Morgunblaðið - 30.10.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.10.1997, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 75% af sölu Gelm- er í Frakklandi Dreifing á fersfcfiislki suður um Eweipu Gelmer sjávarafurða- fyrirtækið er eitt hið stærsta sinnar tegund- ar í Frakklandi og grannlöndum. IS ke.ypti fyrirtækið ný- lega, en SH hefur stefnt fyrri eigendum fyrir samningsbrot og réttað verður í málinu í París í dag. Þórunn Þórsdóttir heimsótti höfuðstöðvar Gelmer í vikunni. GELMER kaupir og selur bæði nýjan og frystan fisk og á þrjár verksmiðjur í Boulogne-sur-Mer og ná- grannabænum Wimille. Tæpur fjórðungur viðskipta fyrirtækisins er í ferskum fiski, en megnið I fryst- um flökum sem ýmist er umpakkað í elstu verksmiðju Gelmer eða breytt í nær tilbúnar máltíðir í^nýrri og fullkominni verksmiðju. A hafnar- svæðinu er annars vegar 4 ára verk- smiðja fyrir ferskfiskfrágang, 3.000 fm að grunnfleti með 7.500 tonna af- köst árlega, og höfuðstöðvar fyrir- tækisins í sama húsi. Hins vegar er á svæðinu eldri verksmiðja fyrir um- pökkun frosinna flaka og skelfisks og svo smokkfiskvinnsla í nýupp- gerðum salarkynnum. Þessi verk- smiðja er 6.000 fm að grunnfleti og afgreiðir um 13.000 tonn árlega. Hægt að vinna 25 þúsund tonn á ári Nýja frystiafurðaverksmiðjan í Wimille er 10.000 fm að grunnfleti og kostaði sem nemur 1,1 milljarði króna. Hún var opnuð með viðhöfn fyrir ári og Ólafur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri ÍS í Boulogne, segir hana nú starfa með viðunandi afköstum. Aðrar heimildir blaðsins segja afköstin enn ekki ná helmingi þeiri-a 25.000 tonna sem hægt væri að vinna árlega. Framboð af forunn- um frystum fiski sé mun meira en eftirspurn og markaður í Frakk- landi lítill fyrir fisk í „raspi“. Frakk- ar kaupa 60.000 tonn á ári af slíkri matvöru, en til samanburðar fer 100.000 tonnum meira á pönnur í Bretlandi. í verksmiðju Gelmer eru fisk- blokkir skornar, bútaðar og hjúpað- ar deigi og brauðmylsnu. Þetta ger-' ist á færiböndum í tveimur sölum og tekur aðeins 2-4 mínútur. Var- an er svo fryst aftur og færð i neyt- endapakkningar í þriðja salnum, annaðhvort með vörumerki Gelmer eða annarra sem skipta við fyrir- tækið. Mannshöndin grípur inní þegar að pökkun kemur en fram til þess vinnslustigs nægir eftirlit starfsfólks. Þróað gæðaeftirlit er í verk- smiðjunni og evrópsk- um stöðlum fylgt í hví- vetna. Til dæmis er _______________ rusl flokkað vandlega og sett í lúgur undir sölunum og eigendurnir segja stoltir frá því hvernig verksmiðjan sé hluti vist- kerfisins: Vatni, sem notað er við vandlega skolun tækja og húss á hverjum degi, er dreift kerfisbundið skika af skika yfir land í grenndinni. Þannig fá bændur lífrænan áburð og Gelmer losnar við þvottavatnið. Ekki mátti taka myndir inni í verksmiðjunni, vegna þess að sam- setning véla og færibanda er iðnað- arleyndarmál, en heildarmyndin er Morgunblaðið/Puglia HÖFUÐSTÖÐVAR Gelmer, sem gegnir talsverðu hlutverki á vinnu- markaði í Boulogne-sur-Mer, framleiðsluborg nær helmings allra fros- inna sjávarafurða í Frakklandi. Morgunblaðið/Jean Allainmat 65.000 tonnum af ófrystum fiski er landað árlega í Boulogne og 300.000 tonnum ef frystur fiskur er talinn með. ÍS ætlar að leggja áherslu á útflutning eins og eitt stórt færiband. Frysti- bílar keyra fiskkassa að öðnim enda byggingarinnar, þeir fara í fyrsta sal og áfram eins og lýst var og loks er frystigeymsla og umbúða- geymsla í hinum endanum. Utan við miðsalinn eru tankar sem minna helst á heyturna, með brauðmylsnu og deigi sem fiskbitarnir eru hjúpaðir með. Við verksmiðjuna eru líka gastankar fyrir frystiferlin. Allt er þetta afar snyrtilegt og blaðamaður hitti aðeins eina litla flugu á gangi þar sem sér ___________ gegnum glugga niður í vinnslusalina. Þar er fremur kalt, um tíu stig, svo flugan hefur haldið sig í hæfilegri fjarlægð. f hópi þriggja stærstu Verksmiðjan er í hópi þriggja stærstu í Frakklandi, að sögn Francois Lanoy, fyrrum aðaleig- anda Gelmer, og í flokki evrópskra „raspfiskrisa“. 