Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1997 B 9 sautján tíma af þessum sökum. Flugvélin hóf sig á loft á slaginu 21 á mánudagskvöld og lenti í Lúxem- borg um tvöleytið að staðartíma. Var þá hafist handa við að afferma vélina og voru hrossin flutt í sér- staka móttökustöð fyrir lifandi frakt ef svo má að orði komast. Allt nýbyggt og mjög glæsilegt í alla staði. Þarna voru stíur og tveir ein- angrunarklefar en allt er sótt- hreinsað eftir hverja notkun. Dæmi eru um það að menn hafi komið að sækja hross með óhreinar kerrur og verið vísað með þær í sótthreinsun. Óhreinar kerrur færu ekki inn á svæðið. Eins og eldur í sinu Bruno Podlech var mættur á stað- inn fullur eftirvæntingar með tveggja hesta kerru og hrossaflutn- ingabíl. Aðspiu-ður kvaðst hann með kaupunum á Gusti vera að endur- nýja sinn gamla stóðhest Hrafti frá Kröggólfsstöðum sem nú er orðinn þrítugur og löngu kominn á eftir- laun. Bruno kvaðst ekki myndu leiða hryssur undir Gust fyrr en næsta vor þar sem nú væri orðið áliðið árs. Fljótlega hæfist þjálfun og hlakkaði hann til að kynnast þessum stór- brotna gæðingi af eigin raun. Næsta vor gerði hann ráð fyrir að hann færi með hann í dóm og eitthvað yrði hann sýndur til kynningar. Reyndar sagði Bruno vart þörf á að kynna hann því fréttin um komu Gusts til Þýskalands hefðu farið um eins og eldur í sinu. Til að byrja með mun verða strangt val á hryssum undir Gust því án efa yrði mikil ásókn í hann. Svo mun hann að sjálfsögðu nota hann á sínar hryssur undan Hrafni. Þegar hann var spurður hvort Gustur væri dýrasti stóðhest- urinn af íslensku kyni í Þýskalandi sagðist hann ekki vita hvað dýrustu hestamir til þessa væru dýrir og því gæti hann ekki gert samanburð. Fimleg vöm hjá Bmno þegar talið barst að peningum. Dýrasti folatollurinn um þessar mundir væri hjá Tý frá Rappenhof. Þar er verið að tala um áttatíu þús- und íslenskar krónur. Fimm mörk fyrir að sjá Gust En það var heillaður maður sem tók við taumnum úr hendi Hinriks þegar Gustur kom út úr álkassanum og hann sleppti ekki taumnum fyrr en Gustur fór upp á kerrana og ekið var áleiðis til Wiesenhof. Það vora þreyttir ferðalangar sem komu í morgunsárið að hrossabúgarðinum Wiesenhof, hinum nýju heimkynn- um Gusts sem bar engin þreytu- merki utan á sér. Þarna var hins vegar margt að skoða og þefskynið var óspart notað þegar Bruno lét hann velta sér og teygja úr sér í reiðhöll staðarins. Já, hér var margt nýtt að sjá. Síðar um daginn var mikið spurt um þennan nýja undrahest sem kominn var á staðinn. Hvar hann væri geymdur og hvort ekki mætti berja þennan merkisgrip augum. Einn starfsmanna á búinu sem vissi hvar Gustur var geymdur sá sér leik á borði til afia sér aukatekna og sagðist tilbúinn að vísa forvitnum gestum á hestinn en það kostaði fimm mörk á mann. Gustur var sem sagt kominn heim og strax farinn að skila tekjum. „Ef ekki við, þá einhverjir aðrir“ Hinrik og Erna glöddust að sjálf- sögðu með vinum sínum Bruno og Helgu en aðspurð hvort þau væru í raun og vera ánægð með að eiga svo stóran þátt í sölu á gripi sem Gusti úr landi sagði Hinrik að mikil