Morgunblaðið - 30.10.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.10.1997, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Undanþága veitt fyrir hóstasaft með efedrín Morgunblaðið/Júlíus PARADRYL með efedríni er hóstasaft sem fæst án lyfseðils í lyfjabúðum og í ÓBH með noskapíni er einnig efedrín en mixtúr- an er eingöngu seld gegn lyfseðli. í LYFJAVERSLUNUM er seld hóstasaftin Paradryl sem inniheld- ur efedrín en Lyfjaeftirlit ríkisins hefur varað við neyslu á ákveðnu afbrigði af megrunarlyfinu Herba- life, sem inniheldur efedrín og önnur óæskileg efni og farið fram á opinbera rannsókn á dreifingu og sölu á megrunarlyfinu. Guðrún S. Eyjólfsdóttir forstöðumaður Lyfjaeftirlits ríkisins, leggur áherslu á að Paradryl með efedr- íni sé lyf með markaðsleyfi á Is- landi og að fyrir mörgum árum hafi verið veitt undanþága, sem heimili sölu á Paradryl hóstasaft í lausasölu í lyfjaverslunum. Það sé aftur á móti óheimilt að dreifa efedríni af óþekktum gæðum eins og í ákveðnum tegundum af Herbalife, þar sem lyfið gæti reynst skaðlegt t.d. fólki með of háan blóðþrýsting. Að sögn Guðrúnar er efedrín Alþýðubandalagsmenn á Norðurlandi vestra Styðja sameigin- legt fram- boð vinstri manna AÐALFUNDUR kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Norðurlandi vestra hefur lýst yfir stuðningi við viðræður Margrétar Frímannsdótt- ur, formanns flokksins, við aðra flokka á vinstri væng stjómmál- anna. í fréttatilkynningu segir að fundurinn, sem haldinn var 25. október síðastliðinn, hafi tekið undir þau sjónarmið formannsins að málefni skuli látin ráða í af- stöðu flokksins til samfylkingar í næstu alþingiskosningum. Kjördæmisþing Norðurlands eystra lýsti því yfir fyrir skömmu að ekki væri raunhæft að gera ráð fyrir sameiginlegu framboði vinstri manna fyrir næstu alþingiskosn- ingar. „Það er dálítið annað hljóð í þeim enda hafa þingmennirnir hver sína skoðunina á þessu,“ seg- ir Jóhann Svavarsson, fráfarandi formaður kjördæmisráðs Alþýðu- bandalagsins á Norðurlandi vestra. „Þeir ráða þessu auðvitað ekki, heldur hinn almenni kjósandi, en stefnan markast að nokkru leyti af þeirra skoðun.“ Aðalfundurinn á Norðurlandi vestra lýsti yfir stuðningi við hug- myndir formannsins um gjaldtöku fyrir afnot af helstu auðlindum þjóðarinnar og við kröfur sjómanna um að allur landaður fiskur fari á fiskmarkað. Samstarf gegn sókn að lífskjörum Fundarmenn samþykktu einnig að hvetja til samstarfs stjómarand- stöðuflokkanna og verkalýðshreyf- ingarinnar gegn sókn ríkisstjórn- arinnar að lífskjörum almennings. Þeir mótmæltu niðurskurði í heil- brigðismálum og hvöttu til þess að fundnar yrðu leiðir til að jafna lífskjör í landinu, meðal annars með jöfnun orkukostnaðar, og til þess að atvinnutækifærum kvenna yrði fjölgað. eftirritunarskylt lyf í vissum til- vikum og lyfseðilskylt í öðrum en undantekningin er hóstasaftin Paradryl. „Og eins og öll lyf þá er efedrín hættulegt sé það ekki notað af varkárni og af þeim sem það þola,“ sagði hún. „Almennt séð er efedrín ekki notað nema því sé ávísað með lyfseðli. í lyfja- búðum er sérmenntað fólk sem á að spyijast fyrir og greina þarfir sjúklingsins. Paradryl hóstasaftin er veitt við þurrum hósta og sam- kvæmt þeim upplýsingum sem ég hef aflað er þessari hóstasaft ekki haldið frammi í apótekum heldur er mælt með öðru.