Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ VerðfaU ásólskim SÓL! Eru nokkur eftirsóknarverðari gæði í huga íslend- inga? Altént ekki þegar fylgir hiti. eftir Elínu Pálmadóttur Þetta sýna stríðir straumar ís- lendinga suður á sólarstrendur, sem svo heita á okkar máli. Lík- lega er þetta í genunum. Hefur sest þar að í köldu og dimmu skammdegi. Ekki man ég eftir að hafa gert nokkuð gott, sem gæti verið innlegg hjá þeim sem ræður veðri og vindum, en í yfir þriggja vikna sumarleyfi féll mér í hlut þessi óskastaða. Þurrt veður og kyrrt, hitinn síðdegis um 25 stig, en ferskara kvölds og morgna. Sól á hvetjum degi og logndeyða í stórborginni Par- ís. Hægt að sitja úti á kaffihús- um. En böggull fylgir skammrifí, sem okkur hér í gjóstrinu uppi á Islandi dettur ekki í hug. Eg fann fyrir því fyrsta daginn er ég labbaði mig upp á breiðgöt- una Champs Elysée og settist á gangstéttarkaffíhús með blað að horfa á fólkið streyma hjá milli Sigurbogans við annan end- ann og Concordtorgsins við hinn enda breiðgötunnar. Nýkomin af íslandi fann ég þetta síðdegi fyrir menguninni. Hún fór að pirra hálsinn og entust þau óþægindi fyrstu dagana. Þar til ég var búin að venjast mengun- inni. Ég hitti hjón frá Kanada sem líka fundu fyrir menguninni, hún í nefgöngunum og hann í slím- húðinni í hálsin- um. Bættu við að þau mæltu ekki með að bregða sér á Champs Elysée í tilbót inn í nýju risailm- vatnsbúðina, sem allir eiga að skoða. í svona óska- veðri Islendings- ins, þegar kyrrt loftið hreyfíst ekki á götunum, safnast mengunin frá bíla- umferðinni fyrir í þessum gjám milli húsa. Kemst ekki burt. Bíl- amir spúa koltvísýringi án afláts og bæta þar í. I gífurlegri bí- laumferð stórborganna verður loftið æði lævi blahdið. Einn morguninn hugðist ég með vin- konu drekka morgunkaffi á gömlu litlu kaffíhúsi „Fer a Cheval" í götunni Veille de Temple. Þarna í gyðingahverf- inu eru mjóar götur og út- keyrslubílar spúðu í hægagangi menguninni í vit gesta við litlu notalegu borðin utan við kaffí- húsið. Við flúðum. Raunar er svo komið að útikaffihúsin eru flest með glerskála úti á gangstéttun- um. Undir lokin sögðu mælingar að mengunin væri á nokkrum stöðum komin yfír hámarkið 3. Frakkar höfðu séð þetta nálgast og sett lög og reglugerðir til að geta brugðist við, þótt ekki ættu þeir von á að það gerðist svona skyndilega. Og umhverfísráð- herrann nýi og skeleggi, brá með eins dags fyrirvara hafti á umferðina. Aðeins bílum með jafnri tölu í lok bílnúmers var leyft að aka um borgina, með undantekningu fyrir almenn- ingsvagna og atvinnu- og örygg- isbíla og ef minnst 3 væru í bíln- um. Að viðlagðri um 12.000 krónu sekt, sem farið var vægi- lega í þennan fyrsta dag. En á móti var frítt í öll almennings- samgöngutæki í borginni og líka í öll bílastæði. Síð- degis hafði mengunin frá deg- inum áður minnkað um 15% og 35% í úthverfunum, sem dugði til þess að fara niður fyrir hættu- mörk. Ég verð að segja að gildi sól- ar og logns lækkaði verulega við þessa lífsreynslu. Ekki að mér liði ekki bærilega eftir fyrstu viðbrigðin. Öllu má svo venjast að gott þyki. En í umræðunni af þessu tilefni kom fram að samkvæmt rannsóknum getur slíkt ástand flýtt dauða þeirra sem eru veikir fyrir, sem eru samkvæmt eldri könnun nokkur hundruð á ári. Fleiri leita læknis vegna