Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ „ERNESTO" með Ordónez feðgunum. Faðirinn, „E1 Niiío de la Palma“, var fyrir- mynd nautabanans í „And The Sun Also Rises“, en síðasta bók Hemingways „The Dangerous Summer" íjallar um Antonio sumarið 1959, þegar þessi mynd var tekin. JARÐNESKAR leifar Orson Welles hvfla á búgarði Antonios Ordónez i Ronda. Þessa mynd tók Miguel Martín í Ronda 1964. Nautabaninn lengst til vinstri er Julio Aparicio, „meistari“ Antonios er hann tók alternativa í Madríd og varð fullgildur torero 19 ára að aldri. Nautabani aldarinnar LIFANDI goðsögn" er eng- inn orðaleppur þegar tal- að er um Antonio Or- dónez. Hann ber höfuð og herðar yfir alla aðra menn í list- grein sinni, nautaati, mesta „séní“ heimsins á sínu sviði á tuttugustu öldinni líkt og t.d. landar hans Pa- blo Picasso, Pablo Casals og André Segovia, sem allir eru látn- ir. En Antonio Ordóiiez lifir. Hann lifir eins og kóngur og ríkir yfir nautahringnum í heimabæ sínum Ronda, vöggu nautaatsins, elsta nautahring Spánar, sem er þjóðar- gersemi eins og Ordónez sjálfur. Starfsævi nautabanans er stutt, líkt og ballettdansara. Þótt þessi „gi'an maestro" sé ekki nema 65 ára, er einn og hálfur áratugur síðan hann lagði múlettuna og sverðið á hilluna. „Eg hef bara einu sinni áður hitt íslending,“ segir Don Antonio við mig er við heilsumst í hliði Plaza de Toros í Ronda. „Hann var aficionado (nautaatsunnandi) eins og þú. Varst það kannski þú?“ spyr hann og horfír á mig, í senn rann- sakandi og sposkur. Það stendur heima að ég spjallaði við hann nokkrar mínútur fyrir næstum ald- arfjórðungi á kaffihúsi í Fuengirola á Costa del Sol þar sem hann var í fylgd með sameiginlegum kunn- ingja okkar. Hann hefur auðvitað breyst, lífsháskinn horfinn úr svipnum og fjaðurmögnuð spennan úr limaburðinum. Þess í stað ber yfirbragð hans nú vott um ró og visku. Þetta er laglegur maður, yfirlæt- islaus og hlýr í viðmóti, augun greindarleg og kímin. Klæðaval hans er ein- hvers staðar mitt á milli þess hefðbundna og frjálslega. Þannig birtist þessi gran maestro nautatsins mér einmitt sem persóna: Kurteis og gætinn en samt óþvingað- ur. Ég var viðbúinn því að samtal okkar yrði stutt og mjög formlegt, því að margir höfðu sagt mér að hann forðaðist viðtöl og þyldi eng- ar persónulegar spurningar. Það reyndist rétt að hann var ekki op- inskár um einkahagi og tregur að gera upp á milli nafngreindra nautabana, bæði lífs og liðinna. En það var ljóst að ég var velkominn, og hann hafði nægan tíma til að tala við mig eins lengi og mér þóknaðist að staldra við þarna í Mecca nautaatsins. Mér finnst hinn roskni Don Antonio einstaklega viðfelldinn maður. Antonio Ordónez Araujo er son- ur Cayetanos Ordónez Aguilera, Sumarið 1959 ferðaðist Ernest Hemingway um Spán með Ordófies „Nino de la Palma“, eins af helstu nautabönum sinnar tíðar, sem var m.a. fyrirmynd nautabanans í bók Hemingways „And The Sun Also Rises“. Eldri bræður Antonios tveir voru báðir nautabanar, sömuleiðis þrír föðurbræður hans, svo að það kom líklega engum á óvart er hann gerðist novillero 17 ára gamall og' stóðst svo með láði próf sem full- gildur nautabani, alternativa, í Madríd 1951. Næstu árin vakti ungi maðurinn frá Ronda mikla að- dáun allra aficionados fyrir hug- dirfsku, listfengi og staðfasta virð- ingu fyrir sígildum þáttum þessa tilkomumikla dauðadans manns og dýrs, helgiathafnar sem á rætur í ævafomri menningu Miðjarðarhaf- slanda. Átrúnaðargoð Hemingways Þegar hinn ungi Antonio tók að hasla sér völl, voru aðeins fáein ár liðin frá því að dáðasti torero Spán- ar á fyrri hluta aldarinnar, Mano- lete, var drepinn af nauti í hringn- um. Frægð hans sveif yfír vötnun- um, og enginn þótti standast hon- um snúning nema ef til vill Luis Miguel Dominguín, skærasta stjaman í lifenda