Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 7
MORGUNB LAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1997 B 7 LEIKFIMIFLOKKUR Iðunnar á landsmótinu í Reykja- vík 1911. STIGAHÆST í sundi á landsmótinu 1957, Inga Árnadóttir, UMFK, og Valgarður Egilsson, HSÞ. KEPPT er í íþróttum og á fleiri sviðum á landsmótum, hér er mynd frá kúadómum 1965. Prjár kynslóðir í ungmennafélagi Morgunblaðið/Jón Sigurðsson GUÐRUN Blöndal heldur á Árnýju, Kristján Frímannsson og Jenný, lengst t. h. er Dagný. BREIÐAVAÐI, rétt austan við Blönduós, búa þrjár kynslóðir ungmennafélaga, Guð- rún Blöndal, sonur hennar Kristján Frímannsson, eiginkona hans, Stefama Egilsdóttir og dætur þeirra, þær Dagný, Jenný og Árný. Guðrún, Kristján og Dagný liafa keppt fyrir sitt ungmennafélag og ung- mennasamband en Jenný er að stíga sín fyrstu spor í íþróttunum. Yngsta stúlkan, Árný, keppir að vísu ekki ennþá enda bara tveggja ára en hún er engu að síður félagi í ungmennafélaginu í sinni sveit sem heitir Vorboðinn; Stefanía situr í stjórn hans. Það mun vera siður í sveitinni að fólk er skráð í félagið nánast við fæðingu. Eldri ungmennafélagsarmurinn á bænum var sammála um það að þátttakan í ung- mennafélagi væri annað og meira en æfa bara íþróttir, félagslegi þátturinn væri ekki minna virði. Guðrún, amman á bænum, minntist þátttöku sinnar í landsmóti ung- mennafélaga á Þingvöllum 1957 er hún ræddi við fréttaritara Morgunblaðsins á Blönduósi, Jón Sigurðsson. Guðrún fór í þessa ferð vitandi það eitt að þetta væri skemmtiferð og íþróttir voru ekkert á dagskránni hjá henni. En þegar á Þingvelli var komið með rútu beið þeirra vaskur ungmennafélagsmaður, Pálmi nokk- ur Jónsson frá Akri og sagði að fólk væri seint á ferðinni. Hann dreif fólkið til æfinga. Þarna átti fyrir Guðrúnu að liggja að taka þátt í 5 sinnum 80 metra boðhlaupi kvenna og setti sveitin sýslumet sem stendur enn og ólíklegt að falli nokkurn tíma því löngu er hætt að keppa í þessari grein. Ekki getur Guðrún fullyrt hvar sveit Ungmennasam- bands Austur-Húnavatnssýslu lenti í þessari keppni en minnir þó að þær hafi náð þriðja sætinu. Hringt daginn áður Kristján tók undir með móður sinni um það að stífar æfingar hefðu ekki alltaf legið á bak við undirbúning móta heldur hefði oft verið hringt daginn áður eða jafnvel með styttri fyrirvara og menn beðnir um að mæta á mót. Að sjálfsögðu var brugðist við því með jákvæðu hugarfari því að heiður fé- lagsins var að veði. „Og það er einmitt þetta“, sögðu þau, „sem einkennir ung- mennafélagsandann." Dagný er að verða tólf ára. Hún hefur keppt í nokkur ár fyrir félag sitt og þá aðal- lega í kastgreinum og tók í sumar í fyrsta sinn þátt í meistaramóti. Þá keppti hún fyrir USAH. Jenný, sem er sjö ára, byrjaði að æfa íþróttir í sumar og keppti á barnamóti USAH. Jenný sagði að hún hefði mest gam- an af Iangstökki og einnig fannst henni skemmtilegt að hlaupa. Aðspurð um getu sína í hlaupum svaraði Jenný með því að taka snarpan sprett á ganginum og sagði hann meira en mörg orð. Tii sölu MercedeS Benz 300E 4 matic, árgerð 1992, ekinn 119.000 km., dökk grænn m/þjónustubók, sjálfsk., AB5, 2 airbag, álfelgur, fjórhjóladrifinn, splittað drif, hleðslujafnari, 6 cyl. 180 hö, rafdrifnar rúður og topplúga, leðurinnrétting, viðarklæðn- ing m/rótaráferð, 4 hauspúðar, 2 armpúðar, hiti i sætum, sam- læsingar, rafdrifin gardina, slökkvitæki og fleira. Verð 3,1 millj. Nánari upplýsingar í síma 896 4697. Umhverfísmál og ræðumennska MEIRI áhersla er lögð á um- hverfismál í starfi ungmenna- félaganna og skipar skógrækt þar stóran sess. Umsvifin í Þrastaskógi er mikilvægur kafli í sögu UMFÍ en Tryggvi Gunnarsson, alþingismað- ur og bankastjóri, gaf á sínum tíma félaginu landareignina til að efla skógrækt. UMFÍ gaf út sérrit Skinfaxa, Umhverfið í okkar höndum, fyrir tveim árum til að leggja umhverfis- vernd lið. Eru þar m.a. greinar um siðfræði náttúrunnar, heimilisúr- gang, fyrirtækin og umhverfið, haf- ið, landið, stefnu stjórnvalda og tengsl Islendinga við alþjóðleg um- hverfismál. Yfir 10.000 manns tóku á sínum tíma þátt í að dreifa lé- reftspoka sem nefndist Græni hirðirinn og hafði að geyma rusla- poka og ritling með fróðleik um umhverfismál. Starfssviðið er fjölbreytt en oft í anda þjóðrækni. Arið 1994 var efnt til svonefnds Lýðveldishlaups í til- efni af 50 ára afmæli lýðveldisins og tóku um 25.000 manns þátt í því. Þeir sem höfðu tekið þátt í hlaup- inu, gengið eða hlaupið þrjá kfló- metra, alla 95 dagana áttu kost á happdrættisvinningi, ferð til Banda- ríkjanna fyrir tvo. Dregið var úr pottinum og öldruð kona úr Skíða- dal, sem liggur inn af Svarfaðardal í Eyjafirði, hreppti vinninginn. „Menn tóku þetta mjög alvar- lega,“ segir Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ. „Einn hringdi í mig og spurði hvort hann gæti fengið stimpil í sendiráðunum. Hann var á leið til útlanda og vildi ekki missa úr neinn dag. Ég sagði honum að ef hann sviki ekki sjálfan sig fengi hann stimpil þegar hann kæmi heim.“ Margir hlupu á sólarströndum og öðrum ferðamannastöðum erlendis, einnig á hlaupabrettum um borð í skipum; skipstjórinn staðfesti þátt- tökuna með stimpli. Oft hafa um 1.000 manns tekið þátt í námskeiðum félagsmálaskóla UMFÍ á einu ári og fengið þar sína fyrstu þjálfun í að standa upp og halda ræðu. Notast er við fundar- sköp Alþingis. í staifi UMFÍ fer aldrei neinn fulltrúi með meira en eitt atkvæði, enginn getur sýnt bréf og sagt að hann hafi umboð til að greiða at- kvæði fyrir tíu manns eða fleiri eins og oft tíðkast í fjöldahreyfingum. Menn verða að mæta sjálfir til að hafa áhrif. tsso Við drögum i hverjum manuði. Olíufélaglflhf helgarferd fyrir tvo Kristín Sigríður Friðriksdóttir, Reykjavík vann helgarferð til Dublin fyrirtvo með Samvinnuferðum-Landsýn þegar dregið var úr Safnkortspottinum síðast. í hvert skipti sem þú notar Safnkortið fer nafnið þitt í Safnkortspottinn. Vertu með!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.