Morgunblaðið - 30.10.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.10.1997, Blaðsíða 12
*+9qmáw 12 FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Breytingar á gjaldskrá P&S vekja spurningar um hverjir hagnist og hveijir tapi Engar upplýsingar veittar um skiptimm símnotkunar Upplýsingar fást ekki um símanotkun lands- manna eða skiptingu hennar á milli innanbæj- arsímtala, langlínusím- tala og til útlanda. ----------------------------- Omar Friðriksson kynnti sér málið. PÓSTUR og sími upplýsir ekki hvernig símnotkun skiptist milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggð- ar eða á milli fyrirtækja og heim- ila, hvaða símnotendur muni njóta betri kjara af gjaldskrárbreyting- unni um næstu mánaðamót og hveijir beri aukinn kostnað vegna hækkunar innanbæjarsímtala. Ber fyrirtækið fyrir sig að um við- skiptaleyndarmál sé að ræða, skv. upplýsingum Hrefnu Ingólfsdótt- ur, upplýsingafulltrúa P&S. „Það er mjög erfitt að byrja án þess að láta allan pakkann. Ef þú segir A þá er hægt að reikna út B. Við erum með mjög nákvæmar mælingar og útreikninga sem við styðjumst við og þeim hefur hingað til verið hægt að treysta. Ég held að fjölmiðlamenn hafi engar for- sendur til að véfengja það,“ segir Hrefna. Velt út í verðlagið? Við breytinguna í eitt símagjald- svæði á öllu landinu hækka símtöl innan allra gjaldsvæða úr 1,11 kr. hver mínúta í 1,99 kr., sem verður eftirleiðis sama verð á öllu landinu. Við það lækka langlínusamtöl úr 4,15 kr. Verð á símtölum til út- landa lækkar að meðaltali um 22%. Föst afnotagjöld verða óbreytt en þau 400 skref sem símnotendur á landsbyggðinni höfðu innifalin í föstu afnotagjaldi sínu lækka í 200 skref, til samræmis við það sem er á höfuðborgarsvæðinu. Hrefna segir að þrátt fyrir hækkun innanbæjarsímtala sé heildarútkoman sú að -------- símreikningar lands- manna lækki í heild um 100 milljónir kr. Því geti menn ekki eingöngu haldið því fram að hækk- unin, hvort sem hún komi við fyrirtæki eða heimili, velti út í verðlagið, heldur muni þessi 100 millj. kr. lækkun einnig skila sér út í þjóðfélagið. Neysluverðsvísitalan hækkar Gjaldskrárhækkun innanbæjar- símtala Pósts og síma mun valda hækkun á vísitölu neysluverðs í næsta mánuði en vægi síma- notkunar er um 1% í vísitölunni. Óvíst er þó hversu mikilli hækkun gjaldskrárbreytingin mun valda í mánuðinum. Að mati P&S hækkar meðalsímreikningur heimilanna um 3% á hveijum ársfjórðungi í kjölfar breytinganna. Þrátt fyrir að grunnur neyslu- verðsvísitölunnar byggist á upplýs- ingum um útgjöld heimilanna úr neyslukönnun á það ekki við um mismunandi símnotkun heimil- anna. Þátttakendur í neyslukönn- uninni geta ekki flokkað símnotk- un sína eftir tegundum símtala þar sem símreikningar eru ekki sund- urliðaðir á þann hátt, skv. upplýs- ingum Guðrúnar Jónsdóttur á Hagstofunni. Þess í stað verður Hagstofan að fá upplýsingar frá P&S um notkunina, sem eru færðar inn í reiknilíkan Hagstofunnar og með þeim hætti er lagt mat á hvemig --------- símreikningur vísitölu- fjölskyldunnar skiptist á milli innanbæjarsím- tala, langlínusímtala og símtala á milli landa. Þessar upplýsingar eru ekki veittar íjölmiðlum. Hrefna bendir á að íbúar á landsbyggðinni hringi ekki síður innan sinna gjaldsvæða en íbúar höfuðborgarsvæðisins. Ekki sé því hægt að ganga út frá því að síma- kostnaður höfuðborgarbúa hækki en landsbyggðarfólks lækki við breytinguna. Að öllu jöfnu geri P&S þó ráð fyrir að gjaldskrár- breytingamar komi heldur betur Ráðherra ósk- ar athugunar Samkeppnis- stofnunar út fyrir landsbyggðarfólk, en á móti komi að þau 400 afsláttar- skref sem símnotendur á lands- byggðinni nutu lækka í 200 til jafns við notendur á höfuðborg- arsvæðinu og jafni þennan mun. Hrefna segir einnig mikinn vafa leika á að eldri borgaramir verði verst fyrir barðinu á hækkun innanbæjarsímtala og segir að þeg- ar mestur verðmunur var á lang- línusímtölum og innanbæjarsím- tölum hafi það verið talið koma mjög illa við eldra fólk, sem hringdi oft í afkomendur sína á milli lands- hluta. 