“ Öll lyf hættuleg ef notkun er röng Guðrún benti á að öll lyf væru hættuleg ef þau væru ekki rétt notuð, gæðin væru ekki eins og þau ættu að vera eða ef ekki Hraða- myndavél tekin í notkun EMBÆTTI ríkislögreglusU’óra hefur flutt til landsins ratsjá með myndavél til hraðamæl- inga í umferðinni og ætlunin er að fá fleiri slíkar myndavél- ar til landsins á næstunni. Skráðum eiganda bíls er sent sektarboð, hafi bíllinn verið myndaður á meiri hraða en leyfilegt er. Ef annar var öku- maður þegar myndin var tekin ber eigandanum að upplýsa hver það var. Lögreglumenn reyndu tækið í umferðinni í Kópavogi í gær og nítján ökumenn mega búast við kærum og sektarkröfu í pósti í kjölfarið. Nýja ratsjármyndavélin starfar þannig að Iögreglu- menn þurfa ekki annað en að stilla hana, svo geta þeir hallað sér aftur í sætunum í lögreglu- bílnum meðan hún myndar sjálfkrafa þá sem fara yfir hámarkshraða. væri farið eftir leiðbeiningum. Þetta ætti einnig við um t.d. höf- uðverkjatöflur. Lyfjaeftirlitið hefur að sögn Guðrúnar fjallað um ýmis afbrigði af Herbalife sl. tíu ár og í ár mest um afbrigði sem framleitt er fyrir norrænan markað og meðal annars er selt í Svíþjóð. Það afbrigði innihaldi ekki efedrín eða önnur lyf. Sagði hún að sú vara væri öðruvísi samsett en margt af því sem komið væri í umferð ÍSLENSKA stærðfræðafélagið verður 50 ára föstudaginn 31. október. Af því tilefni boðar félag- ið til afmælisfundar í hátíðarsal Háskóla íslands. Fundurinn hefst kl. 15 og lýkur kl. 17. Heiðurs- gestur á fundinum verður Sigurð- ur Helgason, prófessor við Massachusetts Institute of Techn- ology, og mun hann halda fyrir- lestur sem nefnist Rúmfræði og raunveruleiki og hefst kl. 15.45. Áður mun Jón Ragnar Stefánsson flytja erindi sem nefnist Stærð- fræðafélag í hálfa öld. Sigurður Helgason varð sjötug- ur hinn 30. september síðastliðinn. Af því tilefni boðar íslenska stærðfræðafélagið til málþings honum til heiðurs og verður það haldið í Odda, hugvísindahúsi Háskólans, laugardaginn 1. nóv- ember. Málþingið he/st kl. 9.15 og heldur þá Gestur Ólafsson fyr- irlestur um verk Sigurðar. Síðan munu fjórir aðrir stærðfræðingar haida fyrirlestra um efni sem hér á landi þó svo heiti vörunnar væri svipað. „Það er erfitt að greina þarna á milli og ekki er hægt að ætlast til að almenningur geti metið hverskonar efni verið er að taka inn og verður því að trúa þeim sem við þá talar,“ sagði hún. „Það eru alveg hreinar línur að efedrín er lyf og ef verið er að flytja inn og dreifa vöru, sem inniheldur efedrín þá er það brot á lyíjalögum og óheimilt." tengjast áhugasviði Sigurðar inn- an stærðfræðinnar. Kl. 11 talar Sigmundur Guðmundsson um til- vist harmónískra mótana frá breiðgerum rúmum, kl. 13.30 tal- ar Björn Birnir um Korteweg de Vries jöfnuna og ólínulega