Morgunblaðið - 30.10.1997, Side 6

Morgunblaðið - 30.10.1997, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBBR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ráðinn ritstjóri áDV ÖSSUR Skarphéðinsson, alþingis- maður, hefur verið ráðinn ritstjóri DV. Hann mun starfa með Jónasi Kristjánssyni. Össur sagði við Morgunblaðið í gær að án efa verði erfítt að gegna samtímis þing- mennsku og rit- stjórastarfi. „Ég hef sinnt tveimur störfum frá því ég varð óbreytt- ur þingmaður eftir ráðherra- dóm. Ég skrifaði stóra bók á fyrsta árinu og svo varð ég ritstjóri Alþýðublaðsins mánuði eftir að því lauk, og það var svona 120% vinna. Þótt DV sé allt öðruvísi blað og miklu stærra get ég tæpast ímyndað mér að það verði meiri vinna.“ En hvernig fer saman að vera ritstjóri fijáls og óháðs dagblaðs, sem DV vill vera, og vera þingmað- ur jafnaðarmanna? „Það fer ágætlega saman held ég. Blaðið heidur óbreyttri ritstjórn- arstefnu. Það hefur sett í öndvegi að veita óvægið aðhald öllum þeim öflum í þjóðfélaginu, sem þarf að segja til syndanna og leiða til betri vegar. Ég hef reynslu sem ritstjóri, hef verið ritstjóri á tveimur mál- gögnum, og vonandi get ég lagt eitthvað til þess, en ritstjómarstefn- an er auðvitað mótuð af ritstjóran- um báðum og þeir era tveir, Jónas og ég,“ sagði Össur, sem auk þess að ritstýra Alþýðublaðinu síðasta hálfa árið sem það starfaði, var rit- stjóri Ijóðviljans frá 1984-1987. „En auðvitað er það mitt hlutverk að sjá til þess að skrif mín markist af hlutlægni," sagði hann. Össur bætti því við að í mörgum málum hafi ekki verið langt bil milli þeirra skoðana sem birst hafa í rit- stjórnarstefnu DV og þeirra skoð- ana sem hann hafi sjálfur látið frá sér fara. „Ég mun sinna þessu samhliða þingmennskunni," sagði Ossur um það hvort hann hygðist senn láta af þingmennsku. „I stjórnmálum veit enginn hvað framtíðin ber í skauti sér og það væri kannski full- mikill hroki að lýsa því yfir að ég ætli mér að vera þingmaður að lokn- um næstu kosningum. Það era nátt- úralega aðrir, kjósendur og mínir félagar, sem ráða mestu um það. En ég hef einsett mér að sinna þessu starfi og hlakka mjög til þess. Blaðamennskubakterían er skæð- asta baktería sem ég hef fengið í mitt blóð,“ sagði Össur. Staðgreiðsluverð: 9.800 kr. húsgögn Armúla 44 • sími 553 2035 Eigendur tveggja málverka kæra falsanir TVEIR aðilar í Reykjavík sendu Rík- islögreglustjóra á mánudag kærur vegna gruns um að þeir hafi keypt fölsuð málverk á uppboði í Reykja- vík. Um er að ræða mynd eignaða Þórarni B. Þorlákssyni, sem seld var í nóvember 1994 á uppboði í Gallerí Borg, og aðra eignaða Jóni Stefáns- syni, sem seld var á uppboði í nóvem- ber 1995 í Gallerí Borg. Kæranum fylgja rannsóknar- skýrslur Ólafs Inga Jónssonar, mál- verkaforvarðar, sem kemst að þeirri niðurstöðu að undirskriftir myndanna séu falsaðar og að höfundar þeirra séu ókunnir. Önnur myndin sé líklega nýlega máluð en undirskrift hinnar máluð nýlega yfír eldri mynd. Einnig fylgir álit Halldórs Björns Runólfssonar listfræðings sem full- yrðir að myndin, eignuð Jóni Stef- ánssyni, sé