Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ F.ÉTTIRNAR af hinum óhugnanlega atburði sem átti sér stað í Heið- mörkinni á dögunum hafa haldið áfram að leita á mig. Skugginn yfir miskunnarlausu morði ungs manns af völdum annarra ungra manna heldur áfram að grúfa sig yflr mig og veldur mér hugar- angri. Hvað þá með fólkið og aðstandend- uma sem nú búa við sorgina og ódæðið, vegna þess að það er ekki aðeins hægt að hafa samúð með fórnarlambinu, bömum hans og eiginkonu, heldur einnig þeim óham- ingjumönnum, sem eru valdir að slíkum verknaði. Hvemig er unnt að lifa með slíkt á samviskunni? Hveijum viljum við svo illt? Jú, við fréttum nánast daglega af morðum og manndrápum útí hinum stóra heimi. Það er sagt að í Bandaríkjunum sé framið morð fjórðu hverju sekúndu. Manni býður við svona fréttum en þær snerta ekki eins við- kvæma strengi, meðan þær eru frásagnir af ókunnu og fjarlægu fólki. Koma og fara og hvað er svo næst í fréttum og svo er slökkt á tækinu. Maður kaupir meira að segja reyfara um dularfull morðmál sér til afþreyingar uppi í rúmi á kvöldin og spyr svo hvort einhver „almennileg" mynd sé í sjónvarpinu í kvöld og á þá við hvort virkilega góð spennumynd sé ekki á dagskránni. Maður þrífst á svona tilbúinni og raunverulegri glæpaveröld og kaupir sér jafnvel aðgang að fleiri sjónvarps- stöðum til að missa ekki af spennunni og hryllingnum. Svo gerist það einn daginn hér heima í tilbreytingarleysinu, hér heima í gamla mið- bænum, steinsnar í burtu, að glæpurinn er framinn. Saklaus ungur maður á kráarölti, fær far á milli staða, er fluttur nauðugur viljugur upp í Heiðmörk, laminn þar og lim- lestur og skilinn eftir í blóði sínu. Nákvæm- lega á þeim stað, þar sem við hjónin átum nestið okkar með börnunum tveimur á liðnu sumri. Nokkurn veginn á sama stað þar sem ástarpör reykvískrar æsku hafa kitlað kyn- hvötina á áliðnum ágústkvöldum. Hér á þeim sama stað og sakleysið og ástúðin hafa átt sér athvarf. Og svo snýst skemmtunin upp í andhverfu sína með tilhæfulausu og algjörlega tilviljana- kenndu drápi. Eða hver hefur ekki lent í því að gera sér dagamun með félögum sínum á 0 g hvar liggur svo sökin? Fréttir af miskunnarlausu morði ungs manns í Heiðmörk leita á Ellert B. Schram sem spyr hvað hægt sé að aðhafast til að bægja svona voðaverkum burt úr samfélagi okkar. föstudagskvöldi, labbað inn á veit- ingastað og jafnvel tvo og þijá og klappað fólki á öxlina og brosað framan í samferðarfólkið og talið sig algjörlega óhultan með líf sitt? Og hver hefur ekki lent í því að setjast upp í bíl með tiltölulega ókunnu fólki, sem líka er á rúntinum og leitar sér stundargleði? Ég hef haft það fyrir sið þegar útlending- ar spyija mig um tilveruna hér uppi á hjara veraldar, að segja þeim eins og mér hefur fundist, gott að búa á íslandi vegna öryggis- ins og nálægðarinnar við heimaslóðirnar og alla þá sem maður þekkir og þekkja mann. Börnin geta gengið sjálfala í nágrenninu, húsið er hægt að skilja eftir opið, glæpa- menn eru teljandi á fingrum annarrar hand- ar og heita „góðkunningjar lögreglunnar". Hér er friðsælt og