Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 20
20 B SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1997 MORGUNB LAÐIÐ FÁIR sjónvarpsþættir hafa notið jaíhraikilla vinsælda eða valdið jafnmiklu umtali hin siðustu ár og Ráðgátur eða „The X- Files“ og jjað var aðeins tímaspursmál hvenær gerð yrði bíómynd byggð á þeim. Hún er nú í framleiðslu með leikurunum úr þáttunum, David Duchovny og Gillian Anderson, í aðalhlutverkum. Tökum lauk fyrrá skemmstu en það nýja við bíómyndina er að hún er partur af sjón- varpsseríunni og smellur eins og hver annar þáttur inn í nýjustu þáttaröðina sem sýnd er i Bandai-íkjun- um. Ætlunin er að láta röð- inni ljúka í vor á sérlega spennandi nótum og ef áhorfendur vilja sjá ft'am- haldið geta þeir keypt sig inn á bíómyndina, sem ft'um- sýnd verður vestra í júní. Svörin eru í myndinni Myndinni ej- einnig ætlað að svara mörgum af þeim spumingum sem þættimir hafa látið ósvarað hingað til. Hún kostar 60 milljónir doll- ara og leikstjóri hennar er Rob Bowman. Hann hefur ekki áður fengist við bíó- myndagerð en hefur stýrt ófáum Ráðgátuþáttum. Framleiðandi og handrits- höfundur er Chris Carter, maðurinn á bak við vin- sældir Ráðgátna. „Það er ekki eins og við sé- um bara að blása út sjónvarpsefnið," hef- ur The New Yovk Tímes eftir leik- stjóranum Bowm- an. „Kjaminn er sá sami en við munum geta komið fyrir fleiri atburðum en við ráðum við í sjónvarpsþátt- unum og stærð leik- NHKAHB m BrommmH : m Unnið er að bíómynd byggðri á sjónvarpsþáttunum Ráðgátum eða „The X-Files“ að sögn Arnaldar Ind- riðasonar. Myndin er með David Duchovny og Gilli- an Anderson í aðalhutverkum og er látin falla inn í sjónvarpsseríuna eins og hver annar þáttur róti í Bandaríkjunum þegar hann vai' að alast upp. „Eg er fertugur,“ segir hann. „Mín mótunarár voru Wat- ergateárin. Það mál hafði stórkostleg áhrif á mig og sí- aðist inn í minn hugsunar- gang.“ Hann segist enginn bjartsýnismaður þegar hann lítur á ástand heimsmála og það hafi áhrif á hann sem höfund; hann er einnig mað- urinnn á bak við sjónvarps- þættina „Millenium", sem Foxsjónvarpsstöðin fram- leiðh- einnig (sýndir á Stöð 2) og hann er með í undir- búningi sjónvarpsþætti sem eiga að gerast skömmu eftir síðari heimsstyrjöldina. „Ég held að heimurinn stefni í al- gjört stjórnleysi. Siðferðileg heilindi í starfi eru fátíð orð- in og enginn siðfræðileg við- miðun er til að fara eftir. Ég vil reyna að sýna fram á þetta í myndum mínum.“ Þrjár gerðir þáttanna Innihaldi Ráðgátuþátt- anna má skipta í þrennt, segir höfundur greinarinnar í The New York Times. í fyrsta lagi fjalla þeir um þá hugmynd að geimverur hafi komið til jarðar (sem þýðir í Bandaríkjunum nánar tiltek- ið í Roswell) og að stjórn- völd reyni að halda því leyndu með miklu samsæri. Carter segir að þeir þættir séu „þjóðsagnakenndir“; bíó- myndin mun falla undir þá skilgreiningu. Þai- veður uppi ofsóknaræði og marg- háttaðar kenningar um til- vist geimvera og hvernig áhrif geimverurnar, ef þær eru þá raunverulegar, hafa haft á þau Mulder og Scully persónulega. Annað tilbrigði þáttanna snýst um óvenju- lega eða yfii-náttúrulega glæpamenn. I þeim verðui' t.d. vísindamaður fyrir geislavirkni á rannsóknar- stofu sinni og getur eftir það drepið fólk með skugganum sínum. Einnig er til saga í þessari gerð þáttanna um mann sem verður fyrir eld- ingum og getur eftir það drepið fólk með því einu að hugsa til þess. Og svo eru þættir sem eru ennþá furðulegri og vitna um kímnigáfu Carters og treysta jafnvel á gamanleik aðalleik- aranna, sem annars eru einatt mjög þungt hugsi. í einum slíkum þætti tekst húsverði að barna nokkrar konur með því að breyta sér í eiginmenn þeirra (bíómynd- in „Face/Off“ gengur að nokkru leyti út á það sama). Maðurinn reynir jafnvel að fleka Scully með því að breyta sér í Mulder. I öðrum þætti ræna tveir foringjar í bandaríska flughernum, sem þykjast vera geimverur, fólki en er svo sjálfum rænt af furðuskepnu úr iðrum jarðar er ber nafnið Kinbote og verða eftir það efni í skáld- sögu eftir mann sem finnst sagan algjör þvæla. Þarna fá Scully og Mulder tækifæri til þess að hlæja svolítið að sjálfum sér án þess þó að tapa neinu af einurð sinni og ákveðni í því að fletta ofan af samsærum, glæpamönnum oggeimverum. „Nú á tímum eru allir uppfullir af kaldhæðni og neikvæðni," er haft eftir Carter, „en Mulder og Scully eru ekki þannig. Þau tvö skera sig úr að þvi leyt- inu tp. Þau eru rómantískari en svo. Ef þau eru barnaleg, verður svo að vera.