tölu, borðnautur greifa og hertoga, veiðifélagi Francos og elskhugi ýmissa helstu fegurðardísa hvíta tjaldsins, með Övu Gardner fremst í sviðsljósinu. Antonio kvæntist Carmen, systur Luis Miguels, og tók smám saman að veita honum harðnandi sam- keppni um „heimsmeistaratitilinn". í lok sjötta áratugarins var vart um annað talað í hópi afícionados en keppni máganna, og sumarið 1959 fékk banda- ríska tímaritið Life Er- nest Hemingway, þekktasta afícionado heims, til að ferðast um Spán með Ordó’nez og skrifa um röð af nautaöt- um þar sem þessir tveir leiddu saman hesta sína og hvor um sig reyndi að sanna yfirburði sína. Ur þessu ferðalagi varð til bókin The Dangerous Summer, hin síðasta sem Hemingway skrifaði. Eftir þetta „hættulega sumar" blandaðist fáum hugur um hver væri el gran maestro nautaatsins. Margir, þar á meðal Hemingway, gengu svo langt að fullyrða að Ant- onio Ordónez væri mesti nautabani sem heimurinn hefði átt, að með- töldum hinum fornfræga Pedro Romero, sveitunga hans frá Ronda. Érfitt mun að sanna eða af- sanna slíkar fullyrðingar. En þegar ég, höfundur þessarar greinar, sá Ordónez í fyrsta sinn etja naut, á Goyesca-hátíðinni í Ronda 1975, árlegu nautaati sem þá var orðið hið eina sem hann tók enn þátt í, var mér strax Ijóst að þetta var einstök stund, líkt og öll fyrri reynsla mín af nautaati með mörg- um helstu nautabönum samtímans hefði aðeins verið undirbúningur eða forleikur. Nú loksins hafði ég séð nautaat. Einn þekktasti leiklistargagn- rýnandi aldarinnar, Bretinn Kenn- eth Tynan, lýsti slíkri tilfinningu vel í grein um Ordónez, sem hann skrifaði eftir að hafa séð hann etja naut á Goyesca-hátíðinni í Ronda 1972: „Ef einhver hefði á þessu augnabliki vogað sér að segja að maðurinn, sem við höfðum verið að horfa á, væri ekki mesti listamaður veraldar, hefði ég líklega gefið hon- um á kjaftinn. Nautaat er listgrein Áður en ég fór að hitta Don Ant- onio drakk ég morgunkaffi með hálfníræðum heiðursmanni, Don Miguel Martín, ljósmyndara í Ronda, sem þekkt hefur flesta helstu nautabana þessarar aldar. Hann sagði m.a.: „Ég hef tekið þúsundir mynda af nautaati og nautabönum. En slíka list, sem Antonio Ordónez sýndi, hef ég aldrei séð hjá neinum öðrum nautabana. Margir eru frábærir að hugdirfsku og fæmi, ég ætla ekki að gera lítið úr því, en þegar maður hefur séð Antonio með capote (þungu, bleiku og gulu skikkjuna) eða múlettu (rauðu duluna) veit maður um leið að hann hefur hlotið einstaka náðargáfu í vöggugjöf.“ Aðspurður segir ljósmyndarinn: „E1 Nino de la Palma, faðir Anoni- os, var afskapleg fær nautabani með fágaðan stíl. Hann setti band- erillurnar (fjaðurspjótin) sjálfur og gerði það betur en aðrir. Kannski var hann næstum eins frábær með capa eins og sonur hans, en með múlettuna hef ég aldrei séð neinn sem staðist gæti samjöfnuð við Antonio." Antonio Ordónez átti drýgstan þátt í að auka hróður hins árlega nautaats, Goyesca, sem kennt er við listmálarann Francisco Goya því að búningar nautabananna og aðstoðarmanna þeirra eru í þeim stíl sem varðveist heíúr í nautaats- myndum Goya frá því í lok 18. ald- ar, sama tíma og nautahringurinn í Ronda var reistur. Fjöldi ferða- manna leggur leið sína til Ronda, og þegar ég geng inn á harðan, gul- gráan sandvöllinn ásamt Don Ant- onio eru þar tugir Japana, sem munda ljósmyndavélar sínar að bogadregnum steinbekkjum og Strax sem ungur maður vakti Antonio Ordónez mikla aðdáun fyrir hugdirfsku, listfengi og staðfasta virðingu fyrir sígild- um þáttum nautaatsins, þessa tilkomu- mikla dauðadans manns og dýrs, helfflat- hafnar sem á rætur í ævafornri menningu Miðjarðarhafslanda. Örnólfur Árnason heimsótti meistarann í Ronda, vöffgu nautaatsins á Spáni. STUND milli nauta. Á Goyescunni 1958.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.