vinsamlegt andrúmsloft og miðbærinn í Reykjavík er samgróinn þeim átthögum, sem reykvískar kynslóðir alast upp í. Óijúfanlegur hluti þeirra. Tjörnin, rúnturinn, hinar fögru Austur- strætisdætur eru systur og dætur þeirra sömu kvenna og manna sem hafa ráfað um í Hafnarstræti og Lækjargötu alla þessa öld, þar sem hvert fótmál er markað ævintýrum og endurminningum. Miðbærinn angar af þessu andrúmslofti. Eða hvað? Þeir töluðu um það sérfræðing- arnir að skapa þyrfti líf í miðbænum og bjór- inn flæddi yfír og búllurnar spruttu upp eins og gorkúlur á fjóshaug. Sagt er að milli áttatíu og níutíu veitinga- staðir séu nú starfræktir á svæð- inu frá Garðastræti að Rauðarár- stíg. Og með þessum stöðum öllum komu unglingarnir og ölæðið og fíkniefnin og þó eru þetta ekkert verri unglingar en við hin, sem sóttum á þessar sömu slóðir fyrir áratug og áratugum. En það kom fleira. Inn á heimilunum höf- um við verið að rækta nýjan og annarskonar hugsunarhátt og öðruvísi lífsviðhorf. Inn á heimilin komu sjónvörpin og kvikmyndimar, heilu sagnaþættimir um fjöldamorð og grimmd og glæpi og kaldrifjaða misindis- menn, sem em afsprengi þeirra lífshátta, sem fínnast ekki barasta í útlöndum. Hin unga kynslóð, kynslóðin sem tekur við þjóð- félaginu, er fírrt, skipulega fírrt ailri vem- leikasýn. Hún er skilin eftir heima með lykl- ana um hálsinn, hún er alin upp fyrir fram- an myndbönd og morðsögur, hún er send út á galeiðu skemmtanalífsins og fellur fyrir fyrstu freistingu. Auðvitað hefur þetta áhrif. Það em afkvæmi og afsprengi þessa upp- eldis, sem urðu völd að morðinu í Heiðmörk- inni. Og er það ekki táknrænt að fórnarlamb- ið var hin fullkomna andstæða morðingj- anna? Ungi maðurinn sem galt fyrir sak- leysi sitt og græskuleysi, með lífi sínu, hafði einmitt getið sér orð sem leiðtogi í íþróttalíf- inu, maður sem hafði helgað æskufólki líf HUGSAÐ UPPHÁTT sitt og tómstundir, með þjálfun og leiðbein- ingu í anda reglusemi og heilbrigðra at- hafna. Hið góða féll fyrir hinu illa, rétt eins og í lífínu og samfélaginu í kringum okkur, þar sem dyggðir og góðar venjur em smám saman að láta í minni pokann fyrir miskunn- arleysinu. Góðvildin breytist í grimmd. Hveijum er þetta að kenna? Hver hefur breytt viðfelldnum miðbæ í gróðrarstíu glæpa og árása? Hver hefur haft fyrir æskunni það lífsmunstur, sem endurpeglast í glæpamynd- unum? Hver hefur teymt unga fólkið út á glapstigu, nema við, sem höfum borið ábyrgð á viðgangi þjóðfélagsins undanfarin ár? Morðið í Heiðmörkinni, ölvun, aðsúgur, árás- ir, rán og morð em sök þeirra sem látið hafa þessa þróun yfír sig ganga. Dómgreind- arleysið, firringin, skilningsleysi á réttu og röngu em afleiðingar þess sem fyrir nýrri kynslóð er haft. Og samviskan nagar mann. Hvað get ég gert? Hvað getum við öll aðhafst til að bægja svona voðaverkum burt úr samfélagi okkar? Lokað afbrotamennina inni? Sent samúðarkveðjur til ættingja fórn- arlambanna? Hneykslast á þeim tveim ein- staklingum sem játað hafa á sig verknaðinn? Og hvað svo? Bíða eftir næsta morði, yppta öxlum fyrir framan næstu glæpamynd í sjón- varpinu og