“ Carter vonai’ að það komi fram í kvikmyndinni ekkert síður en í þáttunum. Og ef hann ætlar að nota bíómyndina til þess að svara einhverjum af þessum spurningum og ráð- gátum öllum sem hann hefur dælt á sjónvarpsáhorfendur í mörg undanfarin ár, þá er það ekki seinna vænna. I myndanna og stærð at- riðanna munu að sjálf- ,‘sögðu verða miklu meiri.“ :: Vel má vera að bíómyndin eigi eftir að hleypa nýju lífi í hina vinsælu sjónvarpsþætti en þeir hafa versnað talsvert að gæðum hin síðari misseri. Þættirnir fyrstu misserin lögðu gnmninn að vinsæld- unum enda voru þeir sérlega áhugaverðir og mjög ólíkir flestu því sem bandarískt sjónvarp bauð uppá. Þeh' féllu ekki inn í formúlusjón- vai'pið. Nú eru þættirnir á einhvern hátt fastir í sinní eigin formúlu. Hin duiarfullu og einatt óútskýrðu furðu- mál FBI-agentanna Mulders og Seully eru ekki eins spennandi og áður, áhorf- endur fá aldrei svar við nokkurri spurningu sem sett er fi'am og aðalpersónurnar tvær eru orðnai- að aðalat- riðum hvers þáttar en hinir ótrúlegustu hlutir koma fyr- ir þau persónulega, sem ger- ir hið furðulega fáránlegt. Ráðgátur gera út á hræðslu fólks við hið óþekkta, kannski einkum og ser í lagi geimver- ur, og pólitiskar samsæriskenningar sem fengið gætu Oliver Stone til þess að roðna af öf- und. í fyrsta þætti seríunnar nú í haust sem rikissjónvárpið sýndi var reykinga- maðurinn mikli, , Krabbinn eða Krabbamaðurinn, sem er launmorðingi á vegum mjög skuggalegra og dularfullra afla, ábyrgur fyrir morðinu á John F. Kennedy og Martin Luther King. Chris Carter segir sjálfur að gerð bíómyndarinnar sé hans tilraun til þess að finna aftur spennuna, sem hann upplifði áður við gerð þáttanna. Leikarinn David Duchoyny tekur í sama strpng, „Þetta er orðinn *glltÖf langur ?tími,“ er haft eftir honum. „Það kemur að því að , , , ögrunin hverfi sem keyrði mann áfram í fyrstu. í raun og sann vildi ég ekkert frekai' en að höfundarnir sköpuðu nýja persónu, auðvitað ekki eins vinsæia og mína, en at- hyglisvei'ða til þess að skipta svolítið um áherslur." Dulnefnið Svartiskógur Vel má vera að tregi höf- undanna við að leysa úr koma furðuverur við sögu en höfundar myndar- innar gera í því að Ijúga til um innihaldið á Netinu. Leikkonan Gillian Ander- son er á sama máli og Duchovny um að farið sé að gæta þreytu í þáttunum og þótt hún sé trygg Carter og muni starfa áfram með hon- um sé hana farið að langa að leika eitthvað sem byggh- meira á persðnusköpun fremur en hasar og furðu- legheitum. „Ég er mjög ólík henni,“ segir hún og á við Scully, lækni þáttanna sem , er bæði tortyggin og afar al- varlega þenkjandi persóna. „Ég hef meh’í þörf fyi'h' að sleppa fram af mér beisl- inu.“ Þa;ttirnir þrífast helst á tortryggni og engin breyting verður á því í framtíðinni. Carter segist sjálfur mjög upptekinn af siðferði sem mótaðist í hinu pólitíska um- LEIKARARNIR í upp- tökuveri þar sem reynt er að líkja eftir Suð- urskautslandinu. þeim málum sem Mulder og Scully rannsaka og svara spurningunum sem vakna hjá áhorfendum eigi ein- hvern þátt í vinsældum Ráð- gátna. „Bíómyndin mun svara mörgum spurningum en hún mun einnig setja fi-am nýjar,“ er haft eftir Carter. „Núna getum við skoðað miklu nánar og betur sum þeiiTa mála sem þætt- irnir hafa fjallað um og gengið endanlega frá þeim. Að því leyti er hægt að tala um að fara yfir á annað stig.“ Ekkert vill hann láta uppi um söguþráð bíómynd- arinnar, sem fengið hefur dulnefhið Svartiskógur eða „Blackwood“. Það eina sem fæst uppgef- ið er að Mulder og Scully flækjast inn I dularfull mál eftir að bygging í Dallas er sprengd í loft upp. Einhver hluti myndar- innar gerist innan í geimfari og eitthvað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.