Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1997 B 17 I* J i I j 1 I 1 I | i < j I < í J i 1 i i < < < i < MANNLÍFSSTRAUMAR veikjast opt, einkum tennurnar og er kunnugra en frá þurfi að segja, hversu algengt það er orðið hjer á landi að fólk kvartar um skemmdar („brenndar") tennur og um tann- leysi.“ Hann gerir sér grein fyrir að tennur skemmast meira i unglingum en fullorðnum en segir menn álíta að tannskemmdir séu arfgengar en einnig séu margar „útvortis orsak- ir“. Trú á tannorminn fyrrverandi vill hann kveða niður og segir: „Það er röng skoðun manna að halda að það sje lifandi ormur í skemmdri tönn eða tala um ormjetna tönn.“ Löngu áður en lækningaleyfislög- in nr. 38/1911 gengu í gildi höfðu starfað að tannlækningum í Reykja- vík Páll gullsmiður Þorkelsson (1850-1936), er hafði kynnst tann- smið í París, og danskur tannsmið- ur, Oscar Nickolin (1848-1895). Tannlæknir sest hér fyrst að störfum 1889 og_ var það danskur maður. Þrír íslendingar sem unnu við tannlækningar luku prófi í Kaup- mannahöfn á 19. öld frá læknadeild Hafnarháskóla. Sá fyrsti Grímur Þorláksson 1854 og sonur hans, Carl G.C. Thorláksson, 1867 en þeir störfuðu báðir að tannlækningum í Kaupmannahöfn. Hjá þeim síðar- nefnda lærði til tannlækninga Wil- helm Bernhöft, en hann tók lækna- próf 1896 frá læknaskólanum í Höfn. Hann starfaði sem tannlæknir í Reykjavík frá 1. ágúst 1896 til dauðadags 1939. Um 1900 kemur hingað Óli Steinbeck Stefánsson, en hann stundaði nám { Kaupmannahöfn. Hann fær tannlæknaleyfi 15. ágúst 1912 undirritað af Hannesi Hafstein og Guðmundi Björnssyni landlækni og mun það vera fyrsta tannlækna- leyfi er gefið var út hér á landi. Fyrstur til að ljúka prófi frá Tann- læknaháskólanum í Kaupmannahöfn var Brynjúlfur Björnsson árið 1906 en hann starfaði í Reykjavík 1907- 1954. Á næstu áratugum íjölgaði tann- læknum hægt en árið 1927 er Tann- læknafélag Islands stofnað og var Brynjúlfur Björnsson fyrsti formað- ur þess. Menntun sína sóttu íslenskir tann- læknar til útlanda og þá einkum til Danmerkur, þar til tannlækna- kennsla hefst við Háskóla íslands haustið 1945. Var það að tilhlutan Vilmundar Jónssonar landlæknis að tekin var upp kennsla í tannlæking- um við læknadeild og veitti henni forstöðu frá byijun Jón Sigtryggsson læknir og tannlæknir. Var hann dósent í tannlækningum frá 1944 en prófessor frá 1950. Eftir 1951 útskrifast flestir ís- lenskir tannlæknar frá Háskóla Is- Iands. Árið 1966 starfa hér 63 tann- læknar, 49 í Reykjavík en 14 úti á landi. Þegar þetta er skrifað eru 302 tanniæknar í Tannlæknafélagi ís- lands, þar af um það bil 200 á höf- uðborgarsvæðinu. Tannlæknar sem hafa sérmenntað sig eru 44 í 9 sér- greinum innan tannlæknafræðinn- ar. ©MOTlTMÚSníS) KRINGLUKNI S: 588 99W Morlapúl Bergþór Ólafsson íþróttakennari hefur sett saman hressilegt æfingaprógram fyrir næsta karlanámskeið. Það er byggt upp á: þolþjálfun æfingum með lóðum stöðvaþjálfun og fræðslu Þjálfað er 3x í viku og frjáls mæting í tækjasal og hjólatíma. Bergþór um úlió iVtH rt\ás s'aUS' W°KK^\dsV'óP 2^ <t'Kv*a<ave V>a se^ Námskeiðið stendur í 7 vikur. Drífðu þig á skemmtilegt og uppbyggjandi námskeið. Hringdu strax í síma 533 3355 Námskeiðið hefst 27. október RGUSTU & HRflFNS SKEIFAN 7 108 REYKJAVÍK S. 533-3355 tw"’í •HÖNNUN: RÚNA B4499 -UÓSM.: MAGNÚS HJÖRIEIF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.