ýmissa kvilla þegar svona er ástatt. Varað var við að skokka undir berum himni og bömum og gamalmennum ráð- lagt að vera lítið úti. Þetta ástand á fyrirsjáanlega eftir að versna, ekki bara í Par- ís heldur alls staðar meðan bfla- notkun vex svona. Líka hjá okk- ur, meðan bílaumferð allri er þjappað saman á ákveðnum tímum dagsins á ákveðnar göt- ur. Um leið og sólin hefur lækkað að verðmætamati hefur blessað rokið og hryssingurinn hækkað í áliti. Gott var að koma heim á þann vindrass Keflavíkurflugvöll um miðja nótt, þótt hitastigið hryndi um 20 stig, frá því farið var út á flugvöll síðdegis í París og þar til stigið var út í rokið í 6 stiga hita. Svona er það, eng- inn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Ekki veit ég hvort sönn er sú sögusögn að fyrr á tímum hafi fólki hér á norðurslóðum ekki þótt kenningin um Helvíti eins skelfíleg og fólki í heitu löndun- um - þar væri þó hlýja. Veðrinu er kennt um koltví- sýrings- og brennisteinsmeng- unina, sem við mannfólkið spú- um óaflátanlega út í loftið. Með því hugarfari var þoku kennt um bílslys skammt frá Rúðuborg þennan sama mengunardag í Frakklandi, þar sem 12 dóu og 60-70 slösuðust, en lögregla kvað ástæðuna þá sömu og venjulega, fólk hefði ekið með sama ofsahraða og haft jafn- stutt á milli bíla þennan dag á hraðbrautinni, burtséð frá þok- unni sem læddist yfír. Það sem gerðist var að einn bílstjóri missti af gatnamótum, stansaði til að ná beygjunni. Næstu bílar lentu á honum, kviknaði í einum þar sem fjórir brunnu til bana. Á akbrautinni á móti sáu menn í þokunni logana og stigu á bremsur svo þar varð önnur slysahrúga. Fjórir ætluðu að hlaupa yfir, fólkinu í brennandi bílnum til hjálpar, og voru keyrð- ir niður. Var orsök slyssins svo þoka? Og mengunarinnar veðurfarið? Eða hvað? MAIMIMLIFSSTRAUMAR TANNLÆKNISFRÆÐI /Eiga tannlœkningar sér langa söguf Stutt ágrípafsögu tannlækninga ÞEGAR fjallað er um tannlækningar, svo sem ætlunin er að gera með greinaflokki á þessum vettvangi, er ekki óeðlilegt að byrjað sé á því að huga að sögunni. Tannverkur er jafn gamall mannkyninu sjálfu og frá fyrstu tíð hafa menn því velt fyrir sér orsökum hans og leiðum til lækn- inga. Elsta mynd af tannlækni sem vitað er um er af Egyptanum Hesire og er frá því um 3000 fyrir Krists burð. Einnig hafa fundist við uppgröft í pýramídunum í Gizah í Egyptalandi tennur í múmíu frá 3000-2500 f.Kr. sem festar eru saman með gullþræði, sennilega til að koma í veg fyrir tannmissi af völdum tannvegsbólgu. Frá tímum Etrúra um 500 f.Kr. hefur fundist hauskúpa þar sem gerð hefur verið gullbrú úr kálfstönn sem fest er með gullborða við næstu tennur. Flestir kannast við máltækið auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. Á steinsúlu sem varðveitt er í Louvre-safninu í París eru skráð lög Hammurabis (1790-1750 f.Kr.). Þar á meðal eru læknalög þess tíma, en þar stendur: Lög 196: Ef ein- hver skaðar auga jafningja síns skal hans eigin auga eytt. Lög 198: Ef ein- hver skaðar auga þess er lægra er eftir Björgvin settur skal hann Jónsson. sektaður um minu silfurs. Lög 200: Ef einhver brýtur burt tönn jafningja skal hans eigin tönn brotin úr. Lög 201: Ef einhver brýtur burt tönn þess er lægra er settur skal hann sektaður um þriðjung minu silf- urs. Athyglisvert er að tannmissir er metinn sem þriðjungur þess skaða að missa auga. I Grágás, lagasafni íslenska þjóðveldisins, eru einnig ströng viðurlög við því að brjóta tenn- ur náungans. Þar segir: „Ef maður særir mann, varðar það skóggang. Sá maður er óæll (sem ekki má gefa mat) til dóms er hann vegur mann eða veitir hin meiri sár. Það mest sem hin meiri sár ef maður sker tungu úr höfði manni eða stingur auga úr höfði eða sker af manni nef eða eyru eða brýtur tenn úr höfði manni.