til að missa þegar mest gekk á. Dulspekingur og skáld Helgisögnin um Jim Morrison er ekki síður sterk nú en fyrstu árin eftir að hann lést og enn streyma að- dáendur og pílagrímar að gröf hans í Pére Laehaise í París. Myndin af dulspekingnum og skáldinu var enn styrkt með kvikmynd Olivers Stones um Morrison og sveitina, sem, líkt og annað sem Stone hefur gert, er frekar byggt á óskhyggju og draum- órum en sögulegum staðreyndum. Þannig hafa félagar Morrisons smám saman leyst frá skjóðunni um geðsveiflur og sérkennilegt háttemi Morrisons sem ágerðist eftir því sem hann hvarf á vit Bakkusar. Manza- rek hefur lýst því hvemig Morrison, sem var vinur hans og stofnaði The Doors með honum, átti til að eyði- leggja eigur félaga sinna sér til skemmtunar, eða gera þeim ljóta grikki, sem ágerðust og ui-ðu ljótari eftir því sem áfengissýkin ágerðist. Samt sem áður voru félagar hans í Doors ævinlega tilbúnir til að fyrir- gefa honum og í viðtali sem birtist við Manzarek fyrir skemmstu er hann enn fullur trega og saknaðar eftir Morrison. Þeir Manzarek og Morrison stofn- uðu The Doors saman um mitt ár 1965. Um vorið útskrifuðust þeir úr kvikmyndanámi og í aðgerðaleysi sumarsins stakk Morrison upp á því að þeir semdu tónlist saman. Morri- son átti grúa af ljóðum og Manzarek, sem var átta árum eldri og tónlistar- menntaður, vannst létt að semja tón- list við ljóðin. Manzarek var reyndar í hljómsveit með bræðrum sínum, sveit sem kallaðist Rick and the Ra- vens, og Morrison gekk í þá sveit sem söngvari. Rick and the Ravens tók upp nokkrar prufur og reyndi að komast á samning en þegar hvorki gekk né rak gáfust bræður Manza- reks upp á þófínu og þeir voru eftir Morrison og Manzarek og trymbill- inn John Densmore, sem var reynd- ar djassáhugamaður og fékk að skjóta inn djassfrösum ef honum sýndist svo. Ekki tók langan tíma að finna gítarleikara, Robbie Krieger, sem heillaði þá með blúskunnáttu sinni og flamenco-straumum. Þannig skipuð og með nafn sem tekið var eftir Aldous Huxley, sem sneri út úr fyrir Willam Blake, The Doors, hélt sveitin í leit að samningi og hóf stífa spilamennsku. Fyrsta vinnan var sem fastasveit í klúbb þar sem þeir félagar fengu tíu dali á kvöldi fyrir fimm tíma spila- mennsku fjóra daga vikunnar. Fé- lagamir nýttu klúbbinn sem æfínga- pláss, enda yfirleitt frekar fátt um manninn. Á þeim æfingum áttu lög til að taka stakkaskiptum og þannig teygðist úr einu helsta lagi sveitar- innar, The End, út stuttri stemmu í ellefu mínútna harmleik. Svo stíft tónleikahald var vel til þess fallið að þétta sveitina og slípa og Manzarek segir að um líkt leyti hafi sá Jim Morrison sem allir þekktu orðið til, hlédrægt ungmenni með skáldagrillur, orðið að losta- fullri, athyglissjúkri stjömu. Hann segir að þegar Morrison hafi áttað sig á því hvaða áhrif hann gat haft á áheyrendur með sviðsframkomu sinni hafi hann sleppt fram af sér beislinu, en fram að því var hann vanur að syngja með bakið í við- stadda. Smám saman vann sveitin sér orð fyrir tónleikahald sitt, gríp- andi lög og villta sviðsframkomu Morrisons, en gekk þó bölvanlega að komast á samning, enda stakk hún svo í stúf við það sem þá fór fram á vesturströndinni að engin útgáfa vildi taka áhættuna á þvi að gera samning við slíka furðufugla. Það var ekki fyrr en Doors-menn settu sig í samband við New York-fyriilækið Elektra að hjólin fóm að snúast og fyrsta breiðskífan var tekin upp á sex dögum og gefin út 1967. Á henni var dæmigerð Doors-blanda, grípandi popplög eins og Light My Fire, blús eins og Back Door Man, útgáfa af lagi Brechts og Weills Alabama Song, og