fölsuð og telur öll líkindi til að hið sama eigi við um þá sem seld var sem mynd eftir Þórarin B. Þorláksson. í samtali við Morgunblaðið sagði Ólafur Ingi rannsóknir sínar leiða í ljós að málningin á myndinni, sem eignuð er Jóni Stefánssyni, sé ann- aðhvort ný olíumálning eða þá plast- málning en ekki olíumálning frá dögum Jóns Stefánssonar. Það sjáist undir útfjólubláu ljósi. Einnig sjáist á kanti myndarinnar að hún er mál- uð yfír eldra málverk sem er undir á striganum. Á bakhlið myndarinnar sjáist að hún er sprungin og skítur hafi safnast í sprungurnar þótt eng- ar sprungur sjáist á myndinni fram- anverðri. Loks sé málað yfir galla á striganum, þannig að málningar- blettur sé á blindrammanum. Varðandi myndina sem eignuð er Þórarni B. Þorlákssyni segir Ólafur Ingi að greinilega sé undirskrift listamannsins máluð yfir sprangur og skemmdir í striganum og beint ofan í strigann sjálfan. Það bendi, ásamt öðra, til þess að undirskriftin sé mun nýrri en málverkið. Á undir- skriftinni eru upphafsstafirnir ÞÞ og ártalið 1924, sem var dánarár listamannsins. Ólafur Ingi segir að það sjáist undir útfjólubláu ljósi að málning verksins sé komin til ára sinna. Það TÚLÍPANAR hét þessi mynd og var eignuð Þórarni B. Þor- lákssyni á uppboði 1994. MYND eignuð Jóni Stefáns- syni. í umsögn Halldórs B. Runólfssonar listfræðings er fullyrt að málverkið sé ekki eftir Jón. Litir séu ólíkir þeim sem hann notaði, blöndun og litaval ólíkt. Nákvæmni í teikn- ingu sé ekki fyrir að fara og pensildrættir séu grófari en Jón hafi verið þekktur fyrir. sjáist hins vegar við nákvæma skoð- un með beram augum og verði aug- ljóst undir smásjá, að málun undir- skriftarinnar beri engin þau merki oxunar, sem gömul olíumálning ger- ÞESSI mynd af kanti myndarinnar sýnir, að sögn Ólafs Inga Jónssonar, forvarðar, að undir myndinni, sem eignuð er Jóni Stefánssyni, er gamalt málverk. UNDIRSKRIFT Þórarins B. Þorlákssonar er greinilega nýleg, segir Ólafur Ingi. Undirskriftin er að hans sögn máluð ofan í sprungur og skemmdir á striganum og mun nýrri en myndin sjálf. ir, og stingi það því í stúf við aðra hluta verksiiis. Þá segir Ólafur Ingi að greinilega hafi verið skipt um blindramma und- ir myndinni að þarflausu. Hann ályktar sem svo að enginn maður, sem eigi mynd eftir gamlan meist- ara, skipti út upphaflega blindramm- anum nema myndin beri þess merki að liggja undir skemmdum í upphaf- lega rammanum eða þá að um föls- un sé að ræða. Hann staðhæfir einn- ig að útfærsla undirskriftarinnar sé gjörólík þeim stílfærslum sem ein- kennt hafí undirritanir Þórarins B. Þorlákssonar og hið sama eigi við um myndina sem eignuð er Jóni Stefánssyni. Ólafur Ingi sagði að handbragðið á fölsuninni væri fremur klaufalegt. Ályktun um fölsun blasi við þeim sem rannsaki myndirnar með aðferðum forvarða og fölsunin ætti heldur ekki að dyljast þeim sem hiotið hafa menntun á sviði myndlistar. I kærunum, sem sendar voru rík- islögreglustjóra á mánudag, segir að farið sé fram á að ríkislögreglu- stjóri rannsaki hvaðan hin meinta fölsun er upprunnin og leitist við að afla