segja börnunum að halda fyrir augun þegar ódæðin birtast á skerminum? Þetta er villtur og trylltur heimur sem við erum að skapa. Við sjálf. Og eins og alltaf í lífínu tekur ein spennan við af annarri. Fíkillinn vill meir, venjuleg morð verða hvers- dagsleg og við þurfum nýstárlegri drápsað- ferðir til afþreyingar heima í stofu, áður en við höldum út í næturlífíð og hittum mann og annan, sem kannski lumar á pening, til að drekka meir og einstaklingurinn er bara óþekkt mannvera, sem sjálfsagt er að drepa eins og allar hinar mannverurnar sem eru skotnar eða lamdar eða limlestar í bíómynd- unum og óraunveruleikinn rennur saman við veruleikann og verður eins. Átta þúsund krónur höfðu þeir upp úr krafsinu í Heiðmörkinni. Átta þúsund krónur urðu þess valdandi að ungur maður er hrifs- aður í burtu frá eiginkonu og þremur sonum. Hver verður drepinn næst? Ellert B. Schram. Árni Sigfússon, oddvi Kosningarö r 1 Árni Sigfússon verður á kosningaskrifsto prófkjörsframbjóðenda vegna prófkjörs Sjálfstæðisflokksins og heilsar upp á stuðningsmenn. inudaginn . Agústu Johnson og Má hjá. --------------„ Baltasar Kormáki, Austurstræti 10 Mánudaginn 20.okt. kl. 20.00 Kynning á frambjóðendum í Valhöll Þriðjudaginn 21. okt. kl. 17-19 hjá Vilhjálmi Þ. Vilhjáimssyni, Borgartúni 33 Þriðjudaginn 21. okt.kl. 20-22 hjá Friðrik Hansen Guðmundssyni, Laugavegi 13 — Miðvikudaginn 22. okt. kl. 17-19 20. okt. kl. 17-19 agi hjá Snorra Hjaltasyni, Templarahöll, Eirlksgötu 5 Miðvikudaginn 22 okt. kl. 20-22 hjá Önnu F. Gunnarsdóttur, Hverafold 5 Fimmtudaginn 23. okt. kl. 17-19 hjá Jónu Gróu Sigurðardóttur, Suöurlandsbr. 22 Fimmtudaginn 23. okt. kl. 20-22 hjá Kristjáni Guðmundssyni, Skipholti 50b Föstudaginn 24. okt. kl. 17-19 hjá Olafi F. Magnússyni, við Lækjartorg Föstudaginn 24. okt. kl. 20-22 hjá Júlíusi Vífli Ingvarssyni, Suðurgötu 7 Laugardaginn 25. okt. kl. 10-12 hjá Kjartani Magnússyni, Sólheimum 33 Laugardaginn 25. okt. kl. 13-15 ||l hjá Eyþóri Arnalds og Guðlaugi Þór Wm Þórðarsyni, Austurstræti 10 Stuðningsmenn eru hvattir til að Ifta við og spjalla við Árna og prófkjörsþátttakendur. Bryndís Þórðardóttir, Halldóra Steingrímsdóttlr, Helga Jóhannsdóltílj Michaelsdóttir, Svanhildur Hólm Valsdóttir og Unnur kosningaskrifstofur. Skrifstofa Ingu Jónu Þórðardóttur er að Vinsamlegast geymið auglýsinguna Til sölu Mercedes Benz Mercedes Benz C220, svartur, árgerð 1995, ekinn 65 þús km. Sjálfskiptur, fjarstýrð samlæsing, sóllúga, 2 líknarbelgir, rafmagn í rúðum, ABS-bremsur, litað gler, höfuðpúöar, gervihnattakubbur o.fl. ^ Bfllinn verður til sýnis í upphituðum sýningarsal okkar. bllASALA R£yKJAVÍKUR Skeifunni sími 588 8888. ERT ÞÚ AÐ MISSA HÁR? MÖGULEIKAR... • Vararilegt hár • Hártoppar • Hárkollur • Hárflutningar • ísetningar • Stoppun hárloss Jorn Petersen, sérfræðingur frá APOLLO, verður með ráðgjöf 23. til 26. okt. Öll þjónusta í fullum trúnaði og án skuldbindinga. Ókeypis ráðgjöf. sendum upp- lýsingar ef óskað er. HAÍR . APOLLO SVSTEMS APOLLO hárstudio, Hringbraut 119, Reykjavík. Sími 5522099.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.