Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 8
8 B ISUJNJSI UDAUUK 19. OKTOBEK 1997 MORGUNBLAÐIÐ Gusti frá Grund fylgt úr landi til nýrra heimkynna DÝRALÆKNIR tekur á móti öllum lifandi dýrum sem KOMINN HEIM á Wiesenhof í morgunsárið og starfsmenn flykkjast að til að sjá þennan umtalaða grip. HESTAKASSARNIR voru teknir inn að framanverðu í Jumbo risann, allt mjög aðgengilegt og þægilegt í alla staði. Landráð eða liðveisla við gððan málstað Blendnar tilfinningar bærðust í hesta- mannsins hjarta þegar stóðhesturinn Gust- ur frá Grund steig á erlenda grund eftir tíu tíma ferðalag úr Mosfellsbænum og var þar með horfínn af sjónarsviði íslenskrar hrossaræktar fyrir fullt og allt. Gustur flaug á braut ásamt nítján öðrum hrossum í síðustu viku með einni af vélum Cargolux og fylgdi Yaldimar Kristinsson honum á leiðarenda á hrossabúgarðinn Wiesenhof í Þýskalandi til nýrra eigenda. VISSULEGA er gleðiefni þegar íslendingar geta fært áhugabræðrum góða undaneldisgripi til að bæta íslenska hrossastofninn erlendis. Blendnin ræður þó ríkjum þegar hugurinn er leiddur að því hvort verið sé að færa of dýra fórn. Meðal hrossa í þessum hópi voru fjórar dætur hans sem allar fylgdu föður sínum til Brunos og Helgu Podlech á Wiesenhof. Brotthvarf Gusts úr íslenskri hrossarækt bar að með nokkuð skjótum hætti þótt þreifíngar um sölu hefðu staðið í allnokkurn tíma. Ekki þurfti að bjóða hann til for- kaups þar sem hann er undir við- miðunarmörkum í kynbótaeinkunn (BLUP), er með 119 stig en þarf að vera í 125 stigum. Vafalaust munu margir sakna nærveru hans og telja skaða að hann fari af landi brott. Gustur hefur vissulega ekki verið hafínn yfir gagnrýni en engum blöð- um er um að fletta að hann er fyrir margra hluta sakir einstakur hest- ur. Mikill vilji eða fjör eins og þykir fínt að kalla það og einstakt brokk hefur verið hans aðal og sömuleiðis miklar fótahreyfíngar. Aðeins hefur verið hnýtt í töltið hjá klárnum, því verið borið við að það nýttist ekki á hægri ferð eins og best verður kosið vegna mikils vilja eða fjörs. Hann er fagurlega skapaður þótt aðeins hafí verið reytt af skrautfjöðrunum í vor er klárinn fór í dóm. Góður hestur farinn Gustur, sem nú er aðeins níu vetra gamall, er ekki búinn að sanna sig fullkomlega þótt komnar séu fram vísbendingar hvers má vænta. Einn af ungu og efnilegu ís- lensku knöpunum, Auðunn Krist- jánsson, sem var samferða Gusti til Þýskalands á leið á Alþjóðlega skeiðmeistaramótið sem nú var haldið í Austurríki, sagði að erfítt væri að fullyrða um hversu góður kynbótahestur hann væri en því væri ekki að leyna að nú þegar væru kominn fram á sjónarsvið nokkur efnileg trippi undan honum. „Með það í huga og hans einstæðu hæfileika væri ljóst að hér væri far- inn úr landi góður hestur en hversu góður kæmi í ljós á næstu árum,“ sagði Auðunn. Hér áður og fyrr voru skiptar skoðanir um hvort selja skyldi kyn- bótahross úr landi eður ei. Almennt eru menn sammála í dag um að rétt hafí verið að fara að ráðum Gunnars Bjarnasonar og gefa öðrum kost á að rækta íslenska hesta. An þess möguleika hefði íslenski hesturinn aldrei náð neinni útbreiðslu. Gunnar sagði að ef fólk fengi ekki að taka þátt í mótun íslenska hestsins myndu menn fljótlega missa áhug- ann og snúa sér að einhverju öðru kyni. Þessi sjónarmið urðu ofan á og aldrei kom til þess að útflutning- ur kynbótahrossa yrði bannaður. Hins vegar hafa Islendingar borið gæfu til að láta ekki af hendi bestu stóðhestana og má líklegt telja að Gustur sé í hópi þeirra allra bestu sem farið hafa utan síðustu árin. Á 1. farrými hjá Cargolux Hrossaflutningar nútímans eru afar þægilegir fyrir hrossin, með réttu er hægt að segja að þeir ferð- ist á 1. farrými hjá Cargolux. A