Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ NGIR íslendingar um aldamótin síð- ustu voru margir fullir væntinga um framtíðina. Þeir vildu sjálfstæði þjóðarinnar frá Dönum og framfar- ir í efnahags- og atvinnumálum, breytingar. Rjúfa átti kyrrstöðu síðustu alda, berjast gegn doða og afturhaldi. Rómantísk afstaða til sögualdarinnar réð ríkjum, karlar tóku sér Gunnar og Njál til fyrirmyndar, lögð var stund á íþróttir og hugað að hvers kyns er- lendri sérvisku eins og hreinlæti. Margir boð- uðu einnig bindindi á vín. Eitt af tímanna táknum var stofnun ung- mennafélaganna. Félögin í Reykjavík og á Akureyri stofnuðu ásamt fimm öðrum lands- samtök, Ungmennafélag Islands, á Þingvöll- um í ágústmánuði árið 1907. I auglýsingu í Isafold voru menn hvattir til að mæta í lit- klæðum að sið fornmanna. Ungu eldhugarnir, karlar sem konur, sættu sig illa við að nota danskan fána, þeir notuðu því „Hvítbláann" svonefnda á fundum sínum framan af öldinni og varð hann sér- stakur fáni samtakanna 1949. Gefið var út tímaritið Skinfaxi frá 1909 og kemur það út nokkrum sinnum á ári, einnig hafa samtökin gefið út Sögu Landsmóta UMFÍ, afmælisrit og fleira. Fyrsti formaður félagsins var Jóhannes Jósefsson glímukappi sem keppti m.a. á Ólympíuleikunum. Hann varð heimsþekktur aflraunamaður í fjölleikahúsum og glímdi m.a. við skógarbjörn á leiksviði! Jóhannes gerðist síðar veitingamaður og reisti Hótel Borg í Reykjavík. UMFÍ réð fastan starfs- mann, Rannveigu Þorsteinsdóttur, árið 1938 og var í fyrstu með skrifstofu við Lindargötu í Reykjavík. „íslandi allt“ Mörg hitamálin hafa verið rædd á þingum UMFÍ, oft gengu menn út í fússi og sögðu sig úr félaginu fremur en að hlíta niðurstöðum. Samþykkt var ákvæði um bindindi 1914 en það síðar afnumið. Þegnskylduvinna var einnig mikið áhugamál sumra félagsmanna. Árið 1927 var samþykkt andstaða við þéring- ar sem þóttu vera danskur ósiður. í félaginu Auði djúpúðgu í Dalasýslu var 1928 samþykkt að hætta að heilsast og kveðj- ast með kossi að gömlum sið. Einhverjum hefur þótt gott að losna við að kyssa gamla munntóbakskarla á hverjum fundi. Markmið UMFÍ er „Ræktun lands og lýðs“ en öllu þekktara er slagorð sem tekið var formlega upp 1936, „íslandi allt“. Lögð er áhersla á að rækta það besta hjá hverjum einstaklingi, eins og segir í ritum samtak- anna, einnig á íslenska tungu og menningu. Náttúran skal vernduð og grædd sár sem Eldmóður Hvítbláans v* Ungmennafélag Islands er 90 ára á þessu ári og getur fagnað því að aldrei hafa félagarnir verið fleiri og eldmóður- inn virðist enn nægur. Kristján Jónsson kynnti sér sögu hreyfíngarinnar og ræddi við forystumenn. FRÁ landsmóti UMFÍ að Laugarvatni árið 1965, lokaskipting í 1000 metra boðhlaupi. Fremstur er Sigurður Geirdal, sfðar framkvæmdastjóri samtakanna og nú bæjarsljóri í Kópavogi. myndast hafa í samskiptum lands og þjóðar „eða fyrir tilstuðlan náttúrunnar sjálfrar". Unnið hefur verið skipulega að örnefnasöfn- un á vegum samtakanna og veitti Kristján heitinn Eldjárn, síðar forseti, aðstoð í þeim efnum á fimmta áratugnum. íslendingar höfðu að mestu týnt niður kunnáttu í sundi. Ungmennafélögin áttu frumkvæði að sundkennslu víða um land og var sums staðar synt í sjó. Skáli ungmennafé- lagsins Grettis í Reykjavík var við Skerja- fjörð, með 14 klefum, og var tekinn í notkun 1909. Áður hafði ekki þótt við hæfí að konur sýndu sig í sundbol innan um karla. I gömlu sundlaugunum fengu þær laugina fyrir sig þegar kennt var þar. Starfssvið UMFÍ er víðtækt, hæst ber íþróttirnar en á árum áður voru samkomurn- ar, böllin í „Ungó“, líklega sá þáttur sem ungt fólk víða úti á landsbyggðinni þekkti best. Á landsmótum íþróttafólksins, sem haldin eru þriðja hvert ár og þúsundir manna sækja, er ekki einvörðungu keppt í íþróttum. Þar hafa menn dæmt kýr, keppt í pönnukökubakstri og jurtagreiningu svo eitthvað sé nefnt. 