langdregin tilgerð eins og The End. Platan náði þegar mikilli hylli, sat á breiðskífulistanum vestan- hafs á annað ár og seldist reyndar í stærra upplagi en dæmi vom til um jaðarsveit eins og The Doors. Gjöful ár og erfið Arin sem á eftir fylgdu vom liðs- mönnum The Doors gjöful, ekki síð- ur en erfið, þeir ferðuðust um þver Bandaríkin til tónleikahalds og vöktu hvarvetna athygli, ekki sist fyrir framkomu Morrisons sem varð æ sérkennilegri eftir því sem hann drakk meira. Hljómsveitin sendi frá sér sjö breiðskífur á næstu fjóram ámm, þar af fimm hljóðversskífúr, aukinheldur sem hún var á tónleika- ferðalagi þá daga sem hún var ekki í hljóðverinu. Allt tók þetta sinn toll og þó þeir félagar Morrisons hafi staðist raunina bærilega var hann ekki í stakk búinn til þess, þunglynd- ur að eðlisfari og drykkjan bætti síst úr skák. Eftir á að hyggja má glöggt sjá á framkomu hans, yfirlýsingum og textum að hann var fyrir löngu orðinn leiður á því að vera rokk- stjama; hlutverkið veitti honum ekki þá lífsfyllingu sem hann leitaði eftir. Á frægum tónleikum í Miami sauð uppúr, þegar Morrison var handtek- inn og sakaður um að hafa sýnt á sér kynfærin. Enn deila menn um hvað gerðist en félagar hans þvertaka fyr- ir að hann hafi aðhafst neitt til að sfyggja siðprúða. Hvað sem því leið spillti uppákoman eðlilega mjög öllu tónleikahaldi í Bandaríkjunum, því enginn vildi fá aðra eins villimenn í heimsókn, og þegar Morrison var sakfelldur fyrir athæfið varð það enn til að draga úr áhuga tónleikahald- ara á sveitinni. Um þetta leyti var Morrison farinn að fitna mjög og safnaði síðu skeggi til að fela vanlíð- anina. I miðjum upptökum á breið- skífunni LA Woman árið 1971 ákvað hann að skipta um umhverfi til að ná tökum á lífinu og hélt til Parísar með vinkonu sinni. I júlíbyrjun lést hann svo í baði, líkast til úr hjartaáfalli, enda skrokkurinn orðinn mæddur á sukki og óheilbrigðu líferni, og var jarðaður í París eins og getið er. Fé- lagar hans luku við plötuna og gerðu reyndar tvær skífur til viðbótar, báð- ar mesta klastur, en einnig hljóðrit- uðu þeir tónlist við ljóðalestur Morrisons og gáfu út 1978. Upp frá því hefur ekkert frá sveitinni heyrst, en þeir félagar iðjað við sitthvað hver í sínu homi, þar til þeir komu saman í tilefni af fyrirhugaðri útgáfu á tónleikaupptökum og uppáhalds- Iögum, og luku við upptökur á Orange-sýslu svitunni, sex mínútna lagi sem samið er við Ijóðasöng Morrisons. Þó Jim Morrison sé löngu liðinn lifir minningin og sterkari nú en nokkm sinni. Ekki er gott að segja hvað veldur, því þó að tónlistin hafi vissulega verið vel heppnuð að mörgu leyti, er svo margt annað frá svipuðum tíma sem elst hefur betur. Víst var Morrison góður söngvari, en þeir vom líka íjölmargir sem stóðu honum framar, og þó hann hafi látið þess getið að hann vildi að sín yrði minnst sem ljóðskálds kæmust Ijóðin hans varla inn í menntaskólablað. Því verður þó ekki neitað að hann hafði áberandi persónuleika sem smitaði allt sem hann gerði og gerði að verk- um að þeir sem á annað borð hrífast gleyma honum ekki það sem eftir er. Opið mánud.-föstud. 9:00 - laugard. 10.-00 - VÍ ft og féðn a , Barnaskíði frá 3.500.- Skíði fyrir fullorðna frá 5.500. Skórfrá 300- Gönguskíði frá 3.500 - Gönguskíðaskór frá 2.900.- StaHrWÉ 1.190.-"-, •»_ Snjóbretti með afslætti. Einnig töskur, gallar, húfur og fleira á mikið lækkuðu verði Bindingaásetningar unnar af fagmönnum á fullkomnasta skíðaverkstæði landsins. Sendum um land allt Glæsibæ, sími: 581 2922, fax: 581 4517 Aðeins í örfáa daga T„ ' *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.