eigendasögu verkanna í því skyni og að rekja verkið allt aftur til listamannsins sjálfs, en eins og gefi að skilja sé upphaf eigendasög- unnar að fínna hjá þeim aðila sem síðast hafði verkið undir höndum áður en kærandinn eignaðist það. Alls 25 meintar falsanir í rannsókn Arnar Jensson, aðstoðaryfirlög- regluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, staðfesti að kærurnar hefðu borist embættinu. Fyrir eru þar til rann- sóknar mál vegna gruns um falsanir á 23 íslenskum málverkum. „Við erum sem betur fer óreyndir í svona málum þannig að við förum varlega og reynum að gera þetta á vandaðan hátt,“ sagði Arnar. Hann staðfesti að leiði lögreglu- rannsókn almennt ekki til þess að rökstuddur grunur vaknaði um refsi- vert atkvæði af hálfu einhvers ákveðins manns væri slík rannsókn lögð upp. „Lögreglan er ekki stofnun til að kveða upp úr um hvort verk séu fölsuð eða ekki heldur hvort grunur um fölsun beinist að einhverj- um sérstökum." Vistarverur sorgarinnar LEIKUST Þ jóölcikhúsið GRANDAVEGUR7 eftir Vigdísi Grímsdóttur. Leikgerð: Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir. Leikstjóri: Kjartan Ragnarsson. Letkarar: Bergur Þór Ingólfsson, Elva Ósk Ólafsdóttir, Gunnar Hans- son, Hjálmar Hjálmarsson, Ingrid Jónasdóttir, Jóhann Sigurðarson, Magnús Ragnarsson, Margrét Vil- hjálmsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdótt- ir, Sigrún Edda Bjömsdóttir, Valdi- mar Óm Flygenring, Valdís Gunn- arsdóttir og Þröstur Leó Gunnars- son. Leikmynd og búningar: Axel Hallkell. Lýsing: Bjöm B. Guðmunds- son. Tónlist: Pétur Grétarsson. Stóra sviðið, miðvikudagur 29. október. SEGJA má að það að gera leikgerð- ir eftir skáldsögum sé orðið fastur þáttur íslenskrar leikhúshefðar. Mis- jafnt er hvemig til tekst og oft er niðurstaðan að „skáldsagan sé betri“. Þótt slíkur samanburður sé að ein- hveiju leyti óhjákvæmilegur er hann kannski ekki að sama skapi réttlátur því hér er um að ræða tvö ólík list- form sem hvort um sig ber að meta á eigin forsendum. Engu að síður er það forvitnilegt að velta því fyrir sér hvemig hægt sé að færa á svið svo efnismikla, langa (444 bls.) og flókna skáldsögu sem Grandaveg 7 eftir Vig- dísi Grímsdóttur. Ég verð að játa að iengi framan af sýningu efaðist ég um að sú stíl- færða leið sem þau Kjartan og Sig- ríður Margrét fara í leikgerð sinni myndi ná að höndla þá töfra sem einkenna bókina, sem felast bæði í áhrifaríku söguefni, svo og frásagn- araðferð Vigdísar sem vel mætti kenna við ljóðrænt raunsæi. Sagan segir örlagasögu þriggja kynslóða fjölskyldunnar á Grandaveginum, sögu sem einkennist af þungbærri reynslu og sorg. Stíll Vigdísar er myndríkur og mystískur og heimar sögunnar margir; raunheimur, hand- anheimur og hugarheimur. í frá- sögninni tekst hið skoplega á við hið harmræna og áhrifín virka sterkt á þann lesanda sem fellst á forsend- ur stílsins. Ef ég efaðist í byrjun verð ég að játa að þegar á leið sýninguna gerð- ist eitthvað magnað: úrvinnsla höf- unda leikgerðarinnar styrktist, sag- an sem sögð var á sviðinu þéttist og dýpkaðist og náði tökum á áhorf- endum (snökt