40% símtala milli landa frá heimilunum P&S hefur upplýst að 40% af tekjum fyrirtækisins af símtölum út úr landinu komi frá heimilunum í landinu en 60% frá fyrirtækjum. Hrefna segir breytingarnar komi mismunandi út fyrir fyrirtækin líkt og heimilin, sum muni verða vör við mikla lækkun símreikninga sinna, önnur ekki. Heimilin njóti þó lækkunar sím- tala til útlanda umfram fyrirtækin þar sem ákveðið er að afsláttur á símtölum til Evrópu á kvöldin hefj- ist framvegis kl. 19 í stað kl. 21 áður. Hagnaðist um 1100 millj. á 6 mánuðum Hagnaður P&S á fyrstu sex mánuðum þessa árs, eftir reiknaða skatta, nam 1.125 milljónum kr. Hrefna segir að P&S sé með gífur- lega fjárfestingu í búnaði, og ríkið Morgunblaðið/Ásdis sem eigandi geri kröfu um ákveðna arðsemi af honum. Á þessu ári bæri fyrirtækinu að greiða 860 milljónir í arð til ríkissjóðs og á næsta ári þyrfti það að standa skil á sköttum af hagnaði ársins. Hrefna segir að með gjaldskrár- breytingum sé verið að fylgja fyrir- mælum innan Evrópska efnahags- svæðisins um að símagjaldskrár taki mið af raunkostnaði. „Við vilj- um ekki byggja gjaldskrána þann- ig upp að sá sem hringir mikið til útlanda greiði niður innanbæjar- símtölin hjá þeim sem hringir aldr- ei til útlanda. Þessi skekkja hefur verið innbyggð í gjaldskrá okkar, okkur ber að leiðrétta hana,“ segir hún. Neytendasamtökin krefjast upplýsinga Neytendasamtökin sendu Finni Ingólfssyni viðskiptaráðherra bréf í gær og óskuðu þess að hann hlut- aðist til um að Neyt- ----------- endasamtökin og/eða S amkeppnisstofnun fengju upplýsingar um raunkostnað við hvert símtal, þannig að hægt yrði að meta hvort álagning Pósts og síma væri innan skynsamlegra marka. Neyt- endasamtökin sendu samskonar erindi til ráðherra í byijun þessa árs í kjölfar hækkunar á staðarsím- tölum í desember, en þá voru jafn- framt símtöl til útlanda lækkuð um 10% að meðaltali. Neytendasamtökin hafa ekkert við það að athuga að sama gjaldi Hagstofan fær upplýs- ingar frá P&S um notkunina verði komið á fyrir öll innanlands- símtöl en gera alvarlegar athuga- semdir við að símtöl innanlands hækki í heild sinni við þessar breyt- ingar og segja breytingarnar ákveðnar að geðþótta ráðamanna P&S í skjóli einokunaraðstoðu fyrirtækisins. Fara Neytendasamtökin fram á það við viðskiptaráðherra að hann láti m.a. kanna hvort nauðsynlegt hafi verið að hækka símtöl innan sama svæðis, hvort það samræmist góðum viðskiptaháttum að P&S sem auglýsi netþjónustu á ákveðnu verði, geri samninga við fjölda neytenda og breyti síðan gjald- skránni einhliða. Loks vilja sam- tökin fá upplýst hvort eðlilegt sé, miðað við raunkostnað símtala, að lækka símtöl til útlanda á meðan önnur símtöl, þar sem engin sam- keppni sé um þjónustuna séu ítrek- að hækkuð. „Þá benda Neytendasamtökin á, að Póstur og sími hefur ekki beitt sér fyrir rekstrarlegri hag- ræðingu heldur hækkað verð þjón- ustunnar þegar ráðamenn fyrir- tækisins hafa talið þess þörf. Hagnaður fyrirtækisins af sím- þjónustu var s.l. ár tæpir 3 millj- arðar og verður því ekki séð, að þurft hefði að koma til nokkurrar hækkunar símtala innanlands þeg- ar landið varð allt eitt gjaldsvæði, einkum þar sem raunkostnaður við símtöl milli svæða er nánast sá sami og innanbæjarsímtöl," segir m.a. í bréfinu til ráðherra. Jóhannes Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Neytendasamtak- anna, segir