100 manns vinna þar en alls eru starfsmenn Gelmer 370. Sölumenn eru 50 og 30 manns vinna við skrifstofustörf. Starfsfólki var • fjölgað úr 355 í fyrra vegna þarfar fyrir sérfróða tæknimenn á nýja staðnum. Þar hefst fyrsta vakt klukkan 5 að morgni og hægt væri að halda áfram í 21 tíma. Síðan þarf að hreinsa, áður en byrjað er aftur. Þegar blaðamaður kom í verk- smiðjuna var slökkt á mörgum færi- böndum, sem hægt er að breyta og sveigja að ýmiskonar fiskbollum og pinnum. Ljóst virðist að íslensk sölusam- bönd í Evrópu geti nýst fyrir fram- leiðsluna, en 75% af allri fisksölu Gelmer hefur verið innan Frakk- lands. IS hyggjast nýta sér sam- bönd Gelmer, en leggja áherslu á útflutning, með aðstoð söluskrifstof- anna í Þýskalandi, á Spáni og í Bretlandi auk Boulogne-sur-Mer. Helmingur fiskmetis á frönskum markaði er innfluttur og 80% af hráefni Gelmer koma frá útlöndum, bæði bolfiskur og skelfiskur. Við blasir að þáttur íslands aukist hvað þetta varðar. Gelmer hefur vaxið mjög frá stofnun 1966 og verksmiðjan í Vim- ille er annað skref breytinga til að standast aukna samkeppni. Fersk- fiskvinnslan við höfnina kom fyrst og kostaði. 327 milljónir króna og lokaáfanginn verður væntanlega endurnýjun stóru frystiverksmiðj- unnar á hafnarsvæðinu. Heimildir blaðsins herma að slík endurnýjun verði dýr, kosti nálægt 500 milljón- um króna, en hún sé jafnframt nauðsynleg því nú gangi þessi pökk- unarstaður flaka á undanþágum. Ólafur Þorsteinsson segir kostnað- inn ekki svo mikinn við endurnýjun stóru frystiverksmiðj- unnar, nær sé að áætla að hann verði um tí- undi hluti af kostnaði við nýju verksmiðjuna. ____________ Um breytingarnar hjá Gelmer segir hann að vöxtur hafi al- mennt verið í greininni og þróunin sé stærri og færri einingar. Byrjaði með 49 starfsmenn Francois Lanoy opnaði litla fisk- heildsölu fyrir 31 ári en fjölgaði starfsfólki úr 49 í 114 strax á fjórða árinu. Starfsmenn voru orðnir 225 árið 1980, 300 sex árum seinna og 370 nú. Hagnaður var lengi vel um 10% á ári, en síðustu ár hafa verið erfiðari. Gelmer var eitt síðustu Viðskipti mest í sölu frystra flaka frönsku stórfyi-irtækjanna á þessu sviði í einkaeign. Það gegnir tals- verðu hlutverki á vinnumarkaði í Boulogne-sur-Mer, framleiðsluborg nær helmings allra frosinna sjávar- afurða í Frakklandi. Þarna koma 65.000 tonn af ófrystum fiski í höfn árlega og 300.000 tonn ef frystur fiskur er talinn með. Boulogne er stærsta fiskihöfn Evrópu, að sögn yfirmanna Gelmer, og óneitanlega handagangur í öskj- unni á fiskuppboðum snemma morguns. Blaðamaður mætti ___________ uppúr sex á uppboð miðvikudagsins. „Frekar slappt í dag, vinan,“ sögðu menn við hana, en þó vantaði ekki hróp, stapp og hlaup. Fiskur sem kemur í höfn um kvöld eða nótt er sýndur og svo boðinn í býtið og þvínæst er honum pakkað mismikið unnum og keyrt í allar áttir. Þannig er nýr fiskur í búð í París frá degin- um áður að minnsta kosti. En hann hefur legið á ís og fengið heilbrigð- isskoðun og allt tilheyrandi í Bou- logne, sem státar af gæðageymsl- um, hraða og öryggi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.