eftir- sjá væri í honum. Innst inni þætti honum að vissu leyti blóðugt að vera þátttakandi í þessum leik en hér væri farið í einu og öllu eftir gildandi leikreglum. „Ef við Erna hefðum ekki fengið hestinn keyptan hefði einhver annar gert það,“ segir Hinrik og Ema bætir við að margir hafi borið víumar í Gust og þótt fyrrverandi eigandi, Halldór Sig- urðsson á Þverá, hafi varist fimlega lengi vel hafi aldrei getað farið hjá því að hann myndi selja hestinn. Halldór segir það vissulega hafa verið erfið ákvörðun að selja hest- inn, það hafi eiginlega ekki staðið til að selja hann. Aílt frá 1993 þegar Gustur var fyrst sýndur hafa öðra hvoru borist fyrirspurnh' um hest- inn og jafnvel tilboð. Svo segist Halldór hafa staðið frammi fyrir viðunandi tilboði í hestinn fyrir hálf- um mánuði þar sem hann hafí orðið að svara af eða á. Hann kveðst held- ur hafa kosið að selja hestinn innan- lands en þarna hefði ekki verið svig- rúm til að kanna hvort innlendir að- ilar hefðu haft áhuga á að ganga inn í kaupin og því hefði verið annað- hvort að hrökkva eða stökkva. Hall- dór segist ekki hafa fengið mikil viðbrögð vegna sölunnar önnur en þau að menn sem hafa talað við hann telji skaða að hann hafi farið úr landi. Stóðhestar og sala á þeim er oft- ast mikið tilfinningamál. Þeir eiga óútskýranlega mikil ítök í hugum manna, þeir era gjarnan baðaðir einhverjum ævintýra og virðinga- ljóma. Víst er um að ekki hafi verið eins hart deilt og af miklum tilfinn- ingahita um neinn búfénað og stóð- hesta. Þegar góðir stóðhestar eru seldir úr landi er eins og hjartað taki kipp, andardrátturinn þyngist eitt augnablik en ekkert er við því að gera því ekki er öllu haldið. NÁIUISKEID VERKUN SALTFISKS Námskeiðið er einkum ætlað þeim sem vinna við verkun á saltfiski þar sem farið verður í gegnum vinnsluferlið, verkun- araðferðir og flutninga. Helstu efnisþættir námskeiðsins eru: fræði, hráefnisval, vinnslu- og verkunarnýting, söltunarað- ferðir, geymsla, húsnæði, flutningar og verkefnavinna. STAÐUR: Borgartún 6 STUND: 23. október TÍMI: 9:00-16:00 VERÐ: 11.500 (20% afsláttur ef fleiri en einn koma frá sama fyrirtæki) Ný sending fra Libra Vorum að taka upp dragtir með buxum, síðum og stuttum pilsum. Einnig mikið úrval af blússum og peysum, heilum og hnepptum, í mörgum litum. Opið á laugardögum frá kl. 10 til 14. [marion Reykjavíkurvegi 64 • Hafnarfirði • Sími 565 1147 hjálpað við niðursveifluna og svo væri ekki til eftirbreytni ef rétt væri að skefjalitlar netaveiðar færu fram í Veiðivötnum í nafni þeirra sem til þess hafa leyfí, en nýttu það ekki_ sjálfir. „Ég vil gjaman að þetta komi fram, því mér finnst ótækt að menn séu t.d. að rakka niður Veiðivötnin. Það er búið að kosta miklu til að gera svæðið að sannkallaðri stanga- veiðiparadís. Reist hafa verið mörg smáhýsi fyrir veiðimenn, samgöng- ur hafa verið bættar, aðgerðir hafa verið til að hefta sandfok, auk seiða- sleppinganna sem ég gat um áður. Varðandi Þórisvatn þá mega menn ekki gleyma því að það er uppistöðu- lón og í Kvíslaveitum var í sumar mikið af dökku Ijórsárvatni. Þetta eru því óstöðug vatnasvæði og