heyrðist um allan sal). Dulúðin sem einkennir sögu Vigdísar lifnaði á sviðinu á áhrifaríkan hátt og lét fáa ósnortna. Kjartani Ragn- arssyni, Ieikstjóra, tekst í þessari sýningu að láta alla hina mörgu þætti hennar falla saman í fallega heild sem höfðar til margra skyn- sviða hvers áhorfanda. Það er Margrét Vilhjálmsdóttir sem fer með hlutverk Einfríðar, að- alpersónu verksins, skyggnu ungl- ingsstúlkunnar sem heyr sína prívat- baráttu við djúpa sorg. Margrét var sem sköpuð í hlutverkið og túlkaði á fallegan hátt sorgina, reiðina og vonina sem lifnar daginn sem leikur- inn gerist. Samleikur hennar og Bergs Þórs Ingólfssonar, sem leikur framliðinn bróður hennar, Hauk, var mjög skemmtilegur og sannfærandi. Föður þeirra leikur Jóhann Sigurðar- son og er hlutverk hans með því erfiðasta í verkinu. Faðirinn er veik- lundaður gleðimaður sem leggur á flótta fremur en að horfast í augu við sonarmissinn. Jóhanni tókst vel upp í gleðisenunum, en aðeins skorti á dýptina í þeim sorglegri (kannski var það ætlunin, til að undirstrika hversu veikgeðja persónan er?). Sig- rún Edda lék móðurina á hófstilltan en sannfærandi hátt. Hún var bijóst- umkennanleg í vanmáttugum til- raunum til að nálgast dóttur sína og veija veiklyndi manns síns og harmur hennar skein í gegn. Ekki er hægt að fjalla um alla í aukahlutverkum en óhætt er að segja að í leiknum voru fáar brota- lamir. „Hinir dánu“ eru auðkenndir með svörtum klæðnaði og beram fótum og líkt og í sögunni er þáttur þeirra stór. Hér voru reyndir leikar- ar í öllum hlutverkum, en ástæða er til að nefna sérstaklega túlkun Þrastar Leós Gunnarssonar á verka- manninum Eiríki, sem er leikinn grátt af jafnt atvinnurekendum sem og konu sinni og vini. Valdimar Öm náði einnig að spila á fjölbreytta strengi og Ólafía Hrönn var bæði hörð og blíð amma. Skáldið, vin Einfríðar og móður hennar, leikur Magnús Ragnarsson, og vinkonu þeirra, Þóru, leikur Vig- dís Gunnarsdóttir. Ég verð að játa að þessar tvær persónur voru þær einu sem mér fannst ég ekki kann- ast við úr sögunni. Skáldið er hér meira „töff týpa“ en mín upplifun af sögunni segir. Magnús lék „töffaraskáldið“ á sannfærandi hátt. Vigdís Gunnarsdóttir var fremur bragðlítil Þóra. Dulúð sýningarinnar er vandlega styrkt með tónlist Péturs Grétars- sonar, sviðsmynd Axels Hallkels og lýsingu Björns B. Guðmundssonar. Þetta þrennt er allt listavel unnið. Sviðsmyndin er stílfærð af útsjónar- semi. í bakgrunni er bláleitur skýja- himinn og yfír svífa stórir mávar. Heildaráhrif sviðsmyndarinnar eru sterk og magnast enn fremur við sérstaklega fallega og listfenga út- færslu á ljósum og skuggum. Tón- list Péturs Grétarssonar féll vel að efninu og styrkti þá túlkun sem höfundar leikgerðar vinna út frá. Það eru hinar mörgu vistarverur sorgarinnar sem er aðalviðfangsefni þessarar sýningar og tilfinningu sorgar var miðlað mjög sterkt til áhorfenda. Niðurstaðan er sú að hér sé um afar fallega og áhrifaríka sýningu að ræða, sem fer kannski hægt af stað en vinnur sífellt á. Soffía Auður Birgisdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.