“ Babyloníumenn kenndu tannorm- inum um tannverk en hann átti að bora sig inn í tönnina og éta hana upp innanfrá. Þessi hjátrú var þekkt allt fram á 19. öld. Grikkir til forna kenndu breyting- um á líkamsvessum um flesta sjúk- dóma og jafnvel Hippókrates, faðir læknislistarinnar í Grikklandi og hinum vestræna heimi, lýsti aðferð- um til þess að lækna tannverk. í tímans rás aðgreindust skurð- lækningar og lyflækningar og við það komust tannlækningar ásamt skurðlækningum í hendur hand- verksmanna svo sem bartskera eða smiða. Þeir buðu gjarnan fram þjón- ustu sína á markaðstorgum og STUTT ágrip. skýldu fáfræði sinni bak við skrum og hávaða auglýsingamennsku. Tannlækningar urðu að nokkurs konar sýningaratriði þar sem al- menningur fylgdist með aðgerðinni sem oftast fólst í því að bijóta úr hina sýktu tönn. Aðgerðir sem þess- ar voru oftast í höndum bartskera og þeir því oft kallaðir „Zahnbrech- er“ eða tannbijótar. Þegar skurðlækningar og lyf- lækningar urðu aftur að einni vís- indagrein sem nútíma læknavísindi var fyrst hægt að gefa fólki rétta meðferð við sjúkdómum og slysum á tönnum og kjálkum. Nútíma tann- lækningar grundvallaðar á vísindum og starfsþjálfun voru orðnar til og viðurkenndar sem ein sérgrein læknavísindanna. Ekki fer mörgum sögum af tann- lækningum hér á landi fyrr en á síðustu öld. Munu þær eingöngu hafa verið í höndum lækna og aðal lækningin að fjarlægja skemmdar tennur til að lina þjáningar fólks. I „Lækningabók handa alþýðu á ís- landi“ frá 1884 segir J. Jónasen dr.med.: „Tennurnar og tannholdið ÞJÓÐLÍFSÞANKAR /Getur einhver valib djnufyrir annan? UM DAGINN þurfti ég að kaupa mér dýnu í rúm og hélt að það væri lítið mál - en þar fór ég villur vegar. Framboð á hvers kyns dýnum og rúmum er afar mikið og margbreytilegt og fyrir þá sem ekki eru alveg með á hreinu hvers bak þeirra og aðrir líkamshlutar þarfnast getur valið verið erfitt. Umræðan um þessi mál er líka orðin talsvert mikil. Þegar ég var barn velti ég aldrei fyrir mér á hveiju ég svæfí, ef gormarnir fóru að standa upp úr fletinu þá reyndi ég að koma mér fyrir á milli þeirra og hugsaði svo ekki meira um það. Eg varð heldur ekki vör við að fullorðna fólkið talaði mikið um slíkt. Ég man að sum- ir sváfu á dívönum, aðrir á svefnbekkjum með rúmfatageymslu undir, enn aðrir á nærbuxnableikum dýnum í trérúmum og gamla konu þekkti ég upp í sveit sem svaf á tveimur þykkum fíðursængum í rúmi sem hægt var að draga sundur. Aldrei heyrði ég fólk tala um að betra væri að sofa á þessu heldur en hinu, þetta var fyrir tíma hinna miklú játn- inga, rúm og dýnur hafa greinilega tilheyrt einkamálasviðinu og voru aldrei til umræðu á mannamótum, það er nú breytt eins ogýmislegt annað. Jæja, ég lagði af stað einn góðan veðurdag til þess að skoða dýnur. Ég var afar hikandi hvar bera ætti niður en eitthvað varð samt að gera, undanfarið