Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
4
I
A SIÐUSTU árum hafa ýmis lönd
Afríku orðið aðgengilegri ferða-
löngum, og þá ekki síst í Austur-
Afríku. Ásdís Ásgeirsdóttir ljós-
myndari lagði í sumar sem leið upp
í fjögurra vikna safaríferð ásamt
þremur félögum; Hrafnhildi Brynj-
ólfsdóttur, Svani Þorsteinssyni og
Reyni Harðarsyni. Lunganum úr
þessum fjórum vikum eyddu þau í
hríngferð ájeppa einum, oglögðu
leið sína yfir landsvæði í Kenýa,
Úganda og Tanzaníu.
Ferðalangarnir lentu íýmsum
ævintýrum, bæði í samskiptum við
menn og dýr. Ljósmyndarinn Ásdís
undi sér hið besta, enda ótal
myndefni um allarjarðir, en það
kom sér illa að meginhluta fílmu-
birgða hennar var stolið strax við
upphaf ferðarínnar. Hún hélt
einnig dagbók, að gömium sið land-
könnuða, og gefur lesendum hér
innsýn í upplifanir sínar á slóðum
villidýra.
Við Naiwasha-vatn
í Kenýa, 15. júlí
Tjaldstæðið er á fögrum stað við
vatnið. Hér eru Columbus apar í
trjánum og fullt af litríkum fuglum,
skærbláum og appelsínugulum,
sem vekja mann eldsnemma og svo
koma flóðhestamir upp á land á
næturnar til að bíta gras. Þeir eru
sagðir með hættulegustu dýrum
Afríku og þrátt fyrir að vera þung-
lamalegir geta þeir hlaupið mun
hraðar en menn. Svo fréttum við að
í reiðikasti geti þeir annaðhvort
trampað mann til bana eða hrein-
lega bitið í tvennt!...
Naiwasha, 16. júlí
Þessa fyrstu nótt hérna svaf ég
ekkert allt of vel. Fyrst byrjaði
trumbusláttur og söngur úr
fjarska, síðan ógurleg öskur frá
flóðhestunum. Mér fannst eins og
þeir væru beint fyrir utan tjaldið
mitt en á milli þeirra og tjaldanna
er bara einn lítill skurður. Þegar ég
var búin að liggja andvaka í nokkra
klukkutíma rumskaði Habba og við
ákváðum að fara út að skoða flóð-
hestana - ég hefði aldrei þorað
ein. Við gengum að skurðinum og
hinumegin stóðu þeir fímm í mestu
makindum. Ótrúlegt að standa
nokkra metra frá þessum stóru
villtu skepnum og horfa á þær bíta
gras í tunglsljósinu...
Svona er Afríka; öll skilningarvit
galopnast en þó aðallega eyrun
sem mér fínnst að hafí öðlast alveg
nýjan tilgang. Hér eru stöðug hljóð
frá náttúrunni og svo heyrist allt
svo vel í gegnum þunnt tjaldið ...
Það tók Ásdísi og ferðafélaga
hennar heilan dag, eftir að þau
beygðu af aðalveginum í Úganda,
að komast á górilluslóðir. Leiðin lá
upp og niður eftir bröttum skógi-
vöxnum hlíðum, eftir ákaflega lé-
legum vegum, en þá voru
þau líka komin lengst inn í
regnskóg Úganda.
Bwindi í Úganda,
24. júlí
Eftir þriggja daga bið
hér komumst við með í
górilluskoðun. Haldið var
af stað inn í frumskóginn
en á undan okkur fóru
fjórir innfæddir með
sveðjur að vopni, til að
gera leiðina greiðari.
Stundum var ansi þéttur
gróður á allar hliðar, fullt
af stingujurtum og blaut
og sleip laufblöð. Við urð-
um fljótt sveitt og skítug
en eftir einn og hálfan
tíma heyrðum við tor-
kennileg hljóð í gegnum
þéttan gróðurvegginn og
hjartað tók kipp. Svo sá-
um við hann - silfurbak-
inn; svakalega stór og feit-
ur górilluapi með
risakrumlur. Hann sat og
át laufblöð í gríð og erg en
leit annað slagið upp og
beint í augu manns - en
lét fjóra túrista með
myndavélar lítið trufla sig.
Akvað samt að færa sig
um set. Við eltum og
smelltum af myndum og
vorum aðeins fjóra, fimm
metra frá górillunni.
Habba steig einu skrefi of
nálægt og þá rauk hann
upp með látum og óhljóð-
um og réðst að okkur.
Habba sneri sér snöggt
við en hann var sneggri,
greip þéttingsfast um
ökklann á henni og hélt
henni alveg fastri. Leiðsögumenn-
irnir brugðust hratt við, otuðu
prikum, öskruðu á móti og górillan
sleppti og hörfaði. Við titruðum og
skulfum á eftir en górillurnar eru
svo sterkar að hún hefði vel getað
brotið fótinn á Höbbu.
Þá tók við nokkuð drjúgt og taf-
samt ferðalag yfír til Tanzaníu.