veið- in hlýtur að markast af því hveiju sinni,“ bætti Guðni við. Afleitar heimtur Orsök þess að laxveiði var ekki eins góð á nýliðnu sumri og margir vonuðust eftir er sú að heimtur úr hafi voru með minnsta móti. Haf- beit hefur hrunið á íslandi og á liðnu sumri var aðeins móttaka í Hrauns- fírði og Lárósi. Aðeins 9.000 laxar komu í Hraunsfjörð og 5.500 í Lár- ós. Heimtumar voru milli 0,5 og 1 prósent sem er beinlínis lélegt. Heimtumar í Hraunsfirði komu úr sleppingu 1.200.000 seiða. í sumar var um 800.000 seiðum sleppt frá stöðinni. Það þykir dálítið mótsagnakennt, að á sama tíma og illa heimtist úr hafi var smálaxinn sem skilaði sér afar vænn, jafnvel pundi þyngri að jafnaði en t.d. í fyrra. Guðni Guð- bergsson telur þetta geta verið vegna þess að hafið hafi verið óhag- stætt er seiðin gengu úr ánum í fyrra, en síðan hafí skilyrði snögg- batnað og eftirlifandi seiði hafi not- ið góðs af því. Morgunblaðið/Ámi Sæberg BÆNDUR safna saman urriða til klaks í Veiðivötnum. Aflatregða vegna seiðaskorts VEIÐIMÖNNUM hefur orðið tíð- rætt um aflabrest í Veiðivötnum á Landmannaafrétti, Þórisvatni og Kvíslaveitum. Orð eins og „hrun“ hafa verið vinsæl til að lýsa ástand- inu í þessum stangaveiðiperlum ör- æfanna { sumar. Að sönnu hefur veiðin verið slök á þessum veiðislóð- um, en fyrir því eru borðliggjandi ástæður og að sögn Guðna Guð- bergssonar fiskifræðings er fyrirsjá- anlegt að svæðin taki við sér á nýjan leik. Guðni sagði í samtali við blaðið að þessi svæði hefði öll þurft að styrkja með seiðasleppingum þar sem hrygningarskilyrði fyrir urriða eru í flestum tilvikum léleg. „í fjög- ur ár var hins vegar engum seiðum sleppt eftir að nýrnaveiki kom upp í Veiðivatnastofninum sem notaður var í seiðaframleiðsluna. Seiða- sleppingar eru byijaðar aftur, en það var ótímabært að ætla að veið- in kæmi upp í sumar,“ sagði Guðni. Allt fram á síðasta sumar var mjög góð veiði á þessum slóðum þó hnignun hafi verið byijuð í Kvíslaveitum að sögn veiðimanna sem þangað fóru og urðu lítið varir við fisk. Guðni sagði enn fremur að auk þess sem seiðasleppingar lágu niðri hefðu náttúrusveiflur ÚTBOÐ Hægt er að skrá sig með eftirfarandi hætti: Sími: 562 0240 Fax: 562 0740 Netfang: info@rfisk.is Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Rf. http://www.rfisk.is/utgafa/namskeid ©----------------- Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins Skúlagötu 4, 101 Reykjavík, sími 562 0240, fax 562 0740 Reykjanesbær óskar eftir tilboðum í verkið „GRUNNSKÓLI í HEIÐARBYGGÐ — ÚTBOÐ II, FULLFRÁGENGIÐ AÐ UTAN“. Verkið felst í byggingu grunnskóla í Heiðarbyggð í Keflavík og skal húsinu skilað fullfrágengnu að utan (ófrágengin lóð). Húsið er steinsteypt, flatarmál þess er 5600 m2 og rúmmál 29.961 m3. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. júlí 1999. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, 230 Keflavík, gegn 10.000 kr. skilatryggingu frá og með mánudeginum 20. október 1997. Tilboð verða opnuð á sama stað mánudaginn 10. nóvember 1997 kl. 11.00. Byggingarnefnd grunnskólans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.