Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1997 B 23 Mads pá Bass Það verður heitt í kolunum á Jómfrúnni í kvöld segir Vernharður Linnett. Þá leikur þar Mads Vinding, einn af helstu djassbassaleikurum Dana með landa sínum, saxófónleikaranum Jan zum Vohrde, Eyþóri Gunnarssyni píanista og Matthíasi MD Hemstock trommara. EFTIR aldri skulu þeir fimm stóru nefndir: Hugo Rasmussen, Niels-Henn- ing Orsted Pedersen, Bo Stief, Mads Vinding og Jesper Lundgaard. Allir hafa þeir komið til íslands nema Mads, en í kvöld verður hann á Jómfrúnni. Jan hefur komið hingað áður - með Mirror, hljómsveit Thomasar Clausen, árið 1979. Hann blæs nú með Stórsveit danska ríkisútvarps- ins: Radioens big band. Þeir Mads hafa leikið mikið saman m.a. í hinni stórskemmtilegu hljómsveit Tyrkj- ans Mehmet Ozans, Istanbul Ex- press, þarsem djassi og tyrkneskri tónlist er blandað saman lystilega. Ég heyrði Mads Vinding fyrst í gamla Montmartre-djassklúbbnum í Store Regnegade árið 1973. Þá var hann í nýstofnuðum kvintett Svend Asmussen ásamt Kjeld Ohman og Ed Thigpen. „Mads pá bass,“ sagði Svend, það rímaði og Svend Ijómaði af gleði yfír hinum unga snillingi. Síðan hef ég átt margar yndis- stundir með Mads Vinding þarsem hann hefur leikið með jafn ólíkum listamönnum og Memeth Ozan, Duke Jordan, Johnny Griffín, Putte Wickman, Thomas Clausen, Tete Montoliu, Gary Burton og Enrico Pieranunzi svo einhverjir séu nefnd- ir. Sumarið 1978 fór ég á tónleika í Húsinu - þeim fræga stað í Kaup- mannahöfn. Kvartett gítaristans Doug Raneys lék; Bent Jædig á saxófón, Mads pá bass og Bjarne heitinn Rostvold á trommur. Þá stóð til að gefa út tónlistartímarit á ís- landi og ég tók viðtal við þá fjór- menninga, enda þrír þeirra tengdir Islandi. Bent hafði lært á saxófón hjá vini sínum Gunnari Ormslev. Þá var hann dáti og herskip hans lá þrjá mánuði í Reykjavíkurhöfn; Bjarne hafði leikið inná ýmsar hljómplötur með Hauki Morthens - það er hann sem trommar í land- helginni og Doug var í fyrstu er- lendu djasshljómsveitinni sem Jazz- vakning fékk til íslands; tríói Horace Parlans. Mads var sá eini sem tengdist á engan hátt íslandi - meirað segja fæddur árið 1948 og konungssambandi landanna löngu slitið. Það liðu þó nokkur ár uns Tónlist- artímaritið TT leit dagsins ljós og því voru viðtölin aldrei birt, en þeg- ar ég frétti að Mads Vinding væri á leiðinni til íslands gróf ég upp snælduna með viðtölunum og hlust- aði. Fyrsta spurningin var um upp- haf tónlistarferilsins. „Það var bassi í skólanum sem ég gekk í sem lá ónotaður. Söng- kennarinn minn sagði mér að spila á hann. Ég var ellefu ára. Seinna, þegar ég var sextán, fór ég að spila á rafbassa. Þá flutti ég frá mömmu. Var hálft ár í kennaraskóla, en hætti. Það var svo mikið að gera í spilamennskunni. Áhrifavaldar? Þeir hafa verið margir því ég hef leikið allskonar tónlist. Fyrsti bassaleikarinn sem ég hiustaði á var Ray Brown og svo var það Ron Carter. Ég hef líka lært margt af Niels-Henning. Hann er tveimur árum eldri en ég. Niels var svo heppinn að fá djobb í Montmartre-djassklúbbnum þegar hann var fjórtán ára. Af slíku læra menn óhemju mikið.“ Hljómsveitirnar sem Mads lék með í fyrstu voru af dixieland- og svíngættinni, ss. hljómsveit saxist- ans Steen Vigs. Þá tóku við djass- rokksveitir einsog Secret Oysters. 1978 tók hann sæti í Radioens big band. En er nóg að gera? „Ég hef haft svo mikið að gera með öðrum að ég hef aldrei haft tíma fyrir eigin hljómsveit. Það er ekki hægt að lifa af að leika djass nema vera á sífelldum ferðalögum og það er erfitt fyrir fjölskyldu- MADS pá Bass mann. Ég hef valið að blanda þessu saman - leika góðan djass og vinna fasta vinnu við allskonar leikhús. Ég hef reynt að fá einhvem til að spila á móti mér svo ég gangi ekki alveg af vitinu. Á árunum 1969-71 lék ég í Cirkusrevíunni fjóra mánuði á ári og það var ansi þreytandi að þurfa að spila sömu tónlistina uppá hvern dag. Ef ég fengi tilboð frá Banda- ríkjunum? Það væri fínt ef það væri gott, en ég vildi ekki vera of lengi. Ég hef það svo gott hér í Danmörku - blómstra. En það er gaman að fara í tónleikaferðir ef þær eru ekki of langar.“ - En hvað með eigin tónverk og hljómplötur? „Ég hef leikið inná hundruð platna með öðrum, en aðeins inná eina undir eigin nafni: Danish De- sign sem Sonet í Svíþjóð gaf út 1974. Þar var djassrokk á dag- skránni og meðal hljóðfæraleikara Jannie Schaffer og Kjeld Öhman. Kannski gef ég út aðra plötu - en í augnablikinu veit ég ekki hvernig hún ætti að vera.“ Og það voru orð að sönnu. Það liðu 23 ár frá því Danish Design kom út þartil Mads Vinding gaf út aðra plötu sína: The Kingdom Where Nobody Dies og þvílík plata. ítalski píanósnillingurinn Enrico Peranunzi leikur þar með honum og Alex Riel slær trommur. Alex og Mads hafa leikið í mörg ár með tríói Thomasar Clausens, besta pí- anótríói Norðurlanda að mínu mati, og þeir þekkja hvorn annan út og inn. Mads pá bass og Jan zum Vohrde með Eyþóri Gunnarssyni og Matthí- asi MD Hemstock er viðburður í íslensku djasslífi. **- í 'te;ý»í,4te.,yv. - ■■ Þessi stíll hindrar samdrátt a> «o '3 e to *c5 CO c 0> rOús^óös um ^ ^ á lyfjaKostnaöi oiilljóna Króna rvldssjóös. 0) SAMTÖK íí- IÐNAÐARINS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.