eðlilegt að Sam- keppnisstofnun fylgist með rekstri einokunarfyrirtækja eins og í þessu tilviki. Jóhannes segir útilokað að draga fram hvemig einstakir hópar verða fyrir þessum gjaldskrár- breytingum þar sem engar upplýs- ingar væri að hafa um heildarsím- notkun eða skiptingu hennar milli svæða en benti m.a. á að aldraðir héldu því fram að hækkun á innan- svæðasímtölum kæmi illa við þá. Síminn væri þeirra samskiptanet, einkum á daginn og nú væri búið að hækka dagtaxtann innan sama svæðis yfir 80% frá í desember. „Þarna er um verulegan skell að ræða,“ segir hann. Einstaklingar og fyrirtæki Iýsa óánægju sinni Að sögn Jóhannesar Gunnars- hafa fjölmargir neytendur í samtökin til að lýsa óánægju sinni en einnig hefðu forsvarsmenn fyrir- tækja hringt og talið ljóst að þarna væri verið að hækka ákveðinn kostnað- arlið í rekstri þeirra. „Auðvitað er hætt við því að eitthvað af þessu fari út í verð- lagið. Ég spyr þá hvort Póstur og sími sé stikkfrí í stöðugleikanum,“ segir Jóhannes. Viðskiptaráðherra hafði ekki borist erindi Neytendasamtakanna í gær en sagðist í samtali við Morgunblaðið ætla að senda það áfram til umsagnar og athugunar hjá Samkeppnisstofnun. sonar hringt BOÐAÐ hefur veríð til mótmæla- fundar á Ingólfstorgi á morgun vegna fyrirhugaðra breytinga á 8'aldskrá Pósts og síma og segir lafur Ragnar Ólafsson, fram- kvæmdasljóri Ægis ehf. og for- sprakki mótmælanna, að dugi það ekki til að telja forráðamönn- um fyrirtækisins hughvarf verði aðgerðum haldið áfram. Klukkan tíu í gærkvöldi höfðu 3300 manns skráð sig á undirskriftalista, sem er að finna á heimasíðu Ægis og afhenda á stjórnendum Pósts og síma á fundinum. Síðan er stefnt að því að halda þar útifund þar sem verði fulltrúar Alþingis, Reykjavíkurborgar, Neytenda- samtakanna, Félags eldri borg- 3300 hafa mótmælt á netinu ara og hagsmunaaðila um netið. „Miðað við allar þær tölur, sem við höfum heyrt, virðist Póstur og sími vera að hækka verðið án þess að þurfa þess,“ sagði Ólafur Ragnar. Mótmæli í Ástralíu Hann sagði að fyrir nokkrum árum hefði símfélagið í Ástralíu reynt að hækka gjaldskrá með svipuðum hætti. „Þar lokuðu þeir netinu í heilan sólarhring og Ástralía var ekki til á netinu í 24 klukkustundir. Þar tókst þeim að knýja hækkunina til baka. Stjórnvöld þar sáu að við það að hækka myndu þeir tapa meiru, en með þvi að hafa gjöldin óbreytt. Það sé ég að muni gerast, ætli Póstur og sími að hækka með þessum hætti, að notkunin á net- inu á eftir að dragast það mikið saman að sú athygli, sem ísland hefur vakið, sérstaklega í Evr- ópu en einnig í Bandaríkjunum, á netmarkaðnum, mun hverfa. Við munum missa þá forustu, sem við höfum í þessum málum.“ Verður fylgt eftir Hann kvaðst vona að Póstur og sími myndi gefa eftir í þessu máli á næstu dögum: „Ef þeir gera það ekki er þessu ekki lok- ið af okkar hálfu. Við munum halda þessari baráttu áfram eins lengi og þurfa þykir. Það er hugsanlegt að gripið verði til svipaðra aðgerða og í Ástralíu þótt í dag sé ekki samstaða um það. En við látum ekki vaða svona yfir okkur og þegjum og þetta er ekki bóla, þessu máli verður fylgt eftir. Það er langt í frá að þessar undirtektir komi á óvart. Starfsmenn heilla fyrir- tækja hafa skrifað sig á þennan lista.“ Undirskriftalistinn ber yfir- skríftina „Björgum netinu" og þar er því haldið fram að innan- bæjarsímtöl hafi hækkað um 149% á tæplega einu ári. Ólafur Ragnar sagði að þeir, sem hefðu mesta hagsmuni tengda netinu á Islandi, eða Sam- tök hagsmunaaðila um netið, styddu mótmælin gegn gjald- skrárbreytingunni. „Það er eng- inn einn, sem stendur að þessu,“ sagði hann. „Það eru allir netað- ilar á bak við okkur.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.