Fourier hljómgreiningu, kl. 14.30 talar Finnur Lárusson um $LÖ2$- aðferðina til að leysa Cauchy-Rie- mann-jöfnuna og kl. 16 talar Reynir Axelsson um óevklíðska hornafræði. Áætlað er að mál- þinginu ljúki kl. 17. Félagið var stofnað á sjötugsaf- mæli dr. Ólafs Dan Daníelssonar, en hann var merkur stærðfræð- ingur og frumkvöðull í stærð- fræðikennslu á íslandi á fyrri hluta aldarinnar. Nýlega kom út hjá Háskólaútgáfunni bókin Stærðfærðingurinn Ólafur Dan Daníelsson eftir Sigurð Helgason og Guðmund heitinn Arnlaugs- son. Allir eru velkomnir á afmælis- fundinn og málþingið. 25 millj- ónir á ári vegna presta erlendis KOSTNAÐUR vegna presta sem starfa fyrir íslendinga erlendis var samtals um 25 milljónir króna á síðasta ári. Innifalinn er kostnaður vegna starfa Evrópuprests frá októ- ber 1996 til október 1997. Af heildarupphæðinni greiddi ís- lenska þjóðkirkjan um 14 millj- ónir króna en Tryggingastofn- un og ríkissjóður afganginn. Þetta kom fram í svari Ölafs Skúlasonar biskups við fyrir- spurn séra Geirs Waage á kirkjuþingi í gær. Mestur var kostnaðurinn af prestsembættinu í Gautaborg, eða um 7,5 milljónir króna. Þar af greiddi Tryggingastofn- un tæpar 3,5 milljónir vegna sjúklinga sem komu til Sví- þjóðar vegna læknisaðgerða. Kaupmannahafnarprestur kostaði minnst í fyrra, eða tæpar 4,8 milljónir króna. Þjóðkirkjan greiðir allan kostnað af því embætti. Nýtt embætti Evrópuprests kostaði á einu starfsári tæpar 5,2 milljónir króna, en þar er innifalinn nokkur stofnkostn- aður. Ríkissjóður greiðir allan kostnað af embættinu. Kostn- aður af presti í Lundúnum var tæpar 7,3 milljónir króna í fyrra, en Tryggingastofnun greiðir nokkurn hluta hans. Forsætis- ráðherra Svíþjóðar í Keflavík FORSÆTISRÁÐHERRA Sví- þjóðar, Göran Persson, hafði stutta viðdvöl á Keflavíkurflug- velli í gær á leið sinni frá Stokk- hólmi til New York. Ráðherrann kom ásamt fylgdarliði sínu og lífvörðum inn í flugstöð Leifs Eiríkssonar þar sem hann þáði kaffíveiting- ar meðan eldsneyti var sett á þotu hans. Er hún af gerðinni Falcon og tekur 15-17 manns. Þotan hélt síðan áfram áleiðis til New York laust eftir klukk- an 14. Daniel D. tók niðri í Grindavíkurhöfn Bilun í ljósavél FLUTNINGASKIPIÐ Daniel D. tók niðri í Grindavíkurhöfn síð- degis á þriðjudag þegar bilun varð í ljósavél skipsins og raf- magni sló út. Betur fór þó en á horfðist, því engar skemmdir urðu á skipinu, að sögn Ragn- ars Birgissonar matsveins. Skipið var á leið út úr innsigl- ingunni þegar drapst á ljósavél- inni og skipið tók niðri en með aðstoð lóðsbátsins í Grindavík tókst að komast klakklaust út úr innsiglingunni. Daniel D. kom til Hafnarfjarðar seint á þriðjudagskvöld og þar var gert við bilunina í gær. Að sögn Ragnars hafði skynjari gefið sig. Kafari synti undir skipið í fyrrinótt en fann engar skemmdir. Daniel D. hélt af stað til Danmerkur í gær, með við- komu á Hornafírði. Morgunblaðið/Kristinn Islenska stærðfræða- félagið 50 ára Afmælisfundur og málþing til heiðurs Sigurði Helgasyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.