hafði ég sofið á mýkri dýnu en fræðimenn töldu baki mínu hollt. Mér hafði verið tjáð að ég gæti fengið gormadýnur af ýmsum styrkleika og hóf leit mína í búð sem selur mestmegnis slíkar dýnur. Eftir að hafa skoðað mis- harðar gormadýn- n eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur ur mjög vandlega og lagst á nokkr- ar slíkar í tilraunaskyni komst ég að þeirri niðurstöðu að þær fjöðr- uðu fullmikið. Ég hafði mig því út úr þeirri verslun og fór i aðra sem seldi svampdýnur. í Ijós kom að það var heldur ekki einfalt að finna út hvað hentaði af slíkum dýnum, þær voru til í alls kyns gerðum, með latexi og án. Enn lagðist ég upp í rúmin í versluninni og lá á hverri dýnu hugsandi dágóða stund en fann enga sem mér fannst for- takslaust að hentaði mér. Á leið- inni heim hugsaði ég til vatnsrúm- anna sem sumir telja allra meina bót. Ég taldi þá lausn þó ekki koma til greina í mínu tilviki því ég er afar viðkvæm fyrir sjóveiki og myndi vafalaust þola illa velting- inn. Ýmsar tröllasögur hafa gengið um 'vatnsrúmin að þessu leyti, ein fjallaði um lækni sem kallaður var til ófrískrar konu sem var rúmliggj- andi. Hann vitjaði um sjúkling sinn og settist umhyggjusamur á rúm- stokk hans, en það skipti engum togum að hann tókst á loft og var allt í einu kominn upp fyrir sjúkl- inginn. Vissi hvorki konan né lækn- irinn hvernig þetta bar til og var svo vatnsdýnunni kennt um allt saman. Eftir að hafa farið nokkrar ferð- ir enn í dýnuverslanir og lagst þar á fjölmargar dýnur ákvað ég eftir þungbæra íhugun að kaupa dýnu sem samanstóð af latexi og svampi til helminga. Dýnan kom og ég lagðist til svefns. Um morguninn var ég komin að þeirri niðurstöðu að ég hefði eins getað hellulagt rúmið mitt og þegar upp var staðið um morguninn fann ég undarlegan þreytuverk milli herðablaðanna en gamli verkurinn í bakinu lét hins vegar minna á sér kræla. Næstu nótt eyddi ég eins og prinsessan á bauninni, lá ofan á samanbrotunum aukasængum á nýju dýnunni og hugsaði mitt ráð. Ætti ég að fara að ráðum góðviljaðs fólks og fá mér þykka yfirdýnu eða ætti ég að skipta dýnunni og fá aðra miklu mýkri? Helst hefði ég viljað sofa nokkrar nætur í dýnuversluninni til þess að geta prófað almennilega allar dýnurnar en kunni svo ómögu- lega við að fara fram á slíkt þegar til átti að taka. Eftir miklar viðræð- ur við hjálpsaman afgreiðslumann og rækilega umþenkingar í einrúmi ákvað ég að fá mér heldur mýkri dýnu og eiga þá möguleika á yfír- dýnu til þrautavara og nú er bara að sjá hvaða endi sú tilraun fær. Svona er líf nútímamannsins orðið flókið - það sem einu sinni var bara svona er nú ekki svoleiðis lengur, heldur getur verið allavega og enginn getur sagt hvernig. Eng- inn getur víst ákveðið fyrir annan hvaða rúm eða dýna henti honum, þetta er ein af þeim þungbæru og afdrifaríku ákvörðunum sem ein- staklingurinn verður að leysa úr einn og óstuddur. Það kann að vera að einhvetjum þyki þetta fremur ómerkilegt mál að fjalla um, þeim hinum sama má benda á að fólk eyðir nær helmingi æfi sinnar í rúminu og þegar rúm eru keypt er ekki verið að tjalda til einnrar nætur. Þess vegna væri ekki vit- laust að lána fólki heim dýnur til að sofa á í tilraunaskyni í nokkurn tíma, ég hefði viljað fá slíka þjón- ustu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.