280 félög í UMFÍ Hlutverk UMFÍ er að samræma starf ein- stakra félaga sem eru alls um 280, þar af nokkur í Reykjavík. Þrettán félaganna eiga beina aðild að UMFI en hin tengjast lands- samtökunum með aðild að héraðssambönd- unum 19. Ársvelta UMFÍ er um 25 milljónir króna. „Aðaláhersla okkar er á starf meðal barna og unglinga, að virkja þau til þátttöku," segir Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFI. „Þar gegna t.d. unglingalandsmótin mikilvægu hlutverki. Margir halda að ung- mennafélagshreyfingin sé gamaldags og á undanhaldi en það er mikill misskilningur. Það er mikið líf hér og alls ekki eingöngu í íþróttunum heldur líka leiklist, umhverfís- málum, félagsmálum og slíku. Mest er um að vera utan höfuðborgarsvæðisins en í Reykja- vík starfar nú m.a. Ungmennafélagið Fjölnir í Grafarvogi. Félagar þar eru um 4.000, ekk- ert íþróttafélag í borginni er stærra og Fjöln- ir er auk þess yngsta félagið á þeim vett- vangi, verður tíu ára á næsta ári.“ Frá þvi um 1970 má segja að stöðugur upp- gangur hafi verið í öllu starfi UMFÍ, einnig í erlendum samskiptum. „Við erum aðilar að alþjóðlegum samtökum sem kennd eru við íþróttir og menningu," segh- Sæmundur. „En við höfum auk þess lengi átt mikla samvinnu við svipuð félög á hinum Norðurlöndunum." Haldin var ráðstefna hér á vegum UMFI sl. vor og sóttu hana um 50 fulltrúar úr öllum heimshornum. „Alltaf mjög viðkvæmt mál að leggja niður félag“ SJÖ manns skipa stjórn Ungmennafélags íslands, hún er kosin til tveggja ára og formaður er nú Þórir Jónsson. Hann er tré- smiður og býr í Borgarfirðinum. Þórir var spurður hvað honum fyndist um stöðu sam- takanna nú á 90 ára afmælinu. „Ég er mjög sáttur, góð staða endurspegl- ast ekki síst í því að við héldum glæsilegt landsmót í Borgarnesi á árinu. Við breyttum nokkuð tilhögun á þessu móti, sérstaklega varðandi fjármögnun, lögð var áhersla á keppnisgjöld. Við hættum að treysta á að- gangseyri. Það er mjög ánægjulegt að Ung- mennasamband Borgarfjarðar kemur út úr þessu án taps.“ Hann var spurður um mikla fjölgun í hreyf- ingunni undanfarin ár og áratugi, hvaða ráð- um væri beitt til að virkja svona margt fólk. „Ég hef í sjálfu sér enga uppskrift reiðu- búna. Það hafa komið til liðs við okkur nokkur öflug félög, það nægir að nefna Fjölni í Graf- arvogi sem var lítið í byrjun en er nú fjöl- mennasta einstaka ungmennafélag landsins. Við í stjóminni höfum reynt að sinna félögun- um vel.“ Hann segir erfitt að segja hve margir af um 50.000 félögum séu virkir. Oft sé um að ræða eldra fólk sem sé góður bakhjarl þótt það taki ekki þátt í starfinu á sama hátt og yngra fólk- ið. fþróttir fyrirferðarmestar Þórir segir íþróttir vera langstærsta hluta starfs hreyfingarinnar en einnig sé mikið unn- ið að skógrækt, leiklist og ýmissi menningar- starfsemi, einkum í fámennustu byggðunum. Félagsmálaskóli UMFÍ starfar um allt land og segist Þórir munu leggja mikla áherslu á starf hans verði hann endurkjörinn á sam- bandsþinginu í Reykjavík í mánuðinum. Reynt verði að sjá til þess að maður í fullu starfi vinni að fræðslu- og út- breiðslustörfum, þannig verði hægt að efla kunnáttu liðsmanna um allt land í að reka félag. íþróttasamband Islands og Ólympíunefndin sameinuðust ný- lega og verður þá íþróttastarf í landinu að mestu sameinað undir einum hatti ef starf IJMFÍ er undanskilið. Ber UMFI að leggja meiri áherslu á íþróttimar en láta öðrum félögum eftir að fást við menningu og umhverfismál? „Sjálfur er ég tilbúinn í allar áherslubreytingar ef vilji er til þess í hreyfingunni. Ég er fyrst og fremst starfsmaður hennar. Það hefur verið nokkuð um það að nokkur ungmennafélög á ákveðnu svæði ákveði að sameina kraftana á íþróttasviðinu með þvi að stofna eitt félag, búa til samnefn- ara. Þetta gerist um leið og strjálbýlu sveit- irnar verða sífellt fámennari og erfiðara að byggja upp öfluga liðsheild, hvort sem það er í knattleikjum eða frjálsum íþróttum. Eldri félögin eru látin halda áfram sínu striki, hvert í sinni byggð, og vinna að um- hverfismálum og menningarmálum. Það er líka alltaf mjög viðkvæmt mál að leggja niður félag en með þessu fyrirkomulagi er hægt að halda áfram hefðbundnu starfi í gamla félaginu eins og t.d. rekstri hrepps- bókasafns. Þetta líst mér vel á og þetta hefur víða gengið ágætlega.