Landamæravörður kvaðst sakna
stimpla í vegabréfunum en það var
leyst með mútugreiðslunum sem
hann sóttist eftir. Og síðan þurfti
að bíða í tvo daga eftir bílaferjunni
sem flutti ferðalangana yfír Viktor-
íuvatn.
í Serengeti í Tanzaníu,
31. júlí
Það er ótrúlega fallegt hér í Ser-
engeti. Akasíutré, kaktustré, pylsu-
tré, stingutré og ég veit ekki hvað
þetta heitir allt saman. Hér eru
sléttur, klettar, hæðir og hólar, ár-
LITRIK eðla spígsporar á steini
í Serengeti þjóðgarðinum.
STÓRI górilluapinn sem greip í fót
vinkonu ljósmyndarans.
SEBRAHESTAR skýla sér fyrir
brennandi sólinni undir tré.
farvegir og akrar, og alls staðar eru
dýrin. Gnýir og sebrahestar era í
meirihluta, og era þeir í þúsunda-
tali að elta rigninguna. Hér era líka
gíraffar, vísundar, hrægammar,
eðlur, fílar, krókódflar, bavíanar,
villisvín, strútar, flóðhestar, stork-
ar, gasellur, dádýr, flóðhestar, ap-
ar, ljón og svo við: fjórar manneskj-
ur á jeppa. En það era dýrin sem
ráða og eins gott að halda sig inni í
bflnum ... í búrinu okkar!
Serengeti, I. ágúst
Fundum ljónin áðan! Átta
stykki! Þau lágu í skugganum af
stóru tré og fyrst greindum við
bara eina þúst, en þegar við keyrð-
um nær sáum við að þau voru átta
og þar af eitt stórt karldýr. Við
lögðum bflnum nokkra metra frá
þeim, drápum á vélinni og skrúfuð-
um niður rúðurnar. Svo sátum við
bara stjörf af spenningi (og
kannski líka af hræðslu) og horfð-
um á konung dýranna og hirð hans
hvfla sig eftir morgunmatinn.
Þarna vora engir nema við og átta
ljón og endalausar sléttur... algjör
kyrrð. Þau voru svo værðarleg að
mann langaði mest út að klappa
þessum risavöxnu kisum og klóra
þeim á bak við eyrun, en ég væri
ekki til frásagnar ef ég hefði reynt
það! Karldýrið rauk einu sinni á
fætur og hvessti á okkur augun en
ákvað svo að leggja sig aftur.
Serengeti, 2. ágúst
Þegar við komum aftur hingað á
tjaldstæðið eftir Ijónaskoðunina í
gær, var komið myrkur en við
höfðum keyrt og skoðað dýrin allan
daginn. I skímunni frá bflljósunum
sáum við aðeins annað tjaldið og
héldum að nú væri búið að stela
hinu. En þegar betur var að gáð
sáum við að það lá á jörðinni,
skítugt en heilt að mestu. Bavíanar
höfðu haft gaman af því fyrr um
daginn að hoppa og skoppa á tjöld-
unum okkar! Tjaldbúi einn hafði
haft fyrir því að reisa þau tvisvar
við, en alltaf komu aparnir aftur,
10-15 í hóp og skemmtu sér við
þessa iðju auk þess sem þeir opn-
uðu kolapokann og dreifðu kolum
út um allt! Ég verð að viðurkenna
að ég svaf í bflnum í nótt, en tjald-
stæðið er ekkert girt af og maður
getur átt von á ýmsum næturgest-
um. Ein stelpa hér á tjaldstæðinu
rölti yfir á kamarinn í rólegheitum
en brá í brún þegar hún sá glytta í
glyrnurnar í ljónum. Krökkunum
fínnst ég heldur mikil skræfa og ég
ætla að harka af mér næstu nætur
í garðinum...
Eftir fjóra daga í Serengeti
héldu ferðalangarnir af stað í átt að
Ngorongoro þjóðgarði, sem er 250
ferkíiómetra gígur. Þar er dýralífíð
ákaflega fjölbreytilegt ogmeðal
annars þeir 15 nashymingar sem
eftir eru í landinu.
I Ngorongoro í Tanzaníu,
4. ágúst
I gærkvöldi tjölduðum við á brún
gígsins. Við kveiktum bál og elduð-
um naglasúpu sem var ekki góð -
en okkur hlýnaði að innan. Dagur-
inn var viðburðaríkur og krakkam-
ir sofnuðu fljótt en sem fyrr lá ég
andvaka og hlustaði á hljóð nætur-
innar. Þá heyrði ég mikið jorusk í
skóginum bak við tjaldið. Ég sann-
færði mig um að dýrin myndu varla
nenna að hanga þarna því við vor-
um í 3.000 metra hæð og mjög kalt
þama á nætumar. Ég þorði ekki að
kíkja út en frétti í morgun að risa-
stór fíll hefði staðið nokkra metra
frá tjaldinu mínu!
KONUNGUR dýranna gekk einn hring en ákvað svo að leggja sig aftur. Koi