Keflavíkurflugvelli eru hrossin tek- in af hrossaflutningabflunum og sett í sérhannaða álkassa, allt að fímm hross í hvern séu þau laus en aðeins þrjú ef þau eru stúkuð af með skil- rúmum þegar um stóðhesta er að ræða eða dýra keppnishesta. Gust- Morgunblaðið/V aldimar Kristinsson STÓR STUND hjá Bruno Podlech þegar hann tók við taumnum á Gusti í flughöfninni í Lúxemborg og þungu fargi létt af Hinriki Gylfa- syni að vera laus undan ábyrgðinni sem fylgir því að flytja að líkind- um dýrasta stóðhest á íslandi til nýs eiganda. EFTIRVÆNTINGIN er ávallt mikil þegar hross frá íslandi eru sótt til Lúxemborgar. Hér skyggnast Bruno og Hinrik í eina stíuna en aðstað- an í flughöfninni er sérlega góð fýrir þessa tegund farþega. VEL FER um hrossin í álkössunum, fimm saman séu þau höfð laus en þrjú ef skilrúm eru höfð á milli þeirra. ur var að sjálfsögðu hafður í slíku „prívati" ásamt keppnishesti Auð- uns sem var skeiðhesturinn Elvar frá Búlandi sem hefur verið talsvert á skeiðbrautum víða um land á liðnu sumri. Hrossakassarnir voru teknir inn um framhluta vélarinnar sem var af gerðinni Boeing 747 eða Jum- bo eins og þær hafa verið kallaðar. Eftir að um borð var komið var bankað nokkuð hraustlega í gólfið og taldi Hinrik Gylfason, sem hafði ásamt konu sinni Ernu Arnardóttir með kaupin og útflutning á Gusti að gera að hann væri eitthvað órólegur enda nýkominn úr hryssum. Auð- unn brosti við og sagði að þetta væri líklega Elvar sem léti svona, hann væri svo óskaplega frekur. En ekki leið á löngu þar til allt féll í ljúfa löð og hestarnir voru fljótir að hengja haus og slaka vel á eftir afar þægilegt flugtak Jumbo risans. Róandi „Vick“ í nasir Flugið tii Lúxemborgar tók þrjá tíma og fóru þeir Hinrik og Auðunn nokkrum sinnum niður til að kanna hvort ekki væri allt með felldu sem reyndist vera. Hinrik sagði að allur aðbúnaður fyrir hrossin í þessum flugvélum væri hreint frábær. Hægt væri að stilla loftræstingu og hitastig nákvæmlega. Fyrst þegar hann flutti hross með Cargolux var spurt hvaða hitastig hann kysi fyrir hrossin. Fjórtán sæti eru í þessum vélum og notar félagið þau til flutn- ings á starfsmönnum þess auk þess sem íylgdarmenn eru ávallt með í för þegar flutt eru lifandi dýr eins og í þessu tilfelii. Meðal þess sem fýlgdarmenn hrossanna hafa með í farteskinu er byssa ef upp koma til- vik þar sem aflífa þarf hross en sem beturfer hefur ekki komið til þess að nota þurfi hana. Þá þykir einnig gott að hafa „Vick“ krem ef stóð- hestur er með í för. Þeir eru næmir á lykt af hryssum og verða gjarnan órólegir finni þeir ilm ástarbrímans. Með því að bera hið beiska krem í nasir stóðhestanna er slegið ræki- lega á lyktarskynið og kynhormón- arnir draga sig í hlé. Þeir Hinrik og Auðunn voru sammála um að þriggja tíma flug til Lúxemborgar undir þessum kringumstæðum væri mjög létt fyrir hrossin. Mun léttara en að fara með þau á bíl til dæmis norður í land. Allur búnaður við fermingu og af- fermingu er mjög fulikominn. Hrossin eru sett í álkassana sem hvíla á lausum járnrömmum sem gerir kleift að lyfta þeim með gaff- allyfturum. Þannig er kössunum ek- ið að flugvélunum þar sem þeim er ýtt yfir á sérstaka lyftu en járn- ramminn situr eftir á lyftaranum. Þá er kössunum lyft að opinu á flug- vélinni og þeim ýtt inn. Allt rennur þetta ljúflega inn á sérstökum rúllu- hjólum á gólfi fraktrýmisins. Að- staða fyrir fylgdarmenn er svo á næstu hæð fyrir ofan, sömu hæð og stjómendur vélarinnar eru í. Samkvæmt venjulegri áætlun átti vélin að fara í loftið um íjögurleytið aðfaranótt mánudags en hún hafði lent í árekstri við fugl sem hafnaði á nefi hennar og frestaðist brottför Gusts og annarra ágætra hrossa um

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.