“ Hann er spurður um fjárhag hreyfingarinn- ar og segir stöðuna þokkalega. Félagið fær nokkurt framlag á fjárlögum, 12-14 milljónir undanfarin ár og UMFÍ á 13,3% hlut í lottó- inu. Einstök sambönd og félög greiða auk þess landssamtökunum nokkurt fé eða um 17 krónur á hvern félagsmann, 16 ára og eldri, að sögn Þóris. Félagsgjöld eru annars nokkuð misjöfn hjá ein- stökum aðildarsamböndum. UMFÍ á eina hæð í Hreyfils- húsinu við Fellsmúla í Reykjavík. Þar eru skrifstofurnar en fjórir menn eru í fullu starfi hjá félag- inu. Fundaherbergi er á staðnum og tímarit hreyfingarinnar, Skin- faxi, og félagsmálaskólinn hafa aðsetur í húsnæðinu. Einnig er í Fellsmúlanum gisti- aðstaða fyrir allt að 60 manns sem nýtist vel þegar fólk utan af landi tekur þátt í íþróttakeppni eða fundahöldum á höfuðborgarsvæð- inu. Greitt er málamyndagjald sem dugar fyrir hreingerningu. Reglur um áfengisnotkun „Það voru átök þegar ákveðið var að taka bindindisheitið út úr lögunum á sínum tíma,“ segir Þórir. „Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort ungmennafélagshreyfingin og þá einnig íþróttahreyfingin þurfi ekki að setja sér starfsreglur varðandi umgengni við áfengi. Mér finnst að menn eigi ekki að neyta áfengis þegar þeir eru að vinna fyrir félagið sitt, þá skiptir ekki máli hvað verið er að gera.“ Þórir segist ekki vera bindindismaður en aldrei neyta víns þegar hann er að vinna fyrir hreyfinguna eða þurfi að koma fram fyrir hana með einhverjum hætti. Hann telur mik- ilvægt að forsvarsmenn félaganna sýni þannig börnum og unglingum gott fordæmi, íþróttir og áfengi eigi einfaldlega ekki samleið. Einnig þurfi að skilgreina betur hvað fíkniefni séu, hvort áfengi og tóbak séu meðal þessara efna og gegn hverju sé verið að berjast. Þórir Jónsson Gamlir stimplar EITT af markmiðum í stefnuskrá UMFÍ er frá fornu fari jafnvægi í byggð landsins og hefð er fyrir því að í stjórn samtakanna sitji fólk úr sem flest- um kjördæmum. Einn af þekktustu for- kólfum hreyfmgarinnar í upphafi aldar- innar var Jónas Jónsson frá Hriflu, sem ritstýrði lengi Skinfaxa, og fleiri fram- sóknarmenn voru áberandi. Oft hefur verið sagt að framsóknar- stimpill væri á Ungmennafélagshreyfing- unni, margir núverandi frammámenn flokksins hafa stigið sín fyrstu spor í fé- lagsmálum á fundum ungmennafélagsins í sinni heimabyggð. Má þar nefna Finn Ingólfsson iðnaðarráðherra. Þórir Jónsson, formaður UMFI, er spurður hvort samtök af þessu tagi eigi að berjast fyrir umdeildum pólitískum mark- miðum á borð við jafnvægi í byggð lands- ins. „Eg get alveg samþykkt að það sé engin þörf á slíku ákvæði og það er verið að fara yfir lög UMFÍ. En við fórum nú svolítið á skjaldbökuhraða í breytingar í þessum málum, við vitum hvað við höfum. „Þetta er stimpill frá gamalli tíð,“ segir Sæmundur Runólfsson framkvæmda- stjóri. „En þetta eru algerlega þverpóli- tísk samtök og hér ræðum við aldrei um pólitík. Forystumenn samtakanna eru úr öllum flokkum, einn af stjórnarmönnum UMFÍ er bæjarráðsmaður af Norðurlandi og sjálfstæðismaður. Margir alþingismenn úr öllum flokkum eru okkur hliðhollir, þetta eru menn sem hafa alist upp í ungmennafélögum víða um landið.“ngmennafélögum víða um landið.“ I 1 i I > I í t í r i i L i s k i i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.